Tíminn - 15.05.1960, Síða 6

Tíminn - 15.05.1960, Síða 6
6 TÍMINN, sunudaginn 15. maí 1960. MINNING: Frú Sigiurlaug Guðmundsdóttir frá Ási í Vatnsdal Frú Sigurlaug Guðmunds- dóttir frá Ási í Vatnsdal, ekkja Guðmundar Ólafsson- ar alþingismanns, veröur til moldar borin 17. þ.m. í Undir fellskirkjugarði. Hún andaðist 3. þ.m. 92 ára að aldrt, fædd 1868. Sigurlaug var eiiikadótt ir hjónanna Guðmundar Jón- assonar í Ási og Ingibjargar Markúsdóttir, fósturdóttir Jóns Skúlasonar ríka í Hauka gili. — í Ási bjuggu þeir hver fram af öðrum forfeður Sigur laugar, hraustmenni mikil, stórir vexti og búhöldar góð- ir. Guðmundur og Ingibjörg hófu búskap í Haukagili og þar fæddist Sigurlang, en fluttust eftir fá ár að Ási, ætt arleifð Guðmundar. Frú Sigríður Lárusdóttir, kona séra Bjarna Þorsteins- sonar, tónskálds og prests að Hvanneyri í Siglufirði, ólst upp í Vatnsdalnum saantímis Sigurlaugu í Ási, var aðeins þremur árum eldri. Faðir hennar, Lárus Blöndal sýslu- maður, var landskunmur allt frá skólaárunum fyrir glæsi mennsku, miklar aflraunir og frábæra söngrödd. Böm hans öll, 10 að tölu, voru söngvin í bezta lagi en rödd elztu dótt urinnar, Sigríðar, þótti þó bera langt af. Að hedmilum hennar: sýslumannssetrinu að Korsá í Vatnsdal og prests setrinu að Hvanneyri í Siglu- firði laðaðist jafnan fjöldi gesta innlendra og erlendra, sem allir kusu sér það helzt til skemmtunar að heyra hana syngja. Orðstýr hennar barst því víða og það hefi ég heyrt söngfróða menn segja, sem mundu söng hennar, að glæsilegri kvenrödd muni tæplega hafa fundist á land- inu, og vafalaust hefði hún getað, með réttri þjálfun, orð ið fræg söngkona á alheims mælikvarða. Oft hreifst ég af að hlusta á hana í kirkjunni haima hjá henni og á manna mótum, en aldrei tókst. henni þó jafn vel og aldrei söng hún neitt af öðrum eins hjartans innileik og erindið: í heiðardainuin er heimbyggð mín þar hef ég lifað glaðar stundir. Og hvergi vorsólin heitar skín, e.n hamnafjöilunaim undir. Fólkið þar er svo frjálst og hraust og falslaius vinmál þess og ástin traust. •la, þar er gratt, það segi ég satt og sælt að eiga þar heima. Röddin túlkaði allt í senn: geislandi æskugleði, innilegan kærleika og tregablandna þrá. — Eg hafði einhverntíma orð á því við hana að aldrei nyti söngur hennar sín jafnvel og í þessu Jagi. „>að er ósköp eðlilegt“ sagði hún, „því þá hefi ég alltaf Vatnsdalinn í huga og syng til hans og minna gömlu vina þar“. Bergmálið af „Heiðardals- söng" frú Sigríðar hljómaði í sálu minni í Dómkirkjunni við minningarathöfn um vin konu mína, Sigurlaugu frá Ási. Hugurinn reikaði „heim á fomar slóðir". Gamlar hug ljúfar minningar gægðust fram hver af annari og þá fyrst og fremst minningar um gamla Ásheimilið og húsfreyj urnar þar. Sigurlaug var 16 árum eldri en ég og fyrsta skýra minningin, sem ég á um hana er frá haustinu 1894, daginn eftir að hún giftist. Gift hafði verið á laugardegi, en ekki haldin brúðkaups- veizla fyrir aðra en heimilis fólk, nánustu vandamenn og prófastshjónin. Daginn eftir var margt fólk við Undirfells kirkju, þar á meðal Ásfjöl- skyldan og foreldrar minir, sem höfðu lofað mér með sér. Eftir guðsþjónustuna buðu Áshjónin þeim og fleiri kirkju gestum, sem samleið áttu fram í dalinn, að koma heim með sér til kaffidrykkju. — Þama var hinn bezti mann- fagnaður, en ekki man ég greinilega eftir neinu nema brúðinni, sem mér fannst á- kaflega mikið til um: glað- værð hennar, hnyttni í til- svörum, klæðaburð, sem vafa laust hefur horið nokkum keim af dvöl hennar í Reykja vík. En þar mun hún hafa verið nokkuð við nám og dval ið þá hjá ættingjum móður sinnar frú Sólveigu Eymund- sen og Daníel Daníelssyni „í Stjómarráðinu". Sigurlaug var há og grönn og bar sig vel, dökkhærð hörundsbjört og rjóð í vöngum. Hún minnti mig á Mjallhvít, en söguna um hana hafði ég lesið þahg að til ég kunni hana utanað. „Hvít eins og mjöll, rauð eins og blóð svört eins og eben- viður“ segir í sögunni. Mynd Sigurlaugar eins og hún kom mér fyrir sjónir í þetta skipti mótaðist svo óafmáanlega í huga mínum, að þannig kem ur hún fyrst fram æ síðan. — Síðar kynntist ég betur ágæt um gáfum hennar, skemmti- legum viðræði’m, ástúðlegri umhyggju fyrir gamalmenn- um börnum og göngumóðum kennara. Lífið virtist brosa við ungu hjónunum í Ási. Bæði voru ágætlega gerð, prýðilega mennt, eftir því sem þá gerð ist, dugleg og hagsýn og efna