Tíminn - 06.07.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1960, Blaðsíða 2
2 Húnvezkar konur á ferðalagi um Suðurland 65 konur úr Austur-Húna- vatnssýslu voru nýlega á ferSa lagi um Suðurland í boSi Kaupfélags A-Húnvetninga. Þær fóru frá Blönduósi til Borg- arfjarðar og um Uxahryggi til Þir.gvalla og gistu um nóttina að Laugarvatni. Næsta dag fóru þær aö Gullfosi og Geysi og að Skál- holti. Þaðan fóru þær austur í Fljótshlíð og áðu. í Múlakosti. Konurnar þágu kaffi á Hellu í boði kaupfél. og þaðan héldu þær til Selfóss og drukku kaffi og það- an í Skíðaskálann í Hveradölum og drukku enn kaffi í boði Hún- vetningafélagsins í Reykjavík. Var setið þar drykklanga stund undir borSum við ræðuhöld og söng. Ferðalag þetta heppnaðist prýðis- vel og þrátt fyrir erfiða og langa ferð voru konurnar hressar og kátar og skemmtu sér hið bezta. Fararstjórar voru Ólafur Sverris- son, kaupfélagsstjóri á Blönduósi, og Guðmundur Jónasson, bóndi í Ási í Vatnsdal. Sumarferð Húnvetningafélagsins Laugardaginn 16. þ. m. efnir HúnvetningafélagiS í Reykjavík til skemmti- ferSar í Þórsmörk. Lagf verður af staS kl. 10 f. h. og eklS austur á Hvols- völl og þar drukkið kaffi. Síðan verður ekiS í Þórsmörk og komið þangað um kl. 4. Verður þá tjaldað og snæddur kvöldverður. Síðan verður efnt til skemmtiatriða, bæði dansað og farið í leiki, ef veður leyfir. Fargjald verður kr. 220.00. Húnvetningar, sem ætia sér að taka þátt f ferðinni, eru hvattir til að tryggja sér farseðla hið allra fyrsta, þar sem erfitt verður að útvega nægan bifreiðakost á síðustu stundu. Myndin er frá elnni af sumarferðum Húnvetningafélagsins. íslenzkir stúdent- ar í Vestur- U.M.F. ingur Mývetn 50 ára Þýzkalandi í nýútkominni skýrslu um erlenda stúdanta, innritaöa í háskóla í Vestur-Þýzkalandi, er sagt, aS þeir hafi verið 21.654 talsins í vetur, en vet urinn 1958/59 voru þeir 18.953 og veturinn 1957/58 14.607. — Veturinn 1959/60 voru 171 ís- lenzkir stúdentar innritaðir við vestur-þýzka háskóla og skiptust þeir svo á námsgrein ar: Byggingarlist 18; Bygging- arverkfræði 28; Dýralækning ar 3; Eðlisfræði 9; Efnafræði 14; Guðfræði 1; Hagfræði 10; Hljómlist 12; íþróttir 1; Jarð fræði 1; Jurtafræði 5; Land- búnaður 1; Landmælingar 1; Lögfræði 1; Læknisfræði 5; Málaralist 5; Rafmagnsfræði: 14; Reksturshagfræði 3; Skipaverkfræði 1; Tannlækn ingar 13; Tungumál 7; Véla- verkfræði 12; Annað 4; Stærð ; fræði 2. Aðalfundur norræna máíarasambandsins | Aðalfundur norræna mál-! arameistara'samb. (Nordiska j málaremástareorganisation- j en) var haldinn í Osló dag- : ana 10.—11. júní s.l. — Fund i ir þessir eru haldnir annað- hvort ár í höfuðborgum norð , urlandanna til skiptis, og eru þar rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál málarameistar anna. Fundinn sóttu af ís- j lands hálfu málarmeistrarn | ir Jón E. Ágústsson, Sæmundj ur Sigurösson og Ólafur Jóns son. Næsti fundur norræna málarasambandsins verður haldinn í Reykjavík 1962. Reynihlíð, 20. júní. 19. júní var mikil samkoma í Skjólbrekku. Var þar verið að minnast hálfrar aldar af- mælis U.M.F. Mývetnings. Var þarna saman komið um þrjú hundruð manns. Komu ýmsir gamlir félagar víða að. Af sfofnendunum. sem voru 20, eru 9 á lífi og voru þarna ellir og voru nú gerðir að