Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.08.1960, Blaðsíða 4
I TÍMIN N, sunnudaginn 14. ágóst 1960. t i ) i t t t t t t t t t t t 't t t t t t t t t t t t t t t t t t t 't 't t 't t t 't 't 't 't 't RefaveiSimaðurinn, sem hitti ekki og á ekki fleiri skot í byssunni. — Jæja, skjóttu þig þá sjálfur, bölvaður gikkurinn. ENGSTRÖM Sænski teiknarinn Albert Engström er vafalaust fræg asti skcpteiknari á NorSur- löndum á þessari öld. Hann fæddist í Lönneberga 12. maí 1869 og lærði teiknun hjá hinom fræga teiknara C. Larsson. Engström gaf lengi út gamanblaðið Strix, sem frægt varð um mörg lönd. Árið 1897 kom Gullna bókin út, en hún vakti geysi mikla athygli. Síðan hafa komið út margar bækur msð skopmyndum Eng- ströms, og frægastar eru svokallaðar bænda og lands hornamannamyndir hans. Hérna á síðunni eru ein- ar þrjár teikningar eftir Engström rétt til þess að minna á þennan ágæta meistara, sem nú er farinn að falla í firnsku, þótt myndir hans séu jafnt til þess fallnar og fyrir hálfri öld að gera fólki glatt í geði. Elginmaðurinn kemur heim vel döggvaður klukkan sex að morgni, en konan tekur honum Ijúflega og er hin blíðasta í máli: — Æ, ertu nú kominn, elsku Gústaf. Skemmtirðu þér vel i sam- kvæminu? Gústaf: — Púff, það er eins og vant er, þú hugsar ekki um annað en skemmtanir. — Hypjaðu þig burtu andstyggilegi karldurgur og vertu ekki að elta heiðarlegar konur, annars kalla ég bara á manninn minn. Kanel-Júlíus: — O, hann er nú ekki heima, blessuð mín. — Jæja, þér hafið þá verið búinn að athuga það áður? Það mátti svo sem búast við því. Kanei-Júlíus: — O, nel, nei, en ég gat mér þess til, þegar ég sá þig, keriingin. Þeir vesalings karlmenn sem eru svo ólánssamir að vera kvæntir skrukkum eins og þér, eru nærri því aldrei heima. hotib LyFTIDuFt fljótprjónað þrinnað skœrir litir GEFJUN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.