Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 13
TÍMINN, föstudaginn 21. október 1960. 13 21. þing (Frainhald af 8. síðu). stóraukin, einnig að samvinnusam- bdndin komi sér upp sameiginleg ! um iðnaðariniðstöðvum til þess að skapa stærri heildir og hagkvæm- ari iðnrekstur. Þinigið taldi þetta nauðsynlegt til þess að mæta sam- 1-eppni frá hinum stóru iðnaðar- og verzlunarsamsteypum, sem munu án efa færast í aukana við tilkomu irií;rkaðsbandalaganna Á þinginu var mikið rætt um aðstoð við fflingu samvinnustarfs nieðal hinna nýfijálsu þjóða. Þetta þýðingarmikla mál hefur reyndar verið aðalmál Alþjóðasambandsins undanfarin þrjú ár. — Árið 1958 gokkst sambandið fyrir ráðstefnu í Kuala Lumpur á Malakka-skaga. Ráðstefna þessi varð upphafið að því, að nú hefur ver'ið ákveðið að sambandið setji á stofn skrifstofu í Nýju Dehli á Indlandi. Þessi skrifstofa verður opnuð í næsta ir.ánuði. Þá verður einnig 1 sömu borg sett á stofn á vegum alþjóða- cambandsins fræðslustofnun, sem hefur það hiutverk að mennta starfsmenn samvinnufélaga í Asíu- londum. Fulltrúar Asíu og Afríku-þjóða á þinginu í Lausanne létu í ljós bæði þakklæti og áhuga á þeirri aðstoð, sem Alþjóðasambandið hefur veitt við eflingu samvinnustarfs hjá hin-i nm nýfrjálsu þjóðum. Það er öll- um ljóst, sem kynnt hafa sér mál- efni þessara þjóða, að þörfin á að- stoð er svo brýn, að hún þolir enga b:.ð. Það hefur verið eitt af stóru mál um Sameinuðu þjóðanna að veita hinum þjáðu milljónum, sem byggja þessi lönd, hjálp og aðstoð. Þótt verulegur árangur hafi náðst nieð aðstoð Sameinuðu þjóðanna og ýmissa stórþjóða, breikkar bilið árlega á milli lífskjara þessa fólks og íbúa Vestur’anda vegna þess hve lífskjör hafa farið batnandi n:eð hverju ári hjá hinum þróuðu i'ðnaðarþjóðum. Auðæfum jarðar- innar er svo misskipt milli íbúa iiinna ýmsu landa. Þetta sézt bezt, þegar þess er gætt, að % af íbúum jarðarinnar nýtur 85% af auðæf- um hennar, en % hlutar verða að láta sér nægja 15%. Alþjóðasamvinnusambandið vill leggja fram nokkurn skerf til mesta mannúðarmáls okkar tíma, þess, að útrýma hungri og neyð milljóna manna. Það er trú Al- þjóðasamvinnusdmbandsins, að ein af þeim leiðum, sem kc.ma til greina í þessum efnum, sé að efla simvinnustarf, að koma því til loiðar að þeir, sem hjálpar eru þurfi, geti hjálpað sér sjálfir með samtökum og samvinnu. Það er övvandi fyrir þetta starf Alþjóða- ssmvinnusambandsins, að stofnan- ir Sameinuðu þjóðanna sem hér koma til greina, skuli sýna mikinn áhuga á því að samvinnustarf m.egi eflast í þessum löndum. Eftirfarandi tillaga var m. a. borin upp af fundinum og sam- þykkt: Tuttugasra og fyrsta þing Al- þjóðasambands samvinnumanna vill í nafni 148 milljóna félags- ntanna sinna beina eftirfarandi til 15. