Tíminn - 12.08.1960, Side 9

Tíminn - 12.08.1960, Side 9
TjiM.I.N N, föstudaginu 12. ágúgt 1960. 9 Lifir fólkið í landinu um efni fram? Við sem búum úti á landsbyggð- inni, í dreifbýlinu, fjarri aðalslag- æð höfuðviðburða og ákvarðana, þar sem atburðirnir gerast miklu hægar en í þéttbýlinu við Faxa- fióa, höfum að mörgu önnur áhugamál og viðhorf til lífsins, en þeir sem minna eiga undir sól og regni. Og við tölum fyrst og fremst um veðrið. Meðal annars um hversu miklar veðurfars breyt- ingar hafa orðið hér á Suðurlandi frá því sem var á fyrstu árum ald- .avinnar. Þessi breyting er helzt fólgin í þvi, að vetur eru miklu hlýrri en áður var. Umhleypinga söm og votfeld veðurátta bæði sumar og vetur og minna um stað- veður. Með öðrum orðum, minni rnunur á árstíðum. Þetta veðurfar veldur því, að heyskapartið er nú oft erfið og gerist það æ tíðara að vandræðasurnur, hvað heyöflun snertir, koma hvert eftir annað, t;l tjóns og hnekkis þeim er land-! búnað stunda. Stærsta viftfalngsefnið Verður að segja það eins og er, að enn hefur ekki tekizt, almennt, að mæta þeim mikla vanda, sem - þetta úrkomusama veðurfar veld-' ur, þrátt fyrir votheys'gerð og súg-! þurrkun, er vissulega hefur mikið, lijálpað. Þetta ástand dregur stórlega úr framleiðslugetunni og sivapar bændum og búaliði stór- aukið erfiði og áhyggjur. Á þessu sviði er enn mikill misbrestur og er mikið xeggjandi í sölurnar ef unnt yrði aö mæta rosanum með það öflugum ráðum, að af honum þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þá fyrst, en ekki fyrr, er hægt að síunda landbúnað með fullu ör- yggi, þar sem nú er orðið nokkuð áwisst með grassprettu með til- komu tilbúna áburðarins. Full- komin nýting garssins í hvaða veð- urfari sem er, er að mínu viti stærsta viðfangsefni búvísindanna í dag. Þeim sem búa fjairi höfnum, .veldur kostnaður við flutninga að og frá búunum miklum áhyggjum. Þessi tilkostnaður er orðinn það mikill hjá þtim sem lengst eiga að ftytja, að aðstaða þeirra er að verða h.crfileg, samanborið við þá er skammt eiga til aðdrátta. Verð vóru er í flestum tilfellum miðað við verð vörunnar á hafnar eða markaðss-tað. Verður því hver ein- stakur bóndi eða aðrir sem búa víðsfjarri þessum stöðum að taka á sínar herðar þann mikla kostnað er flutningarnir hafa í för með sér, umfram þá sem næst búa markaðs- stöðum eða innflutningshöfnum. Af þessu leiðir að dreifbýlisfólkið scm framleiðslu stundar fær alls ekki það grundvallaiverð sem ákveðið er, iyrir sína framleiðslu, auk þess sem það verður að sæta hærra vöruverði, og býr því við mun lakari kjör en þéttbýlisfólkið hvað þetta snertir. Að sönnu hafa samvinnufélög gert nokkuð til að jafna þennan mismun og hið opin- bera lítillega, en til að jafna þessa aðstöðu enn frekar, þyrfti að verð- jaina að fullu nauðsynlegustu rekstrarvörur bænda, eins og benz- ín og olíur, vörur eins og tilbúinn' ábui,ð, fóðurvörur og helztu fram-1 luðsluvörur, svo sem mjólk, kjöt! og grænmeti. Þetta er fullkomin sanngirniskrafa, er verður að sinna ef vel á að fara, ef byggðin í dreif býlinu á að halda áfram að aukast o{: nytjast.. Einnig má úr þessu bæta með pví að koma hér upp hnfnum á þeim stöðum er fjarst eru frá hafnarstöðum. Hér á Suð- urlandi þurfa að koma, auk Þor- lákshafnar, höfn við Dyrhólaós og Meginkaflar úr erindi Oskars Jónssonar, fyrrverandi alþingismanns í þættinum Um daginn og veginn, fyrir nokkru í Þykkvabæ. Það er staðreynd að sjávarafli og landbúnaður styðja hvor annan og lyfta undir aukinn ifnað og hvers konar aðrar fram- kvæmdir. Ei Sunnlendingum því mikil nauðsyn á að aðstæður til hafnargerðar á þessum stöðum verði nú þegar teknar til rann- sóknar af fullum áhuga. í sam- bsndi við þessar hugleiðingar má benda á að r.