Tíminn - 06.07.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.07.1960, Blaðsíða 3
T f MI N N, miðvikudaginn 6. júlí 1960. 3 Sigldi á mettíma til heimahafnar Nýtt og fullkomií skip til Akureyrar í gær Nýtt flugvallarhótel á Kastrup Einkaskeyti frá Khöfn, 5. iúií. — í dag verður tekiS á móti fyrstu farþegunum í hinu nýja flugvallarhóteli á Kastrup-fiugvelli. Opnast nú möguleikar tll þess að taka á móti allt aS 2 mllli. farþega á árl hverju. HIS nýja hótel hefur kostaS 183 milli. danskra króna en meS því hefur Kastrup-flugvöllur orSIS einn hlnn nýtízkulegasti i heimi. — (ASils). Fleiri iðnfræðing- ar segja Danir Akureyri, 5. júlí — Klukk- an 5 í morgun lagðist nýtt skip aS bryggju á Akureyri, 180 lesta stálskip, fullkomið að allri gerð. Það verður gert ut á síldveiðar í sumar og fer væntanlega til veiða í nótt. Eigandi hins nýja skips er Val- týr Þorsteinsson útgerðarmaður á Akureyri, en skipstjóri er Hörður Björns'son frá Dalvík. Skipið er byggt í Bratvaag í Noregi og tók siglingin þaðan heim til Akureyr- ar aðeins rúma 3 sólarhringa, en það mun vera mettími fyrir skip af þessari stærð. Gekk skipið um 10 mílur á þessari fyrstu för, en mun geta komizt hraðar. Nafn skipsins er Ól-afur Magnússon. Féll látinn af hestinum Á mánudag í fyrri viku varö sviplegt dauðsfall skammt frá Blönduósi. Nán- ari atvik eru þau að laust eftir hádegi á mánudag var Si'gtryggur Benediktsson frá Brúsastöðum á leið riðandi frá Blönduósi fram í Blöndu dal til þess að sækja þar hest. Sigtryggur kom ekki fram um kvöldið, en á þriðjudag fannst lík hans skammt fyrir utan Blönduós. Virðist hann hafa orðið bráðkvaddur á hestinum, sem var þarna skammt undan. G.J. F.nginn samningsgrund- völlur — Abbas Túnis, 5. júlí, NTB—AFP. — Forsætisráðherra alsírsku út lagastjórnarinnar, Ferrhat Abbas, sagði í útvarpsræðu í Túnis í dag, að þau kjör sem franska stjórnin hefði boðið upp á til þess að koma á vopnahlésviðræðum, hefðu verið svo slæm og auðmýkj andi, að eins og stæði sæi hann ekki möguleika á frek ari samningsviðræðum. Getur oríitJ löng barátta Abbas sagði, að baráttan gæti staðið lengi, en við mun um leita nýrra samninga, sagði hann, og nota hvert tækifæri til þess að koma á réttlátum friöi. Við verðum að standa sameinaðir og vinna sigur, sagði Abbas að lokum. Rússar skjóta upp eldflaug Moskva, 5. júlí. NTB-Reuter. — Rússar skutu í dag á loft eldflaug, sem lenti í Kyrra- Skipið er búið 600 ha. Wickman aðalvél, en öll taeki þess eru af mjög fulikominni gerð. Þar á með- al hefur skipið lóran-miðunartæki, sem munu vera sjaldgæf í fiskiskip um. Þá eru í skipinu tvær frysti- vélar, sem er nýjung í slíku skipi og er ætlunin að frysta beitusild um borð. Unnt er að frysta allan afla skipsins um borð og jafnvel flytja hann frystan milli landa. Það er þó ætlun útgerðsrmannsins að bæta enn um þessi tæki, en nú mun skipið kosta 7—8 milljónir króna. — Skipið fer á veiðar í kvöld með 11 manna áhöfn auk tveggja manna, er annast frysti- tækin. — E. D. Auriol mótmælir aðferðum de Gaulle PARÍS, laugardag. — Vincent Auriol fyrrv. Frakklandsfor- seti hefur í dag sagt sig úr frönsku st j órnlaganef ndinni og vill með því mótmæla ó- lýðræðislegum aðferðum de Gaulle forseta. Auriol lét svo ummælt, að hann gæti ekki horft þegjandi á þær beinu árásir, sem