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna: Samvinnumenn lýsa þeirri sann- íæringu sinni, að það hljóti að vera æðsta cakmark heimsstjórn- málanna að skpaa aðstæður, er veikja vilja til árása, draga úr al- þjóðaspennu og opna leiðir til frið- samlegrar sambúðar allra þjóða, h\er sem efnahagsleg eða félags- <eg stjórnskipan þeirra er. Samvinnumenn hvetja til þess að svo fljótt. sem unnt er verði aft- :ir teknar upp viðræður um al- mennt samkomulag um alþjóðlega og algera afvopnun undir öruggri srtjórn og tryggu eftirlitskerfi. Samvinnumcnn hvetja enn frem- ur til að aukin verði tæknileg og rjárhagsleg aðstaða Sameinuðu þjóðanna tii að hjálpa hinum ný- frjálsu þjóðum til efnahagslegra cg félagslegra framfara, og að Akureyrarbréf lákur hætti búskap á Bryta fluttist hann inn í Glerárþorp og átti þar heima til dauða- dags. Eftirlifandi kona hans er Helga Trygvadóttir og eiga þau einn son á lífi, Þórð Þor láksosn, starfsmann í Lands- bankanum á Akureyri. Þá er nýlátin hér frú Þorbjörg Ein arsdóttir Friðgeirsson, ekkja eftir Olgeir Friðgeirsson, for- stjóra í Reykjavík. Hún var 85 ára þegar hún lézt, fædd á Akureyri 14. febr. 1875. Eftir lát eiginmanns síns fyrir um það bil 25 árum, fluttist hún hingað til Akureyrar, fæðing arbæjar síns, enda átti hún hér skyldfólk. Bróðir hennar var Hallgrímur Einarsson, ljós myndari. Myndskreyttar rúður Nýlokið er við að setja 4 nýjar myndskreyttar rúður í Akureyrarkirkju. Fyrir var ein myndskreytt rúða,, sem Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri og kona hans frú Borghildur Jónsdóttir, gófu kirkjunni á sínum tíma, og mun vera fyrsta gluggamálverk í kirkju á íslandi. Rúða sú, er þau Jakob og frú hans gáfu, er í glugganum fyrir miðjum aftur gafli kirkjunnar, og var upp- haflega keypt úr gamalli enskri kirkju og flutt hingaö. Myndin á rúðunni sýnir „Lamb Guðs“, sem er tákn Jesú. Nýju rúðurnar 4 eru gerðar í stíl við þessa rúðu, og tákna myndirnar á þeim viðburði úr æsku Jesú, og enfremur má lesa tákn guðspjallamann- anna. Rúður þessar eru unnar hjá fyrirtækinu J. Wippel & Co á Englandi, en forstjóri þess, Frederick Cole, er talinn einn af fremstu mönnum í Evrópu í þeirri listgrein aö mynd- skreyta kirkjurúöur, og gerði hann m.a. rúðurnar í Bessa- staðakirkju. Þess skal enn fremur getið, að rúöur þess- ar eru unnar í samráði við Guðmund Einarsson frá Mið- dal, sem mjög hefur beitt sér fyrir, að kirkjur væru skreytt ar slíkum listaverkum. Dvald- ist Guðmundur á Akureyri meðan unnið var að því að setja rúðurnar upp og sá um verkið. Hinar nýju rúður eru mikil kirkjuprýði og auka mjög á virðuleik og helgi kirkjunnar. Fyrirhugað er að vígja lista- verkin á 20 ára afmæli kirkj- unnar hinn 17. nóv. n.k. Þess er vert að geta, að kvenfélag Akureyrarkirkju gaf andvirði einnar rúðu til minn ingar um sr. Friðrik J. Rafn- ar og frú Ásdisi konu hans, en áætlað er, að kostnaðar- verð hverrar rúðu verði um 50 þús. kr. 18/10 1960. Ingvar Gíslason. hraðað verði öllum ráðstöfunum, sem gera Sameinuðu þjóðunum þctta kleift. Þingið ítrekar og þá staðföstu sannfæringu Alþjóðasambands samvinnumanna, að styrkja verði vald og áhrifaaðstööu Sameinuðu bjóðanna, sem eru ómissandi tæki til að tryggja tii að tryggja öryggi a.'ira þjóða, þó alveg sérstaklega þeirra, er nýlega hafa hlotið full- ‘ veldi. Skó€aðor»in þurfa, ho€6a. off (póða. feéó/ TILSITER ostur Fyrirliggjandi margar stærðir af miog smíðatimbri 6YGGINGAVÖRUSALA S.LS. við Grandagarð — Símar 17080 og 22648

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.