hagur góður. En skammt var þess að bíða að sorgin sækti þau heim. Þrjá drengi eign- uðust þau á fárra ára fresti, en misstu þá alla jafnóðum. Eins og nærri má geta tóku þau sér það ákaflega nærri, en húsbóndinn, sem auk um svifamikillar búsýslu, var j afn an önnum kafinn I ýmsum fé- lagsmálum og' opinberum störfum fyrir sveit sína og sýslu, lét þó minna á sjá. Sigurlaug vanrækti að vísu ekki bú sitt né húsmóður- skyldur, en um margra ára bíl gekk hún sig tæplega til að fara út af heimilinu eða taka þátt í neinum gleðisam komum. En tíminn græðir flest mein og svo fór einnig hér. Mikil raunabót urðu tvær litlar stúlkur, er þau hjónin tóku til fósturs og gengu í for eldra stað: Önnu Benedikts- dóttur, konu Friðriks Lúðvigs sonar kaupmanns í Reykja- vík, og Ólínu Benediktsdóttur konu séra Þorsteins Gísla- sonar prófasts í Steinnesi í Þingi, susturdóttur Guðmund I ar. — Fleiri börn ólu þau upp i að miklu leyti. Eftir að Guðmundur ÓÍafs- , son var kosinn þingmaður Austur-Húnvetninga — en á Alþingi átti hann sæti rúma tvo áratugi, — annaðist Sig urlaug löngum alla bústjórn ein, og heyrði ég bændur í Vatnsdal róma hve vel henni færist það úr hendi. Veturinn 1908—1909 var ég farkennari í Vatnsdal, sá fyrsti eftir að fræðslulögin frá 1907 gengu í gildi. Skóla staðir voru tveir, þriggja mán aða kennsla í hvorum stað. Fyrir framdalinn var skóla- setrið í Ási, en ég átti heima á Komsá og bjó hjá foreldrum mínum. Tíðarfarið var ekki sérstaklega gott þennan vet- ur. Öll bömin gengu heiman að frá sér daglega og kom örsjaldan fyrir að nokkurt þeirra vantaði og aldrei tvo drengi, sem lengst áttu að sækja; frá Guðrúnarstöðum og Grímstungu. Vitanlega mátti kennarinn ekki vera lin ari í sókn en börnin, eða láta þau fara erindisleysu, en sími var ekki kominn í dalinn þá. Oft var gangan nokkuð harð sótt í hríðarveðri og þæfings | ófærð og var þá gott að njóta aðhlynningar húsmóðurinnar í Ási. Engin fyrirgreiðsla eða ómök voru eftirtalin. Vettling ar og önnur blaut föt tekin og þurrkuð orðalaust, nestis i mjólkin hituð og allt eftir því. Þegar gott var veður og ég þurfti ekki að flýta mér mjög mikið eftir að skóla lauk, varð það að nokkurnveginn fastri I venju, að ég fékk mér dálitla hvíldarstund inni í „suður- húsi“ hjá þeim mæðgum Sig- TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu með söluskatti: Fransbrauð, 500 gr Kr. 4,!«5 Heilhveitibrauð, 500 gr — 4,55 Vínarbrauð, pr. stk — 1,20 Kringlur, pr. kg — 13,60 Tvíbökur, pr. kg — 20,00 Rúgbrauð. óseydd, 1500 gr. .. — 7,20 Normalbrauð, 1250 gr — 7,20 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við of- angreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. fransk- brauð á kr. 2,35, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starf- andi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykiavíkur og Hafnarfiarðar má verðið á rúgbrauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykiavík, 13. maí 1960. Verðlagsstjórinn. Seljum ódýra girðingarstaura. ÍSBJÖRNINN H.F Seltjarnarnesi. Sími 24093. Hestamannafélagið Fákur Firmakeppni félagsins fer fram sunnudaginn 15. maí kl. 4 á skeiðvellinum. — Ókeypis aðgangur. urlaugu og Ingibjörgu móður hennar. Var það mér ætíð hin bezta skemmtun. Þar mátti heita að ótæmandi fróðleik væri að fá, gáfur mæðgn- anna góðar, minnið óvenju- lega trútt, drengskapurinn ó- brigðull og „falslaus vinmál þeirra“. Sigurlaug átti heimili sitt allmörg síðustu árin hjá fósturdóttur sinni í Reykjavík en fór þó oftast á sumrum norður og dvaldist um tíma í Steinnesi eða hjá fóstursyni sínum í Ásbrekku í Vatnsdal. Vel undi hún við arineld ást- vinanna, sem á allan hátt vildu sýna henni þakklæti sitt og kærleika. Tryggð hennar til „heim- byggðarinnar í heiðardaln- um“ var traust til hinztu stundar, og hvergi mun henni hafa fundist vorsólin skína bjartar en þar því þar var glatt á Æsskuárunum „og sælt að eiga þar heima“. Guðrún Björnsdóttir frá Komsá. Sveit Óska eftir að koma 9 ára dreng i sveit (Meðgjöf). Uppl. í síma 15561. ‘'•'“^'•■V*X*V»V»*\.»X»X»‘V»‘V»V»V» 500 bílar til sölu á sama sfað. — Skipti, og hagkvæmir greiðsluskilmálar alltaf fyr- ir hendi. BÍLAMIDSTÖÐIN VAGN Amtmannsstíg 2C Símar 16289 og 23757. Sala er Srugg hjá okkur. Símar 19092 og 18966. Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9 •V*V»V»V*V»V»V«V«V»V»X»V%**¥

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.