Tíminn - 28.08.1960, Side 11

Tíminn - 28.08.1960, Side 11
( Þeir, sem efni hafa á, gefa keypt sér eigin fjaðradýnu, sem má leggja sam- an og flytajtil, eins og myndirnar að neðan sýna. Dýnur af mlllistærð kosta rúmlega 200 dollara, og fylgir þeim myndskreytt kennslubók með alls kyns leiðbeiningum. Leikreglur opinberu vallanna gilda að sjálfsögðu ekki fyrir dýnueigendur, svo að þessi unga stúlka frá Hollywood getur æft alls konar dansspor með kunningja sínum (sjá til vinstrl). Hún er meðlimur I ?jaðra-hopp-klúbb og ver efsta sætið sem fjaðradrottning með sóma. hálfuni mánuði. Er ekki ósenni- legt, að það sé betri ánangur en náðist með húlahoppi, og var hann þó sagður góður. Það væri gaman að vita, hvort þessi nýi faraldur á ekki eftir að ná hingað til lands líka. Að vísu má segja, að íslenzk börn sem annarra þjóða, hafi iðkað það frá fyrstu tíð að stunda loftfimleika á lijónarúmum foreldra simia, við misjafnar undirtektir þó. En fari svo, að flutt verði inn fjaðra hopp tæki, eða jafnvel framleidd hér, er ekki að efa, að brátt kalli þau hvort í annað, unglingarnir, og segi: „Hvert eigum við að fara að skoppa í kvöld?“ Eða þá í því tilfelli, að fólk eigi dýnu sjálft, að það heyrist svipað og meðan húla-hoppið var við líði: „Má ég koma ttl þín að hoppa? Ég kemst aldrei að fyrir henni mömmu . .“ þessa íþrótt en húlahoppið, er hún þó líkleg til að ná líkum vinsældum, enda á góðri leið með það. Upptök sín á hún í Kali- forníu, hver svo sem hefur haft hugmyndina, en nú hefur hún bre'iðzt út um öll Bandaríkin. í Los Angeles einni eru yfir 175 fjaðra-hopp-vellir. Fyrstu vell- irnir eru nú í byggingu í Eng Iandi, og þess mun ekki langt að bíða, að Þjóðverjar skoppi og hoppi víðs vegar um landið hve- nær sem færi gefst. Ekki eru það eingöngu ungling ar, sem stunda íþrótt þessa. Þeg- ar þeir hafa yfirgefið vellina á kvöldin, taka foreldrair þeiirra við. Sagt er, að þetta sé hið ágæt- asta ráð til nð losa sig við bfla- spikið, og að sjálfsögðu er búið að reikna út, að meðal-þyngdar- tap roskinna kvenna, sem iðka íþróttina daglega, sé 10 kíló á Ekki leið á löngu, eftir að veldi húla-hopp-Sþróttarinnar leið undir lok, áður en klókir verzlunarmenn vestanhafs létu sér detta í hug nýtt tómstunda- gaman fyrir unglinga og þá sem vilja lialda áfram að vera það: f jaðrahoppið. Þótt það sé all miklu kostnaðarsamara að iðka Á almenningsvöllunum, sem leigja út fjaðradýnur, gilda nákvæmar reglur um notkun þeirra. Ekkl má nema einn vera á hverri dýnu i einu, og bannað er að hoppa af einni á aðra. Hver hálftími kostar nokkur cent. Bannað er að reykja eða borða á dýnunum og sömuleiðis að framkvæma erfið stökk nema undir eftirliti leiðsögumanns. Ekkl má nota annað skótau en leikfimisskó, eða bara sokka. Nýjasta sportið — f jaðrahopp Fara menn brátt að skoppa í tómstundum sínum hér? Þessi fimmtán ára piltur hefur fund- ið sér nýtt tómstundagaman: fjaðra- hopp. Hann er enginn loftfimleika- maður að atvinnu, en hann hefur N farið daglega að hoppa, frá því fyrsti fjaðradýnu-völlurinn var opnaður I Los Angeles. Eftir myndunum að dæma, virðist hann hafa náð mikilli lelkni í íþróttinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.