Tíminn - 29.07.1960, Síða 11

Tíminn - 29.07.1960, Síða 11
TÍMINN, fítet»dagÍ3»ji 39. jólí 19€0. 11 Þar vilja í klassikina Innanbúðarmaður þessa dagana í verzluninni Fáfnir við Bergstaðastræti er Við- ar Alfreðsson, trompetleik- ari. Viðar er vel þekktur hljóðfæraleikari meðal unga fólksins hér í höf- uðborginni og úti á landi síðan hann lék með hinum ýmsu danshljómsveitum. Hann lék lengi með hljóm- sveit Gunnars Ormslev og ferðast m. a. með henni til Norðurlandanna og Rúss- lands. Fréttamaður lagði leið sína í Bergstaðastrætið og leit inn til Viðars. Inni var Viðar að reyna að selja konu einni bama kerru og notaði við það orðalag sölumannsins, dá samaði kerruna, lakkið, hjólin, áklæðið, endinguna og síðast en ekki sizt verð ið sem auðvitað var óvenju sanngjarnt. Svo fór kon- an með kerruna en Viðar stóð eftir með peningana og tuttugu óseldar kerrur, sem hann á eflaust eftir að selja eins og heitar lumm- ur. — Nei, ég hef ekki not fyrir barnavagn . . . nei, alveg ómögulega . . • já, ég veit að verðið er lágt . . . nei, ég get ekki geymt hana til þess tíma þegar not verður fyrir vagninn . . . . já, já . . . . annars er ég kominn til að spjalla við þig, en ekki til að kaupa barnavagn . . . ein- mitt ég er frá Tímánum. — Eg hef í rauninni frá engu sérstöku að segja. Ekki jazz — Hvenœr komst' þú heim, Viðar? —. Ég kom í lok júni og verð fram í septemberlok, skólinn byrjar aftur í byrj un október. — Hvað heitir tónlistar skólinn sem þú nemur við? — Hann heitir Staatl- iche Hochschule Fúr Musik og er í Hamborg. — Þú ert búinn að vera þarna lengi. — Jú, að vísu, ég er bú- inn að \era þarna s.l. tvö árin og aðalnámið er trompetleikur og svo tón- frœði, heyrnarfrœði, tón- listarsaga og m.fl. — Þett-a er auðvitáð ekki skóli fyrir jazzista? —Nei, þetta er skóli fyr ir þá er œtla að leggja stund á leik í sinfóniu- hljómsveitum, músik- kennslu og þess háttar. — Ert þú alltaf sami jazzistinn og áður fyrr. — Nei, ég er að fá meiri og meiri áhuga fyrir klass- ískri músik. — Nú þykir mér týra.. . . þú sem ekki hafðir nokk- urn áhuga fyrir slíku áður en þú fórst. — Já, ég hlustaði aldrei á klassíska músik í útvarp inu t.d., og þegar ég heyrði hana þá bölvaði maður í hljóði. Það er nú þann- ig með klassikina að mað ur verður að venjast- henni og læra að meta hana, svo er maður alla daga í þessu. Allir í klassik í þessu hringdi síminn og Viðar svaraði: Verzlun in Fáfnir, góðan daginn . . . barnakerrur . . . nú, já, hjól . . . já, ég á eitt sem er 1,6 . . . nú, eru þau fjög ur . . • já . . . það má búa til gúmmí á hjólin . . . já, hvít . . . segjum það . . . hvert á að senda þetta . . . tilbúið á morgun . . . takk fyrir. — Hvað eru margir nem endur í þessum skóla? — Ætli það séu ekki um 600, við alls konar hljóm- listamám. — Átt þú langt í land með skólann? — Nei, hálft eða eitt ár, til að komast í sinfóníu- hljómsveit úti, annars get ur maður verið við nám í tónlistarskólanum alla ævi ef maður hefur áhuga. — Svo þú ætlar að gerast hljóðfæraleiðari erlendis? — Það er ekki gott að segja enn, kannski maður verði eitthvað úti. — Setjast að í Þýzka- landi'? — Nei, það vil ég ekki, ég vildi gjarna komast í einhverja sinfóníuhljóm- sveit, t.d. á Norðurlöndun um. Annars er samkeppn- in mjög hörð úti í Þýzka- landi, þar vilja allir kom ast i klassíkina, svo Þjóð- verjar eiga fáa góða jazz ista, en þetta er alveg öfugt t.d. í Svíþjóð. — Viltu ekki fara til Rússlands og gerast hljóð- færaleikari þar? — Nei, þangað fer ég ekki aftur. 10 kon»ertar — Hefur þú leikið með sinfóniuhljómsveitum i Þýzkalandi? — Já, ég hef spilað með hljómsveit í Hamborg, 10 konserta. Okkur sem erum í skólanum er gefið tœki- fœri til að leika með. Á einum konsertanna léum við t. d. 9. sinfóniu Beet- hovens og þá var með okk ur 100 manna kór og í hljómsveitinni voru 70 menn og það var stórkost- legt, — Er enginn skóla-hljóm sveit? —Jú, við komum alltaf saman á fimmtudögum og föstud. Við héldum skóla- konsert áður en ég fór, i tilefni 10 ára afmœlis skól ans og tókst hann mjög vel og við fengum góða kritík í blöðunum. Hafðu mig af sakaðan það er komið fólk i búðina . . . jhm. Hér er ViSar meS hljóSfærið sitt. Það er ekki Fiedel Costro, sem þið sjáið þerna, heldur Harry Vandenberg, sem er Banda- ríkjamaður og ku hsfa yndi af bítlugum Skeggið sem hann er með hér á myndinni er bara bíílugur sem hann safnar á sig með því að líma þetta litla búr á hökuna á sér í búrinu er svo bíflugnadrottning og á fáum mínútum safnast þúsundir af bíflugum svo í kringum það og það á vel við Harry. Frá Menntaskólamim að Laugarvatni Umsóknum um skólavist næsta vetur verður veitt móttaka til 20. ágúst. Umsóknum skal fylgja landsprófsskírteini og skírnarvottorð. Skólameistari. BÆNDUR! Ný Vicom Lely hjólmúgavél ti1 sölu. Upplýsingar Leirvogstungu um Brúarlana «‘V*"V*‘V«V»V*V*V*‘V»X»V»V

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.