Tíminn - 24.04.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.04.1960, Blaðsíða 13
T-Í M'I N N, sunnudaswn 24. aprfl »6«. 1S ÞATTUR KIRKJUNNAR Ekkert mun kristindómi „Sæla reynist sönn á storð“ hugstæðara en vorið. Gróandi sú mun ein að gróa“. og geisladýrð eru einmitt meg- í allri þessari vorgleði, öllum inþættir í boðskap Krists. Ljós þessum vonafögnuði mætti sízt og líf, tvær uppsprettur alls, gleymast eigin sálargróður, sem þar er um að ræða. hugsjónir, dyggðir og atorka í Sumardagurinn fyrsti með okkar eigin hugum og hjörtum. öllum sinum vonum, allri sinni Hugarstefna og hugsunar- glöðu vaknandi þrá er nær því ináttur er hinn sanni heilla- orðinn kirkjulegur hátíðisdag- gróður samfélagsins, og hann ur okkar fslendinga. þarf að vera svo sterkur að allt Á sama tíma, sem raddir hið lága og auvirðilega hvrefi heyrast um að leggja kirkju- í skuggann, svo syngja megi lega hátiðisdaga niður, sem ver- með skáldinu, sem sagði: „Veit ég að vondur andi varla í þessu landi svífur um sumarmál". Og ef við gefum okkur vor- dýrðinn; á vald víkja skuggar og með þeim andar eigingirni og öfundar á braut, og sömu- leiðis sundrung og flokka- drættir ásælni og ótrúmennska. En þetta eru þeir andar myrk- orsins, sem geta skapað þau VOR ið hafa heilagir öldum saman, er talað um að „skapa sumar- deginum fyrsta ritual“ í helgi- siðabók íslenzku ktkjunnar og slcúmaskot sem illgresi5 þrífst biskup lands'ins messar sjalfur bez(, . ’ Dómkirkju höfuðborgarinnar þennan dag. Svona djúpar rætur á sumar- dagurinn fyrsti í þjóðsál íslen(l- inga á miðri atomöld. Og hann hefur nú verið helgaður starfi fyr'ir gróanda þjóðlífsins, börn- in og Barnavinafélagið gerir hann að sínum aðalstarfsdegi. Það er með það ógresi líkt og bakteríur og veirur, það þrífst ekki í sólskini sannleiks og feg- urðar, getur ekki dafnað ef sól- skin hins sanna vors fær að njóta sín og skína án skýja af heiðríkum himni. Það .-r þetta vor guðsrikis, sem kristin kirkja hefur viljað Heimilisrafstöðvar AUt þetta sýnir ást okkar hér veita einstaklingum og þjóðinni við segulskaut norðurhjarans til sólskins söngs og blóma. Og vissulega er sú ást eitt hið dýr- mætasta, sem í barmi bærist. Og það er sannarlega kristi- leg starísemi og kirkjuleg að efla sem bezt þær tilfinningar, sem þannig stefna að eflingu gróandans í lífi manna og sam- félagi. frá kynslóð til kynslóðar. Það er sigur þessa vors, sem ís- lenzka þjóðin syngur um í sín- um tiginlega og dýrðlega þjóð- föng: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þrofkist á guðsríkisbraut.“ Gleðilegt sumar. Árelíus Níelsson. Harpan mín CFramhald af 9. síðu). Á aðra hönd gáskafullt grunnvatn, sem glettist við flúðina og drekkur þér til. Til hinnar er fossbrúnin ferleg, sem fallöldu steypir í botnlausan hyl. Þitt stolt er að eiga ekki afdrep í annarra skjóli, en kunna því bezt að standa þar einn af þér storminn sem sterangast er veðrið og átök þess mest. ! Og svo er sem illviðraógnin um aldirnar hafi ekki tönn á þér fest Og samt, — þessi sihvika bára með sakleysi í fasi og uppgerðar hægð ber eyðingarkraft í þeim kossi, er kyssir hún steinriðin sorfin og fægð. Frá upphafi dags þíns til enda hún ann ekki hvíldar og býður ei vægð. Þótt reisn þín af sjálfglöðum sefa í svalviðrum dægranna engu sé háð og gustillar óveðragrýlur ei geti úr svip þínum stórlætið máð, hin lágværa, léttstreyma alda, þó lætur að síðustu örlög þín skráð. Steypir þér „dag einn af stalli“. „ENDURLAUSN" er af annarri gerð og skilar ágæt lega farmi