Tíminn - 28.08.1960, Qupperneq 7

Tíminn - 28.08.1960, Qupperneq 7
TÍMINN, sunnudaginn 28. ágúst 1960. 7 — SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ Minnir á gamla sögu- Samið um „afnot hinnar umdeildu spildu' - Þjóðin verður að taka í taumana - Aðförin að bæjarstjóranum á Akranesi - Skjaldborg borgaranna inn traustan bæj- arstjóra - Hagur bæjarins ofar pólitíkskri togstreitu - Skattabyrðinhyngriennokkrusinni fyrr - Blekkingaleikurinn með útsvarstölurnar - Þeir einu sem græða eru auðkýfingarnir Eftir tvö ár eru liðnar þrjár i aldir frá Kópavogsfundi eða einvaldshyllingunni í Kópa- vogi. Það var einmitt að á- liðnu sumri, sem prestar, lög- menn og biskupar unnu þar eið sinn um trúnað við erlent konungsvald, meðan dönsk herskip dokuðu skammt frá strönd, en hermenn með byss-; ur stóðu vörð um þá, sem undir skrifuðu. Þegar Brynj- ólfur biskup vildi tregðast og kvað íslendinga ófúsa að farga þjóðréttindum sínum í hendur annarra, svaraði hirð- stjóri því einu að benda á herskipin og hermennina og segja: „Sérðu þetta?“ Gömul saga nálæg Svo hefur jafnan verið tal- ið, að í þessum atburðum hafi íslenzka þjóðin orðið að lúta dýpst erlendri áþján. Síðan eru þjár aldir, og íslendingar eru löngu orðin sjálfstæð þjóð. Menn tala nú aðeins um Kópavogsfund sem minning- ar frá myrkum öldum. En þó getur það komið fyrir, að hin gamla saga verði undarlega nálæg í skyldleika sínum við atburði, sem gerast á vorum dögum. Enn eru erlend her- skip við strönd íslands og er- lent vald segir: „Sérðu þetta?“, og enn eru til íslenzk- ir valdsmenn, sem glúpna og ganga á samningafund við herveldið, sem vopnavaldinu beitir. Á Kópavogsfundi áttu íslenzkir fyrirmenn raunar lítinn kost annan en lúta lágt, og þrátt fyrir nauðung- ina varðveittu þeir sjálfstæð- isviljann. í dag rekur engin nauðung islenzka ráðamenn til þes sað lúta herskipum erlends valds. íslendingar eru frjálsir menn í frjálsu landi og það verður ekki annáð en þeirra eigin þjónslund, sem beygir þá. í nær tvö ár hafa brezk herskip sýnt sig úti fyrir íslenzkum landsteinum og meira en sýnt sig, jafnvel haft í frammi at- hafnir, sem Hinrik Bjelke hefðu þótt töluvert aðsóps- miklar og eiga meira skylt við Tyrkjaránið en flest annað í íslenzkri sögu. En þjóðfrelsið er sá skjöldur, sem varið hef- ur þjóðina gegn fári þessu að verulegu leyti, svo að raunar stóðu íslendingar jafnréttir fyrir Bretanum, meðan þeir vildu það sjálfir. Þessi mynd var tekin á hinum geysifjölmenna borgarafundi á Akranesi í fyrrakvöld, þar sem nokkuð á sjötta hundrað borgarar kröfðust þess einróma, að bæjarstjórnin félli frá tillögu sinni um brottvikningu Daníels Ágústínusarsonar, bæjarstjóra, eða nýjar bæjarstjórnarkosningar færu fram ella. Hér er um að ræða eitt hið glæsilegasta dæml um það, hvernig ábyrgir borgarar taka höndum saman tii verndar bæjarfélagi sínu og meta réttsýni meira en frumhlaup pólitískra flokksbrodda. Vansæmandi undasi hald Nú hefur það hins vegar gerzt, að íslenzkir ráðamerm vildu ekki lengúr standa jafn réttir fyrir Bretum, vildu ekki njóta þess sigurs, sem unninn var, vildu ekki bjóða ofbeldi lengur byrginn, kusu heldur vansæmandi undanhald og samninga um rétt okkar, hluta af íslandi, og erlend af- not „hinnar umdeildu spildlu um skemmri tíma,‘ svo að orð kappanna sjálfra séu notuð Þeir Árni Oddsson og Brynj- ólfur biskup mundu varla verða hreyknir af karlmennsk unni, og hátt ber þá yfir þá menn, sem nú lúta að þarf- lausu. Þetta mál hefur að undan- förnu verið rætt allýtarlega hér í blaðinu og bent á, hví- lík hætta vofir yfir, ef þjóðin segir stjórnarherrum sínum ekki skýrt og skorinort, að vilji hennar í málinu er ó- j breyttur og hugur hennar j hinn sami og á haustdögum | 11958. Einróma samþykkt Al- j þingis stendur enn óhögguð i sem skipun til ríkisstjórnar-; innar um að aldrei skuli hvik- að frá 12 mílna fiskveiðiland- ' helginni eða þeim rétti, sem íslendingar telja sig eiga. i Ríkisstjórnin hefur hins veg- j ar boðað til samninga við : Breta með meiri undanslætti og án fyrirvara Alþingis. Ekk- j ert nema nógu afdráttarlaus I yfirlýsing þjóðarinnar í nýj- j um samþykktum félaga og Ifunda getur knúið stjórnina ! til að iáta af undanhaldi sínu og standa á rétti þjóðarinnar eins og mönnum sæmir. kíun bæjarstjórn- ar Akraness Bæjarstjórn Akraness gerði ágæta ályktun í þá