Tíminn - 11.05.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, miðvikndagtnn 1L maí 196«. MINNJNG: PÁLL PÁLSSON FRÁ ST/ÍRRI-BÆ í GRÍMSNESI W»V»V*V»V*V*V*V»'V«V*V*VÍ'V*V*V»V*,V*X*V*‘V*V«'V«,VtV»‘V*‘\,»‘V«X' Félag austfirskra kvenna í <Jag, miðvikudag,^verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju Páll Pálsson fyrrum 'bóndi á Stærri-Bæ í Gfrímsnesi í Árnessýslu. Hann var fæddur 5, júlí 1872 að Yzta- skála i Vestur-Eyjafjallahreppi, og var því fu'Utíða maður og vel það um siðustu __ aldamót. Foreldrar voru Páll Ólafsson og Sigríður Jónsdóttir, en þau bjuggu um skeið á Hellighólum undir Eyja- fjöllum. Föður sinn missti Páll er 'hann var enn í bernsku, aðeins 8 eða 9 ára gamall, og var hann þá með móður sinni, eftir að faðir bans dó, fram yfir unglingsárin. Fór 'hann þá með henni til Magn- úsar Jónssonar í Steinum og var þar í 3 ár, en fluttist svo með Magnúsi að Klausturhólum í Grnnsnesi, og var hjá honum þar til hann fór sjálfur að búa í Stærri Bæ í Grímsnesi með systur sinni, Helgu vorið 1901. Árið eftir, 1902 giftist Páll Guðrúnu Bjarnadóttur frá Böðimóðsstöðum í Laugardal, og 'bjuggu þau um aldarf jórðung á Stærri-Bæ, en konu sína missti hann sumarið 1925. Páll hélt þó áfram búskap með sumum abma sinna þar til vorið 1931. Þau hjónin eignuðust 8 börn, sem öfS voru fædd á Stærri-Bæ. Stúl’ku, Halldóra, misstu þau í æsku, aðeins 8 ára gamla og síðar son, Harald, sem dó um 24 ára alldur eftir mikil og langvarandi veikindi. Hin börnin 6 komust öll til fullorðins ára og lifa föður sinn, en þau eru: Sigríður, Bjarn- fríður, Bergþóra Gróa, Ólafur Her mann og Rósa María. Eftir að Páll hætti búskap vorið 1931, fór hann vinnumaður til Kol beins í Eyvík. Eftir nokkurra ára dvöl þar, fór hann að XJlfljóts- vatni til Magnúsar bónda Jónsson- ar, en fluttist svo aftur til Eyvik- ur, og síðast að Minni-Borg og var þar um 10 ára skeið. Stundaði haam þar alls konar vinnu, einkum smíðar, og var við brúarsmíðar, í vegalagningum o. fl. Eftir að hann fór frá Minni-Borg,^ dvaldi hann hjá börnum sínum, Ólafi og Berg- þóru í Reykjavík, til æviloka. Páll var hár maður og þrekinn og rammur að afli og þoli„ er hann var á bezta aldursskeiði sínu, enda afkastamaður mikill til allrar vinnu, og sívinnandi. Hann var hagur bæði á jára og tré og verklaginn maður með ágæt um, og mjög eftirsóttur framan af ævinni til að hlaða veggi, sem á þeim árum var algeng vinna í .sveit um landsins. Ö1 sín störf, hvort heldur þau voru fyrir hann sjálfan eð aðra, leysti hann af hendi með vandvirkni og skyldurækni, og hugsaði fyrst og fremst um það, að # þau yrðu að sem beztum notum og næðu tilætluðum árangri. Svo heflhrigður hugsunarháttur er því miður nú orðið fremur sjaldgæfur hjá æskufólki Iandsins. Nú ber of mikið á því að fólk krefjist hárra launa fyrir sem minnsta vinnu, og oft ekkert um það feng- izt, að hvaða notum vinna þess fcemur. Slíkan hugsunarhátt gat Páll aldrei skilið, og hann var ekki einn um það. Þegar stund gafst frá vinnu, greip hann bók og las sér til ánægju. Einkum voru það kvæða- bækur því hann hafði mikið yndi af kveðskap, þótt hann væri ekki .skáldmæltur sjálfur, það ég veit tH. En hann las fleira en kvæði. Ævisögur og skáldsögur las hann mikið og raunar flest annað, sem hann komst yfir, ekki sízt dagblöð og tímarit. Sjón hans og heym var nokkuð farin að bila síðustu árin, en hann hélt áfram að lesa með gleraugum og stækkunargleri jafn vel eftir að hann var alveg korninn í rúmið. Hann átti sjálfur allmikið bókasafn, sem óvanalegt er að sjá hjá sveitabónda í hans aidurs- öokki. Páll fylgdist vel með þjóðmálum landsins, og var einlægur stuðn- ingsmaður samvinnuhreyfingar- innar al't frá upphafi hennar, og var einn af stofnendum Kaupfé- lags Grmisnesinga að Minni-Borg. Á búskaparárum sínum að Stærri-Bæ, var Páll oftast fyrstur nágranna sinna til að taka upp nýjungar í búskaparháttum og vinnuaðferðum. Honum var Ijóst, að aðferðir gamla tímans við bú- skapinn hlutu að taka breýtingum með nýjum tímum. Því reið hann á vaðið og fékk sér ný áhöld og tæki til búskaparins, sem þá voru að byrja að ryðja sér til rúms og þykja nú sjálfsögð og ómissandi við sveitahúskap. S.