ú þegar er að verða oí þröngt um útveginn íVestmanna eyjum, er því tími kominn til að í Fyrir nokkru fluffi Óskar Jónsson, fyrrv. alþingis- maður í Vík í Mýrdal erindi í útvarpið í þættinum Um daginn og veginn. Erindið vakti töluverða athygli, enda var þar hreyft við ýmsum íhugunarefnum. Þykir Tímanum rétt að < birta meginkafla þessa er- indis. fullri alvöru verði athugaðir mögu- leikar á að tengja útgerðina í Eyj- um við fast&landið. Eðlilegt er að ssmvinna geti nú tekizt, sem allra fyrst með beztu mönnum í Vesf- mannaeyjum og Sunnlendingum, um athugun á því hvar heppilegast og öruggast sé að byggja höfn á Suðurlandi með tilliti til hags- niuna beggja aðila. Mér hefur ávallt sýnzt að þar sé Dyrhólaós lfklegasti framtíðarstaðurinn. Eru sveitirnar baggi? Því er oft haldið fram, einkum hin síðari ár, að sveitirnar séu b.tggi á þéttbýlinu. Þetta er að n.inu viti hinn herfilegasti mis- skilningur. Kemur þar margt til, en ég vil í þessu sambandi drepa á f'-ö atriði. Fyrst það, að dreifbýlið hefur fram að þessum tíma lagt þéttbýlinu til stóran hluta þess! fólks er bæina byggir. fullvaxið ■ fóik, tilbúið til athafna og fullrarj vinnu. Hafa þéttbýlismenn athugað' það, að uppeldi alls þessa fólks hefur vissulega kostað dreifbýlið rokkuð og er stórt innlegg til þétt- býlismanna? í annan stað er því haldið fram að dreifbýlið leggi lít- ið af mörkurn til útflufningsfram- leiðslunnar, það er til sjávaraflans. Eu athugum þetta nánar. Allir vita að á vertíðum þarf mikinn fjölda fólks í verstöðvarnar, bæði til að n:anna lígkiffófann ug til að vinna að hagnýtingu aflans í landi. Ekki óverulegur fjöldi þess fólks, 'sem að þessari þýðingarmiklu fram- Iciðslu vinnur, kemur úr sveitum landsins. Það er því all verulegur biuti af framleiðslu sjálfs aflans, sem sveitirnar beinlínis eru þátt- takendur í að afla og framleiða. Með aðeins þessi tvö atriði í huga, sýnist mér að hlutur þess fólks er í strjálbýlinu býr, í sveitum og sjávarþorpum, sé fullkomlega til jofns við þá er í þéttbvlinu búa, nuðað við fólksfjölda, að öflun gjaldeyristekna í þjóðarbúið. 'dannleikurinn er sá, að hér er við cngan að metast. Fólkið í landinu ÓSKAR JÓNSSON er hvað öðru tengf, bæði við sjó og í sveit, frændur og vinir, er eiga í raun og sannleika sömu hags inuna að gæta. Hverjir siá sér hag í því að ala á úlfúð þar á milli? Því miður er þétta gert, en það Ditti engum að haldast uppi, til lengdar. Um það á fólkið í landinu sjálft að annast. Mjólk og benzín Allir vita hve við Islendingar er- um á síðari árum háðir erlendri hreyfiorku, olium og benzíni. Er nú svo komið, að stöðvist innflutn- ingur af þessuir vörum til lands- in? stundinni lengur, þá er öll íiamleiðsla iandsmanna gjörsam- lega stöðvuð. Einnig má leiða hug- ann að því, að magn þessaarr nauð- synjavöru ei orðib að magni til lielmingur þess er til Iandsins er flutt eða vel það. Vara þessi er nú að verða óheyrilega dýr. T. D. er nú einn lítri af benzíni orðinn verðmeiri en líter af mjólk. Til samanburðar má geta þess að í Bandaríkjunum mun láta nærri að þar fáist eitt gallon, nær fjórir líirar