Tíminn - 22.10.1960, Page 9
' T-í MI-N N, laugardaginn 22. október 1960.
9
f Tímanum 22. sept. leiddi ég rök að því, að Gröndal væri
einn aðalhöfundur að atburðum þeim sem skeð hafa í Bæjar-
stjórn Akraness. Enn fremur að hér hefði ekki verið barizt
fyrir hagsmunum bæjarins heldur sett upp pól>tísk refskák.
Þetta hefur Gröndal sannað bezt sjálfur með látlausum grein-
um í Alþbl. um mál þetta, líkt og hann ætti þar líf sitt að
verja. Síðast löng grein 25 sept. s. I. Hann svarar þar ekki
fyrirspurnum er ég hafði beint til hans og forðast að ræða
kjarna málsins. Hann aðeins endurtekur nokkrar spurningar
lítið breyttar, sömu ósannindin og slúðursögurnar, sem hon-
um er sagt að hlaupa með. Höfundurinn leynist ekki og hann
er alþekktur á Akranesi. Af þessu gefnu tilefni verður ekki
komizt hjá því að ræða mál þessi nokkuð nánar, enda þótt
það hafi ekki verið ætlun mín.
Bæjarstjórar hafa á ýmsum stöð-
um verið látnir fara á kjörtfmabil-
inu og lítill hávaði fylgt því“. Eg
fullyrði að bæjarstjóra hefur
aldrei fyr'r verið sagt upp starfi
með þeim hætti, sem hér var gert.
f stnð þess að tilkynna breytta
pólit.ízka samstöðu og segja bæjar-
stjóra upp starfi af þeim ástæðum,
eru búnar til sakir í þeim tilgangi
einum að hafa æruna af bæjar-
stjóra og ætla sér að dylja hinn
raunverulega tilgang uppsagnar-
innar bak við ærumeiðandi mold-
viðri. Ódrengilegri leikur mun
aldrei hafa verið settur á svið
gagnvart majini, sem unnið hafði
fram órökstuddar og ærumeiðandi
tyllisakir’. Málskostnaður var felld
ur niður, sem er vottur þess að
neitun mín var ekki gerð að á-
stæðulausu.
ÞingmatSur kallar kjós-
endur fífl
í síðustu grein minni gaf ég
lesendum glöggan þverskurð af
pólitizkum ferli Gröndals, sem vak
ið hefur mikla athygli. Var það
óhjákvæmilegt til að skýra bæjar1-
stjóramálið nánar. Svar hans er
að finna í Alþbl. 25. sept. og er
Söguleg júnínótt
Nokkru eftir að ég tók við starfi
bæjarstjóra á Akranesi 1954 sagði
einn af elztu og merkustu forvígis
mönnum Sjálfstæðisflokksins á
Akranesi — Þorgeir Jósefsson —
við kunman embættismann í
Reykjavík: „Ula er ég svikinn, ef
ef kratabroddamir á Akranesi eiga
ekki eftir að reka rýtinginn í bak-
ið á bæjarstjóranum". Hann hafði
þá 20 ára reynslu af þessum mönn
um og vissi fullvel að manneðlið
breytist undra lítið. Eg mótmælti
þessu þá, sem hreinustu fjarstæðu.
Nú hafa urhmæli þessi rifjast upp
fyrir mér sem spásögn.
Fyrstu fimm árin stóðu kratarn-
ir vel að samstarfinu, fyrir utan
óheilindi Guðmundar Sveinbjöms-
sonar og nokkra viðleitni hans
til að svíkja það. Slíkt kom ekki
að verulegri sök, því hinir stóðu
fast saman. Breytingin skeður á
einni nóttu í júní 1959. Er nauð-
synlegt að það komi greinilega
fram, svo að öllum megi ljóst vera
að hér kom annað til en áhuginn
fyrir máefnum bæjarins. Nokkru
áður, og eftir langa reynslu, hafði
H. Sv. látið þessi ummæli falla
um bæjarstjóra: „Enda markast
starf hans allt af reglusemi, orð-
heldni og dugnaði. Vonandi nýtur
Akranes hans ágætu hæfileika sem
allra lengst“.
