Tíminn - 04.05.1960, Page 4
TÍMINN, miðvikudaginn 4. maí 1960.
Ný kvikmynd Fellinis vekur mikla
reiði yfirstéttarinnar í Róm
Federico Fellini hefur með
siðustu mynd sinni „La dolce
Vita“ kastað sér út í barátt-
una. í fvrri myndum sínum,
sérstaklega ;,La Strada“, hafði
hann einkum áhuga á hinu
himneska, en nú er hann
kominn aftur niður á jörðina
og ræðst nú af alefli á hina
ítölsku yfirstétt, æsiblaða-
mennskuna og hinn endalausa
og viðurstvggilega dans í
kringum gullkálfinn.
Hneykslí
Þetta hafa að vísu aðrir
kvikmyndamenn gert á und-
an Fellini án þess að höfðað
hafi verið mál á hendur þeim.
En ástæðan fyrir látunum
út af þessari mynd Fellini
er sú, að kvikmyndin lýsir
ýmsum stærstu hneykslum í
ítölsku næturlífi síðustu ár-
in og það hefur auðvitað far
ið fyrir hjartað í ýmsu hátt-
settu fólki. Aðalpersóna mynd
arinnar er blaðamaður frá
einu hinna mörgu skemmti-
blaða, og er hann leikinn af
Marcello Mastroianni. Þótt
þessi blaðamaður viti vel, að
það sé rangt, að þetta líf sé
tilgangslaust er honum ekki
1 hug að gera neitt við því.
Hann veit fyrst að hann
hefur gert vitleysur, þegar
honum hafa orðið sömu mis-
tökin á dag eftir dag viku
eftir viku mánuð eftir mán-(
uð. Kannske ár eftir ár? !
I
Skemmtileg frumsýning j
„La dolce Vita“, sem þýðir
„Hið glaða líf“ og fer Anita|
Ekberg með aðalhlutverkið.
Nokkrar persóinur myndar-
innar bera sama nafn og það
fólk, sem var viðfiðið nokkur
stærstu hneykslismál Rómar!
borgar hinn síðustu árin, en1
þó eru að mestu notuð dul-;
nefni. En atburðir myndar-J
innar hafa verið mjög um-
talaðir í blöðunum áður, þann
ig að það er ekki erfitt fyrir
glöggan kvikmyndahúsgest
að geta sér til um það, við
hvað er átt. Það mun hafa
verið mjög skemmtilegt áj
ifrumsýnángu. Eftir að ljós '
hafði verið kveikt, gat fólk
bent á nokkrar persónur
myndarinnar, sem sátu með
al þess. Daginn eftir fengu
málflutningsmenn nóg að
gera.
„Leyndarmál Rómar“
Greinilegasta sönnunin
fyrir því, a& Fellini hefur
komið við veikan blett meí'
mynd sinni er sá áhugi fyrir
„leyndardómum Rómar“ sem
hefur breiðzt yfir aúa Ítalíu.
Rómverjar eru bæði glaðir og
móðgaðir í senn yfir því, að
gestir utan af landi krefjast
þess gjarnan að komast í
kynni við hið glaðværa líf,
sem „La dolce Vita“ lýsir á
svo beizkan og áhrifamikinn
hátt. Er tigna gesti ber að
garði næturklúbba er litiö á
þá eins og þar væri fjandinn
sjálfur og amma hans á ferð,
og væru nógu kjarkmikil til
að halda áfram leiknum og
léttúðinni.
Nótt í Róm
Ferðamenn ganga frá næt
urklúbbi til næturklúbbs, til
allra skemmtistaða, sem þeir
finna í ferðamannabækling-
um í þeirri von, að eitthvað
óvenjulegt muni gerast. En
þeir hafa ekki árangur sem
erfiði. Hinn frægi Maurizio
Arena liggur veikur í botn-
langabólgu og þeir 'Renato
Salvatore, sem hefur staðið
fyrir slagsmálum að nóttu
til á Via Veneto er upptekinn
við það að leika í kvikmynd
Federico Fellini
um ævi hans, en hún ber tit-
ilinn: „Það var nótt í Róm“.
Anita Ekberg hefur lokað sig
inni í villu sinni, og ferða-
mennirnir snúa heim þreytt
ir, úrillir og leiðir.
íbúft í næturklúbb
En það er einn aðili, sem
vinnur að því baki brotnu að
hjálpa ferðamönnum og um
leið sjálfum sér. Hárgreiðslu
kóna frá Piazza de Spagna
hefur séð biðraöirnar fyrir
utan kvikmyndahúsin, þar
sem kvikmynd Fellini er sýnd,
og hún hefur breytt hinni
risastóru íbúð sinni j nætur-
klúbb. Verzlunarmaður frá
Norður-Ítalíu hefur leigt sér
íbúð milli Café de Paris og
Rosatti. Þar hafa stúlkur ver
ið ráðnar, sem eiga að fara
út öðru hverju og láta gestina
vita, að þær séu reiðubúnar
til að. sýna þeim nektardans,
hvað skeður sjaldan, þar sem
lögreglan fylgist með þeim
og sér um það, að allt sé í
röð og reglu.