framkvæmdar væru gegn þjóðfélaginu. — Hann ásakaði de Gaulle um að hafa allt 'frá árinu 1958 reynt að skapa landinu „kerfi persónulegra og annarlegra afla, gagnstætt öllum lýðræð islegum reglum og venjum". Jafnvel mikilmenni, sagði Auriol, hefur ekki rétt til þess að setja sín einkalög ofar lögum lýðveldisins. hafinu. Þetba eldflaugarskot er upphaf að tilraunum, sem standa munu yfir allan júli- mánuð. Eldflaugarskotið tókst vel segir Tass-fréttastofan í Moskva. Tilraunir þessar verða með margþrepa eld- flaugum, sem ætlaðar eru til geimrannsókna. Baindaríkin hætta sykur- innflutningi frá Kúba Washington, 5. júlí, NTB— Reuter. — Landbúnaðarmála ráðuneyti Bandaríkjanna á- kvað í dag að hætta sykur- innflutningi frá Kúbu. Þetta er mótleikur Bandaríkja- stjórnar gegn Kúbu, eftir að Fidel Castro forsætisráðherra eyjarinnar hefur nú í heilt ár rekið fjandsamlegan áróð ur í garð Bandaríkjanna og hallast æ meira að Sovétríkj unum og öðrum kommúaista ríkjum. Þessi ákvörðun ráðu neytisins er tekin áður en Eisenhower forseti hefur not fært sér heimild sína til þess að ákveða að eigin geðþótta, hvort dregið skyldi úr sykur innflutningi frá Kúbu. í Kaupmannahafnarblaðinu Aktuelt er skýrt frá því, að verði hafizt handa um aukið starf tðnfræðingaskólanna. Danir kappkosta mjög, að eign ast sem stærstan hóp iðnfræð inga, sem ætlað er það hlut- verk að vera tengiliður á milli iðnverkafólks og verk- fræðinga. Um þessar mundir hafa u. þ. b. 500 Danir lokið undirbúningsprófum í iðn- íræðingamenntun Me-nn eiga nú um það að velja, að Ijúka iðnfræðimenntun í véla-, raímagns- og byggíngarverkfræði. Gildir þetta um þá, sem einhverja þekkingu hafa í þessum greinum. Hinir ófaglærðu geta hins vegar numið sem aðstoðarmenn m. a. á rannsóknarstofum. Nám er stund- að að kvöldi dags og geta menn því haft það með vinnu sinni. Iðn- fræðinemar eiga einnig aðgang að námslánum. Ein af orsökum þess, að Danir leggja svo mikla áherzlu á að éign ast fjölda iðnfræðinga, er sú, að nauðsyn er talin á því, að verkfræð ingar geti fengið þeim margs kon- ar störf, er þeir hafa áður unnið sjálfir en iðnfræðingar gætu hins vegar leyst vel af hendi. Danir telja að með iðnfræðing- unum muni þjóðfélaginu nýtast betur starf jafnt hinna faglærðu og ófaglærðu. Munu þeir því enn Fidel Castro skýrði frá því í dag, að 19 olíuflutningaskip væru væntanleg til Havana í júlí með 200.000 tonn af olíu frá höfnum við Svarta- haf. Kann heízt ekki við mig nema í kommúnistaríki Austurríki, 5. júlí, NTB-Reut er. — Nikita Krustjóff heldur áfram för sinni um Austur- ríki. f samtali, sem Krustjoff átti við blaðamann í dag, var hann spurður að því m.a. hvort bann vildi eiga heima í Austurríki, svaraði Krust- joff því til, að eiginlega kynni hann hvergi við sig nema í kommúnistaríki. — Hann hefði þó ekki neitt á móti þvi að dveljast um fimm ára skeið í Austurríki og kvaðst ætla, að félagar sínir í Moskvu yrðu bara fegnir að losna við sig í tíu ár. Hann var hrifinn af raforkufram- kvæmdum í Austurríki, en sagði, að Rússar hefði í hyggju að tvöfalda rafmagns framleiðslu sína á næstu 5 árum. auka skipulag þessarar menntun- ar og gera með þvl fleirum kleift að verða hennar aðnjótandi. Sýna Eddu og Flateyjarbók / Einkaskeyti frá Khöfn, 5. júlí. í dag var opnuð í Kaup- mannahöfn sýning