Tíminn - 22.10.1960, Page 5

Tíminn - 22.10.1960, Page 5
T í MIN N, laugardaginn 22. október 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvœmdast.ióri Tómas Arnason R.it- stjórar Þórannn Þórarmsson (áb ), Andrés Kristjánsson Fréttastjóri- Tómas Karlsson Auglýsingast] Egill Bjarnason Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar 18300 18305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f Hinar nýju utanstefnur íslenzka þjóðin glataði sjálfstæði sínu forðum fyrir innanlandsdeilur, sem farið var með til erlendra, alger- lega óviðkomandi valdhafa. Hinir erlendu þjóðhöfðingj- 'ar notuðu sér innbyrðia ófriðinn milli íslenzku foringj- anna á Sturlungaöldinni. til þess að ná völdum yfir mál- efnum þjóðarinnar. Lýðveldið leystist upp í utansteínur Við tók niður- læging fyrir þjóðina og ánauð í margar aldir. Þessa sáru reynslu 'síná hefur þ]óðin sjáif skilmerki- iega skráð af bókmenntaiegri hæfni á spjöld sögu sinnar. Af spjöldum sögunnar lýsir frásögn þessara atburða, ems og viti, sem varar við háskalegum skerjum En vita er hægt að hafa að engu. Vitar vara við; eru leiðarmerki, en stýra ekki. Ár og aldir liða En sagan vill endurtaka sig, af því að mannlegt eðli breytist lítið. Sérstök ástæða er tii um þessar mundij að gefa gaum að því, hvernig fór fyrir íslendmgum ? Sturiunga- Öldinni. Ofurkapp núverandi stjórnarflokka til að hafa völd virðist vægast sagt sjúKlegt. Alkunnugt er hversu hóflaus stjornarandstaða Sjálf- stæðisflokksins var síðast Hann vílaði ekki fyrir sér að spilla fyrir framgangi íslenzks máistaðar erlendis Talið er að hinn stiórnarflokkurinn haf; tekið á móti erlendu fé til starfsemi sinnar Segja má að ríkisstiðrnin og t.rúnaðarmenn hennar ýmsir séu með annan fótinn erlendis. Að utan koma einnig til ráðgjafar um skipan íslenzkra málefna erlendir menn meira en tíðkazt hefur. Það getur verið gott og blessað að leita til óviðkom- andi aðila, en aðeins í hófi. Sjálfs er höndin hollust. Skókreppuna skilur sá oezt, sem skóinn hefur á fæti. Enginn vafi er á því að hinar efnahagslegu ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar eru að veruiegu leyti gerðar í samráði við erlent peningavald. Þæj eru með glöggum einkennum utangarðsskimings, og þjarma líka að at- vinnu- og efnahagslífi bjóðarinnar með ónærgætni og tillitsleysi framandi hancta. Allir landsmenn hafa séð hve rikisstjórnin hefur í iandhelgismálinu átt bágt með sig gagnvart erlenda valdinu. Hún hefur verið eins og reyr af vmdum skek- inn. Ákveðin og opinská afstaða almennings hefur að þessu haldið henni frá því. að semia af þióðinm rétt hennar. En hve lengi stenzt stjórnin bros erlendra við- mælenda? Vel má vera að stjórninni verði vel tii um stuðning erlepdis frá við efnahagsráðstaiamr sinar En hvað merkir það? íslendingar verða að gæta þess að láta ekki baráttu sína um völdin heima fyrir sljófga dómgreind sína og blinda umhyggju sína fvrir fyllsta sialfstæði lands síns. Þeir verða að gera sér þess grem. að ofmikil hand- gengni við erlent vald um efnahagsmálin ofmikii ásókn lítillar þjóðar eftir ráð'eggingum scærri þjóða ihrmkill stuðnmgur erlendis frá — felur í sér háska utanstefn- anna. vers vegna var xiorgarstjóra- embættið sameinað aftur? Fundarsköp bæjarstjómar Reykiavíkur og reglur um stjórnskipan borgarinnar gersamlega ííreltar og skapa ovíðunandí ástand. — Tilbga Þórftar Björnssonar á fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld. Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld flutti Þórður Björnsson bæj- arfulltrúi Framsóknarflokks- ins, eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn óskar eftir grein- argerð bæjarráðs um það hver orðið hafi framkvæmd á sam- þykkt bæiarstjórnar 7 nóv. 1957 um endurskoðun á stjórnskipun Reykjavíkurbæjar og á fundar- sköpum bæjarstjórnar" Þórður Björnsson fylgdi þessari ti'.