Tíminn - 28.08.1960, Qupperneq 3
Skattbyrði eykst um 6 þúsund krónur
(Framh. af 1. síðu).
sínu, að fjögurra manna fjöl-
skyldan meS 70 þús. kr. tekj-
urnar hafi árið 1959 fengið kr.
9379 í tekjuskatt og útsvar.
Árið 1960 fái þessi fjölskylda
engan tekjuskatt og kr. 5700
í útsvar. Lækkunin sé kr.
3679.
Þarna hættir Morgunblaðið
í miðju kafi. Eftir er að at-
huga söluskattinn. Söluskatt-
ur á íslenzku þjóðinni árið
1958 var um 150 millj. kr. (og
litlu meiri 1959) og varð því
greiðsluhluti hverrar f jögurra
manna fjölskyldu af honum
um 3550 kr. Sé það lagt við
útsvar og tekjuskatt Morgun-
blaðsf j"ölskyldunnar árið 1959,
verða þessi gjöld samtals
12929 kr. eða rétt um 13000 kr.
Söluskattur á þjóðinni er á-
Tekjuskattur og útsvar
Söluskattur
ætlaður á fjárlögum árið 1960
samtals 437 millj. kr. en þess
er að gæta, að nýja söluskatts
innheimtan hófst ekki fyrr en
1. apríl, svo að söluskattur
eftir núgildandi reglum á
heilu ári er a.m.k. 550 millj.
krónur.
Sá söluskattur, sem fjög-
urra manna fjölskylda þarf
að meðaltali að greiða árið
1960 og til 1. apríl næsta ár,
eða á einu ári, er því rétt um
13 þús. kr. Sé þetta lagt við
útsvar hennar á því ári, sem
er talið 5700 kr. verður Morg-
unblaðsfjölskyldan að greiða
samtals í þessi gjöld 18700 kr.
eða 5700 kr. meira en árið
1959.
Reikningur fjölskyldunnar
yfir alla þessa skatta litur
því þannig út, sé rétt með
farið:
1959 1960
kr. 9379 kr. 5700
— 3550 — 13000
Samtals kr. 12929 kr. 18700
Borgarahindurinn á Akranesi
Akurnesingar fjölmenntu á borgarafundinn, sem haldinn var í Bíóhöllinni
í fyrrakvöld og var þar hvert sæti skipað og þröng á göngum. Sá mikli
einhugur, sem ríkti á fundinum, skar úr um það, hver vilji Akurnesinga er
í því máli, sem þar er komið uppog vakið hefur furðu þjóðarinnar og al-
menna reiði heima fyrir. Þar missti kratavitleysan á Akranesi elnteym-
inginn framan af rógburðarmerinni og situr hana nú öfug þeim einum
til skemmtunar, sem hugnast það reiðarlag.
Þetta er hinn rétti skatt-
samanburður eftir því sem
unnt er, ef dæmi Morgun-
blaðsins er fylgt til enda.
Þessi útkoma sýnir því mið-
ur nær sex þús. kr. gjalda-
hækkun á þessum liðum hjá
fjölskyldunni, og eru þó marg
ar gjaldahækkanir ótaldar.
Lumumba tók dem-
antsnámur í Kasai
Þær fréttir berast frá Leo-l senda lið inn í Kasai til þess
poldville, að hersveitir Patrice að berjast við hersveitir Lum
Lumumba forsætisráðherra | ™»a, sem ekki væru annað
hafi hernumið borgina Bat- en nafnið tómt.
anga í Kasai-héraði. í gær
hafði Lumumba sent hersveit-
ir sínar inn í Kasaihérað eftir
að fylkisstjórinn þar, Albert
Kalonji hafði Iýst yfir sjálf-
stæði héraðsins.
Bunch farinn
Dr. Ralphe Bunch aðstoðar
framkvæmdastjóri Sþ, sem
dvalizt hefur í Kongó að und
anförnu, er nú á leið til New
York. Við starfi hans tekur
indverskur maður, Dajar, aö
nafni. í tilkynningunni um
heimköllun Bunch frá Kongó
var sagt, að hann yrði að vera
til staðar í New York vegna
áríðandi starfa á vegum Sþ.
Þessar staðreyndir er um
fram allt reynt að fela fyrir
þjóðinni með alls kyns sjón-
hverfingum og tilfærslu milli
skattliða, þannig að tekju-
skattur og hluti af útsvari —
miklu hærri en áður var, er
falið í söluskattinum. En
greiðslan verður fjölskyldunni
í engu léttari.
| Borgarstjórinn í Reykja-
jvík, Geir Hallgrímsson, fer
hins vegar ekki alveg svona
illa út úr viðreisninni. Hann
fær 68 þús. kr. lækkun á
tekjuskatti og útsvari, og sölu
skattshluti hans er ekkert
meiri en hinnar fjölskyld-
unnar, lifi hann jafnspar-
samlega, svo að hann græðir
hartnær 60 þús. kr.. Það eru
menn með háu tekjurnar sem
græða, og mismunurinn er
tekinn af fjölskyldum með
j 70—100 þús. kr. tekjur. Þetta
ier mergurinn málsins.
UTAU UR UE/MI
Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri,
t ræöustól á borgarafundinum.
