Tíminn - 14.08.1960, Qupperneq 3

Tíminn - 14.08.1960, Qupperneq 3
TlMINN, sunnudagmn 14. ágúst 1960. 3 Ekki á óvart (Framíi. af 1. síðu). efstu þátttakendanna í keppn inni, eftir afs hún hafði verið kjörin bezta ljósmyndafyrir- sætan, sagði Geir Stefáns- ■son. — Það kom mér heldur ekki á óvart að hún yrði kos in „Miss photegenic“, vegna þess að danskir ljósmyndarar eltu hana á röndum í Kaup- mannahöfn i sumar og birtist þá m. a. forsíðumynd í B.T. af Sigríði og myndaopna inni í blaði'nu. Þessir dönsku ljós myndarar sögðu mér að þeir hefðu aldrei fengið betri fyrir sætu, og spáðu því að Sigríð- ur mundi ná langt í Ameríku. Afskaplega ánægður Geir kvaðst vera afskap- lega ánægður með frammi- stöðu dótturinnar. — Það er ekki nokkur vafi á því að henni mun berast fjöldinn allur af kvikmyndatiiboðum. Þær stúlkur, sem kosnar hafa verið beztu Ijósmyndafyri’r- sæturnar hafa undantekning arlaust fengið frábær at- vinnutilboð við kvikmyndir og tízkusýningar. Sigríði hafa raunar borizt tilboð um tízku sýningar áður, eða um það leyti, sem hún fór til Líbanon inn sem Sigríður bar hefði haft sitt að segja í þessari keppni, en hann er blár að lit og nokkuð breyttur frá því sem venjulegt er. Guði sé lof — Guði sé lof að telpan mín hefur staðið sig svona vel, sagði frú Birna Hjaltested, þegar við fluttum henni tíð- indin.------Þetta er auðvitað ákaflega gaman fyrir okkur hjónin, en við h'ugsum þó fyrst og fremst um að Sigríður hef ur verið landi og þjóð til sóma. Þá lét frú Birna þess getið að flestallir kjólar, sem Sig- ríður fór með vestur hafi ver ið saumaðir hér á íslandi, af þeim Dýrleifu Ármann, og Ágústu Bjarman. Beint í kvikmyndirnar Eftir að útvarpið hafði' skýrt frá frammistöðu Siigríðar í hádegisfréttunum hringdi síminn stöðugt að Mýrarhús um og vildu allir óska þeim hjónum til hamingju með ár angur dótturinnar. Meðal þeirra sem hringdu var Einar Jónsson, framkv.stj. fegurðar samkeppninnar hér, og náö um við að spjalla stuttlega við hann í símann. — Eg er alveg í sjöunda himni, sagði Einar. — Þetta setur íslandi í hásæti fyrir vestan og mér finnst að þetta sé frábær landkynning. Er- lendis hafa fegurðarsam- keppnir úr milljónum stúlkna að velja, en okkar hringur er öllu þrengri, í mesta lagi 10 þús. stúlkur. — Eg er viss um að le-ið Sig ríðar liggur nú beint inn í heim kvikmyndanria, það er ekki um annað að ræða. Hún er vel menntuð, talar mörg tungumál og hefur verið í leiklistarskóla. Ef hún kemst ekki langt, þá kemst það eng in, sagði Einar. — Eg hef aldrei þorað að láta mig dreyma um árangur sem þennan, en í 10 ár hefi ég sagt við sjálfan mig þegar ég hef verið i þann veginn að gefast upp: — Hættu ekki, einhvern tíma kemur þetta, sagði Einar ag lokum. Blaðið vill að lokum óska Sigrlði og foreldrum hennar til hamingju með þennan glæsilega árangur. — h. Forsetinn íarinn utan Forseti íslands og forsetafrúin fóru flugleiðis til útlanda í morg un í eimkaerindum og munu verða fjarverandi nokkrar vikur. Munu þau dveljast í Danmörku og Þýzka landi. Forsætisráðuneytið hefur gefið út svohljóðandi auglýsingu um meðferð forsetavalds í fjarveru for.seta íslands: „AUGLÝSING um meðferð for- setavalds í fjarveru forseta íslands. Forseti fsland.s, herra Ásgeir Ásgeirsson, fór í dag í einkaerind um til útlanda og mun verða fjar- verandi nokkrar vikur. í fjarveru hans fara forsætisráð herra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta íslands samkvæmt 8. gr. st j órnarskrárinnar. í forsætisráðuneytinu, 13. ág. 1960. Ólafur Thors (sign.) Birgir Thorlacius (sign.)“. Norræna lögfræðingaþingmu lauk með hófi I gærkvöldi . . . og síminn þagnaSi ekki í Mýrarhúsum til ag taka þátt í fegurðar- samkeppninni þar í súmar. Þá bauðst henni prýðisgott starf við evrópskan tízkusýn ingaflokk, sem ferðaðist vítt og breitt um meginlandið, en hún hafnaðj boðinu vegna þess að hún var ákveðiri að fara til Long Beach. Óvíst um ifeimkomu AðspuráVir sagði Geir að ó- ráðið væri hvenær Sigríður kæmi heim frá Bandaríkj- unum. Mun hún eiga boð um að dveljast í mánaðartíma hjá hjónunum Swanson á Long Beach. Þé <M Geir að ekki væri v"f að þjóðbúningur Pravda ræ'Sst á Hammar- skjöld — margra ára áætlun S.