Via col Vento
Að lokum hafa nokkur veit
ingahús boðið listamönnum
áð koma og borða ókeypis,
gegn því skilyrði að þeir séu
nógu afkáranlegir í klæða-
burði. Hvað hinir „réttu“
segja, allir þeir sem hafa lagt
efni í „La dolce Vita“ er
ekki vitað með vissu. Það eitt
er vitað, að þeir hafa hefnt
sin með þvj að kalla mynd
Fellinis „Via col Vento“.
„Á hverfanda hveli“, ve.gna
þess, að það er skoðun þeirra
að myndin sé alveg eins leið
inleg og hin bandaríska mynd
sem ber þetta nafn.
ítalski rithöfundurinn Al-
berto Moravia hefur skrifað
skrifað eftirfarandi um „La
dolce Vita“:
I nýraunsæisstíl
„Frá stílrænu sjónarmiði
er „La dolce Vita“ mjög at-
hyglisverð, þrátt yrir það, að
Fellini haldi henni aUtaf á
sama plani getur hann þó
skipt um áherzlur. Og sumir
kaflarnir eru í hreinum ný-
raunsæisstefnustíl. í mynd-
inni er mikil tilhneiging til
skopstælingar, ekki minnst
í þvi atriði, þar sem aðals-
mennirnir halda drykkjugild
ið og í enda myndarinnar.
Þar sem siðaskoðun Fellini
kemur aftur á móti inn í,
eins og t. d. þegar hin fagra
stúlka (Anoul Anouk) vill að
eins elska í rúmi vændiskonu
eða í kraftaverkaatriðinu,
(sem tæknilega séð er mjög
fullkomið) eru brögð Fellini
mjög nýraunsæiskennd.
Það er illt, að Fellini skuli
að lokum koma með unga
stúlku inn í myndina, stúlku,
sem brosir til blaðamannsins.
Myndin hefur alls enga þörf
fyrir slíka skírskotun til sak
leysisins“.
Auglýsing
um sveinspróf
Sveinsnróf í þeim iðngreinum sem löggiltar eru,
fara fram í maí og júní 1960 — Meisturum og
iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir
þá nemendur sína sem lokið tiáia námstíma. Um-
sóknir sendist formanni viðkomanai orófnefndar,
ásamt venjulegum gögnum og prófgjaidi.
Reykjavík, 30. apríl 1960,
Iðnfræðsluráð
1.*V*'V*X.*V*X*'V*'V.*‘V*V»‘V*V»V
Framkvæmdastjóri
óskast
Hlutafélagið Steingrímur, Hólmavík óskar að ráða
til sín framkvæmdastjóra nú þegar. Þekking á
útgerð nauðsynleg Allar uppiýsingar gefa Björg-
vin Bjarnason, sýslumaður, Hólmavík og Þorgeir
Guðmundsson, kfstj., Hólmavík,
V«VV«V*V'V*V*
SÖNGSVEITIN
FILHARMONIA
Söngvarar, konur og karlar, sem áhuga hafa á að
gerast kórfélagar og njóta vilja söngkennslu á
vegum félagsins, gefi sig fram næstu daga við
stud. med. Lúðvík Albertsson í síma 32080 eða
við söngstjóra kórsins, dr. Róbert A. Ottósson.
Félagið Fílharmónía
TILKYNNING
frá Síldarútvegsnofnd til síldarsaltenda á Norður-
og Austurlandi.
Þeir, sem ætla að salta síld norðanlands og austan
á þessu sumri, þurfa að sækja um leyfi til Síldar-
útvegsnefndar.
Umsækjendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða.
2. Hvaða eftirlitsmaður verður á stöðinni.
3. Tunnu- og saltbirgðir.
Þeir, sem ætla að salta síld um borð í veiðiskipum,
þurfa einnig að senda nefndinni umsóknir.
Nauðsynlegt er, að tunnu- og saltpantanir fylgi
söltunarumsóknum.
Umsóknir sendist skrifstofu vorri á Siglufirði fyrir
15. maí n, k.
SÍLDARÚTVEGSNEFND.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir vottum vi3 öllum þeim, er auðsýndu. okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
Sigurlaugar Sigurðardóttur
frá Árbakka, Skagaströnd.
Vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa,
Jóns B. Stefánssonar,
frá Hofi, Eyrarbakka, Tryggvagötu 20, Selfossi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Faðir okkar
t Páll Pálsson.
fyrrum bóndi að Stærri-Bæ í Grímsnesi,
lézt að heimili sínu, Sigtúni 39, 3. þessa mánaðar.
Jarðarförin auglýst síðar. •
Börn hins látna.
Margrét Hjartardóftir,
Sólvallagötu 26,
andaðist í Sjúkrahúsinu Sólheimum, þriðjud. 3. mal, s.l.
Lára Jóhannesdóttir.