Zeiss-sýning í
ISnskóIanum
Á morgun, mánudag, verður
opnuð sýning á ýmsum tækj-
um frá fyrirtækinu Carl Zeiss
í Iðnskólanum í Reykjavík.!
Zeiss er mjög þekkt fyrirtæki
í framleiðslu allskyns sjón-
tækja, svo og tækja til iðn-
aðar, lækninga og vísinda-
starfa. Þá mun mörgum
þykja forvitnilegt að kynnast'
myndavélum þeim, sem Zeiss'
framleiðir. Sýningin er eins^
konar kynningarsýning, sem
fyrirtækið gengst fyrir. Um-
boð fyrir Zeiss hérlendis hafa
Haukar h.f. — Nánar verður
skýrt frá sýningu þessarí í
blaðinu á þriðjudag. — h
Borgin Batanga er í suð
austur hluta Kasai. Þar eru
miklar demantsnámur og hef
ur borgin byggst upp í kring
um þær. Belgar hafa fengið
mikinn auð af þessum nám-
um og í gær sagði Lumumba,
að Belgar stæðu á bak við
skilnaðarkröfu Kasai til þess
að reyna að halda í aðstöðu
sína í demantsmálunum.
L.eiðtogarnir ræðast við
í gær fór Lumumba til
Stanleyville en þar á hann
mestu fylgi að fagna í Kongó.
Sagði forsætisráðherrann, að
Belgar væru nú ag undirbúa
að senda lið til Batanga-borg
ar.
Kalonji fylkisstjóri í Kasai
er nú í Elisabethville höfuð-
borg Katangahéraðs og ræö
ir við Tshombe fyikisstjóru
þar en þeir félagar höfðu áö
ur orðið ásáttir um að snúa
bökum saman gegn Lumumba.
Sagðist Tshombe þá mundu
Herter: Castro er
einræíisherra
San Jose 27/8 NTB) Herter
utanríkisráðherria Bandaríkj
anna flutti ræðu á þingi Am
eríkuríkjanna í San Jose í
Costa Rica í dag. Ræða hans
var svar við ræðu utanríkis-
ráðherra Kúbu fyrr á þessu
þingi, þar sem hann ásakaði
Bandarikin fyrir hefndarráð
stafanir í garð Kúba. Herter
sagði, ag Fiedel Castro for-
sætisráðherra Kúbu væri ein
ræðisherra eins og Hitler.
Utanríkisráðheura Kúbu
sagði, að Kúba vildi vinsam
leg samskipti við allar þjóð
ir, einnig Bandaríkin og
Kúbustjórn væri reiðubúin að
semja við Bandaríkin á jafn
réttisgrundvelli.
Eitur í fmjörlíki
Torkennilegur sjúkdómur
hefur komið upp í Hollandi
Hafa hundruð manna sýkst
af bölvaldi þessum og a. m. k.
tveir menn þegar látist af
völdum hans. Það er talið, að
sjúkdómur þessi eigi rætur
sínar að rekja til efnis, gem
framleiðendur smjörlikis í
Hollandi hafa blandað með
í framleiðslu sína.
Sovét lánar til Aswan
Undirritaður hefur verið
samningur milli Sovétríkj-
anna og Arabiska sambands
lýðveldisins um aðstoð Sovét
ríkjanna til handa Arabiska
sambandslýðveldinu við bygg
ingu Aswanstíflunnar. Rúss-
ar munu nú hafa ákveðið að
lána 900 milljónir rúblna til
þess að hægt verði ag full-
gera stífluna.
Herforingjar taka völdin
í gær sátu þeir á fundi Ad-
enauer kanzlari ogFranzJosef
Strauss landvarnarmálaráð-
herra V-Þýzkalands. Ræddu
þeir lengi um bækling, sem
hershöfðingjar vestur-þýzka
hersins höfðu látið frá sér
íara, en þar er þess krafizt,
ag vestur-þýzki herinn verði
búinn eldflaugum, sem flutt
geti vetnisvopn. Tilkynnt var
í lok fundarins, að þeir Aden
auer og Strauss hefðu fallist
á sjónarmið herforingjanna.
Þessi tíðindi hafa sætt mik
illi gagnrýni af hálfu stjórnar
andstöðunnar í Vestur-Þýzka
landi, sem hefur bent á að
hér séu að gerast svipaðir at
burðir og á valdatímum naz
ista í Þýzkalandi.
Nýtt „kaít strí<5“
Kalda stríðið milli Sovét-
ríkjanna er nú orðið fyllilega
opinbert. Það sem ber á milli
er sambúðin við auðvaldsrík-
in sem svo eru nefnd á máli
komúnismans. Rússar vilja
halda því fram, að friðsam-
leg sambúð þjóða sé nauð-
synleg og byltingakenningar
Marx og Lenins séu nú úr-
eltar. Á þetta geta Kínverjar
ekki fallist og telja enn sem
fyrr styrjöld við auðvalds-
rikin óhjákvæmilega. Önnur
kommúnisfcariki hafa dregist
inn í þennan ágreining og
hefur m. a. stjórn A-Þýzka-
lands lýsti yfir stuðningi sin-
um við sjónarmið Rússa.