Tíminn - 04.10.1960, Side 14

Tíminn - 04.10.1960, Side 14
M T í MIN N, þriðjudagiim 4. október 1960. úr lelg'ubilnum: — Hvag var hann að segja við yður, sagði hann stuttar- lega. — Því skyldum við ekki tala saman? sagði Elísabet striðnislega. — Hann er mjög aðlaðandi. Eg er viss um aö hann hefði ekki verið svvo ókurteis að sofa í þrj á klukku tima ef við hefðum setið sam an í flugvélinni. Eg held ég vilji bara frekar fara með honum í ökuferð. — Ó, nei, ekki aldeilis, sagði Davíð og ýtti henni inn 1 bifreiðina og náði síðan í farangur sinn. — Þér verðiö með mér og þá eruð þér ör> ugg. — Hver hugsar um öryggi Það er ekki á hverjum degi, sem mér gefst kostur á að lit ast um í Algeirsborg. — Prýðilegt, þér skuluð ráða. Hann greip utan um Elísabetu og ætlaði að þrýsta henni að sér um leið og bif- reiðih skrönglaðist af stað. Elísabet losaði sig og hann brosti iðrunarbrosi. Þau hlógu bæði þegar bif- reiðih másaði eftir mjóum götunum. Davíð var í góðu skapi og hún bar hann ósjálfrátt sam an við hina yfirdrifnu kurt- eisi herra Brovnless. Davíð var eitthvað svo .. lifandi, en hr. Brovnlee hafði verið svipbrigðalaus eins og hann bæri grímu . . Það var eins og Davíð læsi hugsanir henn ar, því hann sneri sér að henni. — Hvað er að yður? Við erum að skemmta okkur. — Það er ekkert að mér. Þetta er skemmtilegt og ég er mjög glöð. En þó að það væri vissulega satt, gat Elísabet ekki gleymt, hvernig herra Brovnlee hafði starað á hana nokkrum mín- útum áður. Brovnlee .. eða Soames. Hún vissi ekki hver hann var, og enn síður vissi hún, hvers vegna hún gat ekki hætt að hugsa um hann. 3. kafli. Innfæddi bílstjórinn leit letilega í áttina til Rock Point. Hann sá bregða fyrir hvítum kjól Elísabetar. Davíð gekk við hlið hennar og spark aði öðru hverju í smásteina og skeljar. Elísabet hnýkkti til höfð- inu. — Ó, hvað er fallegt hérna. Það er ótrúlegt að ekki skuli vera meira en sex klukkutím ar síðan ég var í Englandi. — Eg er á móti því að þér haldið strax áfram ferðinni, sagði Davíð. — Eg vorkenni yður að fara til Gambia og í hitana þar. Elísabet settist á stein og sveiflaði fótum. — Þér hafið fallega ökla, sagði hann. Nætur halda áfram? Hún bandaði frá sér hend inni. — Það ér ekki um neitt að velja. Hún renndi sér niður af steininum og stillti sér upp fyrir framan hann. — Mér hefur verið ánægja af að kynnast yður, Davíð Carrington. — Stúlkan með silkihárið, muldraði hann. — Bróðir minn kallaði mig það líka. — Bróðir þinn? Algeirsborg Eftir George Alexander — Ef þér hefðuð nokkuð vit á því, mynduð þér hafa sagt ég hefði fallega fætur líka, sagði Elísabet, en henni brá þegar hún sá andlit hans. — Hvað er nú? Þér hafið ekki gert annað en stríða mér í allan dag. Eg hlýt að mega borga fyrir mig. Hef ég sagt eitthvað ljótt? Eruð þér að hugsa um aðra stúlku? Hann leit alvörugefinn á hana: — Það er engin önnur, Elísabet. Hann hikaði litið eitt. — Eg vil ekki að þú farir til Gambia. Davíð greip um hönd henn ar og þrýsti hana fast. — Eg vil alls ekki að þú farir. Eg vil hafa þig hjá mér. — Já, auövitað, sagði hún léttilega. — Það er prýðilegt. Þér hafið yðar vinnu hér. En ég fer þangað sem mitt starf bíður mín. Og ég verð að hafa peninga. — Hjúkrunarkonur geta alls staðar fengið vinnu, sagði hann ákafur. — Mikið rétt, sagði Elísabet og horfði fram fyrir sig. — En ég er lærð ljósmóðir líka, og það er þess vegna sem ég ætla til Gambia. Eg get ekki hætt við það núna. — Þú ert þá ákveðin í að 4. — Hann féll í stríðinu, svar aði hún. — Hann var flug- maður. i Hann strauk þétt um hönd e.inar en sagði ekkert. j — Hann var bara tuttugu j ára. Elísabet brosti angur- vært. — Hann var allt sem j ég átti. — Foreldrar þínir? spurði ; Davíð lágt. ! Hún hrissti höfuðið. i — Þú ert þá ein eftir. Hún j kinkaði kolli og hann sá tár- I in koma fram í augu hennar. — Veslingurinn litli. — Það hefur kennt mér aö standa á eigin fótum, og rödd hennar var kuldaleg. Ekkert og enginn getur sært mig lengur. Hún sagði þetta með vilja, því hún sá svipinn á andliti hans. En Davíð hikaði ekki. Hún vissi, að hann ætlaði að kyssa hana og hún hefði getað kom ið í veg fyrir það. En hún leyfði honum að taka utan um sig. Hann hélt henni fast að sér og hún fann hjarta j hans slá við brjóst sér. Hann j tók undir höku hennar og j varir þeirra mættust í löng- um