Tíminn - 22.05.1960, Blaðsíða 2
T f MI N N, sunnudaginn 22. mai 1960.
Listahátí
hefst 4. júní
Mfkil fyrirframsala að
öllum sýningunum
Um þessar mundir eru sýnd
fjögur leikrif í Þjóðleikhús-
inu, en sýningum lýkur á
þeim í næstu viku vegna
„Listahátíðarinnar" sem hefst
eins og kunnugt er, 4. júní
næstkomandi.
Þess ber samt að geta að
„í Skálholti" og „Hjónaspil"
verða sýnd einu sinni hvort
á „Lásrtahátíðinni". Kardie-
mommubærinn verður sýnd-
ur í 43. sinn í dag og hefur
verið uppselt á allar sýning
ar og hafa þá um 28.500 leik
húsgestir séð sýninguna. Leik
urinn verður sýndur tvisvar
sinnum ennþá, á þriðjudag-
inn kemur kl. 7 og svo næst
komandi fimmtudag, sem er
uppstigningardagur, og verð
ur það í allra síðasta sinn.
Sú sýning verður kl. 3 síð-
degis. „í Skálholti" hefur nú
verið sýnt 10 sinnum við á-
gæta aðsókn og verður það
leikrit einnig sýnt tvisvar
sinnum fyrir „Listahátíðna".
Næsta sýning verður á upp-
stigningardag. Gleðileikurinn
„Hjónaspil" verður sýndur í
17. sinn i kvöld og er það
næst síðasta sýningin á þvi
leikriti. Gamanleikurinn „Ást
og stjórnmál“ var frumsýnd
ur í byrjun þessa mánaðar
og hlaut ágæta dóma. Leikur
inn hefur aðeins verið sýnd
ur 5 sinnum og verður sá leik
ur sýndur í síðasta sinn næst
komandi laugardag.
Lisfahátíðin
Að undanförnu hefur stað
ið yfir sala á aðgöngumiðum
á „Listahátíðina“ og hefur
hún gengið mjög vel. Fyrsta
daginn sem sala hófst, hafði
myndast ein sú stærsta bið-
röð fyrir utan Þjóðleikhúsið
Myndin er úr Kardemommu
bænum, — kaupmaðurinn,
bakarinn og pylsugerðarmaö-
urinn — en þeir heiðursmenn
eru leiknir af Klemenz Jóns-
syni, Lárusi Ingólfssyni og
Valdemar Helgasyni.
- »
sem sézt hefur hér í bæ. Geysi
lega mikið er pantað af að
göngumiðum gegnum land-
símann og sýnir það bezt að
fólkið úti á landsbyggðinni
fylgist vel með þvi, sem fram
fer á sviði Þjóðleikhússins.
Nú þegar er uppselt á nokkr
ar sýningar og mikið selt á
allar hinar.
Kauphallarvið-
skipti og yfir-
færslurtilSviss
Rannsóknardómari í Essomál-
inu hefur nýloga skýrt svo frá,
að fé af leynireikningi Olíufélags-
ins haf iverið notað í kauphallar-
viðskiptum í New York á árunum
1954—’56, og að fé, sem nemur
um þrem milljónum króna, hafi
verið yfirfært frá Bandaríkjunum
til Sviss þegar rannsókn málsins
hófst.
Haukur Hvannberg hefur játað
að hafa látið verðbréfafyrirtæki í
New York kaupa og selja verðbréf
í ágóðaskyni fyrir háar upphæðir
og enn fremur yfirfærsluna til
Sviss sem fyrr getur.
Rannsóknardeild Bandaríska
flughersins hefur aðstoðað rann-
sóknardómarana við upplýsingar í
málinu. Búizt er við að rannsókn
ljúki áður en langt iíður.
10 nemar hafa
lokið leikprófi
Síðast liðinn mánudag var
I .eiklistarskóla Þj óðleikhúss-
ins sagt upp. Prófin hafa stað-
ið yfir undanfarna daga og
fóru þau fram að þessu sinni
á leiksviði Þjóðleikhússms og
er það í fyrsta skipti, sem
nemendur hafa fengið að
gangast undir próf þar í gerf-
um, búningum og með annan
tilheyranch útbúnað.
Að þessu sinni gengust 10 leik-
;iemar undir próf og stóðust þeir
aUir prófið. Hæstu einkunn hlaut
Jóhamna Norðfjörð ein hinir leik-
| nemarnir voru Brynja Benediikts-
Idóttir, Bjarni Steingrímsson,
iKristján Jónsson, Eyvindur Er-
; knd&son, Vilborg Sveinbjamar-
dóttir, Svandis Jónsdó'ttir. Sigurlín
Oskarsdóttir, Helga Löve og Þóra
Eyjalín Gísladóttur.
