Tíminn - 28.10.1960, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, föstudaginn 28. uktóber;196».<
-— ---------------- —. ■ . .i 1
Þangmjöl
(Framhald af 3. síðu).
Mikil eftirspurn.
Eftirspurnin hefur verið
mikil þennan stutta tíma sem
við höfum selt mjölið. Núna
rétt í þessu eru tveir bílar frá
Akureyri staddir eystra og
eru að sækja mjöl. — Við
hefjum framleiðsluna aftur
að vori og við reiknum með
að það þurfi þá að tvöfalda eða 1
jafnvel þrefalda afköstin til |
að fyllnægja eftirspurn.
Það er ánægjulegt að þang
mjölsvinnslan hafi heppnast.
svo vel sem raun er á. Inn-.
lend framleiðsla á fóðurbæti |
sparar þjóðinni gífurlegt fé
í gjaldeyri og að auki veitir;
hún fjölda manns atvinnu.
Eins og áður er sagt er mjöl1
ið framleitt í fiskimjölsverk
smiðju nærri Stokkseyri en sú
verksmiðj a myndi að öðrum
kosti standa ónotuö og auð
meginhluta ársins.
Noregskonungur
í heimsókn
Gömul brú kvödd
og nýrri heilsað
Akureyringar
urðu háleitir
Akureyri 27. okt. — í gær urðu
menn heldur háleitir á göt-
unum hér á Akureyri, og ekki
frítt við að nokkrir árekstrar
yrðu milli gangenda, þótt
ekki yrði slys né óhapp af.
Orsökin var sú, að yfir bæn-
um sveimuðu tvær bandarísk
ar þotur, svo hátt, að hávaða
þeirra gætti ekki, en þess í
stað skildu þær eftir hvítar
rákir á himingeimnum, og svo
var veðrið kyrrt, að rákirnar
stóðu kyrrar lang tímum sam
an. ED.
„3 skálkar“ frum-
sýndir á Akranesi
í kvöld
Leikfélag Aikraness hefur
að undanförnu æft gaman-
leikinn Þrír skálkar eftir
danska skáldið Carl G>and-
rup, og verður hann frum-
sýndur í Bíóhöllinni í kvöld
kl. 8,30.
Leikstj óri er Ragnhildur
Steingrímsdóttir, en hún er
Akumesingum að góðu kunn
og hefur sett á svið þar Alt
1 Heidelberg og Fórnarlambið.
Skemmtikvöld í Selfossbíó
Framsóknarfélag Selfoss heldur skemmtikvöld í kvöld
kl. 9.
DAGSKRÁ:
Hans Hátign Noregskonung
ur mun koma til íslands í
opinbera heimsókn, í boði for
seta íslands, dagana 31. maí
til 2. júní 1961.
(Frá forsetaritara).
Akureyri, 27. okt. — Síðast
liðinn þriðjudag var ný brú
tekin í notkun norður í Öxna-
dal, og er sú yfir öxnadalsá.
Yfirsmiður var Jónas Snæ-
björnsson, en hann byggöi
Vildi láta reka
bílstjórann
bílstjórum og hermönnum
Enn skerst í odda meí
á Keflavíkurflugvelli
Skýrt var frá því í fréttum
1 gær að feigubílstjóri á Kefla-
víkurflugvelli hefði verið
stöðvaður í gær, sakaður um
of hraðan akstur af banda-
rískri herlögreglu og síðan
visað burt af flugvellinum að
kröfu sjálfs yfirmanns vallar-
ins.
Hringt var á útibú Aðal-
stöðvarinnar og beðið um bíl
að sjúkrahúsi vallarins um kl.
2 í fyrradag. Jafnframt var
bílstjórinn beðinn að hafa
hraðan á.
Lárus Guðbrandsson varð
til þess að svara þessu kalli
á Chevrolet-bifreið sinni
G-998. Ók hann fremur greitt
en vegalengdin að sjúkrahús
inu er innan við kílómeter.
Á leiðinni eru tálmanir á veg
inum, 6 þumlunga rör sem
standa upp úr brautinni og
eru til þess ætluð að bílstjór-
arar hægi á ferðinni í nánd
við barnaskóla flugvallarins.
Nálægt þessum mörkum var
Lárus stöðvaður af herlög-
reglu. Varð nokkur umferða-
teppa af þeim sökum og mun
Lárus hafa ekið af stað aftur
og ætlað að bíða eftir islenzku
lögreglunni á Aðalstöðinni. —
Var hann þá stöðvaður á nýj
an leik og þá af Willis yfir-
manni flugvallarins, sem
þarna bar að á bíl sínum.
Heimtaði brottrekstur
Tíminn átti í gær tal við
Hauk H. Magnússon forstjóra
Aðalstöðvarinnar og kvað
hann Willis hafa heimtað að
Lárus yrði umsvifalaust rek-
inn burt af vellinum og ekki
leyfður akstur þar framvegis.
í gærmorgun var svo Haukur
kallaður fyrir herlögreglu-
stjóra flugvallarins og rædd-
ust þeir við í tvær klukku-
stundir. Krafðist lögreglu-
stjórinn að umræddur bíl-
stjóri yrði tafarlaust rekinn
af stöðinni, en að sjálfsögðu
harðneitaði Haukur því.
