Tíminn - 15.05.1960, Side 1

Tíminn - 15.05.1960, Side 1
108. tbl. — 44. árgangur. ? ..v . ..r Nýir áskrifendur fá blaðiS ókeypis tíl mánaðarioka 1 Sunnudagur 15. maí 1960. Nýr borgari og bróðir Það munaði ekki nema þremur dögum að Ella Stína fengi bróður sinn í afmælisgiöf þegar hún varð tveggja ára fvrir skemmstu. Hún tók litla bróður opnum örmum þegar mamma kom heim með hann og hlúir að honum á alla lund eins og bezt má sjá á myndinni hér að neðan. Hún hleypur til hans ef hún heyrir hann skæla og sting- ur upp í hann snuðinu eins og hún hefur séð mömmu gera, gælir við hann og klappar honum með blíðuhótum. Stundum gengur umhyggjan nokkuð langt, t. d. þegar hún breiðir sængina hans rækilega upp fyrir höfuð eða ætlar að stinga að honum karamellu. Þótt litli bróðir sé ekki beysinn tekur hann langt fram öllum dúkkum sem Ella Stína hefur átt til þessa og því engin furða þótt fögnuðurinn sé mikiil. Það þarf t. d. ekki að hafa fyrir því að reisa hann upp til að fá hann til að opna augun og hann lætur nokk í sér heyra þótt ekki sé þrýst á magann. Og það er sýnilegt á svip hans að hann kvíðir ekki tilverunni í höndum stóru systur. Þar að auki á hann fram undan sumardaga langa og vonandi sólskin og hlýju. (Ljósm. Tíminn KM) 150 MILJ. VANTAR IBYGGINGASJÖÐ 1842 umsóknir liggja nú óafgreiddar hjá sjóðnum vegna íbúða, sem eru komnar undir þak Þann 1. apríl síðastl. lágu ’ 842 lánaumsóknir hjá hús- næðismálastjórn ríkisins vegna íbúða, sem eru komnar undir þak, þar af frá 1120 umsækjendum, sem engin lán höfðu fengið. Ef afgreiða ætti hverja af þessum umsóknum með 100 þús. kr. láni eða því, sem nú vantar á þá upphæð hjá þessum umsækjendum, þyrfti til þess um 150 millj. kr. Ríkisstjórnin hefur ekki gert ráðstafanir til að úthluta nema broti af þeirri upphæð. Þetta kemiur fram í nefndaráliti niinmihluta ailsherjannefndar sam- einaðs þings (Gísli Guðmundxson, Bjöm Pálsson og Hanndbal Valdi- marsson), um þiingsályktunartil- lögu, er Frams'óknarmenn fluttu í þingbyrjun um fjáröflun til bygg- ingarsjóða. í nefndarálitimu segir m. a. á þessa leið: „Óafgreidaar lánaumsóknir hjá húsinæðismálastjórn voru 1. apríl s. 1. 1842 að tölu, þar af 1120 frá umsækjendum, sem engin lán böfðii fengið. 712 voru um vi'ðbót- arlá'ii, og af þessum 712 voru 217 frá umsæbjendum, sem höfðu fengilð 70 þús. kr., en 495 ftrá þeim, sem mimna höfðii fengið. Ef af- gi-eiða ætti hverja af þessum um- sóknum t. d. með 100 þús. kr. láni eða því, sem á þá upphæð vantar, þvrfti til þess um 150 millj. kr. En gera má ráð fyrir, að fleiri uim-. soknir bérist, áður en næsta út- hlutun fer fram. Eins og þegar er fram komið, hafa útlán á ánuuum 1956—1958 veri® að meöaltali nál. 52.7 málij. kr. á ári. En á árinu 1959 hefur dregið til muna úr útlánum. Það ár urðu þau ekki nema 34,5 milj. kr. í byrjun þessa árs (1960) var út- Llutað 15 millj. kr. Ríkisstjómin telur sig hafa útvegað 25 millj. kr. til útlána á árimu 1960, en gerir auk þess ráð fyrir að geta fengið sparisjóði til að breyta 15 millj. kr. víxillánum í föst lán. Enn eru þcssar ráðdgerðir ekki komnar til framkvæmda, svo að kunnugt sé. Hins vegar hefur byggimgarkostn- aðuæ hækkað ti'l milkilla muna síð- ustu 1—2 áron, og er skammt að minnast þeirra miklu verðhækk- ana, sem orðið hafa á bessu ári á byggingarefni vegna hinna nýju laga um efnahagsmál. Um byggingarsjóð sveitabæja er (Framhald á 3. síðu). Bretarlýsa harmi sínum Sendu Norðmönnum orðsendingu, þar sem útfærslan í 12 mílur er hörmuð Brezka utanríkismálaráðu-| ueytið hefur sent norsku stjórninni orðsendingu þar sem hörmuð er sú fyrirætlan Noregs að víkka fiskveiðilög- sögu sína út í 12 mílur. Er í orðsendingunni lýst hryggð Breta yfir því, að Noregur hefði gefið þessa yfirlýsingu án viðræðna við brezku stjórnina Formaður sambands brezkra togaraeigenda hefur látið svo um mælt, að uggvænlega horfi nú fyrir fiskveiðum' Breta og fari ástandið hríð- versnandi. Sagði formaðurinn að þessi nýja yfirlýsing Nor- egs hefði valdið brezkum tog araeigendum miklum von- brigðum og gæti þetta haft alvarlegri afleiðingar fyrir togveiðar Breta en flestir gerðu sér enn grein fyrir. — Sagði formaðurinn, að nú væru strax famar að koma fram afleiðingar þess, að eng in lausn náðist á hafréttarráð stefnunni í Genf. Hefði varla verið við öðru að búast, en ringulreiðin ykist í málum þessum eftir að ráðstefnan í Genf fór út um þúfur. (Framh. af 1. síöu). Vísitasía á Narfeyri — bls. 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.