Tíminn - 22.05.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.05.1960, Blaðsíða 1
HVALVEIÐARNAR ERU NÚ HAFNAR Bátarnir halda út í dag Hinn almenni bænadagur er í dag Hinn almenni bænadagur ís- lenzku þjóðkirkjunnar verður á morgun. Mun þá að venju verða messað í öllum kirkjum og öðr- um guðsþjónustustöðum í Reykjavík og hvarvetna um land ið, þar sem tök eru á. Góð kirkjusókn hefur yfirleitt verið þennan dag síðan dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup lét taka upp hinn almenna bænadag hér á landi. Sigurbjörn Einarsson, biskup, hefur mælt svo fyrir að í dag skuli beðið sérstaklega fyrir kúg uðum þjóðflokkum og ofsóttum ktrkjum. Hvalabátarnir fjórir munu balda til veiða í dag og er ver- tiðarundirbúningi lokið. Bát- arnir hafa verið teknir í slipp, botnmálaðir og steind- ir ofanþilja. í stöðinni í Hval- firði er búið að yfirfara vélar og tæki og mun undirbúningi þar verða lokið nú um helg- ina eða þvi sem næst Hvalveiðibátornir eru nú fjórir talsins Hvalur II.—IV. Þrír þeir fyrstu eru um 250 tonn að stærð, en Hvalur V. er 387 tonn. Venjulegur afli hvers báts í ferð er frá tveim ur og upp í fjóra hvali, en þess er alltaf vaúdlega gætt, aö ekki berist meira og örar til verksmiðjunnar en hún hefur við með að vinna afl- ann. Veröur í þvi tilliti að (Framhald á 15 síðu) Islenzk handrit verði af- hent Islendingum að gjöf í tímaritinu „Verdens Gang“ birtist fyrir nokkru tillaga, sem nefnd danskra áhuga- manna um handritamálið hef- ur gert til ríkisstjórnar Dan- merkur og stjórnmálaflokk- anna þar 1 landi, en formaður nefndarinnar er Bent A. Koch, ritstjóri „Kristeligt Dagblad“. Ei'gi er vitað, hvesr verður af- .síaða danskra stjónn'arvaida til til- lögunnar. Titlagan er þamnig í íslenzki'i þýðingu: Vér undirnitaðir, sem berum þá osk í brjósti að ráða tii lykta deil- Oinni um íslenzku handritin á þann hát’t, að fulinægt verði réttmætum óskum bæði Dana og íslendinga, leyfum oss að leggja til, að a. íslenzk handrit í opinberum dönskum söfnum verði afhent íslandi að gjöf. b. Stofnskrá Árnasafns verði breytt með konungsbréfi í þá átt, að 1. ísland fái aðaláhrif á stjórn stofnunarinnar. 2. Stjórninni verði veitt heim- ild að koma handrítunum fyrir þar, sem hún ætlar, að ákjósan- legust skilyrði séu fyrir hendi að íullnægja fyrirmælum stofnskrár innar um varðveizlu þeirra og nýtingu. 3. Breytingar á stofnskránni i verði framvegis á valdi Alþingis. 4. Öllum. sem réttmætra hags- muna hafa að gæta, verði tryggð aðstaða til þess að bera ágrein-' ingsatriði um það, hvort gætt sé fyrirmæla stofnskrárinnar, undir dómstólana, og að 5. Úrskurðarvald um það, hvort gætt sé fyrirmæla stofn- ■ skrárinnar verði falið íslenzk-! um dómstólum. Jafnfnamt beinum vér þeim til-1 niælum til dönsku rikisstjórnar-; innar, að hún leiti samkomulags | við íslenzku rikisstjórmina um, að lun síðartnefnda mæli svo fyrir við hina nýju stjóm stofnunarinmar, að 1. Öll handrit, er rituð séu af íslendingum, fyrir fslendinga og á íslandi varðand: íslenzkar bþk- menntir skulu flutt til íslands ásamt liandritum þeim, er runnið hafa til safnsins um íslenzkar i bókmenntir og fjalla um lög-j fræðileg og sagnfræðileg efni,1 jarðabækur, skjöl frá fornum íslenzkum býlum o. s. frv. 2. Sá hluti Árnasafns, er not- cður verði við samningu hinnar miklu íslenzkdönsku orðabókar, skuli verða áfram 1 Danmörku, þar til verkinu er lokið, þó eigi lengur en 20 ár, og loks að 3. Þau stjórnarskjöl, sem i safninu eru og snerta ríkjasam- bandið og framkvæmd þess, skulu vera áfram í Danmörku. Tillagan um afhendingu hamd- ri'ta úr dönskum söfnum (skinm- bækur í konunglega bókasafninu) er gerð á grumdvelli þeirrar skoð- unar, að handrit þessi hafi komizt í eiigu Dama á þeim tíma, er ísland var hluti damska iíkisins, og eðli- legast sé nú eftir sambandsslitin, fFramhald á 3. síðu). Hver ert þú góða? Þetta er sannkölluð vormynd, og veitir ekki af að birta hana einmitt nú, þegar sumarhitinn og vorblíðan virðist hafa snúið við okkur bakinu um sinn. Fátt er eins vorlegt og skemmtilegt og horfa á samskipti lítilla krakka og ungviðis, og sjá hrifninguna og undrunina, sem speglast út úr andlitum barn- anna. Hitt er heldur sjaldgæf- ara, a. m. k. méð hina stygg- Iyndu sauðkind, að afkvæmi hennar láti í Ijós fullkomna furðu á mannanna börnum, eins og skín út úr þessari mynd. Finnst ykkur ekki, að litla telpan og lambið séu mjög áþekk að yfirbragði? Bæði eru tilbúin að taka til fótanna, ef hætta virðist á ferðum, en einnig reiðubúin til þess að hefja nánari kynni, ef allt virð- ist með felldu. Kannske fær Iitla stúlkan líka heimagang að leika séi við, þótt það verði e. t. v. ekki þetta lamb. I * Castro flæktur í stórkostlegt hneykslismál —1 bls. 3 11 mmmm H •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.