Tíminn - 04.10.1960, Síða 1
Áskriffarsíminn er
1 2 3 2 3
222. tbl. — 44. árgangur.
r- .
RæSa Einars a |
á útifundinum
Þriðjudagur 4. október 1960.
Brézkur
ræðst á
færi ísl.
togari
veiðar-
báta
Saxaði hvað eftir annað yfir línurnar
Uppsögn iækna
dæmd ólögmæt
Heildarendurskoðun samninga á döfinni
Gerðardómur er fallinn
í deilu Læknafélags Reykja-
víkur og Sjúkrasamlags
Reykjavíkur vegna samnings-
uppsagnar lækna i haust.
Komst gerðardómurinn að
þeirri niðurstöðu að uppsögn-
in hefði verið ólögmæt.
Brugghús kon
ungs brennur
Höfn, 3. 10. EinkaskeytS til
Tímans. — Þriðji stórbrunínn í
Kaupmannahöfn á þessu ári varð
aðfaranótt sunnudags og enn varð
eldsvoðinn í gamalli, sögufrægri
byggingu — að þessu sinni var
það hið aldna brugghús konungs,
sem brann. Húsið v.ar nú orðið i
notað sem vöruskemma og er
bruninn talinn einn hinn mesti,
sem orðið hefur í Kaupmanna-
höfn á þessari öld og tjónið metið
á 25—30 milljónír danskra króna.
Sautján ára gamall sænskur
piltur var handtekinn nálægt
brunastaðnum og Iiefur hann
viðurkennt að hafa kveikt í hús
inu. Allt slökkvilið borgarinnar
var kallað út og tókst því seint
á sunnudag að hefta frekari út-
breiðslu eldsins, en yfir þrjátíu
fjölskyldur í nærliggjandi liúsum
urðu að yfirgefa þau vegna
skcmmda af vatni, sem slökkvi-
liðið neyddist til að dæla á hús-
in. (Aðils).
Eins og raíkið var hér í blaðinu
í fyrri viku, sögðu læknar í Reykja
vik upp samningum sínum við
sjúkrasamlagið í sumar, þar sem
tregða var á að læknar fengju af-
greidd tilskilin bílleyfi. Því máli
var þó fljótlega kippt í lag, og þar
með var deilan raunverulega úr
sögunni, þar sem áður hafði verið
samþykkt af báðum aðilum að
samningar skyldu framlengjast
óbreyttir í haust. Hins vegar kom
upp ágreiningur um það hvort
samningsuppsögnin sjálf hefði ver
ið lögmæt, og var því máli skotið
til gerðardóms. Dóminn skipuðu
lögfræðingarnir Gunnlaugur
Briem, Jón Magnússon og Valdi-
mar Stefánsson sakadómari, sem
var oddamaður í 'dómnum. Að því
er Arinbjörn Kolbeinsson, formað-
ur Læknafélags Reykjavíkur, tjáði
blaðinu í gær hefur úrskurður
dómsins nú fallið, og er sá að upp
sögnin hafi verið ólögmæt. Dóm-
urinn var þó ekki á eitt sáttur,
þar sem Jón Magnússon lögfræð-
ingur taldi að allt hefði verið á
felldu um uppsögnina og skilaði
séráliti þar um.
Samningar endurskoðaðir !
Eins og fyrr segir kemur ekki
til samningsslita milli lækna og
Sjúkrasamlags Reykjavíkur nú í
haust. Hins vegar hefur blaðið
fregnað að á döfinni sé gagnger
endurskoðun samninga lækna og
sjúkrasamlagsins, en allmikil
óánægja hefur ríkt meðal lækna
vegna starfsaðstæðna þeirra og þá
einkum ýmissa sérfræðinga. Hafa
báðir aðilar skipað samninganefnd
ir af sinni hálfu, og mun vera í
ráði að taka upp nýtt heildarskipu
lag á þessum málum. Tíðinda mun
þó ekki vera að vænta af samning
um fyrr en síðar í vetur. —ó
Útifundurinn á Lækjar-
torgi á laugardaginn fór
hið bezts fram og þótti tak-
ast með ágætum. Þúsund-
um saman mótmæltu Reyk-
vikingar þar ölium undan-
slætti trá 12 mílna fisk-
veiðilandhelginni umhverf-
is landið allt og fordæmdu
það athæfi ríkisstjórnar-
innar að setjast að samn-
ingaborði með Bretum í al-
gjöru heimildarleysi og
þvert gegn gefnum loforð-
um og yfirlýsingum um
málið. Myndin er tekin í
upphafi fundarins, en held-
ur fjölgaði er á fundinn
leið. (Lljósm. Tíminn KM).
Frá fréttaritara Tímans
í Neskaupstað.
