Tíminn - 24.04.1960, Blaðsíða 11
Vinsælasta skemmtun al-
mennings hér á landi er
eflaust „að fara í bíó" að
minnsta kosti þar til sjón-
varpið kemur og leysir
kvikmyndahúsin af hólmi,
eins og það hefur gert er-
lendis. Hér i Reykjavík og
nágrenni eru, starfrækt 10
kvikmyndahús, en í smíð-
um eru þrjú. Þau eru* Laug
arásbíó, sem er eign DAS,
Háskólabíóið, sem er eign
Háskóla íslands og „nýtt"
Trípólíbíó og er eign Tón-
listarfélagsins.
ASsókn er að jafnaði mikil
að öllum kvikmyndahúsunum
og það sérstaklega yfir vetrar-
tímann. Samt sem áður sagði
einn af eldri kvikmyndahúsa-
eigendunum við fréttamann
Tímans að „þrátt fyrir góða
aðsókn nú, er hún ekki eins
góð og hún var hér áður fyrr“.
Það gefur auga leið að með
komu nýrra húsa, vex sam-
keppni milli þeirra og um leið
verður val á kvikmyndum
mun bet.ra. Snemma í næsta
mánuði verður Laugarásbíó
opnað að nýju í nýjum húsa-
kynnum, sem er viðbygging við
Dvalarheimilið. Áður var það
starfrækt í matsal heimilisins,
en vai'ð að víkja þaðan er heim
ilið tók til starfa. Fréttamaður
blaðsins fór inneftir fyrir
skömmu og náði tali af Valdi-
mar Jónssyni forstjóra Laugar-
ásbíós.
Framkvæmdir eru
langt komnar
Þegar fréttamaður kom á
staðinn var vinna í fullum
gangi bæði utanhúss og innan.
Þarna rnátti sjá alls kyns iðn-
aðar- og fagmenn við vinnu og
þá um nóttina átti að rífa nið-
ur vinnupallana innan á saln-
um. Kíæðningu og hljóðein-
angrun var að ljúka. Það eina,
sem eftir var að gera í saln-
um var að ganga frá tenging-
um á hátalara- og rafmagns-
kerfi, teppaleggja, setja upp
bekki og hið risavaxna sýning-
artjald. Sýningartjaldið má
ekki setja upp fyrr en búið er
að hreinsa út allt drasl og ryk,
þar sem það er mjög viðkvæmt.
TODD AO og Cinema-
scope
Uppi á senunni stendur Valdi
mar og er að ræða við enskan
sérfræðing í uppsetningum á
sýningartjöldum. — Jæja,
hvernig lýst þér á framkvæmd-
irnar hér hjá okkur?
— Þetta virðist skotganga,
maður getur varla þverfótað
fyrir iðnaðarmönnum. Hvað
kemur salurinn til með að
taka marga í sa?ti?
— Það eiga að komast 462 í
sætin, en þau eru ekki komin
til landsins, sætabúnaðurinn
sem gerður er í V-Þýzkalandi
er þannig útbúinn að í bakinu
á hverjum stól er fjaðraútbún-
aður sem gefur eftir og er
það til mikilla þæginda. Ann-
ars var upphaflega gert ráð
fyrir að 600 manns kæmust í
sæti, en svo var ákveðið að
breikka stólana.
— Þið eruð með nýja tegund
af sýningarvélum er það ekki?
— Jú, hér getum við sýnt í
TODD-AO, en það er miklu
stærra tjald en Cinemascope-
tjaldið. Filman er t.d. 75 mm,
en Cinemascope er aðeins 35
mm. Nú svo er hátalarakerfið
allt öðruvisi, t.d. er það sex-
falt á bakvið tjaldið, en í öðr-
um kvikmyndahúsum aðeins
einfalt. Þá eru hátalarar í öll-
um veggjum og hefur það sín
sérkenndegu áhrif á áhorfend-.
ur, segjum svo að í myndinni
sé sprengiuárás þá hefur á-
horfandi það á tilfinningunni
að hann sé staddur inni í miðj-
um látunum. Þessi gerð af
fiimum, TODD-AO, er að ryðja
sér mikið til rúms enendis.
Linsan er smíðuS
sérlega fyrir húsið
— Hvernig er með sýningar-
vélarnar?
— Já, þær eru frá Phillips
,og eru af fullkomnustu gerð,
ilinsan sem við komum til með
að nota er við sýnum i TODD-
AO er svcna tíu sinnum stærri
len linsan sem notuð er við
Cinpmascope og kostar hún
eins mikið og venjuleg sýning-
arvél. Þessi linsa er sérlega
smíðuð i þetta bíó og er ekki
Ihægt að nota hana annars stað-
ar. Þessi stærð af kvikmynda-
húsi er mjög heppileg til sýn-
inga á TOÐD-AO-filmum, það
er ekki gott að sýna þær í
kvikmyndahúsum sem taka yfir
1200 manns i sætL
— Þið getið einnig sýnt aðr-
ar gerðir af filmum?
— Já. það getum við og er
það mjög gott þar sem fram-
leiðsla er ekki mikil í TODD-
AO, vegna þess hve dýr hún
er.
Miðar seldir fram
í tímanra
— Verða miðar ekki dýrari
á TODD-AO myndirnar?
— Jú hjá því verður ekki
komizt, cn til hægðarauka fyrir
gesti verða miðar seldir fram
í tímano, eins og mikið tíðkast
erlendis, og mjög líklega verð-
ur miðasala niðr í „bæ.
Fréttamaður er farinn að
tefja Valdimar, þar sem hann
hefur í mörg hom að líta. Nið-
ur í anddyrinu er Eggert Guð-
mundsson, listmálari. að vinnu
sinni, hann málar myndir þær
sem verða til skreytinga í sal
og segir hann að það séu
„táknmyndir úr sjómannalíf-
inu á öllum tímum.“
Fyrsta myndin sem Laugarás
bíóa mun sýna er South-Paci-
fic, er bað mjög fræg mynd
og var hún m.a. sýnd í tvö ár
samfley.'i í London. Næsta
mynd þar á eftir verður Okla-
homa, en hún hefur áður verið
sýnd hér í Gamla bíó, en þetta
er TODD-AO útgáfan af henni
Til gamans má geta þess að
hver filma kostar yfir hundrað
þúsund krónur í innkaupi og
sýningarvélamar mundu kosta
innfluttar í dag um tvær og
hálfa milljón. Eflaust fýsir
margan að sjá svona dýrar
kvikmyndir, sem sýndar eru
með svo dýrum vélum, fyrir
Myndin hér aS ofan er af Eggert
GuSmundssyni viS vinnu sfna. En
til vinstri er Valdimar Jónsson meS
TODD-AO-filmu.
utan það, að einungis úrvals j
kvikmyudir eru gerðar í TODD-
AO. jhm. I