Tíminn - 22.10.1960, Qupperneq 2
2
T í MIN N, Iangardaginn 22. október 1960.
Hér getur að l(ta dönsku konungshjónin, er þau komu til veizlu einnar,
sem haldin var þeim tli heiðurs f San Francisco á dögunum. Konungs-
hjónin hafa sem kunnugt er, verlð á ferða lagi um Bandaríkin og hvar-
vetna verið hið bezta fagnað. í veizlu þeirri, sem fyrr getur, vöktu kon-
ungshjónln hmiéla athygli m.a. fyrir allt það skraut, sem þau prýddi og
höfðu höfðingjar SanFranciscoborgar víst tæplega áður séð annað eins.
Drottningin var eiginlega þakin skartgripum frá hvirfli til llja- en kon,
ungur vakti á sér athygli fyrlr að klæðast tvíhnepptum smoking, löngu
úr tízku.
Brezk tiliaga?
(Fcamh. af 1 síðul.
stjórnin athugi gaumgæffíega til-
lögur þeirra, áður en viOræður
hefjast á nýjan leik við íslend-
inga á grundvelli tillögu þeirrar,
sem lögð hefur verið fram af
Breta hálfu. Hana hafa togara-
menn athugað og telja alger-
lega óaðgengilega."
í Alþýðublaðinu segir svo, einn
ig samkvæmt fréttum frá Grimsby:
„Dennis Welch, formaður fé-
lags yfirmanna, hefur áður lýst
því yfir, að tillögur þær, sem
brezka stjórnin haf ilagt fram,
og séu nú til athugunar hjá ís-
lenzku stjórninni, séu algerlega
óhæfar."
Þegar Ólafur Thórs, forsætisráð-
hem, svaraði fyrirspurn Eysteins
Jónssonar um viðræðurnar við
Breta, lét hann svo ummælt í yfir-
lýsingu ríkissjórnarinnar:
„Viðræður við brezku stjórn-
ina hafa nú staðið yfir f viku. f
þeim viðræðum hefur það gerzt,
að fslendingar hafa skýrt sjónar
mið sín og þarfir á grundvelli
ályktunar Alþingis. Hafa Bretar
sömuleiðis gert grein fyrir sín-
um sjónarmiðum, en lengra eru
viðræðumar ekki komnar ....
Út af umræðum varðandi fundar-
höld f utanríkismálanefnd, end-
urtek ég, að fram að þessu hafa
viðræðurnar snúizt um það, að
aðilar útskýrðu afstöðu sína til
málsins, og hefur slíkt að sjálf-
sögðu ekki gefið sérstakt tilefni
til að kveðja utanríkismálanefnd
saman“.
Var yfirlýsíngin sönn?
Af orðum forsætisráðherra varð
ekki annað skilið, en engin tillaga
hefði verið lögð fram, hvorki af
hálfu íslendinga né Breta, heldur
aðeins „skýrð sjónarmið" af
beggj ahálfu. Ef tillaga hefði kom-
ið fram til athugunar, hefði það
að sjálfsögðu verið tilefni, er skyld
aði stjórnina til að kveðja að
minnsta kosti utanríkismálanefnd
saman, og einnig að skýra Alþingi
frá henni, að minnsta kosti á lok-
uðum þingfundi, ef ekki þætti ann
að fært. Yfirlýsing forsætisráð-
herra hlýtur því að skiljast á þann
veg, að engin tillaga hafi legið
fyrir, er þingið kom saman og við-
ræðunum var hætt.
Þar sem svona skýrar fregnir
hafa komið fram — meira að
segja fluttar af stjórnarblöðun-
um — um að brezka stjórnin hafi
lagt tillögu fyrir íslenzku stjórn-
ina, verður að krefjast þess, að
ríkisstjórnin geri hreint fyrir sín
um dyrum, og forsætisráðherra
lýsi yfir, hvort það sé rétt, og sé
svo , að skýra utanríkismála-
nefnd og Alþingi tafarlaust frá
efni hennar.
ViS þessar fregnir vakna
ýmsar spurningar, sem for-
sætisráðherra verður að
svara: Lögðu Bretar fram
samningatiliögu í lok við-
ræðnanna og fór forsætisráð
herra með fleipur í yfirlýs-
ingu sinni og fór á bak viðj
Alþingi, eða er það fleipur
brezkra togaraeigenda að
slík tillaga hafi komið fram?
Kom kannske slík tillaga í
hendur ríkisstjórnarinnar
síðar, og því hefur hún þá
ekki skýrt utanríkismála-
nefnd og Alþingi frá henni?