ögu úr hlaði með ýtarlegri ræðu. Hann minnti á það. að fund- arsköp bæiarst.’órnai hefðu verið bví nær óbreytt í aldarfjórðung, og þar væri ekki að finna ákvæði um fjölmörg vandamál, sem koma fyrir svo að segja á hver.ium fundi og setja þvi forseta í ærinn vanda og leiða til óþarfs ágreinings við hsnn um meðferð mála Bæjar- fuiltrúar hefðu ærið oft orðið fyr- ir barðinu á þessum úreltu og ó- fcJlkomnu fundarsköpum og oft hefði það komið fyrir. að brotinn hefði verið á þeim mjög frum- stæður réttur. Oft hefði meðferð mála verið mjög í ósamræmi við það, sem venjulegt er. þar sem fundarsköp eru Ijósari og fyllri. Bæjarfulltrúar æftu hins vegar mjög erfitt að ná leiðréttingu, vegna þi^s að ekki er við greinileg ákvæði lv íunuarsköpum bæjari srjérnar að stýðjast. Mýmörg dæmi Þórður kvað af rógu að taka þessu til rökstuðnings en sagðist aðeins drepa á nokkur atriði. Dagskrá bæjarstjórnarfunda væri t. d. mjög ófullkomin. aðeins- lagðar fram fundargerðir nefnda en öll frumgögn bsirra mála, er þsr væru '-ædd og þvi ógeriegt fvrir bæjarfulltrúa að átta sig á þaim, enda væru þessax fundar- gerðir svo fáorðar. að þær lýstu málum ekki á neinn hátt Aukafundir væru iðulega boð aðir í bæiarstjórn fyrirvaralaust án þess að tekið væri fram. hvert fundarefm væri. Hefði komið fyrir, að «líkur fundur væri boð- aður með 15—20 mínútna fyrir- vara með síintali. en svo begar á fund væri komið. kæmi í ljós að ekkert minna væ>-' til umræðu en aukaniðurjófnun útsvara. Þeg- ar á betta fiaustur væri bent og beðið um 'vær umræður um mál- ið væri þv’ synjað. Skortur væri á reglum um mý- rr.örg atriði. sem of iangt væri upp að telja. Það vantað: t. d reglur um fyrirspurnir á oæjarstjórnar- iundum, bæði am rétt fulltrúa til að bera fram slíkar fyrirspurnir og skvldur forsvarsmanna bæjarins t.il að svara þeim Stiórnskmun bæiarins Þá sagði Þoröur Björnsson, að þótt brýn borf væri 9 nýjum fund- arsköpum, 'ær þó vöntun á gieinilegum og hæfilegum reglum um stjórnskipun bæjarins sjálfs inn tilfinnanlegri Rakti hann síð- an ýmis dæmi um bað að ýmsar þessar reglui væru frr siðustu öld. þegar bærmn var smáþorp í sam- anburði við bað sem hanr. er nú Þaf mætti nds ekki dragast lengur að semja reglur sem hæíðr borg, enda bæru mörg dæmi í ringulreið þessara mála því vitni, að þörfin væri brýn. Þegar endurskoðun á reglum um st’órnskipan bæjarins væri á dag- skrá, vöknuðu auðvitað margar spurningar um það, á hvern veg skipulagi þessara mála yrði bezt háttað. T. d hvað bæjarstjórn ætti að vera fjölmenn. Hve tíðir fundir í bæjarstjóir, hvort bæjarráð ætti að vera fjölmennara eða hvort það a tti rétt á sér Einnig hvort það ætti að vera fullt starf að vera í bæjarstjórn. Þá gæti verið vafi á því, hvernig haga ætti æðstu fram- kvæmdastjóni borgarinnar. hvort borgarstjóri ætti að vera einn. eða tveir, eða fleiri, og hvori þessir siarfsmenn skyldu ráðnir kosnir af bæjarstjórn eða borgunmum sjálfum, svo og hvort rétt væri að kjósa aðra starfsmenn bæjarins. Hefur dregizt úr hömlu Þórður minnti á, að betta væri ekki nýtt umræðuefni í bæjar- j sijórn. Hann hefði t. d á undan- förnum árum rætt um betta hvað eftir annað, svo og aðrir bæjar- falltrúar og borið fram um þetta t llögur. í sept. 1956 hefði svo virzi, sem skriður ætti að komast á málið. Þá er sagt frá því með sórum fyrir- sógnum í Mbl., að Gunnar Thor- oddsen þáverandi borgarstjóri væri að láta hefja ýtarlega athugun á því, á hvern hát’ stjórn borgarinn- ar yrði bezt fyrir koinið og hvernig hægt væri ”ð færa hana í