Tíminn - 04.10.1960, Side 16
Krustjoff er ekki
viðræðuhæfur nú
m
Ekkert veríur af viíræíum milli þeirra Krústj-
offs og Eise'nhowers að sinni.
Hlutlausu þjóðirnar á 15. allsherjarþinqi SÞ hafa
hvatt stórveldin til sátta. Fimm hlutlaus ríki, Indland,
Indónesía, Ghana, Arabiska sambandslýðveldið og Júgó-
slavía hafa lagt fyrir allsherjarþingið tillögu þess efnis,
að þeir Eisenhower og Krústjoff hittist að nýju og ræði
afvopnunarmálin og jafni með sér ágreiningsmálin.
Krústjoff hefur ráðizt svo heiftarlega á Bandaríkin
að menn telia fullvíst, að hann muni ckki fallast á neinar
viðræður við Eisenhower. Augljóst er, að engar sættir
vaka fyrir sovézka forsætisráðherranum.
Nú hefur Hagerty bíaðafulltrúi Eisenhowers lýst því
yfir, að Eisenhower setji enn sem fyrr sömu skilyrði
fyrir viðræðum við Krústioff og áður m. a. þau, að látnir
veirði lausir flugmenn þeir af RB—47 flugvélinni, sem
skotin var niður yfir Barentshafi 1. júlí s. I.. og eru
fangar í Sovétríkjunum. Eisenhower ieggur og á það
áherzlu, að þýðingarlaust sé að ræða við Krústjoff með-
an hann sýni engan vilja til samkomulags heldur ráðist
með heift á Sameinuðu þjóðirnar og vilji greinilega
aukna spennu í kalda stríðið.
•
Krústjoff á í miklum erfið-
leikum með skap sitt á Alls-
herjarþinginu. Hann hefur
hvað eftir annað misst stjórn
á sér, og varð forseti þings-
ins að áminna hann og víta,
er Macmillan forsætisráð-
herra fluíti ræðu sína.
KRUSTJOFF
UDU ÞJÓ
AMEIN-
GAR
Austur-Evrópuríkin geta sagt sig úr sam-
tökunum og myndað sín eigin samtök
í ágústmánuði s.l. til-
kynnti forsætisráðherra Sovét:
ríkjanna, Nikita Krustjoff, að
hann myndi sækja 15. alls-
herjarþing S.þ. í New York og
skömmu síðar ákvað Eisen-
hower forseti Bandaríkjanna
að ávarpa þingið. Fleiri stór
menni boðuðu nærveru sína
á allsherjarþinginu, m.a. allir |
leiðtogar kommúnistaríkja A- I
Evrópu; Fidel Castro forsæt-
isráðherra Kúbu, Nasser for-
seti Arabiska sambandslýð-
veldisins, Soukarno forseti
Indónesíu, Nehru forsætisráð
herra Indlands og síðast Mac
millan forsætisráðh. Breta,
svo einhverjir séu nefndir.
Þag mátti því öllum verða
ljóst, að 15. allsherjarþingiö
yrði stórra tiðinda enda hef-
ur farið svo. Forseti þingsins
var kjörinn Frederick Boland
1 frá írlandi, og síðan voru 14
ný.ríki tekin í samtök S.þ. —
Meðlimaþjóðir S.þ. eru núj
orðnar 98 og ljóst að ríki Asíu j
og Afríku geta nú haft geysi ]
leg áhrif innan samtaka S.þ. i
i
Hinir tveir stóru
!
Eisenhower forseti talaði'
fyrstur þjóðaleiðtoganna áj
allsherjarþinginu og var ræðu:
hans vel fagnað. Forsetinn
lagði áherzlu á afvopnun og
friðsamlega sambúð og hjálp
til handa vanþróuðum lönd-1
um. Sömuleiðis lýsti hann;
yfir eindrec’-iu transti á
Hammarskjcii d vegna aðgerða
hans í Kongó og skoraöi á
þjóðir heims að efla S.þ. —
það væri eina vonin um
frið í heiminum og traust
og hald smáþjóðanna.
