Tíminn - 11.05.1960, Blaðsíða 5
TÍMINK, mSHvikndagirm 11. maí 1960.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Ámason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi:
12323. — PrentsmiSjan Edda h.f.
--------------------------------------------------------------/
Styrkjakerfið í blóma
Það er helzt notað af stjórnarsinnum til að réttlæta
stefnu þeirra í efnahagsmálunum, að verið sé að hverfa
frá styrkjakerfinu.
Hér eins og á svo mörgum öðrum sviðum, stangast
fullyrðingar þeirra við staðreyndir.
Sannleikurinn er sá, að styrkjakerfið hefur aldrei
blómstrað öllu betur en nú.
í fjárlögunum fyrir þetta ár, er gert ráð fyrir því að
verja yfir 300 millj. kr. til niðurgreiðslna á vöruverði eða
170—180 millj. kr. meira en varið var til þeirra árið
1958. Bersýnilegt er á skýrslu þeirri, sem viðskiptamála-
ráðherra flutti nýlega á Alþingi, að þessi fjárveiting verð-
ur notuð til fulls og sennilega ríflega það.
Þá er ráðgert á þessu ári að verja um 100 millj. kr.
til til fjölskyldubóta með 1. og 2. barni og er hér um
alveg nýja styrki að ræða.
Þessi stórfellda aukning styrkjakerfisins hefur það í
för með sér að auka verður álögur ríkisins að sama skapi,
svo að í flestum tilfellum gerist ekki annað en að tekið
er úr einum vasa almennings og látið í annan. í ýmsum
tilfellum verða því afleiðingarnar ekki annað en aukin
skriffinnska.
Útflutningsuppbæturnar haldast líka áfram, þótt
ríkisstjórnin hælist af því að hafa felit þær niður Nýlega
hefur hún veitt togurunum 30—36 millj. kr. auknar upp-
bætur á framleiðslu ársins 1959. Þa hefur hún nýlega
ákveðið að gefa fiskútflytjendum eftir helminginn af 5%
útflutningsgjaldinu, er útflutningssjóður átti að fá og átti
að fara til að greiða gamlar skuldir hans. Vitanlega er
slíkt ekkert annað en útflutningsuppbætur í nýju formi,
er nema um 60 millj. kr. á ári.
Þannig blómstrar styrkjakerfið, uppbótakerfið og
niðurgreiðslukerfið áfram, þótt stjórnarsinnar hrópi sig
hása um það á götum og gatnamótum, að þeir hafi lagt
það niður!
Þetta kerfi mun líka halda áfram að blómstra meðan
ríkjandi efnahagsmálastefnu er fylgt. Óðaverðbólgu-
stefnan, sem gerir hina ríku níkari og fátæku fátækari,
hefur í för með sér síaukið styrkjakerfi. Þannig er reynt
að draga úr verstu afleiðingum óðaverðbólgunnar. Styrk-
irnir koma mönnum þó raunverulega ekki að neinu gagni,
því að þeir fara strax í hít óðaverðbólgunnar aftur. Slík
stefna leiðir aðeins út í vaxandi óðaverðbólgu og styrkja-
fen. Því er það þjóðarnauðsyn, að horfið sé frá henni sem
fyrst.
Ein skekkjan enn
Enn hefur sannast ný reikningsskekkja á hagfræðinga
ríkisstjórnarinnar.
í vetur fullyrtu þeir, að útgerðin gæti fengið kr. 2.71
fyrir kg. xaf slægðum þorski á línuvertíð og kr. 2.65 fyrir
kg. af þorski á netaverúð, þótt lagt væri á 5% útflutn-
ingsgjald. Niðurstaðan er sú, að útgerðin fær 8 aurum
minna fyrir kg. af línuþorski og 12 aurum minna fyrir
kg. af netaþorski, enda þótt búið sé að lækka útflutnings-
gjaldið um helming.
Þetta er þó ekki nema lítið af þeim skekkjum sérfræð-
inga ríkisstjórnarinnar sem eiga eftir að koma fram.
Allt nýja efnahagskerfið er nefnilega byggt á meira og
minna stórum reikningsskekkjum. Það mun því fara
sömu leiðina og annað það, sem Dyggt er á röngum
grundvelli og skökkum undirstöðum.
t
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
‘t
'/
'/
'/
'/
t
’/
t
'/
'/
't
'/
't
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
‘/
't
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
't
'/
'/
'/
't
't
'/
'/
'/
'/
'/
'/
t
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
ERLENT YFIRLIT
Ríkisstjðrinn og sakamennirnir
Óvenjuleg barátta DiSalle fyrir afnámi dauðadóma.