þ. fyrir Kongo Leopoldville, 13. ág. — Allt var með kyrrum kjörum í Leopoldville í dag. Það þykir nú ekki fara á milli mála, að Hammarskjöld und ir'búi nú áætlun til margra ára um framtíð Kongó undir eftirliti Sam einuðu þjóðanna, m. a. miklar áætlanir í atvinnu- og menntamál um, sem kosta munu ógrynni fjár. Moskvublaðið Pravda, sem að und anförnu hefur haldið uppi svæsn- um ádeilum á Hammraskjöld og fundið honum allt til foráttu, deildi í dag harðlega á hann fyrir að lúta svo lágt að tala við „lepp- inn“ Tshombe eins og hlaðið komst að orði. Gagnrýndi Pravda mjrig öll afskipti Hammarskjölds af Kongómálinu. Blöð um heim all- an hafa annars mjög hrósað Hamm arskjöld fyrir einbeitta og ákveðna framkomu og þakka honum þann árangur, er' þegar hafi náðst í Kongó. 22. norræna lögfræðinga- þinginu var slitiS í hátíðasal háskólans i gær að loknum allsherjarfundi þar sem rætt var um skaðabótalöggjöf. í gærkvöldi sátu þingmenn hóf i tveimur samkomuhúsum bæjarins. Bræla á miðunum Þingið var sett í Þjóðleikhúsinu á fimnvtudag, og flutti Árni Tryggvason hæstaréttardómari i srtningarræðuna, en síðan var rætt um friðhelgi einkalífs, og flutti Gunnar Thoroddsen aðalframsögu- ræðu. Annar framsögumaður var Bo Palmgren, prófessor frá Hels- inki, og enr, fremur talaði Joh. Andenæs, prófessor frá Osló. Á föstudag sfóðu fundir í þrem- ur deildum þingsins, og var þar fjallað um fimm lögfræðileg við- fangsefni, og fluttu tveir lögfræð- ingar framsöguerindi um hvert þeirra. Eftirtalin mál voru tekin tll umræðu: noi’ræn kaupalög, i lögfræðileg aðstoð við fjárvana fólk, sköttun og réttarvernd ein- Engin síldveiði var í fyrr'inótt eða gær, bræla á miðunum og flotinn í vari. Lá mikill fjöldi skipa inni á austurhöfnum, nær 100 á Seyðisfirði og um 50 í Nes- kaupstað. Löndun mun alls staðar vera lokið, en verksmiðjurnar eiga víðast nokkurra daga br'æðslu eft- ir. í Neskaupstað var gert ráð fyrir að bræðslu lyki ekki fyrr en á mánudagskvöld. Verksmiðjunni þar hafa borizt um 95 þúsund mál síldar, og saltað hefur verið í 4800 tunnur. slaklinga, heimkynnisregla eða þjóðernisregla og að lokum ásetn- ingur og lögvilla í refsirétti. Þá flutti Ólafur Lárusson prófessor erindi um íslenzka félagsmálalög- gjöf á 12. old. Allmiklar umræður urðu um öll málin og tóku ýmsir til máls. Eirm íslendingur var í hópi framsögumanna, Benedikt Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður sem ræddi um sköttun og réttar- vernd. Árdegis í gær stóð svo allsherj- a’úundur í hátíðasal háskólans, en að honum loknum sleit Árni Tiyggvason þingforseti norræna lögfræðingaþinginu. Þingmenn sátu svo í gærkvöldi hóf í Sjálf- siæðishúsinu og Hótel Borg. lögreglan smalaði sjómönnum til skips Leynívínsala á Seyðisfirði ! GæzluliðiíS í Kaíanga I ! hjálpar ekki Lumumba Elisabetville, 13. ág. — Dag Hammarskjöld ræddi lengi vlð Tshombe forsætisráðherra Kat- anga í dag. Tshombe hefur lýst því yfir, að S. Þ. yrði ekki meinað að flytja liðsstyrk til gæzlu laga og reglu í Katanga, en Hammarskjöld er talinn hafa lofað þvi, að gæzlu liðið verði ekki notað til innar. landsafskipta og ekki til að hjálpa stjórn Lumumba til að leggja und ír .sig Katanga. Rísi ágreiningur upp verði honum vísað til af- greiðslu öryggisráðsins. ÞaS bar við á Seyðisfirði fyrir fáurrt dögum að leita þurfti lögregluaðstoðar til að hemja síldarsjómenn um borðj í skip sitt. Lítið var um aði vera á Seyðisfirði pennan dag,| fáir bátar inni, og áfengis-j verzlunin því opin j Einn þeirra báta, sem voru íi höfn, var að hætta veiðum og bú-| ast til heimferðar. Ilöfðu skips-j menn gert sér dagamun í þessu tilcfni og gerðust glaumsamir; nokkuð á veitingastöðum og verzl ( unum í landi, en vildu hvergi fara til skips, þótt það væri búið tiij brottfarar. Kom þar að lokum að; lögreglan var fengin lil að snialaj þeim til skips og tókst það eftir allmikið stímabrak. Lagði skipið þá frá bryggju, en í sömu and- ránni sætti einn skipsmanna færis að stökkva á land og varð skipið að snúa aftur að bryggju til að ná honum um borð. Leynivínsala? Margir Seyðfirðingar æskja þess eindregið að áfengisverzluninni þar verði lokað allan síldartímann, telja að ella linni ekki vandræð- um og óhöppum, enda lögreglan liðfá á staðnum. — En þess utan vir'ðist mönnum að ócðlilcga mikið áfengismagn sé í umferð á Seyðis- firði miðað við sölu áfengisverzlun arinnar þar. Leikur grunur á að leynivinsalar séu að verki, og hef- ur lögreglan málið í athugun. H.G.—ó.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.