Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 9
TIMIN N, föstudaginn 21. október 1960. 9 VeðurblíSa - Góður heyfengur og kariöfluuppskera - Misjafis sjávarafli - Togarar sigla - Dálítil síldveiði - Listsýningar - Þekktir borgarar látnir - Nýjar myndskreyttar rúður í Akureyrarkirkju. Akureyri, þriðjudaginn 18. okt. 1960 „Elztu menn muna ekki annað eins". Þessi margsagða setning á sannarlega við veð- urfarið á Akureyri um þessar mundir. Haustið hefur verið með eindæmum gott, sumarið var með betra móti. þrátt fyr- ir óþurrkakafla um nokkurt skeið og kulda, sem fylgdi, og vorið var einnig ágaett, svo ekki er að furða þótt elztu menn mum vart annað eins ár. Afkoman til landsins er líka í samræmi við veðurfar ið. Hér um slóðir varg hey- fengur í sumar bæði mikill og góður, kartöfluuppskeran svo mikil að vandkvæði eru á um geymslu kartaflna, og afurðir sauðfjár sæmilegar þótt búast hefði mátt við þeim betri efir svo gott sum- ar. Sjávarafli hefur hins vegar verið misjafn í sumar og AKUREYRARKIRKJA — fyrsta gluggamálverk A íslandi. haust. Togarar útgerðarfélags Akureyringa, sem nú eru 5 talsins síðan Norðlendingur bættist í hópinn, hafa fiskað heldur treglega, og vinnslan í hraðfrystihúsi félagsins er því minni nú en í fyrra. Ekk- ert hefur verið unnið að flök un í hraðfrystihúsinu þenn- an mánuð, enda hafa togar- arnir siglt meg aflann á er- lendan markað. Hugur í mönnum að sigla með aflann Eftir að síldveiðum lauk leið langur tími áður en skip in kæmust á veiðar að nýju. Mörg minni togskipanna hér við fjörðinn hafa þó byrjað veiðar fyrir nokkru, en afli þeirra sáratregur, svo að varla mun gerlegt að halda þeim úti lengur að óbreyttu. Hugur hefur verið í mönnum hér að ■sigla með aflann, en ekki munu fleiri hafa farig en tog skipið Björgúlfur frá Dalvík, sem seldi rúm 50 tonn í Þýzka landi, og leyfi hefur fengizt fyrir Snæfell að landa þar einu sinni. Mun það því vænt anlega sigla með afla ein- hvern tíma á næstunni. Útgerð handfærabáta er talin hafa gefizt vel í sumar, og þeir bátar hér við Eyja- fjörð, sem gerðir eru út með handfæri og línu fiska mjög viðunanlega. Síld í Eyjafirði alla vetur Dálítil síldveiði hefur verið á Akureyrarpolli og innan- verðum Eyjafirði við og við þennan mánuð, svo sem kunn ugt er af fréttum í Tíman- um. Hefur mikill dagamunur verið að veiðinni, en stund- um fengizt sæmileg köst. Síld þessi er millisíld og þaðan af minni, fitumagnið allt upp í 16%. Búið er að frysta í Hrag frystihúsi Ú.A. nær 130 tunn- um til beitu og ef til vill eitt- hvað til útflutnings, bræða ingar frábiðji sér þann heið- ur að láta skenkja sér á það safn einhvern kj allaravam- ing frá Listasafni ríkisins. Ættu þeir, sem um þessi mál kunna að fjalla í framtíðinni fyrir hönd ríkis og bæjar, að vanda vel allan undirbúning. Sé ætlunin að halda áfram með „farandsýningu“ í líkum dúr og hér var í sumar, væri mun heppilegra að sýna mynd ir eftir færri málara, en gera þeim þá betri skil en kostur virtist vera á í sumar. Rúm- lega 600 manns sáu sýning- una. Guðmundur frá Miðdal dvaldist hér í bænum um skeið í haust og mun aðallega hafa verið að fylgjast með því, er settlr voru nýjir glugg ar í Akureyrarkirkju. Jafn- ' framt efndi hann til sýningar ' á málverkum eftir sig í Lands : bankasalnum, en fáir sáu þá I sýningu, enda stóð hún aðeins Akureyrarbréf 1000 mál í Krossanesi og nýta nokkurt magn til niðursuðu í hinni nýýju verksmiðju Kr. Jónssonar og Co. Sjómenn eru vongóðir um, að síldveiði þessi haldizt, enda vart að efa, að síld liggur á Eyjafirði alla vetur. Mikið um málverkasýningar Allmikig hefur verið hér um málverkasýningar á Akur- eyri í sumar og haust. Fyrstur var hér á ferð Hafsteinn Aust mann lrstmálari og sýndi á