Tíminn - 22.10.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1960, Blaðsíða 1
ammmam^.... Áskriftarsíminn er 1 2323 238. tbl. — 44. árgangur. Laugardagur 22. október 1960. Nýr togari til Akraness í gær Náði mesta ganghraða togara til þessa ii Akranesi/ 21. okt. — Hinn nýi togarí Akurnesinga. Vík- ingur, Ak 100, kom til Akra- ness í dag. Togarinn lagSist að bryggju klukkan 4 að lok- inni tollskoðun. Víkingur er glæsilegt skip f hvívetna, byggður í Bremerhaven og systurskip við hina nýju tog- ara Sigurð og Frey. I Víkimgur var tæpt ár í smíðum í Bremerhaven, og er kostnaðar- verð hans um 40 milljónir kr'óna. Eigandi er Sfldar- og fiskimjöls- verksmiðja Akraness h.f. Togarinn er 987 lestir að stærð og búinn öllum nýjustu veiði- og leitartækj- um. í reynsluför gekk hann 16.8 sjómflur, en það mun vera mesti ganghraði sem nokkur togari hef- ur náð til þessa. Víkingur var að- eins þrjá og hálfan sólarhring á heimleið til Akraness. Mikill mannfjöldi var saman- kominn á hafnargarðinum á Akra nesi tfl að taka á móti togaranum í dag. Við það tækifæri fluttu þeir ræður Jón Árnason alþingismaður, Hálfdán Sveinsson, settur bæjar- stjóri, og sr. Jón Guðjónsson, sókn- arpr'estur. Framkvæmdastjóri Sfld ar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- (Framhald á 2. siðu). Birgir kosinn í gær lauk talningu atkvæða við prestkosningar á Akureyri. Sr. Birgir Snæbjörnsson hlaut flest atkvæði og var löglega kjörinn. Blaðinu tókst ekki að afla sér upp- lýsinga um atkvæðatölur í gær- kvöldi. Auk séra Birgis, buðu sig fram þeir séra Sigurður Haukur Guðjónsson, Hálsi í Fnjóskadal, og séra Bjartmar Kristjánsson, Mælifelli. — Fékk snurpinót- ina í skrúfuna II 11 ■ s ip 1- • ■ ■ -■ i 5 - 3 ■ •»■ • *i!i: “ Sinfóníutónleikar á þriðjudag Sinfóníuhljómsveitin heldur tón- leika í Þjóðleikhúsinu nk. þriðju- dagskvöld, og hefjast þeir kl. 8,30. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko og einleikari með hljómsveitinni Rögnvaldur^ Sigurjónsson, píanó- leikari. — Á efnisskránni eru Eg- mont forleikurinn eftir Beethoven, Smfónía nr. 88 í g-dúr eftir Haydn og loks píanókonsert nr. 1 í d moll eftir Brahms. Þetta er annar af tveimur pianókonsertum Brahms, og hefur hann aldrei áður verið fluttur hér. Einleikari verður Eögnvaldur Sigurjónsson, eins og fyrr segir. Hljómsveitin hefur æft sig af kappi í haust, og hafa æf- ingar verið daglegar, stundum tvisvar á dag. Unnið er nú mark- vissara að þjálfun hljómsveitar- innar en nokkru sinni fyrr. Siðast liðinn sunnudag fór hljómsveitin austur fyrir fjall og hélt þar tvenna hljóm- Jt-ika, að Laugarvatni og í félagsheimilinu að Flúðum. Ólafsvík, 21. okt. — í gær kom togskípið Gurtnar Su með Höfrung II frá Akranesi í togi hér inn á ytri höfnina, en Höfr ungur II hafði fengið nótina í skrúfuna, er hann var á snurpinót út af jökli. Fenginn var froskmaður af Akranesi til þess að losa nótina og gekk það vel. Síðan kom Höfrungur II upp að og landaði 28 tonnum af síld. Síld- in virðist vera mikil út af Jökli núna, og segja þeir skipstjórarnir á Víði II frá Garði og Guðmundi Þórðarsyni frá Reykjavík, að mik- ið lóðist á síld nú um 40 mílur út af Jökli. Þeir bátar komu hing- að báðir og skipuðu síld yfir í nýja togarann Narfa RE, sem hingað kom, og mun hann sigla með það á Þýzkalandsmarkað til viðbótar