Ekkert samræmí
Mál bílstjórans var tekið
fyrir af Birni Ingvarssyni lög
reglustjóra á Keflavikurflug-
velli í gær. Vitni við réttar-
höldin voru 3 herlögregluþjón
ar sem báru að leigubílstjór-
inn hefði ekið með 55 mílna
hraða en það jafngildir 88 km
á klst. Lárus Guðbrandsson
játaði að vísu að hafa ekið
of hratt en staðhæfði að hann
hefði ekki ekið hraðar en 50
km. á klst. Voru fengnir sér
fróðir menn frá Tæknideild
rannsóknarlögreglunnar og
Bifreiðaeftirlitinu og reyndu
þeir bifreiðina G-998 á þeirri
vegalengd sem um var að
ræða Hafði bílstjórinn ekið
400 metra þegar hann var
stöðvaður og tókst með engu
móti að koma bifreiðinni í 88
km. hraða á þeirri vegalengd.
Fékkst ekki samræmi í fram
burð vitnanna og ákærða.
J.
líka eldri brúna, sem byggð
var 1929, en er nú lögð niður.
Það sem er einna merkast við
þessa brúarsmíð er það, að hún var
byggð á þurru landi, en árfarveg-
inum síðan breytt lítillega, svo áin
rennur nú undir brúna, svo sem
vera ber. Hún er rúmlega 30 metra
löng, bitabrú með miðstöpli. Að
henni var lagður eins km. vegar-
spotti, og er það 9 metra breið ak-
braut.
Kóngafæla
Sem fyrr segix, .var hin eldri brú
byggð árið 1929 af sama yfirsmið.
Hún var síðan endurbyggð 1939,
en þá gerði mikil flóð, svo undir-
stöður hennar röskuðust eitthvað.
E'nmitt um sama leyti var Dana-
kóngur og fólk hans á ferð hér,
og sneru við hjá brúnni, því ekki
þótti þorandi að láta kónginn fara
yíir hana, þótt allir bílar aðrir
gerðu það. ED
Belgar enn að
verki
Leopoldsville, 27. okt. (NTB).
— Kongóskir hermenn hafa
nú aftur haldið til búða sinna
en þeir höfðu um nokkra und
anfarna daga valdið ógn og
skelfing meðal óbreyttra borg
ara í Kongó með framferði
sínu. Enn eru þó hermenn við
útvarpsstöðina og eigi all-
fjarri aðsetri Lumumba for-
sætisráðherra. Sþ telja kong
óska herinn standa í vegi fyr
ir friði í landinu. Jafnframt
telja fulltrúar Sþ í Kongó sig
hafa vissu fyrir því, að belg-
ískir undirróðursmenn reyni
að hafa áhrif á gang mála í
Kongó. Belgískir tæknifræð-
ingar streyma nú til Kongó
og taka við störfum af full-
trúuiú SÞ, sem settir eru í
undirstöður. Þá segja SÞ einn
ig, að belgískir ráðgjafar séu
með stjórn Mobutus. Ennfrem
ur segja SÞ, að svo virðist sem
kongóski herinn sé þjálfaður
af Belgum og þeir reyni að
rægja SÞ fyrir Kongóbúum.
1. Gestur Þorgrímsson flytur gamanþætti.
2. Óskar Jónsson flytur frumsamda sjómannasögu.
3. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur fyrir
dansi.
Almenn skemmtisamkoma á
Vatnsleysuströnd
Framsóknarfélögin á Suöurnesjum etna til skemmtisam-
komu í félagsheimilinu Glaöheimar f Vogum, Vatns-
leysuströnd n. k. laugardag og hefst hún kl. 9 e. h.
Jón Skaftason, alþm. mætir á samkomunni.
Góö hljómsveit.
Ferðir úr Keflavík verða frá Sérleyfisbifreiðum Kefla-
víkur kl. 9. Allir velkomnir.
Framsóknarvist á Akranesi
Framsóknarfélag Akraness heldur skemmtun í félags-
heimili Templara n. k. sunnudag kl. 8.30 síðd Spiluð
verður Framsóknarvist og dansað. Aðgöngumiðar seldir
í félagsheimilinu kl. 4—5 og við innganginn ef eitthvað
verður eftir.
Hafnarfjörður
Framsóknarmenn boða til almenns stjórnmálafundar í
Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði mánud. 31. okt. n. k.
Hefst fundurinn kl. 8.30 e. h.
Framsögumenn á fundinum verða: Eysteinn Jónsson,
fyrrv. fjármálaráðherra og Jón Skaftason alþm.
SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS
I
I
I
8
'é
m
Hafnarstræti 95
Akureyri
Opin daglega I vetur kl 13.30—19, nema mánu-
daga, <okað aMan daginn og laugardaga,
opið kí 10—12
1
1
i
I
Auglýsið í TÍMANUM
..V*V*V«V«V»V'V«V.»V»V*V*V*V«V*V»V»V.*V»‘\.*V*V»V»V*,V*V*'V«