Tíminn - 24.04.1960, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.04.1960, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, snanndagtan 24. aprfl 196«. Pyrata ílogíerðm var áheit. Eigiimnaðurinn var veflnir. Það var þó óvenjulegt. Likamshiti þess manns var ekki vanur að fana yfir 37 stig á eelsíus nema þegar eiginkonan var svo óþjál í sambúðinni, að hann varð öskureiður. En nú hafði hann beðið lægri hlut fyrir korn- kvikindum, sem læknar nefndu vírusa, á útlenzku, og lá í inflú- ensu með sótthita. Konan, sem til þessa hafði slegið öll met, irvað vesaldóm snerti, trítlaði tindiltfætt og stálhraust miHi rúma og hugði að sjúkum. Erf- ingjarnir tveir móktu fársjúkir í bólunum, alltof Ela haldnir til að vera óþægir, og eiginmaður- inn var svo þakklátur við snún- ingalipra konu sína, að 'hún var þess fullviss, að hann væri með óráð. Og þegar hún hafði borið honum svaladrykk, tii að kæla brísheita tunguna, tók hann hönd hennar og sagði: — Þú mátt ekki veikjast. — Nú, ég er ekkert að veikjast — sagði konan. — Ég ætla að heita á þig. Hvað á ég að gefa þér, ef þú veikist ekki? — sagði eigin- maðurinn. Konunni krossbrá. Hann skyldi þó ekki vera feigur, ef hann hefði ekki verið fár- Valborg Bentsdóttir, skrifstofustjóri: FYRSTA FLUGFERÐSN veikur hefði hún haldið, að hann hefði vonda samvizku. En hann var sjálfsagt að delera í óráðinu. — Ég ætla endilega að heita á þig — hann hélt sér við eifnið. Nú það var þá bezt að taka hann á orðinu, hvort sem hann var með óráð eða ekki. — Mig lang- ar að fljúga — sagði konan. — Ha, — sagði maðurinn. — Ég vil fljúga — endurtók konan. — Hvert viltu fljúga? — spurði hann. Hann var þál eftir allt sam an með réttu ráði. Það var nú ekki hægt að kom- ast langt í loftinu á íslandi, á þekn árum, heimsstyrjöldin geisaði úti í löndum og flug- vélakostur landsmanna næsta fátæklegur. En það var farið að tíðka það, að gefa mönnum kost á að fljúga austur yfir hálendið til Egiisstaða á Völlum. Þótti það frami hinn mesti, að kom- ast í slíka ferð, enda fokdýrt. En hvað um það. Konunni fannst, þegar allt kom til alls, ekkert við það að athuga, að hún fengi áheit, sem eitthvað kost- aði. Að fljúga yfir jöklana í sólskini hafði lengi verið óska- draumur hennar. Og nú þurfti hún ekki annað til að vinna en standa af sér vírusana; þeir voru að vísu lúmskir og ósýnilegir, en hamingjan var konunni hUðholl. Inflúensan vann ekki á heilsu hennar að þessu sinni. Svo leið vétur og vor og allt fram í júnílok. ísland hættir að hafa kóng, og gerist lýðveldi. Eiginmaðurinn hyggur á sumar- frí og labbar sig I afgreiðslu flug félagsins. — Nei, góði maður. Þú ert seint á ferð. Allir far- miðar til Austurlands pantaðir fyrirfram til ágústloka. — Þar fór það. Menn voru farnir að gerast nýrikir og allir höfðú efni á að frílysta sig. Eiginmaðurinn tjáir konu sinni hvernig komið sé, en bætir því við, að sér hafi verið gef- inn kostur á fari til Akureyrar um miðjan júlí. Geti hún sætt sig við það muni hægt að aka austur þaðan. Konunni finnst betra að fljúga norður í júlí en austur í september og farardag- ur er ákveðinn miðvikudagurinn 19. júli 1944. Þetta er heppileg- ur dagur, áætlunarferðir austur á Hérað eru einmitt á fimmtu- dögum. Enn fremur vitl svo heppilega til, að kunningjafólk er á leið norður og austur, og sammælzt er að eyða saman viku á Hallormsstað. Herbergi