Í.B.S. S.Í.B.S. Höfum flutt skrifstofur vorar úr Austurstræti 9 og Hafnarhvoli aS BRÆÐRABORGARSTÍG 9, gengið inn frá Bárugötu. Umboð Vöruhappdrættisins (sala og endurnýjun miða) verður áfram í Austurstræti 9. Samband (sl. berklasjúklinga, Vöruhappdrætti S.Í.B.S., Vinnuheimilið að Reykjalundi, Múlalundur, vinnustofur S.Í.B.S. Hjálpsamur maður var Páll með ágætum og alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálpandi hönd, þegar eitthvað bjátaði á hjá nágrannan- um. Þá var haim og höfðingi heim að sækja og veitti gestum sínum af örlæti, jafnvel þó að stundum væri af litlu að taka. Hann átti því manga vini og var ein lægur í vin- skap sínum. Engin h'álfvelgj dugði honum, hann var allur þar sem hann var. Dýraviur var Páil, bóndi á Stærri-Bæ, og fór svo vel með aliar sínar skepnur, að hann fékk eitt sinn verðlaun fyrir bjá hrepps stjóranum, Gunnlaugi Þorsteins- syni á Kiðabergi, enda hafði Páll meiri not af búi sínu, en margir nágrannar hans með svipaða að- stöðu. Þau ár, sem ég var Páli sam- tíða, 'heyrði ég hann aldrei hnjóða í nokkum mann, né örva aðra til miður heppilegra verka. Þvert á móti sá hann fyrst og athugaði það, sem vel var um náungann og lagði gott til þeirra m'ála, sem hann lét sig einhverju varða. ELns og fyrr segir dvaldi Páll .síðustu ár ævi sinnar hjá börnum sínum, Ólafi og Bergþóru í Reykja vók, en þau önnuðust hann með stakri umíhyggju og skyldurækni; og gerðu honum síðustu ævidag-j ana eins þægilega og unnt var, og settu ekki fyrir sig aukið erfiði og fyrirhöfn. Þau, sem hin börnin öil, erfðu trúmennsku, skyldu- rækni, nýtni og drenglyndi frá föð- ur sínum og eru hinir nýtustu horgarar. Eitt sinn skömmu áður en Páfl dó, kom ég til hans og spurði hann hvemig honum liði. Hann svaraði mér aðeins þessu: „Ég get ekki farið“. Hann fann að dagar sínir væru að verða taldir og að hverju stefndi, og hatrn viidi láta það ganga, eins og allt annað, sem hann átti við í lífinu. Það var ekki eftir hans höfði að vera annarra byrði, eftir að hann var orðinn sjálfum sér ónógur. Ævidagar Páls voru orðnir marg ir og starf hans mikið. Nú er hann horfinn yfir í annan heim og betri, og kvaddi þessa tilveru í sátt og samlyndi við alla. Með honum er horfinn einn af landsins dugr-estu og drengilegustu borgurum, spm áttu blómaskeið sitt í byrjun þess- arar aldar. O.Þ.O. Hinn venjulegi félagsfundur í maí fellur niður. í stað þess verður hin árlega skemmtun fyrir aust- firzkar konur mánudaginn 30. þ. m. í Breðifirð- ingaþúð. Stjórnin. Þýzku brynningariækin komin aftur. Verð kr. 324.55. arni gestsson Vatnsstíg 3. Sími 17930. Orðsending til bifreiðaeigenda Sjóvátryggingarfélag íslands vill minna viðskipta- vini sína á að fá vottorð hjá lögreglustjóra, hafi þeir lagt númer bifreiða sinna inn hjá bifreiða- eftirliti ríkisins á síðastliðnu gjaldári. Vottorð þetta, sem er oss nauðsynlegt til að geta endurgreitt iðgjaidið, geta viðkomandi fengið hjá bifreiðaeftirliti ríkisins, Borgartúni 7. Sjóvátryggingafélag íslands Bifreiðadeild. Radíóbúðin Veltusundí 1 Reykjavík Sími 19-800 Sonetta er ódýrt og mjög vinsælt segulbandstæki. Sendum í póstkröfu um land allt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.