Tíminn - 28.08.1960, Qupperneq 1
Hjon 09 tvö börn
meí) 70 þús.kr.tekjur
(Jtsvar og tekju- Söluskattur Utsvar, tekjuskattur
skattur á ári
1959 1960
á heilu ári og söluskattur á 1 ári
1959 1960 1959 1960
“■v‘ ‘
|»J
,H|
wmm
Kr. 9.379.—
, -jgggáilitMBB ‘
Kr. 5.710,—
i J1P k
■
Kr. 3.550.—
Kr. 13.000.—
jm §Éi
Kr. 12.879.-
Kr. 18.700.-
Bæjarstjóramálið á Akranesi:
Fóru ekki að fundarsköp-
samþykktin
Líklegt ad samþykkja verði vantraust á Daníel
að nýju, svo vantraustið verði lögmætt að formi
skv. fundarsköpum bæjarstjórnarinnar
ólögmæt
Morgunblaðið hefur undan-
farna daga verið að reyna að
sanna mönnum það með töfl-
um og skýríngarmyndum, hve
geysileg hagsbót svonefnd út-
svarslækkun sé, svo og lækk-
un tekjuskattarins. Sá gaili
hefur þó verið á þessari gjöf
N’jarðar, að blaðið hefur orðið
að játa, „að taflan gildir ekki"
og að „NOKKRU SKAKKAR".
Segir blaðið að margir hafi
hringt og kvartað um, að
„TAFLAN GILTI EKKI" um
þeirra útsvar. Morgunblaðið
er sem sagt uppvíst að því að
hafa verið að birta töflur sem
gefa rangar upplýsingar —
hafa verið að reyna að villa
um fyrir mönnum,
í annan staö hefur Morgun-
blaöið brugðið upp skýringar-
myndum af fjögurra manna
fjölskyldu, sem hefur 70 þús.
kr. skattskyldar tekjur, og
sýnt með línuriti, hver út-
svars- og tekjuskattslækkun
sé. Við þessu væri lítið aö
segja, ef dæmið væri rétt
reiknað og reiknað til fulls.
En því er ekki að heilsa. Botn-
inn vantar, og til þess að mynd
in sé rétt, verður að taka sölu-
skattinn með í þennan reikn-
ing, því að nú er hluti útsvars
ins og tekjuskatturinn raun-
verulega innheimtur með hon
um.
Dæmið reiknað til fulls
Tíminn vill því reikna dæmi
Morgunblaðsins til fulls, og
fær hér að láni fjölskyldu-
myndina úr Morgunblaðinu og
bregður upp við hlið hennar
táknmynd með súlum, er sýna,
hverjar skattgreiðslur þessar-
ar fjölskyldu eru raunveru-
lega. Þetta er satt að segja
ofur einfaldur reikningur, en
styðjast verður við áætlunar-
tölur núgildandi fjárlaga um
söluskattsupphæðir á þessu
ári og áætla eftir þeim, hver
söluskatturinn verður næsta
heilt ár, verði hann innheimt-
ur eftir sömu reglum.
Morgunblaðið segir í dæmi
(Framhald á 3. síðu).
Enn dró til tíðinda á Akra-
nesi í gær og má nú segja að
hvert afglapið reki annað í
herbúðum krata. Skal þar
fyrst telja að Hálfdán Sveins-
son boðaði til aukafundar í
bæjarstjórn um morguninn.
Boðaði Hálfdán ti! fundarins
sem bæjarstjóri án þess að
vera kominn inn í embætti. Þá
hefur einnig komið í Ijós að
samþykkt sú sem íhald og
kratar gerðu um frávísun bæj-
arstjóra er ekki einu sinni lög-
mæt að formi samkvæmt 7.
grein fundarskapa fyrir Bæj-
srstjórn Akraness.
Kl. 10 í gærmorgun var boðað til
aukafundar í bæjarstjórn Akra-
ness. Lá aðeins fyrir þessum
fundi að staðfesta fundargerð síð-
asta fundar, en fundargerðin
skyldi notuð sem réttarskjal í rétt-
arhöldum þeim, sem fram áttu að
fara síðar um daginn hjá setudóm-
ara í máli þessu, Kristjáni Krist-
jánssyni bæjarfógeta í Reykjavík.
í nafni bæjarstjóra
Það vakti ethygli manna að Hálf-
dán Sveinsson boðaði til þessa
aukafundar sem bæjarstjóri án
þess að hafa verið settur inn í það
embætti. Daníel Ágústinusson
mætti ekki á fundinum.
Sigurður Guðmundsson, bæjar-
fulltrúi sósíalista kom á fundinn
og lét bóka það eftir sér að hann
væri þar til þess eins kominn að
mótmæla clögmæti fundarins.
Vsrð þref nokkuð, og lauk svo að
Halfdán Sveinsson hélt áfram
fundinum!
Gleymdi fundarsköpum —
fyrri samþykktir ólögmætar
Þá kom einnig á daginn að í
flýtinum hefur Hálfdán sem for-
seti bæjarstjórnar, haft fundar-
sköp bæjarsijórnar að engu. í 7.
giein fundarskapa fyrir bæjar-
stjórn Akraness er það skýrt tekið
fram að regiulegir fundir í bæjar-
stjórn megi standa svo lengi sem
þurfa þykir en þó ekki lengur en
til miðnættis. Síðasti bæjarstjórn-
arfundur stoð langt fram yfir mið-
(Framhald á 15. síðu).
v
Lumumba tekur demantsnámurnar í Kasai — bls. 3