Eftir að atkv. voru talin í al-
þingiskosningunum í Bongarfjarða
sýslu í júní 1959 var samþykkt að
ég skyldi vera vondur bæjarstjóri
og þá ákváðu bæjarfulltrúar Alþfl.
að taka rýtinginn fram. Á fyrsta
bæjarstjórnarfundi eftir kosning-
arnar veittust þeir allir að mér —
eftir fyrirframgerðir áætlun — á
hinn furðulegasta hátt og var auð-
séð að brotið var blað í samstarf-
inu. Einn ávítaði mig með þung-
um orðum fyrir lán á steypuhræri-
vél bæjarins upp í Leirársveit og
annað var eftir því.
Meðan ég studdi Gröndal var ég
ágætur. Eftir að ég bar hærri hlut
í þingkosningum gegn honum var
ég bannfærður. Af þessu ætti öll-
um að vera ljóst að bæjarmál Akra
ness voru hér aukaatr'iði. Þeim var
fórnað fyrir „þingmannsnefnu“
suður í Reykjavík og ímyndaða
flokkshagsmuni.
FramboÍJÍS
Kosningaréttur og kjörgengi er
eitt af dýrmætustu réttindum í
lýðfrjálsu landi. Þykir mjög skorta
á, ef þau eru tekin af mönnum.
Eg hafði aldrei áður farið í fram-
boð og ekki sýnt neina löngun til
þess. En eftir að kjördæmamálið
komst á dagskrá, fjöldi kjósenda
í Borgarfjarðarsýslu sent mér á-
skorun um framboð og flokkurinn,
sem alltaf hafði vel og myndarlega
stutt málefni bæjarins, lagði á-
herzlu á framboð mitt, gat ég ekki
neitað því að gefa kost á mér. Eg
forðaðist að blanda málefnum bæj-
arins inn í kosningabar’áttuna,
enda var hér fyrst og fremst kosið
um eitt stórt mái — kjördæma-
málið. Hins vegar gerði Alþfl.
broslegar tilraunir til að skreyta
sig ag frambjóðanda sinn með mál-
efnum bæjarins, en tókst mjög ó-
björgulega, svo sem frægt varð.
Þingmannsbakterían hefur því
Akraneshöfn
Daníel Ágústínusson
ekki heltekið mig, eins og Gröndal,
sem féll þrisvar í Borgarfjarðar-
sýslu og hefði fallið í fjórða sinn
og aldrei náð þingsæti, ef ekki
hefði komið til kosningasamvinna
og kjördæmabreyting. Þannig fer
um menn, sem halda að þeir séu
eitthvað annað og meira, en þeir
raunverulega eru.
Vinstra samstarfií og
Gröndal
Eftir að GrÖndal gat ekki haft
neitt gott ag vinstra samstarfinu
í Bæjarstjórn Akraness sagði hann
sínum mönnum að sllta því. Ó-
svífin skrif hans í Alþbl. að undan
förnu sanna þetta bezt. Er óhætt
að fullyrða að megin þorri Al-
þýðuflokksmanna á Akranesi hef-
ur haft hina mestu skömm á þeim,
eins og málinu í (heild. Vafalaust
finnur hann þetta sjálfur nú orðið
og er undanhaldið í Alþbl. 25.
sept. vottur þess. Þar segir Grön-
dal: „Af hverju öll þessi læti.
Gröndal á
í þágu bæjarfélagsins á 7. ár. Um
uppsögnina var aldrei tilkynnt áð-
ur.
Aðeins vegna þess að ég neitaði
að víkja og lét úrskurð fara fram
fékk ég ákæruatriðin ómerkt strax.
Það svifti blekkingarhulunni frá,
svo eftir það duldizt engum, hver
hinn raunverulegi til&angur var.
Alveg sérstaklega eru þetta
furðuleg vinnubrögð hjá Aliþfl.
