Tíminn - 28.08.1960, Síða 9
Nýlega er komin út Árbók
Þingeyinga fyrir árið 1959.
Þetta er allstórt og vandað rit,
og flytur hio bezta efni til
skemmtunar og fróðleiks. Verð-
ur nánar skýrt frá riti þessu
síðar. Meðal efnis í ritinu eru
nokkrar skemmtilegar frásagn-
ir frá gömlum tíma, og þar sem
rit þetta er í fárra manna hönd-
um, tekur blaðið sér bessaleyfi
til að birta nokkrar þeirra —
og vekur um Ieið athygli á
girnilegu riti.
Vel kvæntur
Séra Arnljótur Ólafsson, sá
alkunni þjóðskörungur, dvaldi
sín efstu ár á Sauðanesi.
Eitt sinn heimsótti hann
prestinn á Svalbarði í Þistil-
firði og þurfti þá að fara á
ferju yfir Hafralónsá. Fór
kona hans með honum.
Þegar þau séra Arnljótur
fóru vestur um og greiddu
ferjutoll á bakka Hafralónsár,
stóð svo á að prestur borgaði
5 aurum of mikið, vegna þess
að ferjumann skorti skipti-
mynt.
í bakaleið, þegar hann gerir
upp öðru sinni fyrir ferjuna,
víkur frúin sér áð honum og
segir:
— Góði minn, mundu nú
eftir 5 aurunum, sem þú of-
borgaðir um daginn.
— Já, sagði séra Arnljótur-
Alls staðar kemur það fram
að gott er að vera vel kvænt-
ur.
Og ísafold í hinum
Eggert Sveinsson læknir á
Þórshöfn, 1924—1941, var þar
og póstafgreiðslumaður um
skeið. Um þær mundir var
hann einhver sterkasti áhrifa
maður Sjálfstæðismanna í
héraði.
Guðmundur Gunnarsson,
bóndi á Hóli, faðir Gísla, sem
þá var ritstjóri Tímans, kom
eitt sinn inn á pósthúsið til
Eggerts og var í úlpu mikilli.
Fyllir hann nú vasa úlpunnar
af blaðaströngum. Þá segir
Eggert:
— Hún er þung í vasa núna,
Tíma-lýgin, Guðmundur minn
— O, Isafold er í hinum vas
anum, svaraði Guðmundur, og
er sízt léttari.
Litlar söftiir frá liðinni
Trúirbarnið ekki
á guð?
Eitt sinn fyrri hluta vetrar
kom að Víkingavatni farand-
trúboði, sem flutti fplki boð-
skap sinn. Það var í búskapar
tíð Kristjáns Kristjánssonar
og Jónínu Þórarinsdóttur.
Að erindi loknu vildi trú-
boðinn endilega halda til
næsta bæjar, Lóns. En þá var
skollin á stórhiíð. Falaðist
hann fast eftir fylgd, og bjóst
Kristján til að fylgja honum.
Leiðin milli þessara bæja er
mjög vandfarin i dimmu,
vegna gjáhættu. Rétt við veg
inn gína sums staðar við djúp
ar sprungur og gjár, og má
ekkert út af bera, ef vegfar-
anda vel á farnast.
Guðrún, dóttir Kristjáns,
var þá barn að aldri og grét,
er hún heyrði að faðir henn-
ar ætlaði út í slíkt veður.
Segir þá trúboðinn:
— Nú, hvað er þetta, trúir
barnið ekki á Guð,
Þarna var viðstödd, sem gest
ur, Guðrún Halldórsdóttir,
síðari kona Friðriks í Efri-
Hólum, Sæmundssonar. Hafði
hún komið áð hitta Friðrik,
sem þá var heimilismaður á
Víkingavatni. En þau voru þá
heitbundin. Guðrún var skjót
til svars bæði þá og oft síðar
og segir:
— Jú, hún trúir á Guð, litla
stúlkan. En hún trúir því ekki
að maður eigi að kasta sér
fram af musterisburstinni.
Stíll úr Bessa-
staðaskóla
Björn Skúlason bóndi á Ey-
jólfsstöðum á Völlum og um-
boðsmaður Skriðuklausturs
varð stúdent úr Bessastaða-
skóla 1837.
Hann var faðir séra Hall-
dórs á Presthóium og þeirra
systkina.
Eitt sinn skyldi Björn og
bekkjarbræður hans skrifa ís
lenzkan stíl og svara spurning
uuni: Hvað er sannleikur?
Stíll Björns var svona:
— Eitt sinn var Kristur
spurður þessarar spurningar
og þagði. Hví skyldi ég þá ekki
þegja líka?
Heimildarmaður séra Hall-
dór á Presthólum.
Eitt get ég gefið
Sigurjóni
Hjá Árna Björnssyni, bónda
á Bakka í Kelduhverfi, voru
eitt sinn hjón i vinnumennsku
Eiríkur og Sigurveig, barn-
laus en vel vinnandi, bláfátæk
eins og þá var títt.