af benzíni fyrir mjólkurlítra. Þetta er vissulega óhugnanlegur samanburður, er leiðir hugann að Dyrhólaey — í hlél við hana er Dyrhólaós. VerSur þar gerð framtíðarhöfn á austurhluta Suðurlandsundirlend- Isins? ýn.su því er miður fer í okkar eínahagslífi. í sambandi við þetta cr rétt að hugleiða, hvort ekki sé unnt að noia innlent afl að ein- hverju í hreyfiorku, svo sem til þungaflufnmga á Suðurlandi. Vaknar þá spurningin um hvort óhugsandi sé að nota járnbraut með rafknúnum vögnum til þeirra bluta, t. d. frá Þorlákshöfn til Vík- ur í Mýrdal í austur og frá Þor- lákshöfn um Suðurnes til Reykja- víkur, eða há aðrar leiðir ef henf- ara þætti. Vel má vera að þetta sé úrelt hugmynd, en með tilkomu rafkerfis um allt Suðurland virð- ist rétt að aíhuga þetta mál. Væri þungaflutningun. létt af vegunum, niundi það spara mikið allt vega- viðhald, auk sparnaðar á erlendu eldsneyti. Er lifatJ cf hátt? Því hefur verið haldið að þjóð- irni nú á síðustu tímum að hún hafi lifað hærra en hún hefur haft efni á. Ég vil fyrir hönd dreifbýlis- fólksins móímæla því eindregið og urnbúðalaust að það hafi almennt litað um efni fram. Þeir sem þekkja af eigin rauii lífskjör sveita fólksins, önn þess og erfiði og þær aðstæður sem það hefur við að búa, geta ekki með góðri samvizku tekið undir þann söng, að þetta fólk hafi lifað óhóflega. Að vísu hefur allmikil fjárfesting farið fram í sveitum landsins, í bygging- um, ræktun og vélakosti, — en um óþarfa munað, skemmtanir og önnur hægindi, er varla að tala. Þó er þessi fjárfesting ekki meiri en það að hún kemst hvergi nærri þeirri gífurlegu fjárfestingu er fram hefur farið í hinum stærri bæjum, einkum í Reykjavík og ná- grenni. En hér kemur fleira til. Eyðsla almennt hefur á undanförn- um árum verið margföld þar á móts við það sem i dreifbýlinu þekkist. Mér kom það í hug eitt kvöld í vor á ferð minni um götur Reykja- víkur, að spyrja sjálfan mig: Hvað kostar þessi iðandi straumur alls konar farartækja um þessa borg og nágrenni hennar á sólarhring, svo og allt það skemmtanalíf og óhófs- eyðsla er fram fer á sama tíma? Ég gat vitanlega enga hugmynd gert mér um þetta og þaðan af siður hvaðan allir þeir fjármunir væru teknir er fara í þessa hringrás sól- arhring eftir sólarhring. Hitt er mér ljóst að meginþorri þess fólks sem í boginni býr, hefur ekki ráð á því að taka þátt 1 þessari hring- iðu nema að litlu leyti. En mikill er hér munur á eyðslu. samanbor- ið við friðsæla srveit úti á lands- byggðinni, þar sem dögum skiptir svo að ekki er hreyfður einn ein- asti bíll og samkomur aðeins tvisv- ar til þrisvar á vetri. Vitanlega höfum við sveitainenn- irnir ánægju af að skemmta okkur, en við höfum ekki ráð á því nema að mjög takmörkuðu leyti, enda það bezt í hófi sem annað. En mikill er hér munur á og skýr mörk, en ^jálfsagt verður enn c’eilt um það hvar og hvort í raun og veru þjóðin lifir um efni fram. En í sambandi við þessi mál vakn- ar þessi spurning: Eru þjóðartekj- ur íslendinga á mann minni en í nágrannalöndunum? Það verðui þjóðin að fá að vita. Því ef svo er, að þjóðartekjur okkar séu minni á mann en í nágrannalöndunum, þá leiðir af sjálfu sér, að við verðum að búa við skarðari hlut en þær en ef þessu skyldi vera öfugt farið á almenningur í landinu rétt á a? lifa við betri kjör. Við þessu é þjóðin kröfu á að fá fullnægjandi svör og óyggjandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.