Tíminn - 04.05.1960, Side 1

Tíminn - 04.05.1960, Side 1
98. tbl. — 44. árgangur. Miðvikudagur 4. maf 1969. Baráttan í landhelgismálinu heldur áfram og er nú komin dt fyrir 12 mílurnar Myndin er tekin á barnaleikvelli í gær, og okkur sýnist stúlkan til hægri láta í Ijósi van- þóknun á Ijósmyndaranum. (Ljósm. Tíminn K.M.). Gott verð og áreitnislaus sala íslenzkra togara í Bretlandi Fjórir íslenzkir togarar seldu afla sinn í Bretlandi í gær og fyrradag. Fengu þeir allir ágætt verð fyrir þann fisk, sem seldist, en nokkuð gekk úr af aflanum, vegna þess hve veiði- og söluferðin var orðin löng. Stafaði ‘þetta af því, að sölukvóti ís,. togara í Englandi í aprll var fullnotaður. og urðu togararnir því að bíða fram yfir mánaðamótin. Liöndun fór frarn með friði og spekt og mættu fslendingar engri áreitni. Þorkell máni seldi í Grimsby í fyrradag og gær, 186,5 lestir fyrir 14392 sterlingspund. Bjarni Ólafs- son seldi einnig í Grimsby í gær 183 lestir fyrir 11803 sterlings- pund. Bjarni riddari seldi í Huli í gær 138 lestir fyrir 9002 sterlings^ pund. Loks seldi Þorsteinn þorska- bitur í Hull í gær 80 lestir fyrir 7054 sterlingspund, og er það geysilega góð sala miðað við fisk- niagn. Allíir höfðu þessir togarar (Framhald á 3. síðu). Sarntal viS Hermann Jónasson um málalokin á sjóréttarráástefnunni Hermann Jónasson kom heim frá útlöndum í fyrrakvöld. — Tíminn átti stutt samtal við hann í gær og spurði hann frétta af Genfarráðstefnunni og hvað hann áliti um horfurnar. — Hvernig var heildarblærinn yfir ráðstefnunni? — Hann var aðallega óhugnanlegur fyrir alla þá, sem vonuðust eftir að þar væri hægt að sækja mál að eðlilegum o.g heilbrigðum leiðum — með rökum. Áróðurinn og bak- ferlin af hálfu andstæðinga íslands í landhelgismálinu voru furðuleg. Það vru notuð blíðmæli og lof, hótanir og aðrar aðferðir, sem ég ætla ekki að rekja. Árangurinn varð brátt sá, að þótt andstæðingar íslands væru margir lélegir rök- ræðumenn, jókst þeim fylgi með hverjum degi með vinnu- brögðum bak við tjöldin — vinnubrögðum, sem voldugar ríkis- stjórnir tóku þátt í. — Sumir þeir fulltrúar, sem töluðu í byrjun ráðstefnunnar ákveðnast með 12 mílum — komu síðar fram á fundinum og lýstu yfir því, að þeir hefðu fengið fyrirskipun ríkisstjórna sinna um að sitja hjá. En jafnframt lýstu þeir yfir því, að ríki þeirra mundu halda sig við 12 mílna iandhelgi eftir sem áð- ur hvað sem samþykkt yrði. — Allt var við það miðað að fá % atkvæða ráðstefnunnar með bræðingnum — hvernig sem atkvæðin væru fengin. Ný rá'Sstefna ólíkleg — Heldur þú, að svona ráð stefna verði brátt endurtekin til þess að reyna að kveða niður 12 mílna regluna? — Ég held að engum detti það í hug. Það er ljóst eftir þessa ráöstefnu, að 12 mílna reglan verður ekki stöðvuð. Það var rétt, sem formaður sendinefndar Bandaríkjanna sagði áður en hann fór á ráðstefnuna, að ef ekki tækist að stöðva 12 mílna regluna á þessari ráðstefnu, mundi hún flæða yfir. — Einn af fulltrúunum á ráðstefnunni — gætinn og hygginn — sagði við mig: — Bretar börðust gegn 6 mílum á ráðstefnunni í Haag 1930. — Ef þeir hefðu samþykkt 6 míl- ur þá, væru það alþjóðalög. Á ráðstefnunni í Genf 1958 hefðu Bretar getað fengið samþykkt 6+6 og takmarkaðan sögu- legan rétt, segjum 10 ár. Þeir neituðu. En þeir báðu um þetta nú — og þá var það of seint. Baráttan færist út fyrir 12 mílurnar — Heldur þú, að þessi þróun haldi áfram? — Ég er ekki i neinum vafa um það. Tæknin eykst mjög hratt við fiskveiðar. Það eru að koma nýrri og fullkomnari veiðiaðferðir. — Mönnum er því að verða Ijóst, að utan við 12 mílurnar verður einhver að hafa lögsögu; — ákveða með hvaða tækjum megi veiða á hinum mismunandi svæðum. Flestum finnst eðlilegast, að strandríkið hafi þessa lögsögu. Þessa kröfu eru mörg strandríki þegar byrjuð að gera og fylgja henni fast eftir. (Framihaid á 3. síðu). HERMANN JÓNASSON

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.