MICHAEL V. DISALLE, rík-
isstj>óri í öhio, er uin margt
óvenjulegur maður. Eitt dæmi
þess er það, að hann hefur
eingöngu vaiið menn, sem hafa
verið dæmdir fyrir morð, til að
gegna þjónsstörfum í ríkis-
stjórabústaðnum. Það hefur
iengi verið venja ,að faingar úr
ríkisfangelsinu væru iátnir
vinna slík störf, en það er fyrst
í ríkisstjóratíð DiSalle, sem
iþeir hafa emgöngu verið valdir
úr hópi manna, sem hafa verið
dæmdir fyrir morð til langrar
fangavistar.
Þetta er einn iþótturinn í bar-
áttu DiSalle fyrir því að fá
dauðarefsingu brott fehda úr
lögum Ohioríkis. Hann hyggst
'þannig að sanna, að slíkir menn
séu ekki neitt hættulegir. Með-
an ákvæðið um dauðarefsing-
una er í gildi, segist hann ekki
viija beita náðunarheimild rík-
isstjórans, nema samkvæmt
venju, því að persónulegar
skoðanir megi ekki róða fram-
fcvæmd móla. Síðan hann varð
ríkisstjóri hefur hann aðeins
náðað tvo menn, sem höfðu ver
ið dæmdir til dauða, en tveim-
ur dauðadómum hefur verið
fullnægt. Báðir hinna dæmdu
höfðu myrt lögreglum. Fyrir
dyrum stendur að framfylgja
.sex dauðadómum í Ohio og þyk-
ir efcki líklegt að Di Salle beiti
náðunarvaldi sínu í sambandi
við þá. Hins vegar mun hann
halda áfram baráttu sinni fjTÍr
afnómi dauðarefsingar úr lög-
um.
Tii frekari kynningar á Di-
Salie, sfcal þess getið, að hann
er einn af atkvæðamestu og
fjörmestu stjórnmálamönnum
Bandaríkjanna um þessar
mundir. Hann er 52 ára garnall
og 'hóf ungur afskipti af stjórn-
málum. Ilann var kosinn borg-
arstjóri í Toledo eftir að hafa
setið á ríkisþinginu í Ohio um
sfceið og varnn sér slífct álit fyrir
borgarstjórn sína, að Truman
gerði hann að yfirstjórnanda
verðlagsmála í Bandarífcjunum.
DiSalle var svo athafi.asamr.r
í því starfi, að hann varð þefckt
ur um öll Bandaríkin. Árið
1956 gaf hann fcost á sér sem
ríkisstjóra í Ohio, en náði ebki
kosningu. Árið 1958 bauð hann
sig fram aftur og vann þá mik-
inn kosmingasigur.
ÞAÐ eru átta menn, sem
allir hafa verið dæmdir fyrir
rnorð, sem vinna daglega í rík-
isstjórabústaðnum. Þrír þeirra
sofa þar á nóttunni, án þess að
nofckrir verðir líti eftir þeim.
Hinir fimm koma þangað úr
fangelsinu kl. 7 á morgnana og
eru fluttir í fangelsið kl. 10 á
kvöldin. Engir verðir fýl~jast
með þeirn á daginn.
Þeir þrír, sem sofa í ríkis-
stjórabústaðnum án þess að
þar sé annað fólk en ríkis-
stjórahjónin og börn þeirra,
eru þessir:
Franfc Johnson, 45 ára gam-
ail, sem var dæmdur fyrir morð
1952. Hann er dyravörður í
rífcisstjórabústaðnum, og er
eins konar yfirþjónn hj' ríkis-
stjóranum. Áður en hann lenti
í morðmálinu, var hann verk-
stjóri í stálsmiðju og þekktur
fyrir trúræfcni, sem efcki hefur
minnkað síðan. Morðið gerðist
þannig, að hann lenti í deMu
Ríkisstjórafrúín og einkabílstjóri hennar,
sem hefur verið dæmdur fyrir konumorS.
við mann á veitingahúsi. Deil-
unni lauk með slagsmálum, er
kostaði andstæðing Juhnsons
lífið. Johnson segist hafa verið
í sjálfsvörn, því að andstæðing-
urinn hafi beint byssu að sér,
en eigi að síður var hann dæmd
ur í lífstíðarfangelsi. Hann hef-
ur hegðað sér sem fangi með
miklum ágætum.