er pantað á Akur- eyri, farmiðar fastsettir, ferða- fötin tilbúin og ekkert að gera næstu dagá nema telja stund- irnar og hlakka til. Veðurblíðan er með eindæmum. Rauðar flug- ur svífa um loftið og flytja fólk í lystireisur austur og norður. Konan horfir á eftir þeim og er glöð. Óðum fækkar þeim dög- um, sem líða þurfa þangað tii hún má sjálf svífa milli sólar og jarðar. Elztu menn eru löngu hættir að bera veðurfarið saman við fyrri ár, allt minni bregst þeim um slíkt sólarsumar. En þá renn- ur upp mánudagurinn 17. júlí sólarlaus og dimmur og þriðju- dagur gerir slíkt hið sama. Á miðvikudegi bregður tii hins betra. En flugvélakostur föður- landsins á þeim árum mátti ekki við svona veðrabrigðum. Þó sendar verði tvær flugur á mið- vikudag, verða þær að fara með farþega frá í gær og fyrradag. Á morgun skai svo fara tveggja daga farmur, ef guð lofar. Þar fauk ferðaáætlunin. Bifreiðin ekur til Austurlands í morguns- árið í þann mund, sem flugvélin t--------------------------- Þegar Tíminn efndi til verðlaunasamkeppni um ,sögulegustu flugferðina“ fyrir síðustu jól í tilefni af 40 ára afmæli flugs á ís- landi, barst m. a. þessi kímnilétta ritgerð sem er einhvers staðar á milli smá- sögu og frásagnar Þótt frá- sögn þessi væri í hópi þeirra, sem bezt voru ritað- ar, taldi dómnefndin ekki fært að veita henni verð- laun, vegna þess að hún greindi ekki frá „sögu- legri“ flugferð. Dulnefni höfundar var „Lúna í snör- unni“, sem reyndist vera Valborg Bentsdóttir, skrif- stofustjóri. Tíminn birtir nú þessa skemmtilegu frá- sögn og vonar að hún komi brosinu fram á varir ein- hvers á þessum sunnudegi. ----------------------------* 1-eggur af stað frá Reykjavík og næsta ferð ekki fyrr en eftir helgi. En hvað um það, ekkert rask á ferðaáætlun getur aftrað konunni frá því að nota flugfar, þegar það býðst. Og hún er létt í skapi að morgni þess 20. júlí. Þetta er merkisdagur, þorláks- messa á sumar, kennd við heil- agan Þorlák, sem fékk bein sín úr jörðu grafin þennan dag, end- ur fyrir löngu. Hjónin hafa takmarkað far- angur sinn til hins naumasta, því sáralítið má hafa méð sér um- fram kroppsþungann. En á flug- vellinum eru farþegarnir vegnir ásamt með farangrinum. — Mætti ég þá hafa meira með mér, fyrst ég er svona létt?, — spyr konan. — Nei, ekki er það, heldur' skyldi raða í flugvélina eftir þyngd farþega, þeir stærstu fremst. Þessar upplýsingar gleðja mjög farþega þann, sem svo ber af öllum að líkamsburð- um, að konunni telst svo til, að hefði hún hann áveðra í roki, myndi henni skýlt fyrir öllum veðraham. — Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef grætt á því á ferðalagi að vera stór, — segir kjötfjallið, því sýnilega er betra útsýni fremst í vélinni. En það gegnir öðru máli með konuna. Hún sér með skelfingu fram á það að henni muni ætlaður stað- ur á stöku sæti, sem er næst stélinu, langt frá glugga. Og þó konan hafi verið nægilega lengi gift til þess að hafa ekkert á móti því að sitja hjá öðrum karl mönnum en þeim, sem hún hef- ur sængað hjá rúman áratug, vindur hún sér að afgreiðslu- manninum, bendir á sinn lög- lega eiginmann og .segir: — Ja, við erum hjón. Megum við ekki sitja saman? Afgreiðslumannin- um rennur slík ást til rifja og vegna góðra holda eiginmanns- ins hlýtur konan sæti um miðja vélina og hið bezta útsýni. Flugvélarnar tvær eru ferð- búnar. Flugmaðurinn