og ástríðuþrungnum kossi. — Þér finnst ég víst auð- fengin bráð, sagði hún svo stríðnislega. — Þetta er ekki í fyrsta sinn, er það? spurði hann. — Ertu bilaður, Davíð ég er tuttugu og þriggja ára. — Já. já. Hann horfði út á hafiö, þögull um hríð, svo leit hann aftur á hana. - Hver var hann? — Hirtu ekki um það. Þú hefur engan rétt til að skyggn ast aftur í fortíð mína, sagði hún glaðlega. — Og mér kem ur ekki við, hvað þú hefur gert hingað til. — Eg hef aldrei verið með neinni stúlku .... ekki fyrr en núna, sagöi hann í mót- mælaskyni. — Segðu langömmu þinni það, en ekki mér, sagði hún og hló. — Trúirðu mér ekki, spurði hann hraðmæltur. — Nei, mér finnst það ein um of fjarstæðukennt. Viltu gá hvað klukkan er. Eg þarf að ná flugvélinni til Gambia, eins og þú kannski manst. — Eg man. Svo þrýsti hann skyndilega báðar hendur hennar og horfði biðjandi á hana. — Elísabet .... — Já? sagði hún og fann hjartað berjast í brjósti sér. — Elísabet, þú mátt ekki hlæja að mér. En . . ég . . ég elska þig, sagði hann hrað- mæltur. Hann sá að hún háði bar- áttu með sér. Efi, viðkvæmni og öryggisleysi börðust um yfirráðin í sálu hennar. Svo sneri hún sér að honum og horfði beint í augu hans. — Sumt fólk á svo auð- velt með að sýna tilfinningar ’ínar. Eg er ekki svoleiðis. Var það ímyndun í honum að rödd hennar skylfi eilítið? Hún hélt áfram: — Eg gæti kannski sagt bér dálítið, en .. en það stoð ar bara ekkert .... Hann hallaði sér að henni. — Hvað er það? spurði hann lágróma. — Að .. að mér finnst ég líka elska þig. — Elísabet .... ástin min! hrópaði hann himinsæll og faðmaði hana að sér. En hún reif sig lausa og snerist á hæli. — Davíð, segðu ekki meira. — Elskan, hvað er að? Rödd hennar titraði; þegar hún stundi upp: — Neyddu mig ekki, Davið. Þegar maður hefur .. orðið fyrir. . orðið fyrir því að vera svikin einu sinni, reynir mað ur að hugsa sig um tvisvar .. — Var það erfitt? sagði hann blíðlega. Hún kinkaði þreytulega kolli. — Hvers vegna heldurðu að ég sé að fara til Gambia, sagði hún og augu hennar fylltust tárum. — Eg er að vísu komin yfir það .... ég elska hann ekki lengur, en, ég get ekki gleymt. Davíð svaraði ekki að bragði og hún hélt áfram: — Við höldum að ,við elsk- um hvort annað, Davíð, en hverni;/ getum við verið viss. Við höfum ekki þekkst nema í sólarhring. — Segðu mér eitt, sagði Davíð ákveðinni röddu. — Hvers vegna giftistu ekki .. þessum manni .... Hún hló biturlega. — Hann var kvæntur. — Og hann .... hann sagði þér ekki frá því. — Við skulum ekki tala meira um það. — En Elísabet, sagði hann og dró hana að sér. Hann þrýsti henni svo fast að sér, að hún tók andköf. — Davíð, slepptu mér! — Nei, ég vil hafa þig hjá mér — þú mátt ekki fara til Gambia. Hún losaöi sig úr fangi hans og horfði á hann. — Sjáðu nú til, sagði hún. Þriðjudagur 4. október: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 12,55 „Á ferö og flugi": Tónieikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19,40 Tilkynningar. . 20,00 Fréttir. 20.30 „Hugur einn það veit”, bókar- kafli eftir Karl Strand laekni (Höfundur flytur). 20,50 Tónleikar: Þrjú atriði úr óper unni „HoUendingnum fljúg- andi” eftir Riehard Wagner (Leonie Rysanek og Sigurd Björling syngja). 21.30 Útvarpssagan: ,Barrabas’ eftir Par Lagerkvist, VIX. (Ólöf Nordal). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,25 Lög unga fólksins (Guðrún Svafarsdóttir og Kristrún Eymundsdóttir). 23,20 Dagsíkrárlok. EIRÍKIJR VÍÐFÖRLI og FÓRN SVÍÞJÓÐS 31 Þegar skip Svíþjóðs nálgast, sjá þeir, að það er lítill bátur, sem straumurinn ber með sér. — Skipt :ið um stefnu, ræðbir’ar, hrópair Svíþjóður, ég sá einhvern hreyfa sig í bátnum, það líktist barni. Norðmennirnir grípa til krók- stjakanna og standa reiðubúnir til að ná í litla bátinn, þegar þeir koma að honum. Þegar það hefur tekizt, bregður þeim við að kall- að er reiðilega: — Oj! Burt með þetta. Ætlið þið að stinga Pum- Pum í hel? Og Pum-Pum rís upp með þeim myndugleika, sem velta bátsins leyfir, til að láta hjálpa sér um borð. Það er ekki fyr'r en Pum-Pum hefur svolgrað í sig fjórum krús- um af vatni, að hann getur svarað óþolinmóðri spurningu Svíþjóðs: — Eiríkur konungur og Ervin prins eru fangar á skipi vonda mannsins eftir mörg óhöpp, segir hann hás.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.