Eiríkur átti bróður, Sigur-
jón, sem bjó þá smábúi að
Grashóli á Sléttu.
Stundum heimsótti Sigur-
jón bróður sinn og var Eiríkur
vanur að vikja að honum ein-
hverju, þegar hann fór, þó af
smáu væri að taka.
Nú kemur Sigurjón eitt sinn
sem oftar í orlof.
Þann dag var Eiríkur dapur
mjög og óvenju hnípinn, sat
löngum um kvöldið úti í horni
og starði hljóður í gaupnir
sér.
Loks heyrði einhver að
hann ávarpaði konu sína hljóð
lega og fer að rekja henni
raunir sínar: að bróðir hans
sé kominn um langan veg og
ekkert sé til, sem hann geti
gefið honum. Ræða þau þetta
um stund. Segir konan að þau
séu fátæk og enginn geti ætl-
azt að þau geti veitt öðrum
gjafir.
En ekki var Eiríkur ánægður
með það.
Loks lítur hann upp og seg
ir hressilega:
— Jú, eitt get ég gefið Sigur
jóni. Eg get gefið honum nýju
léreftsskyrtuna mína.
— Sízt máttu hana missa,
segir konan. Þurfir þú eitt-
hvað að bregða þér, áttu enga
aðra að fara i
— Hafðu af því engar á-
hyggjur. Einhvern tíma verð
ég svo efnaður að ég geti kom
ið mér upp annarri skyrtu.
Næsta dag fylgdi hann bróð
Þorgrímur í Nesi Pétursson
var á orði fyrir knáleik og
karlmennsku. Hann jafnhatt-
aði þungum mönnum án mik-
illar áreynslu, var syndur vel
og glíminn. Um fimmtugsald-
ur stóð hann á höfði uppi á
mæni gömlu kirkjunnar í Nesi,
sem var torfkirkja með bröttu
þaki og hvössum mæni. Sú
kirkja var rifin um aldamót-
in síðustu.
Á áttræðisaldri lék Þorgrím-
ur sér að því að „berja hrúta“
og „flá kött“ á bita á Nesbað-
stofu, þegar yngri menn voru
þar að þvílíkum leikum-
Kvenhollur þótti Þorgrímur
og ekkert fyrir að forsmá hið
fríða kyn, ef færi gáfust, og
er hér þó ekkert um það að
segja.
Lengi gekk hann á beitarhús
í Neshvammi austan Laxár.
En Nesbær er að vestanverðu
við ána, alllangt frá. Varð
beitarhúsamaðurinn að ferja
sig yfir oftast nær. Þó kom
fyrir r.ð ána mátti lappa á lé-
legum ísi eða skríða á krapi.
Stóð það þó ætíð stutt, því ána
leggur ekki á þessum slóðum
nema í aftökum og étur jafn-
óðum af sér strax og svíar.
Eitt sinn í skammdeginu var
áin auð sem oftar, en snjór þó
mikill, einkum í brekkunni
austanverðu. Fór þá snjóflóð
á Þorgrím eða tók, þar sem
hann rak fáeinar kindur yfir
fönn í svonefndum Miðfleka
norður af Neshvammshúsum.
Skipti það engum togum, að
flóðið tók mann og kindur, og
flaug hann fyrir kletta og út
á á. Vissi hann lítt af sér, fyrr
en hann lá undir krapi á Lax-
árbotni, og þó ógerla. Hafði
snjóflóðið stíflað ána og fyllt
farveginn.
ur sínum á götu og stakk
skyrtunni i barm hans, þegar
þeir kvöddust. Síðan gekk
hann heim og var þá i afar
góðu skapi.'
Ekki mun hugsun Þorgríms
hafa verið sem skýrust þar
undir krapinu. En það skildi
hann þó og fann, að krap
þrýsti að á allar hliðar og að
dýpi mundi vera meira en svo,
að von gæti verið um að krafsa
sig upp úr krapi og snjó. Virt-
ist honum þá sem glæta ein
vekti skammt frá á einum
stað- Tók hann það ráð að
reyna að skríða með botninum
undir krapinu i átt þangað.
Eftir stundarkorn kom hann
í autt vatn og synti upp á yfir
borðið- Þar ‘var hyldýpi og
krapaveggur allt um kring.
Engum sögum fer um það,
hvernig Þorgrímur komst upp
úr vökinni og yfir krapið, enda
mun hann litla grein hafa
gert sér fyrir því sjálfur. En
landi náði hann og var nú
staddur á vesturbakka Laxár
og komin yfir hana með all-
óvenjulegum hætti. Litast
hann nú um og sér á höfuð
tveggja lamba, er lent höfðu
í snjóflóðinu með honum. Voru
lömbin kippakorn frá landi,
föst í krapi. Snýr Þorgrímur
nú þangað og vill gjarnan
duga lömbum sínum, treður
undir sig krap og nær lömbun
um. Og voru þau lifandi.