nýtízku- legra horf. í marz 1957 kvaðst Þórður hafa f'utt tillögu um endurskoðun fund- arskapa bæjarstjórnar Fleiri til- lögur hefðu komið fram í þá átt, og endir málsins þá hefði orðið sá, að samþykkt var tillaga frá Magn- ús’ Ástmarssyni um að fela bæjar- ráði endurskoðun fundarskapa og rcglna um stjórn bæjarins Síðan hefði ekkert um þessi mái heyrzt, en allt sæti í sama óhæfa farinu. Tveir borgarstjórar Þórður sagði, að þetta gæti ekki gengið lengur með bessum hætti, cp hann drap á það sem dæmi um i ringulreiðina. sem af þessu skap- ! aóist, að svo væri komið að annað árið væru weir borgarstjórar en! hitt aðeins einn, og væri öðrum1 e.ns stórmaium og þessu breytt n'fcð fyrirvaralausum samþykktum ’ bæjarstjórn Hann saeði. að haustið 1959 befði verið samþyiíkt tillaga um það í bæjarstjórn — auðvitað án þess að fulltrúum -/æri að nokkru kynnt það mái fyrír funtí — að borgarstjorar skyldu vera tveir, annar yfir framkvæmdum og vjármálum bæjarins, hinn yfir télagsmálnm og menntamálum. Hann kvaðst hafa greitt þessari tillögu atkvæði, vegna bess að liann teldi að borgarstjórastarfið væri orðið allt of umfangsmikið fvrir einn niann og trausti þess, að þetta væri frambúðarráðstöf- un. En óæjarstjórn getnr ekki ráðið þessu ein. lu-ldur verður tögum samkræmt -ið fá staðfest- ingu ráðherra fyrir þessu. Þetta var staðfes með bréfi ráðuneytis £ des. 1959 Einn borgarstjóri En á siðasta bæjarstjórnariundi, ÞÓRÐUR BJÖRNSSON sagði Þórður, tæpu ári síðar er •aftur borin xarm fyrirvaralaust til- laga frá meiri hlutanum um að nú skuli borgarstjórinn vera einn. Engar ástæður eru færðar fyrir þessu. Þórður sagði, að þar sem hann hefði greitt atkvæði með skiptingu rorgarstjórastarfsins en ekki getað setið síðasta bæjar- stjórnarfund, vildi hann nota þetta t.ækifæri, þar sem málið snerti mjög tillögu þá, sem hann hefði lagt fram, til þess að spyrjast fyrir uir. það, nvernig á ráðabreytni þessari stæði. Hvers vegna var þessu breytt? spurði Þórður. Ef ástæða var til &ð skipta embættinu í fyrra, hvaða ástæða var þá til að sam- eina það aftur núna? Var emb- ættinu ekki skipt, af því að það var talin betri skipun mála? Gafst þá iíla að hafa borgarstjóra tvo? Hver var ástæðan? Þórður sagði, að bæjarfilltrúar ættu heimtingu a að fá að vita þetta, og ekki aðems þeir heldur bæjar búar allir. enda stæðu beir undr- andi og spyrði maður mann: Hvernig stendur á þessu? Hins vegar hefði engin skýring fengizt enn Augljóst væri. að til svona víxlbrevtinga á æðstu fram- kvæmdastjórn bæjarins vrðu að vera skýrar ástæður Annars skildi fólk ekki hvernig á þessum hringl- andahætti stæði, enda væri sann- ast sagna að það væri óþolandi með öllu, og benti ekki sízt til þeirrar nauðsvnjar að setja fastari reglur um stjórnskipan bæjarins. f.o'Öin svör Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, svaraði nokkrum orðum og kvað er.durskoðun fundarskapa stjórn- skipunarregina borgarinnar hafa chegizt vegna þess. að undanfarin ár hefði farið fram endurskoðun aimennra sveitarstjórnarlaga, og hefði írumvarp komið fram í fyrra en ekki náð afgreiðslu á b ngi og mundi v'erða lagt fram aftur núna. Eftir þeim lögum yrði að bíða, áður en reglur bæjarins y-ðu samdar að nýju Bar borgar- stjóri fram frávísunartillögu við ‘illögu Þórðar á þessum forsend- um. Um skiptingu og sameiningu bnrgarstjóraembættisins átti borg- ai,stjóri engar skýringar Sagði að sKiptingin hefði verið gerð tll bréðabirgða og eðlilegt væri að °iíibættið væri aftur sameinað. begar Gunnai Thoroddsen segði bvf að fullu lausu eins og hann hcfði nú gert. Fannst flestum. að þetta væri heldur óskilianleg vé- frétt. (Framhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.