Tíminn - 22.10.1960, Qupperneq 14

Tíminn - 22.10.1960, Qupperneq 14
14 T í MIN N, laugardaginn 22. október 1960. þú sért fáanlegur til aS taka að þér aS rannsaka gimsteina hvarfið. — En ég er að rannsaka það, ég sagði þér frá því. — Já, alveg rétt. Undarlegt hún skyldi ekki einu sinni muna eftir nafni þínu, sagði Elísabet og fékk hjartslátt. Davíð hafði sagt, að hann hefði hitt frú Raoul sjálfur. Allt var undarlegt í sambandi við þetta mál. — Nei, sagði Davíð hressi- lega, en hann leit ekki í augu hennar. — Það er ekkert und arlegt. Eg held mig frá skjól stæðingum mínum og lögregl an sér um þá. Það eru glæpa mennimir, sem ég á að hafa eftirlit með. Hann gekk að útvarpinu og skrúfaði frá. Elísabet gekk fram í eldhús, en samt heyrði hún þegar þulurinn las: .... .....búizt er við að margir verði viðstaddir opnun sýn- ingu Sir Alfreds Melendeaux, sem opnuð verður eftir tvo daga, en þar verða sýnd mál- verk úr eigu hans og fjöldi dýrmætra listmuna. Sir Al- fred hefur fengizt nokkuð við að mála, en er þó einkum þekktur sem listaverkasali. Vakin er athygli á, að ein- ungis verður hleypt inn þeim, sem geta sýnt aðgöngumiða vegna hinna mörgu dýrmætu muna, sem á sýningunni eru. Það er hald manna .... Davíð skrúfaði snögglega fyrir útvarpið. — Mig langar að fara þang að, sagði Elisabet, sem kom inn i stofuna með hlaðinn bakka. — Er nokkur leið fyrir okkur að komast þangað? Hún talaði glaðlega, en hún titraði af æsingu. Og hún sá fyrir sér málverkið „Sofandi kona“ inni í skápnum í vinnu herbergi Davíðs. — Því ekki það? Eg skal tala við John. Hann getur út- vegað alla skapaða hluti. Elísabet veitti því athygli, að Davíð reykti hverja síga- rettuna á fætur annarri, með an hún setti matinn á borð- ið, og hann sneri sígarettun- um órólega milli fingra sér. — Eg verð ekki lengi, ástin mín, sagði hann svo, — en ég verð að hringja. Eg ætla ekk- ert að vinna í kvöld, svo að kannski við getum skropp- ið í ökuferð. Bann hljáp út úr stofunni og hún heyrði hann snúa lykl inum í skrifstofu sinni. Hún leit í kring um sig. Hún var sannfærð um, að þetta símtal stóð að einhverju leyti í sámbandi við fréttina, sem þau höfðu hlustað á í útvarp inu fáeinum mínútum áður. Þá datt henni í hug að sim inn í svefnherberginu, sem þau notuðu sjaldan. Hún hrað aði sér þangað, lokaði dyrun um varlega og lyfti tólinu. Nætur lElgarde og ég hittum þig við norðurhliðið. Eg er ekki hrif j Klukkan tvö eftir miðnætti. inn af að beita skotvopnum, en ég geri ráð fyrir það sé ör uggara, að þú komir vopnað- ur. Skilið? — Eg hef skilið þetta, sagði ókunn rödd. — Ágætt — endurtaktu það fyrir mig. Konan min bíður óþolinmóð eftir mér og ég held mér skjátlist ekki, að hana er farið að gruna sitt af hverju. Þú skilur Dupont — við verðum að vera gætnir. Elísabet skalf ilrá hvirfli Algeirsborg Eftir George Alexander Hún heyrði að símastúlkan sagði: — Hvaða númer? — Gefið mér Algeirsbotg 114, þökk fyrir, sagði Davíð. Svitinn spratt fram á and liti Elísabetar meðan hún beið. Svo kom einhver í sím- ann og sagði á frönsku: — Qui? Davið svaraði á ensku og talaði mjög