Tveir bátar héðan, Gullfaxi
og Hafrún, sem báðir róa með
líhu, urðu fyrir >llri áreitni
brezks togara, Serron, GY —
309, s. I. sunnudag. er þeir
voru að draga línu sína 19 til
20 sjómílur út af Norðf jarðar-
horni. Tapaði Hafrún 4 bjóð-
um af þessum sökum og Gull-
faxi einu.
Á laugardagskvöld réru bátar
yfirleitt frá Neskaupstað, og hófu
tveir þeirra, Hafrún og Glófaxi að
leggja línu sína um 14 mílur út
af Norðfjarðarhorni. Þá um kvöld
ið urðu þeir varir við einn togara
6—8 mílur utar, en þá var ekkert
athugavert við hann.
Krusaði ytir línurnar
Daginn eftir, er bátarnir tóku
að draga línur sinar, var togari
þessi kominn norður fyrir og tog-
aði síðan beint yfir línur beggja
bátanna, þangað til hann var kom
inn vel suður fyr'ir þá, en sneri
síðan við og keyrði norður aftur
og enn yfir línurnar. Þetta gerði
hann þrisvar sinnum og kom sí-
fellt nær bátunum eftir því sem
þeir dr'ógu meira inn. Virtist hann
sæta lagi að sigla sem næst lóða-
belgjunum til þess að slíta örugg
lega. Lét hann ekki af þessu fóls-
lega háttalagi fyrr en Glófaxi
sigldi alveg uþp að honum og tók
nafn hans og númer. Þá axlaði
hann sín skinn og sigldi á ný
Iengra út. Netatjón bátanna við
þetta varð þó nokkuð, sem fyrr
ségir, Hafrún missti þrjú bjóð og
Glófaxi eitt. Veður var glansandi
bjart, er þetta skeði, svo að togara
menn hlutu að sjá hvað þeir voru
að sigla á, og varð ekki annað séð
en það hafi verið gert af ásettu
ráði.
Vissi ekkert
Blaðið hringdi til Landhelgis-
gæzlunnar og spurðist fyrir um,
hvort kæra hefði borizt þangað út
af þessum atburði. Það reyndist
ekki vera, og hafði Landhelgis-
gæzlan ekki um þetta heyrt, fyrr
en blaðið hringdi.
Drengurinn var lokaður
inni hvað eftir annað
Tveir prestar fengnir til að ráða
bót á reimleikunum
Svo bar við á Tungufelli í
Lundareykjadal í sumar, að
þar tók að bera á furðulegum
fyrirbærum í sambandi við
dreng frá Akranesi, sem var
til sumardvalar á Tungufelli.
Var hann iðulega innilokaður
þar sem hann var einn í hús-
um, útihúsum eða bæjarhús-
um, þótt þannig væri í pottinn
búið, að hvorki hann sjálfur
né aðrir af heimilisfólkinu
hefðu getað verið þar að
verki.
| I sambandi við þetta var stórum
| og þungum hlutum velt úr _stað
og einnig bar það við, að lyklar
hurfu með öllu. Bóndinn á Tungu-
felli, Hjörleifur Vilhjálmsson,
sagði blaðinu í gær, að einu sinni
hefði dr'engur þessi t. d. verið að
ná í eitthvað í geymslu niður í
kjallara. Hurðin fyrir geymslunni
er lokuð með stórri jámslá og ekki
var drengurinn nema nýkominn
þar inn, þegar dyrunum var skellt
aftur og slánni brugðið fyrir. í
þessu tilfelli var útilokað að nokk
ur annarra heimilismanna hefði
verið þarna í kjallaranum, og eng-
inn möguleiki á að drengurinn
hefði getað sett slána fyrir sjálfur.
Sóknarpresturinn, séra Guð-
mundur Þorsteinsson á Staðarhóli,
var fenginn til þess að rannsaka
þetta mál, og fékk hann séra Jón
M. Guðjónsson á Akranesi í lið
með sér. Var helzt komizt að þeirr’i
niðurstöðu, að pilturinn hefði svo
mikla miðilshæfileika, að verur úr
öðrum heimi legðu hann í einelti.
Mun það vera til í ætt piltsins.
Samkvæmt tillögu prestanna var
pilturinn tekinn úr sveitinni, og
þá var sem við manninn mælt, að
allir reimleikar hurfu á bænum.
Þess má geta, að hvorki piltur-
inn né aðrir á bænum sáu né
heyrðu neitt óútskýranlegt annað
en þessar hurðalokanir. Lítið sem
ekkert mun hafa fylgt honum af
þessu tagi heirna hjá honum, en
eitfchvað mun hafa ver'ið á sveimi
kringum föður hans. —s ,
5-vK-T:'.si!Kr.í.'
vill Sameinuðu
feigar - bls. 16