heiðurs- fólögum. Þeir eru þessir: Ágúst Sigurgeirsson, bóndi, Geiteyjar- strönd, Guðrún Friðfinnsdóttir, Utanríkisráð- herra mótmælir Utanríkisráðherra kallaði í dag á sinn fund ambassador Bretlands, og bar fram mót- mæli ríkisstjórnarinnar vegna atburða þeirra er urðu 28. júní s.l. og árla í morgun, er brezka herskipið DUNCAN hindraði töku brezku togar- anna Northern Queen GY 124 og Kingston Jade H 149, er staðnir höfðu verið að ólög- legum veiðum innan fiskveiði lögsögu íslands. Utanríkisráðuneytið mun bera fram ítarlegri skrifleg mótmæli við ríkisstjórn Bret lands er fullnaðar skýrslur hafa borizt um atburði þessa en þær liggja ekki enn fyrir. Brezki sendiherrann bar við sama tækifæri fram mót mæli ríkisstjórnar sinnar þar sem því var haldið fram, að atburðirnir og handtakan 28. júní hefðu gerzt meira en 12 mílur undan landi. Sendiherr anum var ókunnugt um af- skipti brezka herskipsins af töku togarans ,Kingston Jade‘ í morgun. (Utanríkisráðu- neytinu 4. júlí ’60). húsfreyja, Litluströnd, Hólmfríður F'érursdóttir, húsfreyja, Arnar- valni, Jón Gauti Pétursson, odd- v.ti, Gautlöndum, Jónas Helgason, hreppstjóri, Grænavatni, Sigfús Hallgrímsson, bóndi, Vogum, Sig- ríður Jóhannesdóttir, húsfreyja, Ási, Kelduhverfi, Sigurður Jóhann esson, bóndi, Geiteyjarströnd, og Védís Jónsdóttir, húsfreyja, Rvík. Setzt var að ágætu veizluborði, er beið búið þegar gestir komu á staðinn. Voru haldnar fjölmargar ræður undir borðum, en sú mest er formaður félagsins, Þráinn Þór- isson skólastjóri flutti ágrip af sögu félagsins. Milli ræðanna var sungið undir stjórn þeirra heiðurs félaganna, Jónasar Helgasonar og Sigfúsar Hallgrímssonar, sem seinna stjórnuðu til skiptis sam- einuðum kirkjukórum Reykjahlíð- ar- og Skútustaðasóknar Enn fremur var tízkusýning, sem sýndi kventízku heillar aldar, 1859—1959. Smáleikþættir, þjóð- dansasýning og loks dans, en fyrir honum lék Kóralkvintettinn, sem nú er búsettur hér í sveit. Samkoman tókst með ágætum og urðu þarna fagnaðarfundir ýmsra sem ekki höfðu hitzt lengi. Hafin er að nýju bygging j Reykjahlíðarkirkju og er nú verið \ að múrhúða hana utan. P.J. Áihenfi trúnaSar- bréf Hinn nýi sendiherra Cubu á íslandi, herra Gusbavo Arc- os Bergnes, sem aðsetur hefur í Brussel, afhenti í dag for- seta íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum, að viðstödd- um utanríkisráðherra. — Að lokinni athöfninni höfðu for setahjónin boð inni fyrir sendiherrann. ■ ■■ ''.>'."vq\..v\.\\vv' T í MINN,.niiðvikudaginn .6. júlí'1960. Hjúkrunarkvennaþing hefst á fimmtudag Fulltrúar frá NortJurlöndum sækja fund Sam vinnu Hjúkrunarkvenna á NorÖurlöndum Á fundi Samvinnu Hjúkrun arkvenna á Norðurlöndum, sem hefst í Reykjavík á fimmtudag, verða fulltrúar bæði frá finnsk-sænska fé- laginu SSY og Þjóðarsam- bandi finnskra hjúkrunar- kvenna. Skipulagt samstarf finnskra hjúkrunarkvenna byrjaði árið 1898, þegar finnsk-sænska félagið var stofnað. í því eru 1991 hjúkr unarkona og 144 hjúkrunar- nemar. Finnska félagið tók til starfa 1925 og eru meðlimir þess 10.154. Starfsemi hjúkr unarfélaganna í Finnlandi er í aðalatriðum sú sama og á hinum Norðurlöndunum. Þau sameina hjúkrunarkon- umar, vaka yfir áhugamálum þeirra og stuðla að þróun hjúkrunar- og heilbrigðis- mála. Sérstakur þáttur