Tíminn - 28.08.1960, Page 5
TÍMINN, sunnudagmn 28. ágúst 1960.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastióri: Tómas Árnason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb.), Andrés
Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egili Bjarnason Skrifstofur
f Edduhúsinu — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusiml:
12323 — Prentsmiðjan Edda h.f.
Fimbuiþögn
Síðan ríkisstjórnin tilkynnti, að nún hefði ákveðið að
hefja samninga við brezku stjórnina um íslenzka fisk-
veiðilandhelgi, þvert ofar. i yfirlýstan vilja bjóðarinnar
og Alþingis, eru nær þriár vikur og hefur hvorki heyrzt
stuna né hósti úr stjórnarherbúðunum. Enginn veit um
hvað þessar niðurlægjandi viðræður eiga að snúast. né
um hvað stjórnin hyggst semja. Hið eina. sem heyrzt
hefur um stefnu málsins, er sú viðurkenning Morgun-
blaðsins, að samningarnir snúist um „afnot hinnar um-
deildu spildu um skemmri tíma". Stjórnin virðist hins
vegar múlbundin. Hún telur sig ekki þurfa að gefa ein-
nm né neinum skýrslu um viðhorfin i málinu.
Brezka stjórnin fer hins vegar öðruvísi að. Fiskimála-
ráðherrann brezki heldur vikulega fundi með fulltrúum
togaraeigenda og heitir þeim að sKýra jafnharðan frá
gangi og stefnu máisins. Eftir upplýsingar þess ráðherra,
segja fulltrúar togaraeigenda, að grundvöliur sammngs-
viðræðna verði bandarísk-kanadiska íillagan með sögu-
legum réttindum um skamman tíma. írmsar fleiri upplýs-
ingar, svo sem að það verði aðeins emoættismenn en ekki
ráðherrar, sem um samnmgana fjalli, hafa borizt úr sömu
herbúðum, að sögn brezkra blaða.
íslenzka ríkisstjórnin þegir hins vegar sem steinn.
Hún telur, að íslenzku þióðina varði ekkert um, hvað efst
sé á baugi í slíkum viðræðum eða nvað íslenzk stjórnar-
völd ætlast fyrir í samningunum. Þessi fimbuiþögn ríkis-
stjórnarinnar er ekki sæmandi lengur Þjóðin verður að
krefja hana um skýrslu, svo að unnt sé að átta sig á því,
hvað er að gerast í málinu.
Ofan á niðurlægjandi samningaviðræður undir her-
skipaofbeldi Breta og óljósar líkingar stjórnarmálgagna
um undanhald í málinu, er ekki fært að bæta aigerri
leynd um málið. Slíka framkomu stjórnarvaldanna getur
þjóðin ekki þolað lengur Með þessar' þögn segir stjórnin
raunverulega við þjóðimr. Ykkur varðar ekkert um hvað
samið er í þessurn málum Vill þjóðin una því?
Kynlegur þankagangur
Morgunbl. hefur skrítna skýringu á takteinum í fyrra-
dag. Það stagast á eftirfarandi orðum Tímans: ,,Það virð-
ist ætla að ganga bærilega að hneppa þjóðina í gömlu
íhaldsfjötrana sem lagðir voru til hliðar fyrir þremur
áratugum". Þessi orð túlkar blaðið á þá lund. að Timinn
sé að viðurkenna, að stefna ríkisstjórnarinnar eigi vin-
sældum að fagna hjá almenningi!!
Ekkert væri fjær Tímanum en leggja slíka merkingu
í orðin, enda væri slíkt fjarri sanní. Allir vita, að stjórn-
in safnar að höfði sér gióðum óvinsælda, og æ meiri
með hverjum degi serr líður. í o^ðum Tímans fólst
auðvitað það, sem hverjum heilvita manni er ljóst —
og Mbl.-mönnum einnig þótt rangsnúningur sé nú eina
haldreipi þeirra — að það gengi bærilega að hneppa
þjóðina í æ meiri fjötra skattpíningar, dýrtíðar fátækt-
ar, samdráttar og framkvæmdaleysis — hina gömlu og
kunnu íhaldsfjötra.
En að það gengi ,,bærilega“ að afla þessu og þvílíku
vinsælda — hverjum skyldi geta iertið slíkt öfugmæli
í hug nema Mbl.-mönnum? Fyrr má nú rota en dauðrota.
Frá vettvangi Sameinuðu þjóðanna:
Árangur flóttamannaársins
hefur hjálpað 10 þús. manns
Á nýlokna sumarþingi sínu, sem I
haldið var í Genf dagana 5. júlí til
3. ágúst, samþykkti Efnahags og
felagsmálarað Sameinuðu þjóð-
anna yfirlýsingu um athvarfsrétt
fióttamanna og sendi hana Alls-
lierjarþinginu.
Yfirlýsingin, sem samin var af
mannréttindanefndinni, felur m. a.