Níunda ár
SkóLastjóri skólans, Guðlaugur
Fósinkranz þjóðlei'khús'stjóri, gat
þess í skólas'litaræðu að þetta
væri níunda árið, sem skólinn
starfaði og hefðu nú útskrifast 40
leiknemar frá Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins. Skólinn er mið-
aður við það að nemendur geti
stundað atvinnu sína með nám-
inu og verður skólinn rekinn með
s.una sniði í framtíðinni. Skóla-
stjóri sagði enn fremur, að þótt
allir nemeiidur hefðu nú staðist
lokaprófið, þá væri annað og
meira próf, sem biði þeirra, og
rcynslan ein myndi skera úr því
hvort þau stæðust það. Að lokum
þakkaði skólastjóri kennurum og
nemendum gott samstarf á síðast-
iiðnum 2 ái'um.
•
Kennarar við skólann eru leik-
ararnir Haral’dur Bjömsson, Ró-
bert Amfinnsson, Klemenz Jóns-
son, Baldvin Halldórsson, Inga
Þói'ðardóttir, prófessor Steingrím-
ur J. Þorsteiesson, dr. Símon Jóh.
Ágústsson, Kiri'stinn Hallsson
operusöngvari, Erik Bidsted ball-
ettmeistari og Haraldur Adolfsson
h árkollugerð armaður.
Aðalfundur
Mjólkursaml.
Þingeyinga
Mjólkursamlag Kaupféiags Þing
eyinga hélt aðalfund sinn í Húsa-
vík 7. maí s.l.
Haraldur Gíslason mjólkurbú-
stjóri, fiutti skýrslu um rekstur
samlagsins á árin'u 1959. Mjög
miklar framfarir og breytingar
höfðu verið gerðar á samlaginu.
Keyptar voru og teknar í notkun
nýjar mjólkurvinnsluvélar, svo að
afkastamöguleikarnir hafa marg-
faldazt miðað við það sem áður
var. Endurbætur fóru einnig fram
á húsakosti samlagsins.
Innvegin mjólk vair 3.254.368
fcg og hafði aukizt um 9,4% frá
1958. Meðalfita á árinu var 3,88%.
15% af mjólkurmagninu var selt
sem nýmjólk, en 85% fór í vinnslu
á smjöri, ostum, rjóima, og kaseini.
Meðalverð til framleiðenda varð
kr. 3,588 pr. litr. við stöðvarvegg.
Þar af voru 5 aurar lagðir í stofn-
sjóð innleggjenda.
Námskeið fyrir
skipstjóra
Eins og undanfarin ár beit
ir Fiskifélag íslands sér nú
fyrir nokkrum námskeiðum
fyrir skipstj óra fiskiskipa
um meðferð og notkun fisk-
leitartækja. — Fyrsta nám-
skeiðið verður haldið á Akra
nesi n.k. fimmtudag og geta
væntanlegir þátttakendur lát
ið skrá sig hjá Sigurði Vigfús
syni vigtarmanni þar á staðn
um. “— Forstöðumaður nám
skeiðanna er Kristján Júlíus
son loftskeytamaður, en auk
hans munu reyndir skipstjór
ar leiðbeina með hagnýta
notkun tækjanna. Þá mun
Jakob Jakobsson fiskifræðing
ur væntanlega. flytja erindi
um síldveiðar og síldarrann
sóknir á þessu fyrsta nám-
skeiði.
Fundur hjá FUF á mánudaginn
FUF í Reykjavík heldur félagsfund
mánudaginn 23. maí 1960 kl. 9 e. h.
Framsóknarhúsinu
FUNDAREFNI:
Kosning fulltrúa á 8. þing Sambands ungra Framsókn-
armanna í Reykjavík 18.—19. júní n. k.
Félagar sýni félagsskírteini við innganginn.
Skírteinin verða afgreidd í Framsóknarhúsinu kl. 5—7 e. h.
fundardagirin.
STJÓRNIN.
Nemendur úr Leikskóla Þjóðleikhússins.
ur
V/ <d>
Sambandsþing S. U.F. verður haldið dagana 18—19.
júní n. k. -
Þingið verður sett í Framsóknarhúsinu, laugardaginn
18. júní kl. hálf tvö síðdegis.
Sambandsfélögin eru hvött til að kjósa fulltrúa á
þingið hið allra fyrsta, og tilkynna fulltrúskjörið eins
fljótt og við verður komið til skrifstofu Framsóknar-
flokksins, Lindargötu 9a Sími 16066.
Hvert sambandsfélag hefur rétt til að kjósa einn full-
trúa, og síðan einn fulitrúa fyrir hverja tuttugu félags-
menn.
STJÓRNIN.