Að þessu búnu gekk hann á-
leiðis heim. Frost var mikið,
og urðu klæði hans brátt gadd
freðin, svo að hann mátti sig
varla hræra til gangs. Varð
honum það þá fyrir, að hann
skreið eða velti sér síðasta
spölinn heim til bæjar.
Ekki mun Þorgrími hafa
orðið meint af kaffæringu
þessari, annað en hann var
dasaður nokkuð næstu daga
á eftir.
Bj. G.
Kafíæríng í Laxá
• •:<•:<•:< * •:<* *•:< »:••:«•
Skrifað og skrafað
(Framhald af 7. síðu).
Einstæður blekkinga
leikur
Síðustu dagana hafa út-
svarsgreiðslur verið mjög á
dagskrá í Reykjavík, og er
það að vonum. Útsvarsskráin
hefur verið lögð fram, og jafn
framt því hafa stjórnarblöðin
hafið upp yfirþyrmandi lof-
söng um það, hve útsvörin
hafi lækkað mikið, og þar með
sé hunang viðreisnarinnar
farið að drjúpa yfir þjóðina.
Hér er um að ræða einstæðan
blekkingaleik, leik með tölur
til þess eins gerðan að láta
lítg. svo út, að borgurunum sé
þyrmt í útsvari og sköttum,
meðan verið er að rýja þá enn
ræklegar.
Sjónhverfingarnar eru í ein
földustu dráttum framkvæmd
ar þannig, _ að ríkisstjórnin
afnemur tekjuskatt að mestu
af venjulegum launatekjum
og stuðlar að smávegis lækkun
útsvara. En í þess stað er nokk
ur hluti útsvarsins innheimt-
ur sem söluskattur, og sölu-
skatturinn allur hækkaður
úr ca 150 millj kr. í ca 550
millj. kr. á ári. Hækkun
söluskattsins kom til fram-
kvæmda, þegar þrír mán-
uöir voru liðnir á þessu ári,
og samt er hann áætlað-
ur á fjárlögum 437 millj. svo
að á næsta ári, innheimtur
eftir sömu reglum, hlýtur
hann að verða um 550 millj.
kr. Þetta verða um 13 þús. á
hverja fjögurra manna fjöl-
skyldu í landinu, en á þessu
ári er söluskattshluti sömu
fjölskyldu um 10500 kr. Sölu-
skattshluti hennar fyrir árið
1959 var þó aðeins um 3500
kr. svo að sú greiðsla fjöl-
skyldunnar hefur hækkað um
7000 kr. á þessu ári og hækk-
ar um 9500 kr. á næsta ári.
Samkvæmt útreikningum
Morgunblaðsins er meðalút-
svar á 4 manna fjölskyldu
nú 5700 kr. og tekjuskattur
enginn. Þessi tvenn gjöld
hafa lækkað um 3679 kr. seg-
ig Mbl. Látum svo vera, þótt
ekki munu allir eiga slíkri
lækkun að fagna — en aðrir
meiri. En söluskatturinn hef-
ur hækkað á móti um helm-
ingi hærri upphæð, svo að
þessi fjölskylda verður — sé
dæmi Morgunblaðsins fylgt —
að greiða nokkuð á fjórða
þúsund kr. meira í þessa
skatta til ríkis og bæjar en
árið áður, og næsta ár verður
útkoman enn óhagstæðari.
Lítill hagur
Það munu flestir skilja, að
fólki er lítill hagur í því að
útsvör séu lækkuð eitthvað,
ef söluskattur er hækkaður
tvöfalt meira en lækkuninni
nemur. Þetta er það, sem gerzt
hefur, og sjónhverfingin er í
því fólgin að láta menn
greiða söluskattinn um leið
og soðningu eöa haframjöl og
fela hann þar í verðinu, og þá
halda sjónhverfingameistar-
arnir, aö fólk verði ekki vart
við þetta en lofsyngi aðeins
lækkaða tölu á útsvarsseðli.
Það er hverjum manni ljóst,
að opinberar álögur hafa
aldrei verið þyngri á almenn-
ingi en einmitt nú, og ofan á
þær bætast svo okurvextir
ríkis og banka, stórhækkaö
vöruverð vegna gengislækk-
unar, samdráttur í atvinnu
og tekjum og takmörkun allra
framkvæmda í landinu. Hin
glæsilega framþróun til meiri
afkasta og betri lífskjara er
stöðvuð og fólkið keyrt með
harðri hendi niður á gamla
íhaldsplanið, sem framfara-
öflin í landinu lyftu þjóð-
inn af fyrir þrem áratugum.
Það er draumsýn íhaldsins,
og skömmtunarstjóri fátækt-
arinnar á aö tryggja rikis-
mönnum nægan gróða og
halda því „jafnvægi" í þjóð-
arbúskapnum, sem þessir herr
ar kjósa.