í sér eftirfarandi fimm grundvall-
aratriði sem ríki eru hvött til að
hafa í huga og fara eftir, þegar
þau hafi staðfest yfirlýsinguna:
1. Þegar sjálfstætt ríki hefur
veitt hæli mönnum sem vitnað
geta til 14. greinar Mannréttinda-
skrárinnar, ber öðrum ríkjum að
virða það. (14 grein Mannréttinda-
skrárinnar tryggir hverjum ein-
staklingi rétt til að leita og þiggja
hæli í öðru ríki, hafi hann orðið
fjTÍr ofsóknum — nema um sé að
ræða ofsóknn fyrir pólitísk afbrot
eða framfeiði sem stríðir í gegn
grundvallarlögum S.Þ.). I
2. Þau viðkorf sem skapazt hafa,
þegar fólk hefur neyðst til að flýja
föðurland s:tt eða annað Iand
vegna ofs'ókna eða rökstudds ótta
við ofsóknir, eru vandamál sem
snerta heiminn í heild — þó því að-
eins að ekki komi til greina skerð-
ing á fullve.di einstakra ríkja eða
brot á gruncivallarlögum S.Þ. Eigi
eitthvert ríki erfitt með að halda
ái'ram að ve ia flóttamÖnnum hæli,
ber öðrum ríkjum, annað hvort
hverju fyrir sig eða í sameiningu,
að taka til yfirvegunar ráðstafanir
tii að létta fcyrðinni af umræddu
riki.
3. Enginn sem leitar eða nýtur
hælis í samræmi við Mannréttinda-
skrána má verða fyrir meðfeið
slíkri sem Durtvísun frá landamær-
um annars ríkis, heimsendingu eða
brottrekstri úr landi, sem leiða
kynni til þess að hann yrði fyrir
ofsóknum eða stofnaði lífi sínu eða
frelsi í hættu. Aðeins brýnasta
nauðsyn innanlandsöryggis eða
varnarráðstalana vegna íbúa hlut-
aðeigandi rikis getur réttlætt slíka
meðferð.
Ef til þess kemur að ríki verði
að grípa til ofannet'ndra ráðstaf-
ana, ber því að íhuga möguleikann
á að veita bráðabirgðahæli, með
strilmálum sem það telur nauðsyn-
lega, til að gefa fólki sem telur sig
vcra í hættu. verði það sent heim
aftur, tækifæri til að leita hælis í
öðru landi.
4. Fólk sem nýtur nælis utan
föðurlands 'síns má ekki gera neitt
þfð sem brýtur í bága við mark-
n::ð og grunavallarreglur S.Þ.
5. Ekki má túlka neitt í þessari
yfirlýsingu á þann veg, að það tor-
veldi fólki að snúa aftur til föður-
lands síns, af því svo sýnist, I sam-
ræmi við 2. lið 13. greinar Mann-
réttindaskrárinnar (þar segir að
hver einstaklingúr hafi heimild til
að yfirgefa hvaða iand sem er,
einnig sitt eigið, og snúa aftur til
heimalandsins þegar honum býður
svo við að horfa).
Samþykkt var með 13 atkvæðum
að senda yfirlýsinguna Allsherjar-
þinginu, en þrjú ríki sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Hjálp til handa nýjúm
ríkjum
Meðal annarra mála sem ráðið
fjallaði um var einróma samþykkt
um alþjóðlegt samstarf til að
hjálpa ríkjum sem nýlega hafa
hlotið sjálfstæði. í umræðunum
urr. þetta mál var hvað eftir ann-
að vitnað tii hinnar alvarlegu þró-
unar sem hefur átt sér stað í Mið-
Afríku.
Til grundvallar umræðunum lá
sliýrsla frá Dag Hammarskjöld
framkvæmdastjóra S.Þ., þar sem
bent var á, að auka þurfi hjálp
S.Þ. á þessum vettvangi um a.m.k.
2.500.000 dollara árlega á næstu
árum til að ráða bót á hinum
miklu vandamálum þeirra átta
HAMMARSKJÖLD
— aðstoð til Afríkurikja
Aríkuríkja sem hafa hlotið eða
hljóta fullt sjálfstæði á bessu ári.
í ályktun sinni fer Efnahags- og
féiagsmálaráðið þess ó leit við
Ilammarskjöld og formann Tækni-
aðstoðar S.Þ., að þeir geri eins ýt-
arlegar áætlanir og kostur sé um
hjálp til pessara átta landa, sem
síðan verði igaðar fyrir Allsherjar-
þingið í haust og fund Tæknihjálp-
arinnar í nóvember.
Notkun gerviefna sívaxandi
Gerviefni og gervisilki halda
áíram sigurgöngu sinni um heim-
irn Á áratugnum 1948—58 jókst
notkun gerviefna úr 34.000 upp í
423.000 tonn og gervisilkis úr
1.152.000 upp í 2.265.0C tonn. Al-
heimsnotkun allrahanda fataefna
-- ullar, bómullar, gerviefna og
gervisilkis — jókst á sama tímabili
vr 8.848.000 tonnum upp í 13.432.