lágt: — Dupont? Já, þetta er Carrington. Heyrðu, sýningin verður áreiðanlega opnuð ekki á morgun heldur hinn — það var verið að tilkynna það í útvarpinu. Þú veizt hvernig málin standa. Eg tal aði við Elrarde í dag. Sir Al- fred hefur víst komið þessu svo fyrir: málverkinu verður stillt upr^ á annarri hæð í einkaherbergi og þangað fá aðeins útvaldir að koma. El- garde segir að hægt sé að komast þangað utanfrá — það vaxa tré alveg upp að glugganum og ætti að vera auðvelt að komast þá leið .. Það var stutt þögn, Elísabet þrýsti tólinu fastar að eyr- anu. — Svo hélt Davíð áfram: — Áætlunin er þessi. Eftir sýninguna verður málverkið eftir í herberginu. Þar verðnr það einnig næstu nótt. Þá verðum við að hefjast handa. 19. til ilja, þegar hún lagði tólið gætilega á. Andartak fannst henni sev ætlaði að líða yfir hana. Hún gekk fram í stof- una aftur og var svo mátt- laus að hún gat vart staðið. Dyrnar opnuðust og Davíð kom inn. — Hver .. við hvern varstn að tala, elskan? spurði hún lágmælt. — Eg hringdi bara á bif- reiðaverkstæðið, safði hann kæruleysislega. Eg held að bíllinn sé eitthvað að bila og það er bezt ég láti athuga það fljótlega .... Hann þagn aði skyndilega og leit á Elísa betu .. — Líður þér illa? spurði hann fljótmæltur. — Mig .... mig svimar .. svo undarlega, hvíslaði hún og svo varð allt svart fyrir augum hennar. Davíð gat með naumindum stokkið til og gripið hana áð- ur en hún hné á gólfið. 17. kafli. — Hamingjan góða, það sem þú gerðir mér bilt við! sagði Davíð og kraup við hlið Elisabetar í sófanum. Hræðsl an var uppmáluð á andliti hans. — Davíð, hvíslaði hún. — Já, elskan, sagði hann og gældi við hár hennar. — Davíð. hvað verðum við lengi .... lengi hér? — Tja .... Hann reis á fæt ur og brosti til hennar. — Ekki mj'v ’.engi úr þessu. Mig er líka farið að langa heim til gamla Englands. En við skulum ekki tala um það nú. Eg ætla að tala um þig. Hvað er að þér elskan. Þú ert öðru- vísi en þú átt að þér að vera — og þú hefur verið svona upp á síðkastið. Hún lyfti hendinni mátt- leysislega. — Því skyldi ég vera eins og ég á aö mér, sagði hún. — Og því ekki? sagði Dav ið og hrukkaði ennið. — Þú átt indælt heimili og undir- gefinn eiginmann. Eg vinn að vísu á undarlegustu tímum sólarhringsins, það er satt .. Hann brosti glaðlega .. en ég er ekki sá eini sem gerir það. Þau horfðust andartak í augu, svo reis hann upp og fór að ganga um gólf. — Davíð .. ef þú elskar mig .. segðu mér þá hvað .. hvað þú hefur eiginlega fyrir stafni. — Hvað í ósköpunum áttu við? Hún heyrði- rödd Johns þeg ar hann sagði: Hjónabandið er byggt á ást, og ástin er byggð á gagnkvæmu trausti. Ef þú treystir ekki Davíð Carr ington, skaltu skilja við hann sem snarast.' Elísabet var í þann veginn að hefja rifrildi. Taugar henn ar þoldu ekki meira og hún varð að vita, hvað eiginlega var á seyði. Davíð horfði á konu sína, og á andliti hans var torráðinn svipur. Hann sagði ekki orð, horfði aðeins á hana. Elísabet hafði tekið eftir áður að ef hún fitjaði upp á einhverju sem honum var ógeðfellt að ræða, eyddi hann alltaf talinu. Hún lá