Tíminn - 22.05.1960, Blaðsíða 9
TFÍMINN, sutumdagmn 22. mai 1960.
9
IX.
Sigríður Hákonardóttir,
móðir Odds, virðist hafa gert
sér far um, að vel og virðu-
lega væri tekið á móti bisk-
upnum á Narfeyri og sæmi-
lega mætti fara á með hon-
um og syni hennar. Hún
reiddi borð og bjö það öll-
um hinum beztu föngum, og
var biskupi og förunautum
hans, Þorleifi skólameistara
og Þorgils Sigurðssyni, boðið
að matast. Þá var og kominn
sóknarpresturinn, séra Jón
á Breiðabólstað, og sennilega
hefur eitthvað verið komið
af sóknarfólki, er ætlað hef-
ur að vera við vísitasíuna,
þótt þess sé ekki getiö. Ekki
hafði enn orðið af neinni
embættisgerð.
Franska brennivínið vant
aði að sjálfsögðu ekki á borð
ið og virðast þeir biskup og
Oddur báðir hafa sopið drjúg
VÍSITASÍA Á tÍARFEYRI III
Heiftin er eití andskotans reioarslag
um á. Nefndi biskup nú Odd
prinsinn á Eyri. Og nú var
þess skammt að bíða að sker-
ast tæki harkalegar í odda
en áður, því að Narfeyrar-
prinsinn gerðist ærið tann-
hvass og illorður. Bylurinn
skall á, er hann mælti við
gest sinn:
„Þar það ekki satt, að þú
bölvaðir biblíunni í eitt heilt
ár, þá Árni skipaði þér það?“
Þóttust menn skilja, að
hann ætti við Árna Magnús-
son, því að um hann hefði
verið rætt litlu áður.
Biskup reiddist stórlega
við þessa orðaleppa, spratt
á fætur, sagði þetta lygi vera
og kvaðst ekki ætla að sitja
undir slíku tali. Sló hann
hnefa í borðið og hratt því
frá sér af því afli að sker-
borð og föt hfutu á gólfið.
Oddur rauk einnig á fæt-
ur, og var nú ekki annað
sýnna en þeir létu hendur
skipta. Þá skarst Sigríður í
leikinn og bað son sinn mörg
um fögrum orðum að tala
ekki svo við biskupinn, en
Oddur svaraði:
„Ég ætla ekki fyrir að gefa
hopum upp á flabinn!“
í sömu andrá færði hann
sig nær biskupi, og var helzt
að sjá, að hann ætlaði að
láta athafnir fylgja orðum.
Þorleifur Arason hljóp þá til
og þreif báðum höndum ut-
an um Odd og þrýsti honum
upp að borðinu, en Oddur
seildist yfir hann til biskups
og hratt honum, svo að hann
hrataði á kistu, er var við
þilið, en Þorgils varnaði því,
að hann félli á göiuð
Enn skarst Sigríður í leik-
inn og tókst henni með til-
styrk Þorleifs að draga Odd
aftur á bak, svo að hann
næði ekki til biskupsins. Skip
aði hún syni sínum brott að
fara, og eftir miklar fortöl-
ur sefaðist hann svo, að hann
lét að orðum hennar Ramb-
aði hann brott og lagðist til
svefns, en biskup var um
hríð kyrr í stofunni hjá
Sigríði.
Þau biskup og Sigríður
virðast nú hafa ræðzt eitt-
hvað við, en að því búnu fór
biskup til tjaldanna og skip-
aði svo fyrir, að hestar þeirra
Skálholtsmanna skyldu sótt
ir. Virðist hann þá hafa ætl-
að að ríða af staðnum að er-
indi sínu óloknu.
Sigríði þótti slíkt illt af-
spurnar.. Sendi hún Þorleif
til biskups og bað hann að
tala við sig. Gengu þau þá
í kirkju, sjálfsagt til þess að
geta ræðzt við í einrúmi, því
að fólk það, sem ætlaði að
vera við vísitasíuna, virðist
þá hafa verið komið. Þegar
þau höfðu talað saman í
kirkjunni, fór biskup til
kamersins þar sem hann
hafði sofið um nóttina, og
þangað kom Sigrfður að
Eftir Jón Hefgason ritstjóra
vörmu spori með Odd son
sinn og sóknarprestinn, séra
Jón á Breiðabólstað. Hann
hefur Sigríður fengið til liðs
við sig til þess að miðla mál-
um milli Odds og biskups.
Sagnir herma, að biskupi
hafi orðið á að segja „heillin
mín“ við Sigríði, en Oddur
tekið það illa upp, er hann
titlaði hana ekki virðulegar
en svo. Víst er hitt, að þarna
í stofunni fór Sigríður um
það fögrum orðum, hve bisk-
upinn hefði verið góður í
dag, en við það æstist Oddur
um allan helming og sagði:
, Það var illa, að ég sló
hann ekki upp á flabinn. Ég
hefði haft plasier af því, að
ég hefði átt að gefa honum
örfigen".
Biskup sagði, að það hefði
þó orðið honum dýrt. Oddur
sló þá út í aðra sálma og vék
nú tali sínu að kvenfólkinu
með harla óhefluðu orðalagi,
svo að heimildir segja, að
þau orð hans séu ekki eftir
hafandi.