þeim rösku 100 tonnum af fiski, sem hann hafði sjálfur veitt. Víðir var með 350 tunnur en Guðmund- ur Þórðarson með 250—300 tunn- ur. JJ Hefur stjórnin brezka tillögu? Ólafur Thors lýsti yfir, aí í ví'Sræ'Sunum hefcSu aðeins veritS ;,skýrS sjónarmið“. Brezkar fregnir segja, at$ íslenzka stjórnin hafi nú til athugunar samningatillögu brezku stjórnar- innar — Hvort er rétt? „Thanksgiving“: Þakkardagur hjá íhaldinu Boðskort: „Ráðherrar Sjálf stæðisflokksins biðja yður að gera sér þá ánægju að koma til síðdegisboðs Sjálfstæðis- húsinu, föstudaginn 21. okt. 1960 kl. 5—7." Áróðurvél íhaldsins notar mikla peninga enda hefur verið hart sótt (Framhald á 2. síðu). Bæði í Morgunblaðinu og Alþýðublaðinu í gær birtast fregnir frá Bretlandi þess efn- is, að ísienzka ríkisstjórnin hafi nú i höndum ákveðna samningatillögu af hálfu brezku stjórnarinnar í land- helgismálinu, og að sú tillaga hafi verið lögð fyrir brezka togaraeigendur og rædd hjá þeim, þó að íslenzka ríkis- stjórnin hafi til þessa neitað tilveru slíkrar tillögu, hvað þá skýrt utanríkisnefnd, Alþingi eða þjóðinni frá henni. í Morgunblaðinu segir svo sam- kvæmt fréttum frá Grimsby: „Togaramenn vilja, að ríkis- (Framhald á 2. síðu) Braggi brennur við Andakílsárvirkjun Bi Ljósmyndari bla'Ösins i tók þessa mynd á dög- : unum á bak viÖ ÞjóÖ- | leikhúsiÖ, Þar er unniÖ | aíS viÖbyggingu og auÖ-! j vita'Ö flykkjast strákar | aí til aí skoða, og sum- j ir þeiria hefja „prívat“ byggingarframkvæmdir í nágrenninu, Síkt og sést hér á myndinni. — Og ekki má gleyma því atf beztu leiksýningarn- ar eru oft börn aft leik! Laust eftir kl. hálfátta í gær kvöldi varð þess vart að eldur var kominn upp í bragga, sem stendur rétt við Andakílsár- virkjun í Borgarfirði. Geysi- mikill eldur logaði í braggan- um og var hann fallinn er blaðið vissi síðast til í gær- kvöldi. Slökkviliðið í Borgar- nesi fór á vettvang og kom á staðinn um það leyti er bragg inn féll. Braggi þessi er stór, og stendur kippkorn frá stöðinni sjálfri, en þó aðeins um 4 metra frá há- spennuvirki sem þarna er. Þegar hann féll lenti hann upp að há- spennuvirkinu en olli þó ekki spjöllum eftir því sem blaðið bezt veit. f bragganum var eitthvað af timbri, svo og þvottavélasamstæða, en þar hafði verið rekið þvottahús. Geysimikill eldur var í braggan- um um tíma og sást gjörla úr Borgamesi. Ekki er vitað hvað olli eldsupp- Tökum, en ekki er talið ósenni- legt að kviknað hafi í út frá raf- magni. Eins og fyrr segir stóð bragg- ínn skammt frá stöðvarhúsinu og telja kunnugir að illa hefði getað farið ef veður hefði ekki verið st’o stillt sem raun bar vitni. — Ekki var um spennufall hjá stöð- inni að ræða vegna óhapps þessa að því er blaðið bezt veit. Samkomulag Klukkan sex síðdegis i gær náðist samkomulag I deilu Verzlunarmannafélags Reykja víkur og Sambands smásölu- verzlana. Verður samningur- inn lagður fyrir fund Verzíun- armannafélagsins í Iðnó í dag kl. 2 e.h. Sáttafundur deilu- aðilanna stóð óslitið frá því kl. 9 á fimmtudagskvöldið þar til í gærkvöldi. — Ekki er blaðinu kunnugt um hvað i samkomulagi þessu felst. lAMMMWiaBHnMMWWMWMaiMMBIMWHaBMMMBMBIgMIWMMSBMIWMMMMMMMMMMIIMIImWMMgÍMMIMIIIMMWMWMWIiaiMJMIWIMMBMHBÍMMMBMMMMMMaMMMIMI Kvikmyndasíða hefur göngu sína í dag - bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.