á handrit um úr hinu konunglega bóka safni. Á sýningu þessari er fjöldi verðmætra og sjald- séðra handrita og meðal þeirra fjölmörg, sem geymd eru i eldtraustum hólfum i hinu konunglega bókasafni, Nú um helgina hélt stjórn sambands norrænu sölutækni félaganna (Nordisk Salgs- og Reklameforbund) aðalfund smn hér í Reykjavík. Mættir voru þrír fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. í hópi erlendu fullrtúanna eru m.a. þeir Leif Holbek-Hanssen prófessor við verzlunarháskólann í Björgvin og Paul Fabricius fram tvæmdastjóri Sunlight-verksmiðj- anna í Danmör'ku. Báðir eru þessir menn góðkunnir fræðimenn í sölu íækni. Sá fyrrnefndi hefur ferð- azt víða um lönd á vegum Efna- hagssamvinnustofnunarinnar í Evr ópu (O.E.E.O.) og hefur m. a. haldið námskeið hér á landi. Fundur í Lídó Aðalfundurinn hefur m.a. fjall- að um starfsemi félaganna, kennslustarfsemi, viðhorf L mark- aðsbandalögum Evrópulandanna, auglýsingastarfsemi í blöðum, út- varpi og sjónvarpi, o. m. fl„ sem viðvíkur solutækni. í gær, mánu- dag, haldinn fundur í Lídó fyrir íslenzka kaupsýslumenn og var Einkaskeyti frá Khöfn. Kaupmannahafnarblaðið Aktu- elt skýrir svo frá eftir fréttaritara sínum í London, að Robert All- en aðstoðarutanríkisráðherra Breta hafi látið svo ummælt í neðri deild brezka þingsins 4. þ. m., að brezka stjórnin muni Kristleifur sigraði Frjálsíþróttamót ÍR hófst á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi. Aðal keppnisgrein kvöldsins var 3000 m. hlaup, en þar kepptu Kristleifur Guð bjömsson og Norðmaðurinn Ole Ellefsætter. Hlaupið var mjög skpmmtilegt, en Krist- lifur sigraði eftir harðan endasprett á 8:34.4 mín. — Norðmaöurinn hljóp á 8:35.2 mín. — f öðrum greinum urðu úrslit þessi: 800 m. hlaup: Svavar Markússon 1:56.3 mín.; 400 m. grindahlaup: Guðjón Guðmundsson 56.6 sek. Þristökk: Vilhjálmur Ein arsson 14.90 m. Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson 4.10 m.; Kringlukast: Hallgrímur Jóns son 47.60 m. og sleggjukast: Þórður B. Sigurðsson 52.06 m. — Þórður kastaði tvívegis lengra en íslenzka metið, en steig á hringinn og köstin því ógild. svo sem Edda og Flateyjar- bók. Sýning þessi — en búist er við að almennur áhugl verði fyrir henni — er hald- in til þess að sýna fólki þessi verðmæti, sem koma annars sjaldnast fyrir sjónir almenn ings. ■— Aðils. þeim gefinn kostur á að kynnast viðhorfum þeirra Leif Holbæks- Hanssens og Paul Fabricius í sölu tækni, sem vitað er að þýðingar- raikil eru fyrir viðskipfalíf okkar. Kölluðu þeir erindi sín „Mulig- heder der ligger í exsport-re- kiame.“ Nýjar aðferðir í sölutækní Á aðalfundinum var kjörinn nýr formaður, en það er Sven A. Hase frá Svíþjóð, fráfarandi formaður \ar Leif HolbækHanssen. Daninn Paul Fabricicus var formaður þar áður og var það í fjögur ár sam- Leytt. íslenzka félagið Sölutækni, gekk í sambandið 1956 á 25 ára afmæli þess. —Jó. Munið að synda 200 metrana gera sínar ráðstafanir gagnvart íslandi vegna þess atburðar, er íslenzk flugvél hafi varpað sprengjum að brezka togaranum Grimsbytown. Mun brezka sendi herranum í Reykjavík verða uppálagt að snúa sér nú þegar til íslenzkra stjórnarvalda út af þessu máli. (Aðils). — Utan úr heimi Starfsemi sölutækni félaga er vaxandi Bretar mótmæla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.