Tíminn - 14.08.1960, Síða 5

Tíminn - 14.08.1960, Síða 5
fÍMtKN, sjHmudaginu 14. ágúat 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvaemdastióri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egili Bjarnason. Skrifstofur f Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. „Utanríkismál“ Forystugrein Morgunblaðsins í gær heitir furðulegu nafni — Utanríkismál. Er það rætt um landhelgismál ís- lands og viðræður þær. sem boðaðar hafa verið við Breta. Um afstöðu Tímans til þess segir svo í greininni: ,Sérstak- lega er leitt til þess að vita. að Framsóknarmenn og mál- gagn þeirra, Tíminn, skuli ræða mál þetta jafn strákslega og raun ber vitni“. Því skal harðlega mótmælt, að Tíminn hafi rætt um þetta mál af stráksskap, heldur hefur jafnan verið á því tekið af fullri ábyrgðartilfinningu og með það í huga, að allir flokkar og þjóðin öll stæði saman um það, og því verið forðazt að nota málið til árása. Þetta verður hins vegar ekki sagt um Morgunblaðið. Öllum er í fersku minni hvernig Morgunblaðið lagði brezkum útgerðarmönnum vopn í hendur hvað eftir ann- að haustið, sem fiskveiðiiandhelgin var stækkuð. Það var meira en „stráksskapur“ og það er líka annað og verra en stráksskapur, hvernig nú er á málinu haldið og um það ritað í Morgunblaðmu. Ríkisstjórnin og Morgunblaðið ha'lda því fram. að það sé ekki annað en sjálfsögð kurteisisskylda við Breta að ganga til viðræðna um þetta mál! Látum þá ,,röksemd“ liggja milli hluta að sinni. Hitt er augljóst, að höfuðmáli skiptir á hvaða forsendum og með hvaða yfirlýsingar er gengið til slíkra viðræðna — úr því til þeirra á að koma. Þegar fiskveiðilandhelgin var. færð út í 12 mílur var það yfirlýst stefna allra flokka, að við ættum rétt til þessa, og í hverri tilkynningu, sem síðar var gefin út um málið þegar stríðið var harðast, var það mergurinn máls- ins, að við mundum aldrei víkja frá þeim rétti og aldrei hörfa frá ákvörðuninni um tólf mílurnar Þetta var kjarni hverrar einustu yfirlýsingar, sem Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra gaf um málið, og það var líka kjarni í samhljóða yfirlýsingu Alþingis. En nú bregður svo við. að um leið og væntanlegar viðræður við Breta eru tilkynntar, vantar þennan kjarna í yfirlýsingu íslenzkra stjórnvalda um landhelgisdeiluna. Þar er aðeins talað um að við teljum okkur eiga réttinn, en engin yfirlýsing um að haldið skuli fast við hann og að frávik frá 12 mílunum Komi ekki til greina Þjóðin stendur agndofa og spyr. Hvernig stendur á þessu? Hvað býr undir þessu? Hvað hefur breytzt? Hljóta ekki Bretar að draga sínar ályktanir af þessari breytingu og álíta, að nú sé lát á íslendingum og gangi á lagið? fslenzka þjóðin krefst þess, að ríkisstjórn hennar gangi ekki til viðræðna við Breta nema á grundvelli þeirr- ar skýru yfirlýsingar, að frá 12 mílunum verði alls ekki vikið. Þá yfirlýsingu vantar nú frá þeim mönnum sem virðast ferðbúnir til London. Og íslendingar munu spyrja sem einn maður: Fáum við þessa yfiriýsingu endurnýjaða skýrt og skorinort, áður en flogið verður tii London, eða ekki? Eins og nú er komið er þetta brennandi spurning málsins. Að ganga til viðræðna við Breta án þess væri annað og verra en „stráksskapur“. Það væru fullkomin svik við yfirlýstan vilja alþjóðar og alþingis Rétt er einnig að víkja að því furðulega fyrirbæri. að Morgunblaðið skuli kalla forustugreín sína um landhelgis- málið „Utanríkismál". Er þetta utanríkismál í auguin rík- isstjórnar íslands í dag? Við höfum talið að aðgerðir okk- ar í þessu máli brytu ekki á neinn hatt í bág við alþjóða- lög, heldur væru byggðar á rétti, og aðgerðir þjóðar í eigin landi og 1 samræmi við alþjóðalög geta ekki kallast utanríkismál — allra sízt landhelgismál þjóðar Hvaða ríkisstjórn í öllum heiminum skyldi annars vera svo „stór- lát“ fyrir hönd þióðar dnnar — önrur en ríkisstjórn ís- lands og málgagn hennar — að flokka iandhelgi sína undir utanríkismál? „Allt, sem þú getur, get ég gert betur“ Kosninjíabaráttan í Banda- ríkjunum