Tíminn - 25.08.1960, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.08.1960, Blaðsíða 15
T f MIN N, fimmtudaginii 25. ágúst 1960. 15 Hafnarfjarðarbió Simi 5 02 49 Jóhann í Steinbæ Ný, sprenghlægileg sænsk gaman- mynd, ein af þeim beztu. Danskur texti. AtSalhlutverk: Adolf Jahr, Dagmar Olsen. Sýnd kl. 5, 7 oe 9. Nýjabíó Simi 115 44 Tökubarnfö (The Glft of Love) Fögw og tilkomumikil mynd um heimilislif ungra hjóna. Aðalhlutverk: Laureen Bacall Robert Stack Evelyn Rudle Sýnd kl. 5, 7 oe 9. Laugarássbíó — Sími 32075 — Aðgöngumiðasalan Vesturveri — Sími 10440 Rodgers and Hammersteins OKLAHOMA Tekrn og sýnd í Todd-ao Sýnd kl 8,20. Soutta Pacific Sýnd kl. 5. Aðgöngumiðasala i Vesturveri, opin frá kl. 2 og i Laugarássbíó frá kl. 4. Gamla Bíó Sími 114 75 Tízkuteiknarinn (Deslgning Woman) Bráöskemmtileg, ný, bandarisk gam anmynd í litum og inemaScope. Gregory Peck Laureen Bacall Sýnd kl. 5. 7 oe 9. Tríooli-bíó Sími 1 11 82 Eddie gengur fram ai sér (Ineognito) Hörkuspennandi, ný, frönsk Lemmy mynd í CinemaScope og ein af þeim þeztu. Danskur texti. Eddie Constantine Danik Patisson Sýnd kl. 5, 7 oe 9 Bönnuð börnum Sími 1 64 44 Hauslausi draugurrnn (Thing that Couldn't Dle). Hrolivekjandi og spennandi ný amerísk kvikmynd. William Reynolds Kónavftpc-bfó Sími 19185 Cartouche póAscafé Simi 23333 Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára. \ Austwrbæiarbíó Sími 1 13 84 Ottó skakki (Der sehrage Otto) Sprenghlægileg og fjöirug, ný, þýzk gamanmynd í litum. — Danskur texti. — Germaine Damar, Walter Giller, Wllly Fritsch. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Spennandi og viðburðarík, ný, amerísk skylmingamynd. Richard Basehart Patricia Roc Sýnd kl. 7 og 9 Aðgöngumiöasala frá kl. 6 Ferð úr Lækjargötu kl. 8,40 og til baka frá bíóinu kl. 11.00. Stjörnubíó Sími 1 89 36 Kvennaherdeildin Spennandi O'g viðburðarik litmynd. Audie Murphy Sýnd kl. 5, 7 og 9 Tjarnar-bíó Sími 2 21 40 Ævintvri sumarnæturinna! iSommarnattens Leende) | Fræg sænsk verðlaunamynd, mikið I umtöluð og hefur hvarvetna verið | inikið sótt ■ Leikstjóri: Ingmar Bergman Aðalhlutverk: Ulla Jacobsson, Eva Dahlbeck Sýnd kl. 5, 7 og 9. Auglýsið í Tímanum DansSeikur í kvöld kl. 21 Helsingfors BÆJARBÍO HAFNARFIRÐI Sími 5 01 84 4. sýningarvika. Rosemarie Nitribitt (Dýrasta kona heimsins) Hárbeitt og spennandi kvikmynd um ævi sýmngarstúlk- unnar Rosemari Nitribitt Nadja Tiller Peter van Eyck Sýnd kl. 7 og 9 (Framhald af 9. síðu). ar'söfnuði, að hann hefði sagt, að engin kirkja yrði byggð fyrri en er.ginn væri húsnæðislaus í söfnuð inum, en ekk, gat hann samt beðið eftir því, þegar á reyndi. Kirkjan átti líka að verða einföld óg ódýr, en var nú orðin langdýrasta kirkja, sem reist hafði verið í Finnlandi, kostað 500 millj. finnskra marka, sem mun nalægt 60 millj. ísl. kr. Aðeins kirkjugólfið, sem er úr marmara, kostar nærri milljón krónur og garðurinn, sem er allur steinlagður, með nokkrum gróður- kerum, sem ekki voru ræktuð blóm í heldur gras, kostaði 60 millj. finn, eða nær hálfa 8. millj. ísl. kr. Að koma fyrir stórum blágrýtissteini í holu í garðinum, svo að hann rísi þar á rönd, sem tákn um björgin, sem ryðja varð úr kirkjugrunninum, kostaði mill- | jón finnk, og allt var eftir þessu. ■ Við þessa kirkju starfa 2 finnsk ir og 4 finnskumælandi prestar undir forystu Voitto Viro og söfn- uðurinn skiptir tugum þúsunda. | Einn prestanna kom til að sýna okkur safnaðarheimilið. Hann leit út fyrir að vera 18 ára, mjög smá- vaxinn, en dálítið hnellinn, ljós- leitur á