kyrr í sófanum og henni var Ijóst, að hverjar svo sem fyrirætlanir hans voru svo gat hún ekki hindr að hann. Hún vissi það. Og hún var orðin dauðþreytt á þessu öllu saman. Hún reis óstudd á fætur og gekk fram í eldhúsið. Hann kom á eftir, studdist við dyra stafinn og horfði sífellt á hana. — Elísabet, það er dálítið, sem ég verð að segja þér .... og það er ekki sérlega aðlað andi . Davíð hikaði um stund. En hélt síðan áfram: — Það er kannski ekki rétta stundin til að tala um það — fyrst þér líður illa núna, en ef ég segi þér það ekki nú, geri ég það aldrei. Elísabet studdis/ skjálfandi við eldhúsvaskinn og horfði á hann — Nú?.sagði 'nún spyrj andi. Hann strauk fingrunum gegnum hárið á sér og færði sig til, órólegur í svip og hreyf ingum. — Það er undarleg atvinna, sem ég stunda, sagði hann hægt. — Eg veit að ég hef ekki sagt þér nema undan og ofan af því sem ég hef fyrir Laugardagur 22. október: (Fyrstl vetrardagur). 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádeglsútvarp. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Úfcvarp frá hátíðasal Háskóla fslands. Háskólahátíðin 1960. a) Tónleikar: Úr hátíðakantötu háskólans eftir Pál ísólfsson, við ijóð eftir Þorstein Gíslason (Dómkórinn syngur undir stjórn tónskáidsins. Einsöngv- ari: Þorsteinn Hannesson). b) Ræða (Háskólarektor, Þor- keU Jóhannesson dr. phil.). 15,00 Laugardagslögin. 17,00 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 17,20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 18,00 Útvarpssaga barnanna. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Kvöldvaka: a) Hugleiðing við misseraskipt in (Séra Eiríkux J. Eiríksson þjóðgarðsvörður á ÞingvöRum) b) Lúðrasveit Reykjavíkur fagnar vetri; Paul Pampiehler stjórnar. c) Skamimdegisfrásiagnir: Stef án Jónsson hreppstjóri í Hlíð í Lóni segir rökkursögu, Björn Jóhannsson frá Veturhúsum í Jökuldaisheiði lýsir baráttunni við byljina og lesið verður Geirlaugarkvæði eftir Valdi- mar Ásmundsson (Stefán Jóns son fréttamaður tengir efnið saman). d) Takið undir! Þjóðkórinn syn'gur undir stjóm Páls ís- ólfssonar. 22,15 Danslög, þar á meðal leikur danshljómsveit Karls Jónatans sonar gömlu dansana. 02,00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI og FÓRN SVÍÞJÓÐS 47 Sörli rær til skips við þriðja mann, en Ragnar hrópar háðslega á eftir þeim: — Passiði höfðingj- ann vel, þið hafið greitt hann hærra verði en hann stendur fyr'ir. Klettarnir bergmála þessi orð, og Sörli hrópar hatursþrunginni röddu: — Þú skalt fá að smakka hefnd! — Bóhúslénarar hljóta að vera frómir og velþenkjandi menn fyrst þeir vilja borga þetta fyrir kóng sinn, segir Ragnar með ánægju- brosi og jafnvel Sviþjóður getur ekki að sér gert að taka undir kæti hans. Atburðarásin hefur sannarlega snúizt þcim í vil. Eiríkur tekur ekki þátt í þessu gamni. Hann snýr sér að Ragnari og segir: — Svíþjóður hefur sagt mér að boðberi hafi verið sendur til hallar minnar að sækja lausnar gjald fyrir okkur. Skip þessi verða auðfengin bráð fyrir Sörla, þegar þau koma aftur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.