00C tonn. Þessar tölur er að finna
i nýútkomnu yfirliti Matvæla- og
landbúnaðarstofnunarinnar (FAO).
Yfirlitið tekui yfir 95 af hundraði
ailra klæðaefna — silki og hör
ekki meðtalm, þar sem hann er
nnkið notaður til klæðagerðar í
Sovétríkjunum og Austur-Evrópu,
en að öðru leyti veldur þetta sára-
htlum mismun.
Yfirlitið hefr að geyma margar
fróðlegar tö-Iur um notkun ein-
stakra efna hinum einstöku hlut-
um heimsins. Löndin sem mest
nota af ull eru Nýja-Sjáland: 3,5
kilógrömm á íbúa árlega, Sviss:
2 7 kg„ Finnland: 2:5 kg., Bretland
2,4 kg„ Noregur og Holland hvort
2,3 kg„ og Vestur-Þýzkaland 2,2
kg. Austur-Þýzkaland notar mest
gervisilki. Bandaríkin. Kanada,
Sviss og Hoiland nota mest bóm-
t’il, miðað við árlega notkun á íbúa
eru tölurnar 10,3 kg., 6,9 kg.. 66,6
k.g. og 6,4 kg Þegar öll klæðaefni
eru tekin i einu notar Norður-
Ameríka mest eða 15 12 kg. á íbúa,
en Afríka mir.nst eða 1,9 kg. á íbúa
árlega.
Árið 195d voru gerviefni 3
hundraðshiutar af allri klæðaefna-
notkun heimsins, gervisilki 17,
bómull 70 og ull 10 hundraðshlut-
ar.
I stuttu máli
Noregur hefur ákveðið að taka
enn við 100 flóttamönnum sem
þjást af berklum eða öðrum sjúk-
dómum, sem þeir kunna að geta
fengið bót á < Noregi Flóttamönn-
unum verður veitt fyrsta læknis-
hjálp á sérstakri móttökustöð, en
síðan verða þeir sendir á berkía-
hæli og aðrar lækningastofnanir.
Þegar þeir útskrifast verður þeim
veitt húsnæði og atvinna.
Árangur fióttamannaársins íigg-
ur ekki enn endanlega fyrir, en
eftir því sem forstjóri Flótta-
mannahjálpai S.Þ. segir má reikna
rr.eð þvr að þau loforð um fjár-
framlög, sem gefin hafa verið, leiði
til þess að 10 000 flóttamenn hljóti
húsnæði og möguleika á atvinnu.
En forstjórinn bendir jafnframt á,
að í Evrópu sé fjöldi flóttamanna
í búðum, í Austurríki einu 10.000
manns, sem ekki séu á vegum S.Þ.
Einnig þeir eiga að njóta góðs af
flóttamannaarinu, og vonir standa
til að hjálpin haldi áfram að ber-
ast, svo þessr flóttamenn geti líka
horft fram til nýrrar og betri til-
veru.
Forstjóri Flóttamannahjálpar
S.Þ., Svissler.dingurinn dr. Auguste
R. Lindt, hefur verið útnefndur
sendiherra íands síns í Washing-
ton. Tekur hann við embættinu
þfigar starfstímabili hans hjá S.Þ.
lýkur 31. desember. Dr. Lindt hef-
ur verið torstjóri Flóttamanna-
hjálparinnar fi'á því í desember
1956, þegar hann tók við starfinu
eftir dauða Hollendingsins dr.
G. J. van Heuven Goedhart. Jafn-
fvamt hefur aðstoðarforstjórinn,
dr James Morgan Read. beðið um
lausn frá embætti til að geta tekið
við starfi forseta Wilmington Coll-
egi í Ohio i Bandaríkjunum 1. okt-
óber. Read hefur gegnt starfi sínu
síðan 1951.
Þrír sérfræðingar frá Tækni-
hjálp S.Þ. hafa verið sendir til
Israels. Wili'am Hurwitz og Irving
Weiss, sem starfa á manntalsskrif-
siofu Bandaríkjanna, eiga að leið-
bf ina fsraeisstjórn í sambandi við
alisherjar manntal sem fram á að
fara í landinu á næsta ári. Þriðji
sérfræðingurinn er próf. Rolf F.
Putsch frá Sviss sem starfar á
jarðfræðistofnun ísraels.
Mikil atvinna og afli
FáskrúSsfirði, 24. ágúst. —
Hér var söltuð síld í sumar í
fyrsta skipti um margra ára
skeið. Nemur söltunin alls
tæplega 4000 tunnum. Þrir
heimabátar eru komnir af
síldveiðum, en tveir eru enn
að. Hefur afli þeirra verið
misjafn og heldur lélegur. —
(Framhald á 15. síðu).