þar sem fulltrúar hans voru kjörn-
ir á sameiginlegum lista með
tveimur öðrum flokkum — jafn-
framt því, sem þá var kosið um
bæjarstjóraefni þríflokkanna, sem
þá hafði gegnt störfum í 4 ár og
sótt var eftir að héldi starfinu
áfram. Hér voru því einstök svik
framin gagnvart kjósendum.
Áreiðanlega hefur ekkert af
þessu skeð áður. Bæjarstjóra hef-
ur aldrei fyrr á íslandi verið vik-
ið úr starfi með slíkum hætti, né
flokkur svikið kjósendur sína svo
bersýnilega, sem Alþfl. hér. Það
þarf kratasiðferði til að verja
slíkar aðgerðir.
Áfrýjun
Alþbl. hefur oftlega spurt um
það, hvort ég áfrýi ekki dóminum.
Engin ákvörðun hefur enn verið
um það tekin. Hins vegar er vert
að benda á þá staðreynd að áfrýj-
un frestar ekki innsetningu og af
þei-m ástæðum væri gagnlítið
fyrir mig að fá hæstaréttardóm í
lok kjörtímabilsins. Aftur á móti
væri full þörf fyrir tillögumenn
Alþfl. að áfrýja og freista þess
að fá sakarefnin staðfest, þar sem
þau voru ómerkt í undirrétti. Á
meðan þeir áfrýja ekki liggja þeir
undir þeim dómi að hafa borið
undanhaldi
stórmannlegt, sem við var að bú-
ast.
Eg sagði þá og segi enn að
sjaldgæft er að þingmaður hafi
beina íhlutun af heimamálum á
þann hátt, sem hann hefur hér
gert. Hitt mun alveg einsdæmi, að
nokkur þingmaður kalli kjósendur
í kjördæmi sínu „viðundur“ og
„fífl“, eins og hann gerir svo
smekklega í nefndri grein sinni.
Þá leynir drengskapurinn sér ekki
gagnvart stuðningsmönnunum.
Hann er byrjaður að koma á-
byrgðinni a fsér og grunur minn
er sá, að þegar hann áttar sig bet-
ur á frumhlaupinu og finnur
hversu það er fyrirlitið af mörgum
kjósendum, sem oft hafa stutt
Alþfl. eins og nú er komið í ljós,
væri líkt honum að afneita öllum
afskiptum sínum af málinu. Hins
vegar verður Alþbl. honum óþægi-
legt vitni. Alveg á sama hátt og
hann vill koma fölsun á reikning-
um kaupfélagsins á Svein Guð-
mundsson en upphefja Hálfdán fyr
ir útvegun á sláturleyfi handa
kaupfélaginu!!! Hvað sögðu heil-
brigðisyfirvöld og dýralæknir um
það leyfi í fyrra? Ekki ónýtt fyrir
bæjarbúa, sem neita afurðanna,
að vita það.
Ennfremur segir Gröndal: Fjár-
hagur K. S. B. batnaði ár frá ári
í formannstíð Hálfdáns. Ákaflega
ætti kaupfélagið að vera orðið ríkt
því Hálfdán er búinn að vera lengi
formaður. Sannleikurinn er hins
vegar sá, að fjárhagur félagsins
hefur stórversnað hin síðustu ár.
Nemur rekstra-rtapið 1957—’59 kr.
1.010.000 — ein milljón og tíu
þúsund krónur —. Þetta heitir
„batnandi" fjárhagur að dómi
hans. Það er erfitt að ræða við
menn, sem far'a jafn blygðunar-
laust með sannleikann og lifa eft-
ir hinni fornu Jesúítareglu ;,að til
gangurinn helgi meðalið". A þenn
an hátt mætti yfirleitt hrekja allar
greinar hans og spurningar. Regl-
an er að snúa sannleikanum við.
Þrjú dæmi enn
í.
