Tíminn - 04.10.1960, Side 6
6
TÍMINN, þriðjudaginn 4. október 1960.
Sjötugur í dag:
Þorsteinn Kristleifsson
bóndi á Gullberastöðum
Það líður óðum á æviskeið okk-
ar, sem komnir vorum dálítið á
legg, þegar nítjánda öldin hvarf
í aldanna skaut.
Einn af geðþekkustu og myndar
legustu bændum Borgarfjarðarhér
aðs á sjötíu ára afmæli í dag. Það
er Þorsteinn á Gullberastöðum.
Ekki skal ég leitast við að skrifa
ævisögu þessa gamla, góða ná-
granna mins, en fáeinum orðum
skal hans minnzt á afmælisdaginn.
Þorsteinn var fæddur að Uppsöl
um í Hálsasveit 4. október 1890.
En þar bjuggu foreldrar hans þá.
Þau voru Andrína Einarsdóttir,
bónda Einar'ssonar að Urriðafossi í
Árnessýslu og fræðimaðurinn
kunni Kristleifur Þorsteinsson
Jakobssonar Snorrasonar prests á
Húsafelli, síðar lengi bóndi á
Stóra-Kroppi. Þar ólst Þorsteinn
upp á því góða heimili hjá föður
sínum og lengst af seinni konu
hans Snjáfríði Pétursdóttur frá
Grund í Skorradal.
Þar í glöðum systkinahóp vand
ist hann við fróðleik, lífsgleði,
reglusemi og ræktar'huga við æsku
hérað og fagurt mannlíf.
Á yngri árum naut Þorsteinn
skólagöngu í tvo vetur hjá Ólafi
presti í Hjarðarholti í hans merka
æskulýðsskóla, og sigldi þá nokkru
síðar til Br'etlands og var þar við
nám og störf um eins árs skeið.
Hann var kennari í Reykholtsdal,
Hálsasveit, Andakíl og Lundar-
reykjadal nokkurt árabil. Einnig
stundaði hann sjóróðra á Suður-
nesjum á vertiðum i allmörg ár.
Árið 1923 kvæntist Þorsteinn
ágætis og myndarstúlkunni Krist-
ínu Vigfúsdóttur á Gullberastöðum
og hófu þau þá fyrstu árin búskap
sinn í Reykholtsdal. En 1926 fluttu
þau að Gullberastöðum i Lundar-
reykjadal og hafa búið'þar far-
sælu og laglegu búi síðan.
Kristín var vel menntuð kona
innan lands og utan og þó máske
einkum frá hinu góða heimili, þar
sem hún var uppalin hjá móður
sinni og föður Sigríði Narfadóttur
og Vigfúsi Péturssyni. Hún var
kennax’i á ýmsum stöðum á sínum
yngri árum, enda hafði hún lokið
námi og prófi í Kennaraskólanum.
Bæði hafa þessi hjón verið mynd
arleg að vallarsýn, en þó einkum
hugljúf, elskuleg og aðlaðandi í
aliri viðkynningu.
Ekki hefur þeim sjálfum orðið
barna auðið, en þau hafa alið upp
vandalaus börn og verið sérstak-
lega elsk að börnum, enda börn
mjög oft verið hjá þeim, bæði til
lærdóms og dvalar. Óhætt er að
segja, að nær því allir hafi elskað
þessi góðu hjón, sem þeim hafa
kynnzt — og þess meira, venjulega
eftir því sem kynningin hefur ver-
ið meiri.
Hjónin á Gullberastöðum hafa
jafnan undanfarna áratugi verið
í allra fremstu röð myndarhjóna
í Borgarfirði. Og býli þeirra ber
ljósan vott um framfara og um-
bótahug í mikilli túnr’ækt, skóg-
rækt og góðum byggingum, sem
eitt bóndabýli má prýða. Og er fag
urt að líta heim að Gullberastöðum
þar sem þessi heillandi bóndabær
blasir móti sól og suðri við hlíðar
rætur bratts Lundar’hálsins.
En það sem einkum einkennir
hjónin á þessum fríða dalabæ, það
er greind þeirra, menntun og góð-
vilji. Þar ræður ekki kotungshátt-
ur í hugsun né þröngsýni rikjum.
