Tíminn - 06.07.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.07.1960, Blaðsíða 5
TÍMINN, mfövikudagmn 6. júlí 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdast.ióri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egili Bjamason. Skrifstofur í Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. «._______________________________ > Ekki veldur sá, er varir í ræðu þeirri, sem Ólafur Thors hélt 17. iúní síðastl. minntist hann nokkuð á yfirvofandi verkfallshættu og varaði við henni. Þessi orð voru ekki sögð að ástæðu- lausu, þar sem nýlokinn fulltrúafundur Alþýðusambands íslands hafði samþykkt með einróma atkvæðum manrja úr öllum flokkum að krefjast kauphækkunar vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hefði orðið af völdum ráð- stafana ríkisstjórnarinnar Fundurinn fól svo stjórn Al- þýðusambandsins að samræma þessar aðgerðir Það er því bersýnilegt, að verkfailshætta er yfirvof- andi, nema raunhæfar ráðstafanir verði gerðar til að af- stýra henni með því að koma til móts við launastéttirnar. Öllum má vera ljóst það tjón, sem getur hlotizt af löngum og stórum verkföllum. Þess vegna tók Tíminn fullkomlega undir þau orð forsætisráðherrans. er hann • varaði við verkföllunum. Orð ein nægja hins vegar ekki til að afstýra þeim. Það þarf einnig í verki að koma til móts við launa- fólkið. Þetta hefur Tíminn talið sér skylt að benda á. Þess vegna fórust blaðinu svo orð síðastl sunnudag: „Ef ríkisstjórnin hverfur frá vaxnaokrinu, fellir niður almenna söluskattinn, hættir við að koma upp stórkapí- talisma á kostnað almennings, og gerir ráðstafanir til almennrar uppbyggingar, þá ætti að geta skapazt hér það ástand, að launastéttirnar sjái sig ekki knúðar til verkfalla.“ Þótt furðulegt sé, er þessum ummælum Tímans mjög illa tekið í Mbl. í gær Mbl túlkar þessi ummæli þannig, að Tíminn hóti verkföllum. nema „ríkisstjórnin hverfi frá öllum ráðstöfunum sínum til sköpunar jafnvægis í efnahagsmálum þjóðarinnar “ Hér er vissulega beitt fölsunum svo að furðulegt er. Það myndi einmitt auka jafnvægj í efnahagsmálum að draga úr vaxtaokrinu og þeirri verðbólguþenslu og dýrtíð, er hlýzt af því. Það myndi einmitt auka jafnvægið í efnahagsmálun- um, ef almenni söluskatturinn yrð’ felldur niður, þar sem ríkissjóður hefur hans ekki þörf en niðurfelling hans myndi lækka verðlag 1 landinu og verða óbein kauphækkun. Þá myndi það einnig skapa aukið jafnvægi í efna- hagsmálum, ef hætt yrði við að koma hér upp stór- kapítalisma á kostnað almennings. Sama gildir um ráð- stafanir, sem gerðar eru til aukinnar uppbyggingar. Tíminn hefur því eingöngu hvatí til ráðstafana, sem miða jöfnum höndum að því að auka jafnvægi í efna- hagsmálunum og að koma í veg fynr verkföllin. Mbl. hafnar þessum tillögum og velur þeim hin verstu nöfn. Tíminn getur að sjálfsögðu ekki ráðið því, hvernig ríkisstjórnin ætlar að haga gerðum sínum. Fulltrúafund- ur Alþýðusambandsins. sem menn ur öllum flokkum stóðu að, sýnir hins vegar ijóst, að kauphækkunarbar- átta er á næstu grösum ef ekkert er að gert Stórfelld kauphækkunarbarátta og verkföll eru vissulega síður en svo æskileg. Við þessari hættu hefur Tíminn viljað vara, cg að ráðstafanir yrðu gerðar til að mæta henni í tíma. Þetta kallar aðalblað stjórnarinnar ábyrgðarleysi. Það vill bara bíða þangað til holskeflan ríður yfir. En með því taka ríkisstiórnin >s stiórnarflokkarnir líka á sig ábyrgðina á því, sem á eftir kemur. Ekki veldur sá, er varir. - ERLENT YFIRUT Glíraa Johnsons og Kennedys Semur Kennedy við Humphrey sem varaforsetaefni? NÆSTA mánudag hefst í Los Angeles flokksþing demó- krata, þar sem