Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1960, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 21. oktöber 1960. Arnesingafélagið hef ur vetrarstarf sitt Utan úr ysi og skarkala götunnar leita menn hvíldar í friðhelg! kaffihús- anna og hressa sál og líkama á góðu kaffi og gómsætum kökum. Hjá Guð- mundi á Mokka er kaffið sérstaklega ætlað til að róa taugarnar og skerpa skilninginn. Það er því engin furða þótt sífellt fjölgi viðsklptavlnum á Skólavörðustígnum. En Mokka er ekki einvörðungu kaffihús, heldur víslr að sýningarsal, þar hanga alltaf á veggjum málverk eftir ýmsa listamenn þjóðarinnar og raunar útlenda líka. Þessa dagana stendur yfir sýning á málverkum þriggja listamanna, sem selja verk sín með afborgunum. — Myndin sýnir nokkra gesti á Mokka einn eftirmiðdaginn, — menn geta dæmt um gæði veitinganna eftir svip gestanna. (Ljósm. Tíminn). 4 íundir Framsóknar- manna á sunnudaginn Á undanförnum árum hefur Árnesingafélagið rekið þrótt- mikla félagsstarfsemi m. a. staðið fyrir skógrækt á sögu- frægum stoðum, Áshildarmýri og landi félagsins í þjóðgarð- inum á Þingvöllum. Enn frem ur hefur félagið staðið fyrir bókaútgáfu um sögu héraðs- ins. Fyrsta bindið um jarðsögu Árnessþings eftir Guðmund Kjartansson, síðar Árnesþing á landnáms- og söguöld, eftir Einar Arnórsson. Á 25 ára af- mæli félagsins gaf það úr af- mælisrit, sem margir forustu menn Árnesþings skrifuðu, og sá Jón Gíslason um útgáfu þess. Vetrarstarf hefst Árnesingafélagið í Reykja- vik er að hefja vetrarstarf- semi sína. N.k. laugardag 22. okt. verður haldin vetrarfagn aður í Tjarnarcafé. Formað- ur skemmtinefndar Guðbjörn Guðmundsson, setur skemmt unina; Hróbjartur Bjarnason flytur ávarpsorð, Gísli Gests- son sýnir myndir úr óbyggð- um landsins, skemmtiþáttur í umsjá Svavars Jónssonar o. fleira. Kolviðarhóil Ýms verkefni eru framund an hjá félaginu m.a. hefur fé- lagið áhuga á að endurreisa Kolviðarhól og mun styðja það málefni af fremstu getu. í Árnesingafélaginu eru nú á 4. hundrað manns. Heiðurs- félagar eru Kolbeinn Guð- mundsson fyrrv. hreppstjóri og sýslunefndarmaður frá Úlf ljótsvatni og Guðni Jónsson prófessor. Tveir menn hafa verið sæmdir gullmerki félagsins í þakklætisskyni fyrir ágæt og fórnfús störf í þágu þess, þeir Guðni Jónsson prófessor og Hróbjartur Bjarnason stór- kaupmaður. í umræðunum um Gnoffarvogs- húsin á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær kom það fram, aS þótt íhaldið lofaði því með stórum fyrirsögnum í Mbl. og Bláu bókinni fyrir kosningarnar síðustu, að bærinn reisti 800 í- búðir og hefði lokið því 1960 eru ekki búnar nema 386 á þess- um árum, þótt komið sé að árs- lokum 1960. Þann'ig eru efnd- iínar á þessum loforðum. Þingmálin rædd Framhald af 3. síðu. milljónahundruð í erlendum lánum til daglegrar neyzlu þjóðarinnar og væri lánstím inn 2—3 ár. Eysteinn Jónsson benti á, að hefði sömu stefnu og nú er fylgt í lánamálum verið fram- fylgt síðustu þrjá áratugina, ættum við nú ógerð svo að segja öll þau stórvirki, sem á þessum tíma hafa verið unn- in í atvinnuuppbyggingu þjóð arinnar og rafvirkjunum. Var gerður þánn bezti róm ur að ræðu Eysteins Jóns- sonar.______________________ Logandi olíubíll (Framh. af I síðu). Skemmdir urðu miklar af eldi og vatni í vélar- og bil stjórahúsi bílsins, sem vfir nýlegur bíll af Chevroletgerð. Hann var brunatryggður fyr ir 300 þúsund, en verkstæði þetta mun ekki brunatryggja bíla þá, sem þar eru til við- gerðar. Talið er, að kviknað hafi út frá rafleiðslum í bílnum. Verkfall afgreiSsIufóIks (Framh. af 1. síðu). hafa ætíð miðað að því, að af- greiðslu við bæjarbúa skyldi hæft fyrr en verið hefði.“ „Eðlilegast, er, að vinnutíminn sé ákveðinn eins og hjá öðrum vinnandi stéttum sem og kaup og kjör, en afgreiðslutímar sölubúða eða lokunartimar þeirra fari eftir cskum og þörfum viðskiptavin- anna og hag fyrirtækisins.“ „Þegar litið er á þessi mál, eins og þeim er nú háttað, kemur ýmislegt furðulegt í ljós. Það er bannað að viðiögðum sektum að aígreiða iífsnauðsynjar eftir viss- an tíma, yfirleitt ki. 6, en aftur á móti er heimilt að selja tóbak, sælgæti, gosdrykki o. þ. u. 1. allt fram undir miðnætti, og að œinnsta kosti í Reykjavík er það svo, að hið eina auk lyfja samkv. lyiseðli, sem afgreiða má eftir miðnætti, eru pylsur. Allar verzl- anir verða að lúta sömu reglum, hvað sem þær hafa á boðstólum, hvort sem það eru húsgögn, heim- ilistæki, fatnaður o. s. frv., eða venjulegar fljótvaldar matvörur.