færist í aukana og frambjóðcndurnir leiða saman hesta sína á ýmsum sviðum og er fyrb-gangurinn allmikill. Ýmsum Evrópumönnum þykir þó sem heldur lítið beri á milli í málefnum, en meira sé deilt um persónur og framkvæmda- atriði í þjóðmálum en öndverð- ar liöfuðstefnur. Þessi teiknimynd birtist 6. ágúst s. 1. í enska blaðinu New Statesman og á að sýna yfir- bragð kosningabaráttu þeirra Kennedys og Nixons. Yfirskrift myndarinnar er: „Allt. sem þú getur, get ég gert betur“. Myndirnar skýra þetta álit bet- ur. Mörg hin helztu stefnuskrár- atriði eru hin sömu. Báðir ætla að gera hið sama í höfuðmál- um, en þeir metast um það, livor geti gert það betur. Beztu myndirnar svna kemp- urnar bera fram svipaða stefnu- skrá um almennt lífsöryggi og opinbera þjónustu við borgar- ana. Næsta mynd gefur til kynna, að í mannréttindainálum sé stefnan einnig hin sama. Og síðasta myndin sýnir einnig að stefnan í efnahagsmálum er hin sama og báðir hafa þeir sömu fvrirætlanir um að halda áfram geimrannsóknum og halda áfram að senda út gerfi- hnetti. Stefnan er einnig hin sama gagnvar* Rússum en þar slær Nixon hins vegar út aðaltrompi sínu og íiyggst skjóta Kennedy ref fyrir rass — hann hefur reynsluna í að kljást við Krustj- off og vitnar títt til eldhús- rimmunnar. En mergurinn málsins í kosn- ingabaráttunni er þessi að þeir bil það sama, en hvor um sig segja báðir við þjóðina: — Við segir hins vegar: Ég get gert ætlum baðir að gera hér um það miklu betur en hinn. .»V«V»V»V*' Rannsóknir vegna jarðskjálftatjóns Efnahags- og' í'élagsmálaráð Sam einuðu þjóðanna hefur á fundi sín- un: í Genf látið í ljós „miklar áhyggjur" vegna afleiðinganna af jorðskjálftunum í Chile og hefur samþykkt nokkrar tillögur um frekari hjálp til handa íbúum þeirra landsvæða sem verst urðu úti. Ráðið leggur enn fremur til að gerð verði „víðtæk rannsíkn" til að takmarka svo sem unnt verði tjónið af völdum jarðhræringa og annarra hamfara náttúrunnar. Káðið hefur einnig lýst yfir þeirri sannfæringu sinni, að alþjóðlegt samstarf sé „alger nauðsyn“ til að finna varúðarráðstafánir sem gagn sé að. Þá rætur það í ljós vonir um, að vísindalegum rannsóknum á jarðskjálftum og öðrum fyrir- bærum, sem þeim eru tengdar, verði flýtt svo sem verða má Sam- einuðu þjóðunar og sérstofnanir Jjeirra eru hvattar til að fram- k-’æma „ýtarlega og alhliða rann sókn á leiðum og möguleikum til að draga úr hinum skaðvænlegu áhrifum af völdum jarðsk.iálft.a“. Scm dæmi um slíkt er nefnd frek- ari þróun og samræming athugana og rannsókna, samstilling aðvör ur.arkerfa gegn flóðbylgjum ýtar- leg kort yfir jarðsk.iálftabelti og bætt byggingartækni á svæðum þar sem jarðhræringar eru tíðar. í ræðu til þingsins, sem hefur á ciogskrá sinni 20 mál á efnahags- og félagsmálasviðinu, sagði Dag Hammarskjöld m. a„ að Samein- uðu þjóðirnar væru og yrðu að vera í stöðugri þróun sem væri þvinguð fram af sífellt nýjum þörfum og síendurteknum. gagn- rýndum rannsóknum sem gerðar væru á grundvelli fyrri reynslu. (Frá upplýsingaþjónastu S.þ. i Khöfn). Vilja umræður að nýju Fulltrúar Vesturvaldanna skora á S Þ. að beita sér fyrir málinu Fulltrúar frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Ítalíu Frakk- landi og Kanada. sem tóku nátt í tiuríkiaráðsiefnunni um afvopnun í Genf e1- fór út um þúfur á dögunum. hafa farið þess á leit við Sovétríkin að úðræður verði teknar upp að nýju. Er jafnframt óskað þess, að Sameinuðu þjóðirnar geri sitt til þess að svo megi verða. í skýrslu til S.þ. undirstrika þessar þjóðir nauðsyn þess að viðræður um- af- vopnun verði teknar upp að nýju í Genf og telja sig reiðubúnar að ræði um við Sovétstjórnina hve- nær viðræður geti hafizt að nýju. Sem kunnugt er gengu fulltrúar Austur-Evrópuþjóðanna af fundi þessarar neíndar í júní s. 1. og hara ekki vújað taka viðræður upp að nýju, oar sem Sovétstjórnin telur þær gagnslausar á bessum vettvangi en vill leggja tillögur smar fyrir allsherjarþing S.þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.