Biskup mælti:
\,Viljir þú ekki auösýna
mér og eyrum annarra
kurteisra manna virðingu, þá
berðu þó að minnsta kosti
virðingu fyrir móður þinni“.
Stóð biskup síðan upp og
þeir allir. Gerði þá Oddur
sig á ný líklegan til þess að
slá biskup, en séra Jón greip
um báðar hendur hans Bisk-
up stóð kyrr og hafðist ekki
að, en Sigríður setti á nýjar
fortölur.
Virðist þetta þref hafa
orðið ærið langvinnt, þótt ef
til vill hafi annað slagið orð-
ið hlé á. Embættisverk öll
fórust fyrir. En hvemig sem
atvik hafa fallið segir það
næst af biskupi, að hann
gekk til tjalds og lagðist þar
fyrir og sýnist svo sem hann
hafi þá verið því afhuga að
ríða brott að sinni, enda ef
til vill ofurölvi.
X.
Ekki hafði biskup lengi
verið í tjaldinu, er sást, hvar
Oddur kom. Þorgils Sigurðs-
son gekk á móti honum, og
spurði Oddur þá, hvar bisk-
upstj aldið væri. Þorgils
sagði, að hann hlyti að sjá
það. Oddur kvaðst þá vilja
~wiriri~wr~~í'ii>iiirfríiiwwiirjriiiwii~~'iiiww]PPrwiiiir'~~iw''~iTMí miim—iwinriifi—iiwii m iiiwimiíiiTwriiTwiMr.
Í; Undanfarna tvo sunnudaga hafa birzt kaflar úr frásögn Jóns Helgasoinar |
ritstjóra um visitasiu Jóns biskups Vídalíns aí Narfeyri ti) Odds SigurSs- |
s sonar varalögmanns. Uríu róstur nokkrar mefi þeim höfÖingium er fieir |
I höftSu munnhöggvist ölvaíiir en SigríSur Hákonardóttir móíir Iögmanns |
| reynir a.t koma á sáttum. Hér er brugtSíÖ upp sannri mynd af aldarfarinu |
I á bessum tíma.
hafa tal af hans herradómi,
en Þorgils bað hanu eigi gera
það, því að ekki yrði bót að,
ef svo færi þeirra á milli sem
áður hefði farið í dag. Þess-
ari íhlutunarsemi kunni
Oddur illa, og var sýnt að
hann ætlaði ekki að láta
aftra því, að hann næði
fundi biskupsins Gekk hann
snúðugt að tjaldinu og inn
í það og hrópaði um leið:
„Upp alla mína vinnu-
menn! Upp með tjaldið!“
Getur þess í heimildum,
að hann hafi haft margt
hjúa, og er að helzt að ráða,
að hann hafi verið búinn að
stefna vinnumönnum sínum
út á völlinn, sér til fulltingis
í viðureigninni við menn
biskups.
í þessum svifum kom Sig-
ríður á vettvang. Bað hún
biskup sem innilegast að
koma heim með sér og sofa
þar af nóttina. Biskup þótt-
ist sjá, að ekki myndi verða
friðsamt í tjaldinu. Reis
hann því upp af sæng sinni
og leiddust þau Sigríður
heim til bæjar. Er af öllu
ljóst, að jafnan reyndi hún
að stilla til friðar þennan
dag, og biskup vildi láta hana
verða þess áskynja, að hann
erfði ekki við hana misgerðir
sonarins. Var nú gengið til
stofu, og þorði Sigríður ekki
að víkja frá gestunum, fyrr
en Oddur var háttaður og
sofnaður, og fer það tæplega
á milli mála, að það hafi
verið drykkurinn, sem þá
sigraði hann.
Þegar Oddur var kominn á
náðir svefnsins, lét biskup
tygjast til brottferðar, því
að honum þótti ekki undir
því eigandi að bíða þess, að
hann vaknaði aftur. Héldu
Skálholtsmenn síðan brott
um eða litlu eftir miðnætti
og riðu um nóttina til Drápu-
hlíðar í Helgafellssveit. Lét
biskup svo ummælt, að lífi
hans og limum hefði verið
voði búinn í húsi Odds Sig-
urðssonar.
Af þessum atburðum urðu
síðan hin mestu eftirmál
með miklum vitnaleiðslum
og löngu þjarki, svo að þau
mál voru ekki enn til lykta
leidd, er Jón Vdalín andað-
ist sjö árum síðar.
XI.
í Vídalínspostillu segir
svo:
„Heiftin er eitt andskot-
ans reiðarslag. Hún afmynd-
ar alla mannsins limi og liði,
hún kveikir bál í augunum,
hún hleypir blóði í nasimar,
bólgu í kinnarnar, æði og
stjórnleysi í tunguna, deyfu
fyrir eyrun. Hún lætur mann
inn gnísta með tönnunum,
fljúga með höndunum, æða
með fótunum. Hún skekur og
hristir allan líkamann og af-
lagar, svo sem þegar hafið er
uppblásið af stórviðrl. Og í
einu orði að segja:: Hún ger-
ir manninn að ófreskju og að
holdgetnum djöfli í augum
þeirra, sem heilvita eru ....
Fáum þeim, sem reiðast, þyk
ir reiði sín ranglát vera, og
með svoddan móti verður
hún að hatri í mannsins
(Framhald 4 15 síðu).