á vél þeirra hjóna tyggur togleður t-------------------------------------------1-----------------------------*\ „Þetta er allt gleymt, ánægjan er allsráðandi. Og hjónin horfa hvort á annað hýr og hlý í augunum, eins og þau gerðu áður en þau fóru til prestsins. Það er svo gaman að fljúga” ákaflega. Þetta var um það bii sem tuggumenningm var að nema land á fslandi. Hin flugvél- in er fyrri á loft, hún tekur stefmi beint í norður og hverfur bak við Esju. Síðari flugan tekur renni- sprett eftir flugbrautinni, en staðnæmist svo skyndilega. Kon- unni fellur allur ketill í eld. Vélin skyldi þó ekki vera biluð. Hún fer að velta því fyrir sér, hvort nokkuð muni þýða að heita á heilagan Þorlák, þegar vélin tekur kipp og rennir sér á fleygiferð til baka, og án þess að nema staðar sleppa hjólin jörð. Flugferðin er hafin. Vélknúin skeiðin svífur stefnu föst og örugg út í bláan óendan- legan geiminn, hún virðist ekk- ert hreyfast í loftinu, veðrið er kyrot og blítt. Hún stefnir í norðaustur og er brátt yfir Þing- völlum. Það er gaman að sjá þá úr loftinu, en það gaman varir stutt. Áður en eygir er komið yfir Langjökul., Vélin virðist skríða rétt hjá yfirborði hins hvíta flatar, en þar blaktir víst ekki hár á höfði, ef eitthvert höfuð væri þar með hár til að blakta, og eikkert snjókorn virð- ist hreyfanlegt. Hjónin eru ánægð og sæl. Þau höfðu aldrei flogið fyrr og hlakkað ósköp tfl, en ánægjan skákaði ímyndun- inni. — Þetta er meira gaman en ég hafði búizt við — segir eiginmaðurinn. Konan kinkar kolli, aldrei slíku vön er hún orðlaus. Henni finnst hún vera fugl, svifléttur fugl, sem á ekk- ert takmark annað en að svífa um bláan geiminn, nafnlaust náttúrubarn, sem skynjar aðeins fegurðina. Hún leggur aftur aug un, en lýkur þeim strax upp aftur, hún má ekki miissa af neinu, sem fyrir augu ber. ís- baldur, hvítur jökulliinn, sem virðist svo hvítur og hlýr í sól- skininu, hverfur. Öræfin nakin og ber með grænar vinjar á mflli, koma fram á sviðið. Stór- fljót, sem eru að hefjast hér, sýnast eins og smálækir. Hérna er einhvers staðar smáspræna, sem heitir Gaitará, þar greiddi hann Jónas lokka elskunnar sinn ar einu sinni meðan enn var til rómantík á fslandi, og skáldskap- urinn ekki orðinn atómvirkur. En nú er Galtará að gleymast og ferðalok Jónasar fjarlægjast hugum ungra fslendinga. — Og konan hættir að trega með Jón- asi en fer að huga að norðlenzk- um fjöllum. Landafræðikunnátt- an er varla næg til að nafngreina þau, en henni finnst landslag fallegt, þó hún kunni ekki nöfn á því. Vélin rennir sér niður milli hárra fjalla. Eyjafjörður kemur í sýn og síðari vélin er fyrri til aö Ienda. Þegar vélin staðnæmist á Mel- gerðisflugvelli, finnst konunni eitthvað dásamlegt hafi gerzt, hún er að vakna af draumi, sem varað hefur síðan hún fór frá Reykjavík. Hjónin taka saman föggur sínar og yfirgefa vélina. Það er allt í lagi þó billinn, sem þau ætluðu með austur, hafi far- ið í morgun og annar fari ekki fyrr en í næstu viku, þó ferða- áætlunin sé gjöreyðilögð og kunningjar komnir upp á Hóls- fjöll á heimleið áður en þau komast að Hallormsstað. Þetta er allt gleymt, ánægjan er aiisráðandi. Og hjónin horfa hvort á annað hýr og hlý í aug- unum eins og þau gerðu áður en þau fóru til prestsins. Það var svo gaman að fljúga. Valborg Bentsdóttir. V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.