Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 1
237. tbl. — 44. árgangur. Föstudagur 21. október 1960. Fer afgreiðslufólk í verkfaU á morgun? V.R. tekur einhliða ákvörðun um vinnu- tíma verzlunarfólks á laugardögum Eftiríarandi frdtt var send blað- inu í gær: „Vegna blaðaskrifa sem verið hafa undanfarið út af á- greiningi um vinnutilhögun afgreiðslufólks í verzlunum á laugardögum, á timabilinu 1. október til 31. desember, tel- ur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur sér skylt að al- menningi verði birt eftirfar- andi atriði varðandi vinnu- tlma launþega í verzlunum. Verzlundrmannafélagið sá sig knúið til, eftir árangurslausar við- ræður við viðsemjendur sína, að taka einhliða ákvörðun um vinnu- tíma verzlunarfólks a laugardög- um, og hefur bréflega tjáð þeim að eftiifarandi vinnutími komi til framkvæmda frá og með laugar- deginum 22. okt. n.k. Breyting- arnar eru sem hér segir: 1. Á laugardögum vinnur af- greiðslufólk til kl. 13. 2. Ef vinnuveitandi óskar, mun afgreiðslufoik vinna við afgreiðslu tii kl. 19 á föstudögum og byija vinnu kl. 8,30 á laugardögum og taka ekki matar- eða kaffitíma á iaugardögum. 3. Afgreiðslufólk mun taka til 1 verzlunum frá kl. 13 til 13,30 á laugardögum, en því aðeins, ef verzlunum verður lokað kl. 13. 4. Ákvæði um laugardagsvinnu -.amanber 1. lið, gildir ekki um siðastan laugardag fyrir jól, en þá skal unnið til kl. 22. 5. Annar vinnutími er óbreytt- ur.“ Blaðið hefur komizt á snoðir vm, að forráðamenn Sambands smásöluverzlana séu ekki sem á- nægðasfir með þessa ráðstöfun og þyki þá skörin tekin að færast upp í bekkinn, ef starísliðið á- kveður ekki einasta kaup og kjör, l'.eldur einnig vinnutilhögun. Þá munu viðhorf þeirra vera rokkð mismunandi eftir bví hvaða verzlunargrein þeir stunda. T. d. munu kjötverzlanir hafa nokkra sérstöðu í þessu efni, vegna þess að þar tekur lengri tíma en víð- ast annars staðar að gera hreint ei'tir að verzlunum hefur verið lokað. Þá hefur einnig verið bent á þcð, að ákvæði í bæjarsamþykkt leyfa ekki, að búðir séu opnar nrilli kl. 6—7 í dag. Neytendasamtökin-sendu út til- kynningu í sambandi við þessa á- kvörðun VR, þar sem segir m.a. svo: „í stað þess að semja um kaup og kjör, dag-, eftir-, nætur- og helgidagavinnu, orlof o. s. frv. eins og önnur stéttarfélög, hafa launþegasamtök þessi tekið að semja um lokunartíma sölubúða, sem Alþingi heimilaði bæjarstjórn im á sínum tíma að setja reglur um. — ... .Reglan hefur orðið sú, að bæjarstjórnir hafa breytt sam- þykktum sínum um lokunartíma sclubúða í samræmi við nýja samn inga hverju sinni og breytingarnar (Framhald á 2. stðu) Bátahöfn stækkuð í Vestmannaeyjum Framkvæmdum IokitS fyrir vertíS Hviknar í olíu- bíi í Borgarnesi Borgarnesi, 20. okt. — Á tíunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í olíuflutn- --------------------------« A skotspónum •fc ★ Blaðið hefur frétt á skot- spónum, að ríkisútvarpið muni taka upp breyttan kvöldfrétta- tíma í næstu viku, og byrja að lesa kvöldfréttir kl. 7.30 í stað 8, eins og verið hefur. — Undanfar- ið hefur mjög borið á að hlust- endur væru hlynntir slíkri breyt- ingu, og mun nú eiga að koma til móts við þær óskir þeirra. ......................... / ingabíl, sem var til viðgerðar í Bifreiða- og trésmiðju Borg- arness í Brákarey Verið var að Ijúka viðgerðinni, þegar eldur blossaði skyndilega upp í vélarhúsi bílsins Urðu nærstaddir skelfingu lostnir, því bíllinn var hlað inn 4000 lítrum af olíu, og hefði því orðið sprenging, ef eldurinn hefði náð olíu- geyminum. Bílnum var ýtt út í ofboði, og slökkvilið Borgar ness kvatt á vettvang. Tókst að slökkva eldinn rétt fljót- lega, og áður en hann kæm- ist í geyminn. (Framhald á 2. síðu). Vestmannaeyjum, 20. okt. — Þessa dagana er verið að hef j ast handa við að stækka báta kvína í Friðarhöfn f Vest- mannaeyjum. Bátaflotinn í Eyjum vex stöðugt og voru orðin allmikil þrengsli í höfn inni í fyrravetur. Bar því nauðsyn til að ráðast í stækk un hafnarinnar. Fyrir nokkru kom allmikið af jámi til Eyja með Fjall- fossi, og er ætlunin að stækka bátakvína með nýju járnþili. Hefur verið unnið að undir- búningi undanfarið og settur upp mikill fallhamar sem gengur á spori. Verður vænt- anlega byrjað að reka niður járnið næstu daga. Tilbúið fyrir vetrarvertíð. Stækkun hafnarinnar á að verða lokið áður en vetrar- vertíð hefst. Verður þá unnt að binda alla báta tryggilega í höfn, en á vertíðinni í fyrra voru þrengsli farin að valda erfiðleikum í höfninni. SK Þessa mynd tók Ijósmyndari blaðsins í gær, er hann var staddur inni í skóverzlun Lárusar G. Lúðvígssonar. Svo sem glöggt má sjá á andlitum ungmeyjanna, eru þær niður- sokknar í að ræða um skófatnaðinn, sem er til sýnis í glugg- anum, en ekki kunnum vér að lesa úr svip þeirra, hvort hann sýnir löngun eða vandlætingu. (Ljósm. Tíminn KM.) Síldin er stygg Akureyri, 20. okt. — Það er helzt tíðinda hér um þess- ar mundir að síldin er kom- in út undir Hrísey, og svo Ijónstygg að hún verður hreint ekki veidd. Þar er mik- ið af henni, en hún næst á engan hátt í veiðarfæri. Er þetta mjög svipað háttalag á henni og síldinni í sumar, að hún verður ekki veidd, þótt mikið lóðist á miðunum. ED

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.