átt fyrir nokkrum dögum. Hver ein- asta bæjarstjórn og sveitar- stjórn á landinu þarf að taka i sama streng og knýja ríkis- stjórnina þannig til að fram- fylgja vilja þjóðarinnar' og Alþingis. Úr því sem komið er verður vatla girt fyrir, að stjórnin ræði við Breta, hversu vansæmandi sem það er, en einhuga skipun þjóðarinnar til stjórnarinnar getur ein komið í veg fyrir undanhald í málinu sjálfu, ein bjargað landhelgismáli íslendinga eins og nú er komið. Aðförin á Akranesi Síðustu daga'na hafa atburð irnir á Akranesi vakið einna mesta athygli með þjóðinni. Þar hafa stjórnaröflin ráðizt að einum dugmesta og reglu- samasta bæjarstjóra landsins í því skyni að knésetja póli- tískan andstæðing og koma á sinni eigin óráðsstjórn. Það er nú komið berlega í ljós, hvert álit borgaramir á Akranesi hafa á þessu til- tæki. Hinn geysifjölmenni borgarafundur þar í fyrra- kvöld, þar sem fólk úr öllum flokkum sameinaðist gegn þessu gerræði, sýndi þetta gerla. Þar kom greinilega fram það heilbrigða sjónarmið borg arans að meta meira trausta íorystu fyrir málefnum bæj- arins, reglusemi og heiðarleik, og virðingu og traust bæjar- féiagsins en þjónustu við yf- irgang og brölt forkólfa krata og íhaldls í bænum. Nýtt tímabil Akurnesingar vita vel, hvernig þessi mál standa. Á árunum milli 1950 og 1954 mátti heita að bæjarmálefni Akraness væru í rústum, fram kvæmdir í bænum sáralitlar og fjárreiður allar í ólestri. Þetta er öllum kunnugt. Árið 1954 tókst kosningasamstarf Vinstri flokkanna í bænum og náöu þeir meirihluta. Eftir það var Daníel Ágústínusson ráðinn bæjarstjóri. Við það hófst alvleg nýtt tímabil á Akranesi. Fjárhagur bæjarins var reistur við og bærinn hlaut öruggt traust út á við. Ráðizt var í stórfelldar fram- kvæmdir á vegum bæjarins, og ber þar hina glæsilegu hafnargerð hæst, en einnig tala verkin greinilega í gatna gerð, byggingum og fjölmörg- um öðrum framkvæmdum. Öllum var ljóst, að forysta og framkvæmd alls þessa yar hin um ötula og reglusama bæj- arstjóra að þakka, og hann hlaut æ meira traust bæjar- búa úr öllum flokkum, manna, sem mátu það að verðleikum að bæ þeirra var lyft til virðingar og fram- fara í öllum rekstri. Yfir þessu hafa forystumenn Al- þýðuflokksins þar séð ofsjón- i um, enda fundið að traust manna á bæjarmálaforystu þeirra var ekki á marga fiska. Hið sama mátti segja um ýmsa — en alls ekki alla — forystu- menn Sjálfstæðisflokksins, margir þeirra mátu að verð- leikum hina dugmiklu og traustu bæjarstjórn Daníels. Óttinn við traust Daníels Nú er svo komið, að krata- foringjunum hefur ekki þótt lengur sætt í skugga þeim, sem þeir telja að á sig hafi fallið, og vegna samvinnu við íhaldlið í stjórnmálum hefur þeim tekizt aö fá bæjarfull- trúa Sj álfstæðisflokksins til liðs við sig í því skyni að ryðja Daníel úr vegi. En þessum gerðum ræður ekkert annað en ótti þessara flokksforystu manna við traust þaö, sem Daníel nýtur meöal borgara í bænum. Þessir legátar hafa síðan með hjálp Benedikts Gröndal setið mánuðum saman með sveittan skalla við að finna upp einhverjar tylliástæður, sem unnt væri að hengja hatt sinn á og byggja á kröfu um að bæjarstjórinn víki. Þegar þær ástæður sjá dagsins ljós, verður þö öllum almenningi ljóst, að þær eru með öllu fótalausar, og einmitt það hefur sýnt mönnum og sann- að hve fráleit aðför þessi er, og eðli hennar, pólitísk öfund og ofsókn, kemur enn betur í ljós. Sómi borgaranna Það verður ekki annað sagt en það sé borgurum Akranes- kaupstaðar til mikils sóma hvernig þeir hafa snúizt í þessu máli. Þeir hafa í senn slegið skjaldborg um réttlæti málsins og hagsmuni bæjar- félags síns og sett það ofar pólitískum dagskipunum öf- undsjúly:a og misviturra for- ingja. Þannig á viðhorf rétt- sýnna borgara að vera, og sá bær, sem á nógu marga slika borgara er vel á vegi staddur. Akranes er meðal glæsileg- ustu útgerðarbæja landsins, og þar sameinast óvenjulega glæsilegt og happadrjúgt ein- staklingsframtak og þóttmikil félagsleg átök. Og sé réttsýni viðhöfð eiga þessi öfl hina beztu samleið til hagsbóta hverju bæjarfélagi. Og með- an borgararnir meta fram- kvæmdasemi, réttsýni, heiö- arleik og trausta bæjarstjórn meira en pólitíska togstreitu, er hverjum bæ vel borgið, og sm betur fer hefur borgarinn enn þá siðasta orðið. (Framhald á 9. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.