hár klæddur verkamanna- buxum stuttum og móleitri skýrtu, sem var utan yfir buxunum. Hann var lipur og geðþekkur og talaði ensku, virtist þó eitthvað skilja sænsku. Þegar þeir kvöddust hinn virðu- legi kirkjuhir'ðir Paljakka á sín um dökka prestabúnngi og þessi tvítugi unglingur, hann sagðist reyndar vera nývígður og 23 ára, sá þá ég, að aldrei liafði fyrir augu mín borið meiri andstæður í einni og sömu sitétt, og líkaði mér þó vel við báða. Frá þessari kirkju fylgdi sr. Poljakka okkur að hjáltegravarna pá Sandudden, það eru legstaðir 'hetjanna frá Helsinki, sem létu líf sitt fyrir ættjörð sína í síðustu heimsstyrjöld. Þar er vafalaust hinn helgasti staður Helsinki og raunar alls Finnlands. Það sem þar vekur mesta athygli er gröf Manner- heims marskálks, en þar nærri eru leiði hermannanna öll eins með lágum sléttum steini með nöfnum og ártölum, en við höfðalag er plantað rauðum rósum, sem önd- uðu friðsælu heilagra minninga í kvöldblænum. Þetta er stórt svæði með gangstigum milli blóma raðanna. Mann langaði mest til að draga skó af fótum sér, og þarna var ekki talað nema í hljóði. Fá- einar manneskjur gengu hljótt og hátíðlega milli leiðanna, sumir staðnæmdust og brugðu hönd að augum. Þessar minningar frá Hinni hvítu borg Norðurlanda, Helsinki, eru nú orðnar fleiri orð en ég hafði upphaflega ætlað. Samt er hér ekki neitt um það starf, sem ok-kur foringjum og fulltrúum ungtemplara á Norðurlöndum var ætlað að vinna og unnið var þarna á fulltrúaþinginu þessa yndislegu júlídaga. _En ég var þar sem full- trúi frá íslandi ásamt Sig. Jörg- enssyni. Það var mikið og víðtækt starf og margt talað og samþykk't til eflingar málefnum frjálsrar og fagurrar æsku og hugsjónum, sem leiða til fr'elsis friðar og mann- réttýida. Hvarvetna í bópnum, sem var urn 500 ungra manna og kvenna af Norðurlöndum ásamt leiðtog- um sínum, ómuðu hrópin: Sol, gládjc ungdom, full fart fremad, hej. Það rnundi vera á íslenzku: Sól, gleði, æska, full ferð áfram, heill. í þessum glaða, góða hópi var yndislegt að vera, vinna, syngja, lrugsa, tala og gleðjast. En frásögn af því verður að bíða annars tæki- færis. Síðasta hópinn, ungt fólk frá Bleking í Svíþjóð, kvaddi ég við dyr gamals skólahúss, þar sem það bjó meðan kongressinn stóð yfir. Það var nótt. Bor'gin hvíta svaf. Skipzt var á óskum, þökkum og kveðjum. í röddum var angur- blíður klökkvi, tár í augum sumra, annars bros og æskufjör. Það er svo öðruvísi en allt annað að kveðja fólk, sem maður þekkir að- eins að hinu bezta. Hvað menn- irnir geta þá verið góðir og fallegir. Mildur blær hlýrrar nætur fór um steinlögð torg og str'æti, þrunginn af ilmi frá trjálundum og ósýnileguim blómareitum. Hvísl andi trjágreinar önduðu kveðju borgarinnar til einmana gests, sem átti heima svo langt langt úti við Dumbshaf, þar sem Finnar kalla „Fr'ihetens hemma“. Kveðja 'hinnar ihvítu borgar Hel- sinki, var hlý og hátíðleg, blandin vonum og þrá þeirrar óskar þar sem austrið og vestrið mætast í dal friðar'ins. Guð blessi Finnfand, og leyfi þyt hinna miklu skóga að anda friði farsællar framtíðar yfir vötn þess, merkur og heiðar og signa hina hvitu borc Helsinki. Rvik, 31. júlí 1960. Árelíus Níelsson. Ávísanir (Framh. af 1. síðu). Þá er einnig talsvert um fals- | aðar ávlsanir á eyðublöð sem menn hafa á einn eða annan hátt komið höndum yfir. Daglega bætast við ný mál af þessu tagi, og má segja að eitt komi þá annað fer. Mun láta nærri að 10—20 mál séu hjá lögreglunni dag livern. —h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.