Krustjoff forsætisráðherra
flutti svo fyrstu ræðu sína
daginn eftir ræðu Eisenhow-1
ers. Hann lagði áherzlú á af-
vopnun eins og Eisenhower en
að öðru leyti var málflutning
ur þeirra ólíkur. Krustjoff
fór höröum orðum um
Bandaríkin og nýlendustefn,
una en harkalegast veittist
hann þó að Hammarskjöld
framkvæmdastjóra S.þ. vegna
aðgerða hans í Kongó, og
vildi láta leggja niður em-
bætti hans og skipa fram-
kvæmdaráð þriggja manna í
staðinn. Auk þess vék Krust
oft að því, hvort ekki væri
mál til komið að flytja aðal
stöðvar S.þ, burt frá New
York.
I
Krústjoff heldur sitt strik
Að loknnm ræðum þessara
tveggja komu í ræðustólinn
á allsherjarþinginu m.a.
Castro, Nasser og Tító. —j
Castro varði mestum tíma sin
um í þag að skamma Banda
ríkin. Þeir Tító og Nasser for
dæmdu nýlendustefnuna en
réðnst ekki á S.þ. af sama
offorsi og Krustjoff og Nass
er þakkaði S. þ. í sambandi
við Súez-deiluna og lýsti;
trausti á samtökunum. Ein-
kennandi var fyrir ræður full
trúa Asíh og Afríkuríkja að
þeir hvöttu stórveldin til
sátta.
Krustjoff sagði um ræðu
Eisenhowers forseta, að hún
hefði verið skynsamleg, en
blöð ð Vesturlöndum og full
trúar Vesturveldanna hjá
S.þ. litu ræðu Krustjoffs
ekki sömu augum. Hún olli
miklum vonbrigönm. Hún var
bein yfirlýsing um stríð á
hendur S.þ. — allur boðskap
ur Krustjoffs miðaði a'ð því
að veikja samtökin og þar
gætti hvergi óska um sátt of
samlyndi.
Mönnum var ekki fullljóst
hvað vakti fyrir sovézka for!
sætisráðherranum. Þaö var,
þó fyrirfram vitað, að hann
myndi ráðast að Hammar-
skjöld og reyna að koma sér
í mjúkinn hjá Asíu- og Afríku
þíóðum Hann mun hafa
vænzt þess, að ríki þessi:
stvddu afstöðu sína í Kongó- j
málinu og féllust á þær rök-
semdir, að nýlendusinnar
hefðu notað F',/imarskjöld
í Kongó. Það hefur því vafa-
lítið komið eins / reiðarslag
yfir Krustjoff, aukaþing
S.þ. samþykkti traust á
Hammarskjöld vegna Kongó-
málsins að tillögu ríkja
Afríku og Asíu. En Krustjoff
hefur haldið sínu til streitu
og orö hans og athafnir á
allsher j arþinginu síðustu
daga sýna nú, hvað fyrir hon
um vakir.
Berserksgangur
Er Macmillan forsætisráð-
herra Breta hélt ræðu sína
í s.l. viku og svaraði ræðu
Krustjoffs, varð sovézki for-
sætisráðherrann hvað eftir
annað æfur af reiöi, barði í
borðið og hrópaði yfir þing-
heim svo Boland þingforseti
varð as áminna hann. En s.l.
sunnudag varpaði Krustjoff
sprengju sinni svo um mun
aði og segir Moskvublaðið
Pravda, að ræða Krustjoffs
á sunnudaginn hafi verið
mjög hreinskilin. Með tilliti
til þess, er ljóst, að Krustjoff
óskar ekki að setja niður
deilur og vill veikja samtök
S.þ. Það var fyrst og fremst
ofstopi, hefnda-rfýsn og
ruddaleg ummæli, sem ein-
kenndu þessa ræðu forsætis
ráðherrans.
Krustjoff réðist að slikri
heift á Bandarikin og mönn
um þykir í því felast óbeint
neikvætt svar við framkom-
inni tillögu fimm hlutlausra
ríkja, að þeir hittist að nýju
Eisenhower og Krustjoff. —
(Framhald á 2 síðu)
Þriðjudaginn 4. október 1960.
222. blað.