Þorsteinn hefur löngum verið
heimakær og ekki ferðast mjög
víða eins og nú er orðinn siður
margra. En hann hefur jafnan ver
ið lestrar- og fróðleiksfús og líka
víðsýnn og frjálslyndur í hugsun.
Enda hefur hann venjulega skipað
sér í hóp þeirra, er unna samvinnu
'og samhjálp samtíðarmannanna og
félagslegum framförum í hvívetna.
— Hann hefur jafnan verið ákveð-
inn andstæðingur þeirra yfirgangs
stefna, sem einkennast af því, að
hafa brennandi löngun til þess að
græða sem allra mest á samferða-
mönnunum með réttu eða röngu.
Sveitungar Þorsteins hafa falið
honum margvísleg störf fyrir al-
menning, sem hann hefur jafnan
leyst af höndum með trúmennsku
og traustleika, enda nýtur hann
trausts og vinarhuga hjá öllum,
sem hann þekkja. Hann er síglaður
í viðmóti, tal’svert gamansamur
stundum og einn með skemmtileg
ustu mönnum í umgengni. Megi
Borgarfjörðurinn okkar eignast
sem flesta hans líka.
Til hamingju með afmælisdag-
inn, þið góðu hjón á Gullberastöð-
um, og þökk fyrir indæla viðkynn-
ingu nú í nokkuð meira en hálfa
öld.
Vigfús Guðmundsson
Stúlka
Unglingsstúlka óskast til aðstoðar á heimili nú
þegar, eða síðar Tilboð er gremi aldur, sendist í
pósthólf 1093 merkt „Veturxl8“.
ÞAKKARÁVÖRP
Mínar beztu þakLir til allra þeirra fjær og nær er
minntust mín með hlýjum handtökum veglegum
gjöfum og skeytum á sextíu ára afmæli mínu 28.
sept. s. 1.
Lýður Skúlason
Keidum.
V*X*V*V*V*V«V*V*V*V*V*V»X»'
V*V*V*‘
•V* v*v*v*v*v*v*v*v*v*v»v*v
Heimilishjálp
Tek gardínur og dúka í
strekningu Upplýsingai í
síma 17045.
Söngskemmtun
KETILL JENSSON
heldur söngskemmtun í Gamla Bíó í kvöld kl. 7.15.
•v*v*v*v*v*v
RÁÐSKONA
ÓSKAST
á býli á Suðurlandi. Mætti
hafa með sér barn, eða ung-
ling. Fámennt heimili, Raf-
magn o. fl. þægindi á staðn-
um. Uppl. í síma 10368.
LlNAN
Við hljóðfærið: Skúli Halldórsson tónskáld.
Aðgöngumiðasala í Bókabúð Lárusar Blöndals,
Skóavörðustíg og hjá Eymundssen, Vesturveri.
V‘V*V*V*V*V*V*V*V»V*V*V*V*V*V»V*V*V*V*V*V*V*V*V*V*V»V*V*^
Reykjavíkur
heldur félagsfund í Framsóknarhúsinu uppi, mið-
vikud. 5. þ. m. kl. 21 síðd.
Fundarefni:
1. Kosningarnar.
2. Önnur mái.
\ Stjórnin.
Reykjavíkur
Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa á 27.
þing Alþýðusambands íslands fgr fram laugard 8.
og sunnud. 9. okt 1960.
Atkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu félagsins,
Laufásvegi 8 og stendur frá kl. 2—10 e. h. laugard.
8. okt. og frá kl. 10—12 f.h. og 1—10 e. h. sunnud.
9. okt.
Kjörstjórnin.
Blaðburður
Tímann vantar unglinga til blaðburðar um
Hagana og
Grímsstaðaholt
AFGREIÐSLAN.
Verzlunarmanua-
félag Reykjavíkur
efnir til fræðslufunda um verkalýðs- og atvinnumál á
tímabilinu október—nóvember 1960
•
Fyrsti fundurinn verður í Iðnó í kvöld 4 október og
hefst klukkan 20,30
Rætt verSur um sögu, störf og skipulag
AlþýSusambands íslands.
RæSumenn:
Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.Í.
Eggert Þorsteinsson, varaforseti A.S.Í.
Verzlunarfólk fjölmennið.
Stjórn V.R.