Edwin Jamrozy, 40 ára, er
einlkabílstjóri DiSolIe. Hann
var dæmdur í lífstíðarfangelsi
1940 fyrir að aka inn á bann-
svæði við olíustöð og verða
verðinum að bana.
Ervin Ingle, 26 ára, er einka-
bílstjóri ríkisstjórafrúarinnar.
Hann var ásakaður fyrir það 14
ára gamall að hafa- orðið hjón-
um að bana, en fram til þess
tíma hafði hann haft á sér gott
orð. Hann bar í fyrstu, að hann
hefði myrt þau til þess að geta
ekið í bíl þeirra á danssfcemt-
un, en böndin bárust þannig að
honum, að hann hafði sézt 1
bílnum. Seinna breytti hann
framburðinum þannig, að kon-
an hefði sent hann eftir byssu,
en síðan hefði hún skotið mann
sinn til bana. Ingle sagðist þá
hafa reynt að ná byssunni af
henni, og í þeirn sviptingum
hafi sfcotið lent í henni. Dóm-
arinn félst á þennan vitnisburð
hans og dæmdi hann, er hann
var 15 ára gamall, í ævilangt
fangelsi fyrir að hafa orðið kon
unni að bana. Ingle þykir hafa
reynzt vel sem bilstjóri ríkis-
stjórafirúarinnar.
FANGARNIR fimrn, sem
vinna í ríkisstjórabústaðnum á
daginn, eru þessir:
Nick Cosmai, 33 ára gamall,
sem var dæmdur í lífstíðar-
fangeisi fyrir morð er hann var
17 ára gamall. Hann er nú aðal
bryti í ríkisstjórabústaðnum og
hefur unnið sér orð sem einn
bezti matreiðslumaður í Ohio.
Hann lenti kornungur í bófafé-
lagi, sem gerði árás á bjórstofu
með þeim afleiðingum, að veit-
ingamaðurinn var skotinn til
bana. Böndin báru að Cosmai.
Þótt hann hafi jafnan afneitað,
var hann dæmdur í lífstíðar-
fóngelsi fyrir morð.
Joe Wiloher, 48 ára gamali,
isem var dæmdur í 20 ára fang-
elsi fyrir 19 árum síðan. Hann
er aðstoðarmaður Cosmai í eld-
húsinu. Hann var dæmdur fyrir
að hafa orðið að bana keppi-
naut sínum í ástamáium, en
þeim hafði lent saman í áflog-
um.
Oharles DiPrima, 27 ára gam
all, var dæmdur í 20 ára fang-
elsi, er hann var 18 ára gamall.
Hann hugðist að gefa stúlku,
sem hann var ástfanginn í, jóla-
tré, en hún afþakkaði það
kuldalega. Hann drakfc sig þá
ofurölvi, náði siðan í by.ssu, fór
heim til stúlkunnar og skaut
föður hennar, er hann kom til
dyra. Hann er nú garðyrkju-
maður á ríkisstjórasetrinu.
Willie Carroll, 52 ára gam-
all, vaV dæmaur i lífstíðarfang-
elsi 1948 fyrir að skjóta mann
til bana, en strax á eftir gaf
hann sig sjálfur fram á næstu
lögreglustöð áður en lögreglan
hafði fengið nokkra vitneskju
um atburðinn. Hann vinnur
sem garðyrkjumaður á rífcis-
stjórasetrinu.
Jöhn Mcltoch, 48 ára gam-
al1, var dæmdur í lífstíðarfang-
elsi 1952. Kunningi hans hafði
ekið á bílinn hans og neitaði að
borga skaðabætur. Þetta leiddi
til slagsmála, er lauk þannig,
að Mclntosh skaut hann til
bana. Hann gegnir nú ýmiss
konar þjónustustörfum í rífcis-
stj órabústaðnum.
RÉTT þykir að geta þess, að
allir þessir átta menn hafa ver-
(Framhald á 13. síðu).
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
't
't
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
{
'/
'/
't
'/
'/
'/
'(
't
'/
'/
'/
'/
't
'/
'/
'/
'/
'/
'(
'(
'(
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
‘/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
■ '/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
»*>