útnefnd ver'ða forsetaefni og varaforsetaefni þeirra í kosningunum í haust. Ýmsir forvígismenn flokksins eru nú komnir þangað og flökksþingsfulltrúarnir eru byrj aðir að koma þangað víðs veg- ar að. Meðal þeirra er nú rek- inn ákafur áróður af hálfu for- setaefnanna, einkum þó af hálfu þeirra Kennedys og Johnsons. en aðalbaráttan stendur nú á milli þeirra og benda flesfar líkur til þess í dag að annar hvor þeirra muni sigra í annarri eða þriðju at- kvæðagreiðslu. Eins og dæmið stendur nú. virðast sigurhorfur Kennedys öllu betn. Hann hefur að baki sér 600—700 fulltrúa, er munu greiða honum atkvæði strax í fyrstu atkvæðagreiðslunni, en nokkrir þeirra eru ekki skuld- bundnir til að greiða honum atkvæði eftir það. Hins vegar hefur hann von um að fá í ann- arri atkvæðagreiðslu atkvæði margra fulltrúa frá Kaliforníu, New Jersey, Iowa og Kansas, en þessir fulltrúar munu í fyrstu atkvæðagreiðslunni kjósa ríkisstjóra viðkomandi ríkja sem forsetaefni. en eru ekki skuldbundnir til að gera það aftur í síðari umferðun- um. Ef Kennedy fær ríflegan meirihluta þessara fulltrúa, ætti það að nægja honum til sigurs í annari atkvæðagreiðslu, en til þess þarf hann að fá 761 atkv JOHNSON mun fá færri atkvæði en Kennedy í fyrstu atkvæðagreiðslunni eða um 500 atkv., en fylgismenn hans vonazt til að hann fái um 650 atkv. í annarri atkvæðagreiðsl- unni, m.a. vegna þess, að þá kjósi fyigismenn Symingtons hann. Þeir gera sér svo vonir um, að Johnson sigri f 3. eða 4. atkvæðagreiðslunni, þar sem vitað er um að eftir aðra at- kvæðagreiðsluna fer fylgi Kennedvs að riðlast, því að margir fulltrúanna hafa ekki lofað að kjósa hann nema í tveimur fyrstu umferðunum. Fylgismenn Johnsons munu hins vegar fylgja honum, unz hann gefur þeim sjálfur fyrir- mæli um annað, en líklegt er að hann styðji þá Symington, ef hann telur sjálfan sig orð- inn vonlausan. Hins vegar er líklegt, að Kennedv veiti Stevenson braut- argengi, ef hann telur sjálfan sig úr leik. Lokaglíman gæti þá orðið milli Stevensons og Symingtons. Þetta þykir þó orðið heldur ólíklegt. Líklegast þykir nú • að sigurinn falli Kennedy eða Johnson í skaut HUMPHREY — verður hann varaforseti með Kennedy? áður en til margra atkvæða- greiðslna kemur. ÞAÐ HEFUR orðið til þess að draga aukna athygli að á- tökunum hjá demókrötum, að Truman hélt blaðamannafund á laugardaginn, þar sem hann lýsti yfir því að hann hefði af- salað sér fulltrúaréttindum á þinginu og myndi ekki sækja það í mótmælaskyni gegn því, að fylgismenn Kennedys væru með áróðri og þvingunum bún- ir að tryggja honum sigur fyrir fram. Truman lét það jafn- framt í ljós, að hann teldi Kennedy of ungan og óreynd- an til þess að verða forseta, eins og nú væri ástatt í heim- inum. Hann endurnýjaði þá yfirlýsingu sína, að hann kysi Symington helzt sem forseta- efni, en nefndi jafnframt átta menn aðra, sem væru vel hæfir og var Johnson þar efst- ur á blaði. Hins vegar voru Stevenson, Kennedy og Hum- phrey ekki meðal þessara átta manna. Heldur er talið líklegt, að þessi afskipti Trumans verði til að veikja Kennedy og hjálpa Johnson, þar sem Symington er nú vfirleitt talinn úr leik. Þó er bent á, að Truman hafi á flokksþinginu 1956 reynt að hindra útnefningu Stevensons, en mistekizt það. ÞÓTT það komi ekki beint fram, er það eigi að síður Ijóst, að átökin milli þeirra Kenn- edys og Johnsons eru að verða meira og meira átök milli vinstri og hægri, einkum hvað snertir viðhorf til alþjóðamála. Johnson hefur í þeim efnum nálgazt meira og meira sjónar- mið Eisenhowers, og það hefur Truman einnig gert. Kennedy hefur hins vegar skipað sér meira og meira við hlið