vegum Ásgeirs Jakobssonar bóksala um 30 myndir, mest- megnis vatnslitamyndir, og var aðsókn að sýningunni góð. Guðmundur Guðmundsson „Ferro“ sýndi einnig á veg- um Ásgeirs í júlímánuði milli 30' og 40 málverk, vatnslita- myndir, olíumálverk og mósa ik. Var aðsókn að þeirri sýn- | ingu feikn mikil eða um 1100 j manns. Þá gekkst Menntamálaráð j og bæjarstjórn Akureyrar fyr j ir sýningu íslenzkra málverka! í Gagnfræðaskólanum, og j stóð sú sýning um mánaðar- j skeið. Voru myndir þessar j allar úr eigu Listasafns ríkisi ins, en Selma Jónsdóttir, fori stöðukona safnsins, og Svav! ar Guðnaon, litmálari, áu um! fyrirkomulag hennar. Sýndarj voru 23 myndir eftir 20 ís-j lenzka málara. Þessi sýningi var að sjálfsögðu góðra gjalda verð, en ekki verður því neit j að, að hún var næsta ófull- komin. Málverkin á sýning- unni voru fá, gömul og fjarri því ag gefa rétta mynd af öll j um þeim málurum, sem þar; áttu verk til sýningar. Allir eru sammála um það, að mik ill menningarauki væri að málverkasafni á Akureyri, en ef út 1 það verður farig að koma slíku safni hér upp, þá býýst ég við, að allir Akureyr fjóra daga, þar sem salurinn fékkst ekki leigður lengur. Á þessari skammæju sýningu voru alls 80 vatnslitamyndi-’ og 5 olíumálverk, en 12 þess ara mynda voru síðan sýndar um helgina í gluggum Blóma búðar KEA, og eru þar til sölu og sýnis. Þá má geta þess, að íslenzk- ameríska félagið gengst um þessar mundir fyrir sýningu vatnslitamynda eftir amer- íska cellóleikarann Karl Zeise. Myndir þessar málaði Zeise hér á landi fyrir þremur árum og sýna þær íslenzkt landslag úr flestum ef ekki öllum lands Hermann tekur upp kladdann [ „lelkfimitímanum". (Ljósm. G. P. K.). fjórðungum. Myndir þessar teljast ekki til stórverka, enda er listamaðurinn frístunda- málari, sem varla gerir kröf- ur til þess að verða álitinn stórt númer.. Myndirnar eru til sölu, og skal andvirði þeirrn renna í íslenzk-ameríska músíksjóð- inn, sem hefur þag hlutverk að styrkja efnilega íslenzka tónlistarmenn Bandaríkjnum. til náms í Þekktir borgarar látnir Nokkrir þekktir borgarar á Akureyri eru nýlátnir. Friðrik Þorgrímsson, úrsmiður lézt hinn 10. sept. níræður, fædd- ur 1870. Frú Ásdís Rafnar, ekkja Friðriks vígslubiskups Rafnars, lézt 30. sept. tæpra 73 ára. Aðalsteinn Jónatans- son, smiður, lézt hinn 23. sept. 76 ára gamall. Hann fæddist i Búðanesi í Hörgárdal, lærði smíðar hjá Sigurði Bjarnasyni á Akureyri og stundaði > tré- smiði hér í bæ alla tíð síðan. Frá 1927 var hann starfsmað ur Kaupfélags Eyfirðinga og vann hjá því til dauðadags. Hann var ókvæntur alla tíð, en lét eftir sig tvö börn. Aðal steinn var smáglettinn og gam ansamur, bókamaður, fróð- leiksfús og kunni skil á mörgu. — Þorlákur Thorarensen, fyrr um bóndi á Bryta á Þelamörk, andaöist hér í bænum 10. okt. 84 ára gamall. Hann var son arsonur Ólafs læknis á Hofi í Hörgárdal, ^n faðir hans, Þor lákur Ólafsson Thorarensen, fluttist til Ameríku og mun hafa dáið þar. Eftir að Þor- (Framhald á 13 síöa) Eins og alllr vita, er Akureyri mikill skólabær og setur skólafólkið mikinn svip á bæinn. Fyrir nokkrum árum átti Menntaskólinn á Akureyri tvo glæsilega kappróðrabáta, sem mjög voru notaðlr. Þeir munu nú úr sér gengn- ir, en Hermann Stefánsson íþróttakennari við M.A. hefur endurvakið þessa göfugu iþrótt að nýju í skólanum og í stað þess að stunda blak eða fimleika, fara nemendur í leikfimitímunum út á Poll til að Róa. Hefur skólinn fengið báta að láni frá Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju og Sjómannadagsráði, og er mikill róðraráhugi rík'j- andi. Þarna eru tveir bátanna að róa af stað skamt frá Höepfnersbryggju. Ljósm. Gunnlaugur P. Kristinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.