í starf- semi félagsskaparins er fræði iðkan. Jafnhliða fyrirlestrum sem haldnir eru árlega um allt landið, hafa á seinni árum einnig verið haldnir heilir námsdagar með kennslu í sérgreinum. Þessi mót örva hjúkrunarkonur til þátttöku í framhaldsnámi, og auka þróun ýmissa sér- greina. Hjúkrunarnám var tekið upp í Finnlandi árið 1889. Nú eru þar 17 hjúkrunarskólar, 16 á vegum ríkisins og 1 á vegum bæjarfélags, en auk þess eru 4 skólar fyrir diakon issur. Undirstöðunámið tekur 2j4 ár, og árlega útskrifast nálega 1000 hjúkrunarkonur. Norska hjúkrunarfélagið var stofnaö 1912 og var Berg ljót Larsen frumkvöðull að því. Hún var einnig þátttak andi í stofnun Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndum og er nú ein eftirlif- andi af þeim er það gerðu. — í Noregi eru 30 viðurkenndir hjúkrunarskólar með 2999 nemendum, þar af eru 82 karl menn. Siðan 1956 hafa farið fram opinber próf tvisvar á ári. 1959 hófu 1191 nám við skólana, 4,8% hættu og var það mikil framför frá árinu áður. Framhaldsskóli Noregs í hjúkrunarfræðum, sem er eign NSF, starfar í þremur deildum: Spítala- stjórn; Deildarstjórn; Kenn- aradeild. Enn fremur eru starfandi 3 norskir fram- haldsskólar fyrir 1 árs sér- nám í geðveikrahjúkrun. — Þá starfar ríkisskóli fyrir fmmhaldsnám í heilsuvernd (1 árs). í tveim skólum er hjúkrunarkonum kennd Ijós. móðurfræði (1 ár), og er ann ar í Osló en hinn í Bergen, ríkisrekstur á báðum. Tryggvi flýgur sjúkra- vél sinni daglega Flytur fleiri sjúklinga ein gert var ráí fyrir Tryggvi Helgason, flugmað- ur sjúkraflugvélarinnar á Ak- ureyri, flaug fyrir viku til Húsavíkur, til að athuga flug- vallarstæði fyrir áburðarflug- vél, sem ráðgert er að nota til dreifingar á sumarhaga Hús- víkinga. Tryggvi hefur s.l. mánuði flutt 5 sjúklinga til Reykjavíkur. Þeir eru frá Blönduósi, Hólmavík, j Skagas'tr'önd, Hellissandi og Gríms j siöSum. Veður voru dimm í þess/ um ferðum flestum, svo að ófull- komnari flugvélum var ekki fært,! og stundum engum öðrum flugvélj um, vegna takmarkaðra lengdaj foigbrauta. Allar gengu ferðir þess I ar að óskum. Konan á Hellissandi Meðal þeirra ferða sem farnar voiu í vondu skyggni. var ferðin irá Hellissandi til Reykjavíkur með konu barnsnauð. Nokkurs hefur þótt við þurfa í það sinn, enda búið að reyna annars staðar ettir farkosti, en án áiangurs. Þessi ferð gekk þó vel og sæng- urkonan var í læknishendi leiðina suður. Á miðvikudaginn i s.l. viku sótti Tryggvi slasaðan skipsfjóra til Raufarhafnar af síldarskipinu Skipaskaga. L.eiguflug Auk sjúkraflugsins hafa verið farin mjög mörg leiguflug vítt og breitt um landið. Flesfa daga er flogið, auk ferðanna til Vopna- fjarðar á föstudögum og þriðju- dögum. Stundum hafa verið farn- ar fimm ferðir á dag. E.O. Þorskurinn étur rækjur Eftirfarandi klausa birtist í iréttabréíi frá Sjávarafurða- deild SÍS: Maður norður af Ströndum tafiði okkur, að hann væri ekki mikið spenntur fyrir því, að farið yrði að leita að rækjum og kannski veiða á fiskislóðum Strandamanna. Hann sagði, að á vissum svæðum væri sá guli mjög stöðugur við rækjupolla og væri hann oft úttroðinn af þessu góð- gæti. Kæmi því ekki til mála að láta veiða rækju við Húnaflóa. 1 11 \,''1" '1 ’i 11)''' •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.