sínum. Þetta er niðurlagið: Var sem j vettfangshending vorið mér fyllti skál. Hljómbrot og afslepp ending urðu mér tónabál. Stjömuljóð hrundu af strengjum. Stef mitet svejf frjálst um geim. Söngvar frá sumarengjum sungu mig heim. Plönturnar breyta ólíf- rænum efnum 1 lífræn efni. Skáldin gegna á sinn hátt hliðstæðu hlutverki. Um þetta skáld, Jónas í Ártúnum, sem kveður „Mitt Ijóð er augnabliks ævintýr í einsemd hins þögla manns" — má segja, að hann breyti þögninni í söng og myrkr- inu í birtu■ Hafi hann þökk og virð- ingu fyrir. Karl Kristjánsson. Að undangengnu útboði raforkumálaskrifstofunnar hefur Landssmiðjunni verið falið að afgreiða til bænda, á þessu og næsta ári, allt að 200 disilrafstöðvar. Raf- stöðvarnar eru 3.75 KVA, 1500 sn./mín., 220 volt, 50 rið, dieselvélin loftkæld Hatz dieselvél. Rafstöðvunum fylgir eftir- talinn búnaður: 1. Rafmagnsræsiútbúnað- ur, með rafgeými og hleðslubúnaði. 2. Fjarstanz og öryggis- búnaður gegn lágum smurolíuþrýstingi. 3. Veggtafla. 4. Gangstundateljari. Verð stöðvanna verður um kr. 34.000.00. Raforkusjóður mun veita lán til kaupa raf- stöðvanna samkvæmt ákveðnum reglum, e n ætlazt er til að kaupandi greiði við pöntun kr. 15.000.00. Þeir bændur, sem hafa hug á að fá rafstöð í haust, eru vinsamlega beðnir að senda pantanir sínar fyrir 10. maí næst komandi. Einnig eru bændur beðnir að end- urnýja eldri pantanir sínar. LANDSSMIÐJAN Sími 11680 Karlakór (Framhald af 9. síðu). raimar óskilið mál söngmennirn ir sjálfir og heimilismenn þeirra sem oft og einatt verða að bæta á sig einhverju af störfum, svo hinir komist að heiman. En er þetta tilvinnandi? Kór þeirra Bólhlíðinga er sjálfur svar við því. Menn starfa ekki í kór árum og áratugum saman án þess að hafa af því meira yndi en erfiði. Góð líftrygging Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps hefur nú slitið barns- skónum. Hann hefur staðið af sér alla erfiðleika og mesta tor leiðið er nú að baki. Hann hef- ur eignazt húsnæði, samgöngur hafa batnað og fleira kemur til sem auðvldar áframhaldið. Það þarf heldur engan kvíðboga fyrir því að bera, að þeir Bólhlíðingar haldi ekki áfram að syngja. Kór- mennirnir geta ekki verið án söngsins, sveitin ekki án kórsins. Það er hans líftrygging og hún er góð. Eg vildi gjarnan geta verið horfinn norður í Húnaver í dag til að samgleðjast vinum mínum iKarlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hlusta á þá syngja og e. t. v. taka með þeim lagiö undir borð um, þakka þeim kynni umliðinna ára, óska þeim til hamingju með afmælið og framtíðina og sveit- inni þeirra með þá. En samfund ir verða nú að bíða um sinn Þakkir og óskir get ég hins veg ar sent sunnan yfir Eyvindar- staðaheiði, og það geri ég hér með. Magnús H. Gíslason. MELAVÖLLUR Reykjavíkurmót meistaraflokks í dag kl. 2 síðd. keppa Fram — Þróttur Dómari: Guðbjörn Jónsson. Línuverðir: Baldur ^Ársælsson og Gunnar Aðal- steinsson. MÓTANEFNDIN. Jörð til ábúðar Af sérstökum ástæðum er jörðin Hvammur í Langádal í A.-Húnavatnssýslu laus til ábúðar í næstu fardögum. Á jörðinni eru, auk íbúðarhúss, 22 kúa fjós, ný- byggt og vandað með 1100 hesta hlöðu og steypt- ur votheysturn ca. 200 hesta, íjárhús yfir .100 kind- ur, um 1000 hesta slétt tún og nokkurt engjatak. Umsóknarfrestur til 10. maí. Runólfur Aðalbjörnsson, Hvammi. Sími: Gunnsteinsstaðir. Fermingarskeytasími ritsím- ans í Reykjavík er: 22020 Húsgagnasmiður óskast. Húsgagnavinnustofan Birki Sölfhólsgötu 14. Sími 17558

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.