Eftir þessar fregnir verður rikis-
stjórnin að gera hreint fyr'ir sínum
dyrum og lýsa þessar fregnir stað-
lausar eða játa brot sitt. Að sinni
skal ekki dómur á það lagður,
hvort er rétt í málinu. En ríkis-
stjórnin verður að svara.
Uppskera Krústjciffs
(Framh. al 16 siðu)
svo tómhentur heim til
Moskva sem ætla mætti, en
hver verður svo uppskeran
jafnt innan sem utan vett-
vangs S.þ.?
Tvö lítil dæmi
Tvö af frækornum Krust-
joffs mega svo sannarlega
kallast tímasprengjur. í fyrsta
lagi er það Þýzkalandsmálið,
þar sem forsætisráðherrann
enn einu sinni hótaði að semja
sérstaklega frið við Austur-
Þýzkaland, ef hann fær ekki
toppfund eftir forsetakosning
arnar í Bandaríkjunum í
haust. í öðru lagi er það krafa
hans um breytingar á skipu-
lagi framkvæmdastjórnar S.þ.,
þar sem lagt er til, að í stað
framkvæmdastjóra komi 3ja
manna framkvæmdanefnd
skipuð einum þriðja frá hlut-
lausu ríki. Þessi ógnun við S.þ.
stendur óbreytt þrátt fyrir
yfirlýsingu Hammarskjölds
um að hann fari hvergi frá.
Kjörtímabil Hammarskjölds
rennur út 1963 og þá um haust
ið skal kjósa mann í hans
stað. Krustjoff hefur ekki
sagt sitt síðasta orð í þessu
efni, komi hann ekki Hamm-
arskjöld frá mun hann neita
að kjósa eftirmann hans.
Hugmynd Krustjoffs með
breytingu á framkvæmda-
stjórn S.þ. miðar að því að
vinna fylgi meðal hinna hlut-
lausu þjóða, ekki hvað sízt
meðal hinna fjölmörgu nýju
ríkja í Afríku og Asiu. Krust-
joff heldur því að þessum
nýju ríkjum, að þau geti ekki
með núverandi framkvæmda-
skipulagi haft næg áhrif á
störf S.þ. en það geti þau hins
vegar með því að samþykkja
breytingatillögu hans. Þessi
áróður Krustjoffs hefur þegar
haft meiri áhrif en menn grun
ar þótt hinu sé ekki að neita,
að hinar heiftarlegu árásir
hans á Hammarskjöld hafa
verkað í gagnstæða átt í
augnablikinu. Það kom nefni
lega fram í ræðum margra
þjóðarleiðtoga einkum frá hin
um nýju ríkjum, að þau höfðu
tekið þessi orð Krustjoffs til
athugunar þótt þau styddu
ekki breytinguna að sinni.
Upptaka Kína framundan
Þá mun Krustjoff telja sig
sjá hilla undir það, að Kína
fái aðgang að S.þ. Að þessu
sinni munaði aðeins átta at-
kvæðum að upptaka Kína í
S.þ. yrði samþykkt á allsherj-
arþinginu og er það miklu
minni munur en nokkru sinni
hefur áður verið. Formósufull
trúinn situr væntanlega ekki
nema þetta árið. Þrjú hinna
ungu ríkja í Afríku, Ghana,
Mali og Senegal greiddu at-
kvæði með upptöku Kína en
þrettán sátu hjá.
Almennt er gert ráð fyrir,
að á næsta ári muni mörg þess
ara þrettán rikja fylgja for-
dæmi ríkjanna þriggja og
tryggja Kína upptöku í sam-
tök S.þ. á því herrans ári 1961.
Kongófræið
Að lokum verður einnig að
álíta, að fræ það, sem Krust-
joff sáði í Kongómálinu muni
bera sinn ávöxt í náinni fram
tíð. Sekou Touré forseti Guin
eu hefur tekið undir þau orð
Þakkardagur
(Framh aí l 1 siðu).
fjáröflunin hjá liðsnfiöímum. Volks
vvagenbDar voru keyptir og happ-
drætti sett á laggirnar. Hver miði
skyldi seldur á kr. 100 en „við-
reisnin“ hafði ekki aukið kaup-
getu manna og fáir vildu kaupa.
Var nú tekið það ráð að senda
einkabíla með miða til flokks-
manna og kvatt dyra frá sólar-
upprás til sólarlags í húsum
manna, og þess krafizt að þeir,
sem miðana fengu, skiluðu and-
virðinu. í gær var svo uppskeru-
hátíð haldin með boðskortum frá
ráðherrum Sjálfstæðisflokksins
þar sem öllum þeim', er harðast
gengu fr'am í innheimtunni, var
boðið til kokkteilveizlu. En hver
borgar ráðherraveizlur? íhaldið er
að taka upp sinn „Thanksgiving
Day“ — eða þakkargjörð.