“ Af því sem heyrt verður af tali bæjarbúa almennt um þessa breyt ingu á lokunartíma sölubúða, verð ur ekki annað scð, en almenn ó- énægja sé ríkjar.di vegna þessarar íáðstöfunar. Fyrir mörgum eru soinni partar laugardaga eini tím- ir.n, sem þeir komast í verzlanir. Samband smásöluverzlana vildi ekki segja neitt annað í gær, eins cg málinu var þá háttað, en að niálið væri komið fyrir sáttasemj- ara, og sáttafundur væri boðaður kl. 9 í gærkvöldi. Ef sættir tak- ast ekki fyrir morgundaginn, er ekki annað sýnna en afgreiðslu- fólk fari í verkfall kl 1 á morg- un. Þó kann að vísu að verða opið í þeim verzlunum, þar sem eig- endurnir vínna sjálfir við af- greiðslu eða þeirra fólk. Orgelvelta Að undanfömu hefur verið í gangi hér á Suðárkróki 50 króna velta til ágóða fyrir pípuorgel, sem væntanlegt er í þessum mánuði til Sauðárkrókskirkju. Veltunni hefur verið tekið mjög vel af almenningi hér, svo að nú eftir rúmaviku hafa 150 manns orðið við áskorunum og þannig safnast kr. 7.500,00 í orgelsjóðinn. Forráðamenn veltunnar leggja áherzlu á, að henni ljúki um næstu mánaðamót og vænta þess, að allir, sem ætla sér að taka þátt í velt- unni hafi gert skil fyrir þann tíma. Hver þátttakandi i veltunni fær afhentan happdrættismiða um leið og hann greiðir tillag sitt. Verður dregið í happdrættinu þeg- ar er veltunni lýkur. Næst komandi sunnudag tialda Framsóknarmenn í Suð- urlandskjördæmi fjóra al- menna stjórnmálafundi og hefjast þe'r allir kl. 2,30 e.h. Fundirnir verða á Kirkjubæj- srklaustri. Hvolsvelli, Selfossi og Hveragerði. Á Kirkjubæjarklaustri hafa framsögu Halldór E. Sigurðs- son, alþingismaður, og Helgi Bergs verkfræðingur. Á Hvols velli eru' þeir alþingismenn- irnir Ágúst Þorvaldsson og Einar Ágústsson frummælend- ur, á Selfossi hafó þeir fram- sögu Eysteinn Jónsson, fyrr- verandi ráðherra og Björn Björnsson sýslumaður og loks í Hveragerði eru frummælend ur Karl Kristjánsson alþingis- maður og Óskar Jónsson. full- trúi. Allir Framsóknarmenn og aðrir andstæðingar núverandi stjórnarstefnu eru eindregið hvattir til að mæta á fund- unum. Leiðrétting í greinargerð um ferða- styrki til íslenzkra vísinda- manna frá OEEC, sem birt- ist í blaðinu í gær, féll niður fyrir vangá töluliður 8. Þar segir frá styrk til Mennta- skólans í Reykjavík vegna ferðar Jóhannesar Áskelsson- ar yfirkennara, til Bretlands og Norðurlanda í ágústmán- uði s.l. til að kynna sér nýj- ungar í náttúrufræðikennslu við menntaskóla. Aðalfundur bifreiðaeftir- litsmanna Aðalfundur Félags ísl. bif- reiðaeftiríitsmanna, var hald- inn í Reykjavík 15. og 16 okt. s.l. Mættfr voru á fundinum flestir bifreiðaeftirlitsmenn landsins. Rædd voru umferða- og ör- yggismál, er varða störf bif- reiðaeftirlitsmanna. Bjarni Kristjánsson, vélaverkfræð- ingur, flutti fróðlegt erindi um hemlabúnað vélknúinna öku- tækja og tæknilegar nýjung- ar í öryggis- og hemlabúnaði. Meðal ályktana, var samþ. áskorun til Umferðanefndar Reykjavíkur, þess efnis, að aukin yrði nú. þegar fræðsla fólks í umferðamálum, í blöð um, útvarpi og kvikmyndahús um (í hléum) og með útgáfu vasabókar með leiðbeiningum um umferðamerki og umferða reglum. Fundurinn skoraði á öku- menn og almenning að gera sitt ítrasta til að skapa um- ferðamenningu hér á landi, svo að umferðaslysum fækki. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Formað ur Gestur Ólafsson, ritari Pálmi Friðriksson, gjaldkeri Sverrir Samúelsson og með- stjórnendur Bergur Arnbjörns son, Akranesi og Svavar Jó- hannsson, Akureyri. KONURí KÓPAV0GI Framsóknarfélögin í Kópavogi halda bazar í Félags- heimili Kópavogs sunnudaginn 23. okt. kl. 2—6 e, h. Kaffisala á staðnum. Nefndin Framsóknarvist á Akureyri Framsóknarvist (þriggia kvölda keppni) hefst á Hótel KEA í kvöld kl. 8,30. — Spilað verður um þrenn aðalverðlaun og kvöldverðlaun Verð miða er 40 kr og 100 kr. Miðasala á fimmtudag og föstudag eftir hádegi í skrifstofu Framsóknarflokksins og við innganginn. | SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS | i i Hafnarstrætí 95 I., 5 Akureyri | Opin daglega í vetur kl 13.30—19, nema mánu- f y daga, lokað aflan daginn og laugardaga, oPið ki. 10-12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.