Tíminn - 25.08.1960, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.08.1960, Blaðsíða 4
4 T í MIN N, fimmiudaginn 25. ágúst 19fi0. TtoEtiMU/ Á þrettán fundum um herstöövarmálið Frú Sigrííur Thorlacíus ræðir vi? frú Val- borgu Bentsdóttur Sumir íelja sumarleyfinu bezt varið þegar þeir hafast sem minnst að — aðrir þegar þeir verja því tíl að sinna bugðarefnum, sem dagleg störf annars meina þeim að gegna. Fiii Valborg Bentsdóttir hlýtur að tilheyra þeim síðarnefndu, því sízt var á henni að sjá þreytu, er hún leit inn eitt kvöldið eftir ■ ■’lffp&'-XVc '■ ' VALBORG BENGTSDÓTTIR að hafa varið á þriðju viku af sum arleyfinu til ferðalaga og funda- halda um Norður- og Norð-Austur- land á vegum samtaka þeii'ra, sejn berjast gegn hersetu í landinu. Kvaðst hún hafa tekið þátt í funda höldum á svæðinu frá Skagafirði til Borgarfjarðar eystra, þeim þrettánda og síðasta í Hrísey á þrettánda degi sumarleyfisins. — Hvernig var aðsókn yfirleitt að fundunum? — Sums staðar mjög góð og alls staðar sæmileg, en tiltölulega mun hún þó hafa verið bezt í Bakkafirði, þar sem um 20 manns af 60 íbúum þorspins sóttu fund. Fjörugasti og fjölmennasti fundurinn var að Laugum í Þingeyjarsýslu, þar sem um 20 manns tóku til máls, og fundur stóð til kl. hálf tvö um nótt ina. — Hver voi'u þau rök, sem frum mælendur og aðrir færðu einkum fyrir því, að herseta sé óæskileg á íslandi? — Fyrst og fremst þau, að land inu sé engin raunhæf vörn að þessu svokallaða varnarliði og að með nútíma hernaðartækni sé boð ið heim stórkostlegri hættu með staðsetningu herliðs hér. í ljósi síðustu atburða væri það og aug- ljóst, að aukin hætta myndi vera á því, að héðan yrði stundað njósnhrflug, því fremur sem öll hin Norðurlöndin hafa harðlega neitað um afnot lands í þeim til- gangi. Njósnarflugi hlýtur að fylgja mjög aukin árásarhætta samkvæmt yfirlýsLngum Rússa í sambandi við atburði síðustu mán- aða. Þá virtust og allir á einu máli um það, að margs konar ómenn- ing fylgdi hersetu og fámenna þjóð munar um hvert mannslíf, sem spillist af þeim sökum. Hinn peningalegi hagnaður af herset- unni er meira en endurgreiddur á ýmsan hátt. ísland hefur meira en nóg verkefni fyrir allar vinn- andi hendur og fólk er sannfært um, að okkur sæmi ekki að leggja fram vinnuafl til neins þess, sem að hernaði lýtur. Mai’gir klifa nú á gagnsleysi hlutleysisins, en hvert smáriki, sem lýsir yfir hlutleysi, veitir öðrum styrk til að taka sömu stefnu. — Hver virtist þér vera skoðun manna á Atlantshafsbandalaginu? — Það kom alveg sérlega glöggt fr'am á fundinum að Laug- um, að sú skoðun er almenn með- al bænda, að ekki samræmist á nokkurn hátt íslenzkum hagsmun- um að vera í hernaðarbandalagi, en að svo lengi, sem við séum í bandalagi, sem nefna mætti því nafni, þá sé varla hægt að neita þvi að hafa hér her. Og ákaflega kom það glöggt fram, að menn álitu að með áframhaldandi her- setu hlyti að dragast mikið vinnu- afl frá framleiðslustörfunum, og að jafn mannfátt land og lítt num- ið hlyti að bíða af því varanlegan hnekki. — Komu engin andmæli fram á fundunum gegn brottför hersins? — Þau andmæli, sem fram komu, voru sárafá og harla óljós. Kelzt varð þeirra vart á Norðaust- uriandi og vildu sumir halda því fram, að ekki væri öllum hollt nábýlið við Heiðarfjall. En flestir eða allir andmælendurnir töldu sig þó vera á móti hersetu, hún væri ill nauðsyn, gæti jafnvel verndað heimsfr'iðinn. Aðrir virtust álífa, að Rússar biðu hér við landstein- ana albúnir að stíga á land. — Virtist þér fundarsókn bund- in við vissa stjórnmálaflokka? — Nei, fundina sótti einmitt fólk af öllum flokkum og stéttum og allir voru sammála um, að nauð synlegt væri að koma þessu máli af flokkspólitískum vettvangi. — Var efnt til innanhéraðssam- taka þar sem fundir voiu haldnir? — Ýmist voru stofnaðar héraðs nefndir eða undirbúningsnefndir til stofnunar þeirra, en þær munu svo undirbúa frekaii fundahöld og þátttöku í landsfundi í haust. Á öllum þessum fundum voru sam- þyktot mótmæli gegn hersetu í landinu og ávörp um að fjölmenna á landsfund hernámsandstæðinga, sem haldinn verður í september. Fyrst verður haldinn fuUtrúafund ui' í Valhöll á Þingvöllum hinn 9. september og fengizt hefur leyfi til þess að halda almennan úti- fund í landi Brúsastaða á vestur- bakka Almannagjár, hinn 10. sept- ember. Varðandi það, að ekki bafi fengizt leyfi til fundahalda á Þing völlum má upplýsa það, að árum saman hafa engin fundahöld ver- ið leyfð í þjóðgarðinum. Fyrir norðan var víða mikill hugur í (Framhald á 6. síðu). V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V'V / } } } } } } } ? ? / } } } / } / } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } } .eh cmáú ðah fayggt? Heimilistryggmgar Ennbústryggingar ömboösmenn um land allt. SKRIFSTOFUR LAUGAVEGI 105. SÍMAR 14915, 16 og 17. BRUNABÚTAFÉLAG ISLANDS Vísindamennirnir fullyrða, að ekki sé ólíklegt, að fyrsfu mennirnir verði sendir út i geiminn á þessu ári. í tilefni af því er þessi mynd teiknuð — úti í geimnum er ekkert aðdráttarafl — menn gaetu svlfið þar til og frá — það er ekkert upp, ekkert niður, engar áttir. Þó að það verði ekki á þessu ári, líður ekki á löngu þar tll maðurinn fer sjáifur að kanna þennan furðugeim, en tímann mun það taka, að gera það til hlítar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.