Krustjoffs, að Lumumba
verði viðurkenndur eini rétti
forsætisráðherra Kongó. Hann
tók einnig undir kröfuna um
frelsi til handa öllum nýlend-
um og vék að nauðsyn frekari
áhrifa Asíu- og Afríkuríkja á
stjórn S.þ. Stjarna Lumumba
hefur að vísu hrapað nokkuð
upp á síðkastið, en enginn veit
hvenær hann getur látið til
skarar skríða að nýju. Hann
nýtur stuðnings Ghana og
Guineu og ekki er að vita
nema önnur Afríkuríki feti í
fótspor þessara tveggja.
Krustjoff bíður og sér hverju
fram vindur í Kongó. Honum
er í hag að sem lengst verði
þar ókyrrð og S.þ. verði til-
neyddar að skerast alvarlega
í leikinn. Þá mun hann saka
þær um skerðingu á fullveldi
landsins. Menn bíða og sjá
hvað setur en vafalaust sann
ast hið fornkveðna eins og þú
sáir eins munt þú uppskera.
Vetrarfargjöld
með Gullfossi
Ferðaáætlun m.s. Gullfoss
fyrir árið 1961 er að koma út
þessa dagana og verður ferð
um skipsins milli Reykjavík-
ur, Leith og Kaupmannahafn
ar, hagað á svipaðan hátt og
undanfarin ár. Þó eru sigling
ar ekki ráðgerðar á þessum
vetri til Hamborgar, svo sem
hefur verið síðustu ár, nema
vöruflutningar gefi tilefni til.
Á komandi vetri verður sú
nýbreytni, að tekin verða upp
vetrarfargjöld, svo sem venja
er hjá flugfélögunum og er-
lendum siglingafyrirtækjum
á þeim árstíma, þegar minnst
Fimm róa frá
Hornafirði
Höfn, 19. okt. — Hornafjarðar
bátar eru nú að hefja haust-
róðra. Munu 5 stórir bátar, um
og yfir 65 tonn, róa með línu
i haust. Þrír bátarnir eru þeg
ar byrjaðir veiðar, en hinir
að ijúka búnaði. Einn þess-
ara báta hefur undanfarið
gert tilraunir með botnvörpu
veiðar en gengið illa. Mun
hann nú byrja með línu eins
og hinir. A.A.
Nýr togari
(Framh. af 1. síðu).
ness er Sturlaugnr Böðvarsson, en
hann dvelst nú erlendis, og í fjar-
veru hans tók Valdimar Indriða-
son við skipinu fyrir hönd eigenda.
— Skipstjóri á Víkingi er Hans
Sigurj ón ss on, f y rs ti s týrim aður
Grettir Jósefsson og fyrsti vél-
stjóri Sigurjón Þjóðarson. Skipið
fer á veiðar á næstunni, og mun
það sigla með aflann á erlendan
markað. G.B.
Kjörinn formaÖur
Framhald af 3. síðu.
þm., var kosinn varaformaður og
Sveinn Guðmundsson, forstjóri,
annar varaformaður.
f framkvæmdastjórn ráðsins
taka sæti auk framamtalinna
manna, þeir Kristján G. Gíslason,
stórkaupm., Birgiir Einarsson,
apótekari, Magnús J. Brynjólfsson,
kaupmaður og Tómas Bjömsson,
kaupmaður.
er eftirspurn eftir farpláss-
um. Vetrarfargjöld „Gullfoss"
verða að þessu sinni I gildi frá
26. des. til 31. marz n.k. Á því
tímabili verður aðeins 1. far
rými opið, en fargjöld þess
lækkuð það mikið að lægstu
fargjöldin verða hin sömu og
núverandi fargjald er á 2. far
rými.
Með þessu fyrirkomulagi
gefur Eimskipafélagið fólki
tækifæri ttil þess að ferðast á
1. farrými með „Gullfossi“ á
nefndum árstíma fyrir nálega
27% lægra fargjald heldur en
venjulega gerist og jafnframt
er þess að vænta að aðbún-
aður batni stórlega við þetta,
sérstaklega fyrir þá sem að
óbreyttu fyrirkomulagi hefðu
tekið sér far á 2. farrými.
r *
KONURIK0PAV0GI
Framsóknarfélögin í Kópavogi halda bazar f Félags-
heimili Kópavogs sunnudaginn 23. okt. kl. 2—6 e h.
Kaffisala á staðnum. Nefndin
-------------- ----------— ---------------
i i; 1 i ■
SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Hafnarstræti 95
Akureyri.
, Opin daglaqa í vetur kl 13.30—19, nema mánu
daga, lokað allan daginn og laugardaga,
opið kl. 10—12.
a