Gröndal hefur nokkrum sinnum
komið að því, að ég hafi verið á
móti hafnarframkvæmdum á Akra
nesi. Þetta er nokkuð djörf full-
yrðing af manni, sem ekkert hefur
nærri þessum málum komið, en
sýnir þó vopnaburðinn. Að egnum
málum vann ég meir frá fyrsta til
hins síðasta dags í starfi mínu,
sem meira mark verður tekið af,
því ég taldi höfnina lífæð atvinnu-
lífsins í bænum, sem jafnan yrði
að vera í fremstu röð framkvæmda.
Eg vil að lokum leiða eitt vitni,
sem gjörþekkti til undirbúnings
hafnarframkvæmdanna hér og veit
ég að meira mark verður tekið á
því en ósannindavaðli Gröndals.
Hr. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri
hefur sent mer svofellt bréf:
Herra fyrrv. bæjarstjóri
Daníel Ágústínusson,
Akranesi.
Út af ummælum í grein hr. Bene-
dikts Gröndal í Alþýðublaðinu 28.
ágúst s. 1. um afskipti fyrrv. bæjar-
stjóra, Daníels Ágústínussonar, af
hafnarmálum o. fl. þá þykir mér
rétt að taka fram eftirfarandi:
Frá því að fundurinn um hafnar-
gerðina á Akranesi var haldinn í
janúar 1955, en á honum voru Hálf-
dán Sveinsson, Guðmundur Svein-
björnsson og Daníel Ágústínusson
ásamt mér, þá sýndi Daníel Ágústín-
usson, þáverandi bæjarstjóri sérstak
an áhuga á málinu og vann að því
alla tíð síðan af mikium dugnaði og
atorku, enda ríkti um mál'ið — hafn-
argerðina — alveg sérstakur áhugi
og samhugur allra, sem að því stóðu
á Akranesi. Þá skal tekið fram, að
Daníel Ágústínusson sá um að allar
greiðlslur vegna lántöku erlendiis
komu ætíð á réttum tíma.
Gísii Sigurbjörnsson.
(Sign.
2.
Það var Alþfl., sem vildi ólmur
skipta um starfslið á skrifstofu
bæjarins 1954 og aðrir nefndu það
ekki. Alveg sérstaklega gekk Guð-
mundur Sveinbjörnsson langt í því
enda sóttist hann fast eftir því
að verða bæjargjaldker’i. Þegar ég
hafði 1954 endurráðið einn af þeim
þremur starfsmönnum, sem sagt
höfðu upp hjá bænum, fékk ég
mikla ofanígjöf hjá Guðm. Sv.
fyrir að ráða Sjálfstæðismann og
var það í votta viðurvist.
3.
Gröndal vegsamar afkomu bæj-
arútgerðarinnar. Eiga það að vera
sögulaun til Giðm. Sv., sem þó er
ekki jafn hollur Gröndal og ætla
mætti og lætur hann því hlaupa
með hinar furðulegustu fjarstæð-
ur til að minnka álit hans, en sjálf
ur telur Guðm. sig vel fallinn til
ýmsra hluta.
Ef Gröndal þekkti nokkuð til á
Akranesi myndi hann forðast að
nefna bæjarútgerðina og Guðm.
Sv. En hann varð framkvæmda-
stjóri útgerðarinnar með einstök-
um bolabrögðum, sem frægt varð
á sinni tíð. Hafði hann til^ þess
lítið fylgi og ekkert traust. Árang
urinn er svo sá, að engin útgerð
á landinu mun nú jafn fræg fyrir
vanskil og óreiðu, enda þótt bæjar
sjóður hafi árlega greitt kr. 1.3 til
2.0 millj. af útsvörum bæjarbúa í
þessa hít og alls kr. 14 millj.
Er álitsleysið svo stórkostlegt að
bæjarsjóður varð nýlega að ganga
í ábyrgð fyrir 18 þús. kr. skuld,
þar sem lánardrottinn tók ekki
lengur mark á framkvæmdastjór-
anum. Á þessu ári hefur bæjar-
sjóður gengið í ábyrgðir fyrir rúm
(Framhald á 13. sfðu).