Stev- ensons, og sama hefur Hum- phrey gert. Symington hefur meira þrætt bil beggja. Eins og flokksþingið verður skipað fulltrúum, er bersýni- legt að fylgismenn Kennedys, Humphreys og Stevensons verða í meirihluta Ef þeir Humphrey eða Stevenson létu þá fulltrúa, sem fylgja þeim, fara yfir á Kennedy strax í ann arri atkvæðagreiðslunni, myndi það tryggja honum sigur. Jafn- vel myndi það nægja, að annar þeirra gerði það. Um það er líka talað meira og meira, að fylgismenn Kennedys vilji fá Humphrey sem varaforseta- efni með honum, enda myndi vart ánnað varaforsetaefni tryggja betur fylgi meðal bænda, verkamanna og svert- ingja. Auk þess hefur Hum- phrey yfir að ráða 60—70 full- trúum, er sennilega gætu tryggt Kennedy sigur eins og áður segir. Líklegra þykir, að Humphrey verði fúsari en Stev enson til þess að veita Kennedy brautargengi, þar sem hann er úr leik sem forsetaefni hvort eð er, en Stevenson kemur hins vegar mjög til greina, ef Kennedy skyldi eitthvað hlekkj ast á. Eins og nú standa sakir, er það engan veginn ólíklega spáð, að keppinautarnir frá próf- kjörunum í vetur, Kennedy og Humphrey, verði frambjóðend- ur demókrata, Kennedy sem forsetaefni og Humphrey sem varaforsetaefni. FLOKKSÞING republik- ana, er útnefnir forsetaefni þeirra, verður haldið hálfum mánuði seinna en þing demo- krata. Fullvíst er enn talið, að Nixon verði útnefndur for- setaefni republikana þótt Nel- son Rockefeller s’é talinn sig- urstranglegri. Það þykir spá heldur iTla fyrir republikana- flokknum, að nýlega fór fram aukakosning á öldungadeildar- manni í Norður-Dakota og sigraði demokrati þar í fyrsta sinn í sögu ríkisins, en Norður- Dakota hefur jafnan verið talið eitt sterkasta vígi republikana. Nú töpuðu þeir þar vegna þess, að bændur sögðu skilið við þá- í stórum stíl. Þetta þykir benda til þess, að bæpdur muni al- mennt snúast gegm republik- önum í haust, en von þeirra er sú, að Nixon njóti heldur meira fylgis meðal bænda en flokkurinn. Slíkt er þó vafa- samt, þar sem Nixon hefur ekki texið afstöðu gegn stefnu ríkisstjórnar Eisenhowers í landbúnaðarmálum. Þ.Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ( '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ r / / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ Æðarvarp við Brelðafjörð í hættu Það eru mjög al arleg tíðindi sem berast frá varplöndum við Breiðafjörð Svartbak fjölgar þar nú mjög, þar sem ekki er leyfi- legt að .„ra fyrir hann, sv- "em áður var, og ungar komast upp í stórum stíl, þar sem engin samtök ru urn að lóg? þeim. En fyrr var talið sjálfsagt að drepa alta sv -’tbaksu-ga, sem til náð- ist til að hreinsa varplöndin af vargi. -.ú berast þ::r fregnir úr æðarvarpinu við Breiðafjörð að svartbakurinn drepi mestan hluta aí æðarungunum, jafnvel áður en þeir komast í sjóinn. Við sumar eyjar sést -.rla ungi. Æðardúnn er verðmæt vara, sem ísl. landbúnaðu- iramleiðir -g fyrir hann er takmarkalaus markaður utanlands og innan. Vafalaust má margfalda æðar- í„rpið, ef eitthvao væri f;nir það gert, t.d. með útungun í vélum. En höfuð-skilyrði er að ungarnir k.mist upp. Fir bvki. ekki ólík- legt, að eins og ástandið í Breiða fjarðareyjum er nú, að svartbak- urinn drepi nú um .: af ung- um, sem komast úr eggi. Er nú ekki kominn tími til, að þeir sem varplönd eiga, myndi samtök um allsberjar sókn gegn veiðibjöllunn: áður en hún útrý ' - æða’-'-iglinum? Það opinbei'a ætti ekki síður að . erðlauna fyrir hvcrja feUda /eiðibjöllu en mink og ref. Vonandi heyrast um þ;. radd ir frá þ-k.., sem va'",1örul:n eiga, (Framhald á 13. sí5u).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.