Tíminn - 28.10.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1960, Blaðsíða 14
14 TÍMINN, föstudaginn 28. október 1960. starf mitt er, svaraði DavíS. — Verkefni mínu hér lýkur í kvöld. — Því trúi ég, sagði hún þurrlega. Hann hirti ekki um tóninn í rödd hennar og hélt áfram: — Eg get ekki verið hér leng ur, elskan. Eg er að ljúka mínu verki og þá hef ég ekk i ert hér að gera. — En við getum rætt um það seinna, hvernig líður þér eftir atburðinn í gær, ástin mín? — Ágætlega. — Þú mátt ekki halda, að ég hafi ekki orðið óttasleginn þótt ég hafi ekki talag meira um þetta. Hann sneri sér að henni og hún sá að hann var hálf vandræðalegur á svip. — En ég hef verið ákaflega önnum kafinn, Elísabet .... — Þú ert alltaf svo önnum kafinn, Davíð. — Þetta breytist, Elísabet, sagði hann lágt. — Já, sagði hún — þett-a breytist áreiðanlega. Svo hélt hún áfram og reyndi að tala ögn glaðlegar: — Ef við ætlum að fara er bezt við leggjum af stað áður en ég skipti um skoðun. Satt bezt að segja þá langar mig ekki vitund á sýninguna í dag. — En þú.getur ekki verið hér alein! — Nei, það get ég ekki, svar >aði hún biturri röddu. — Eg verð að vera nálægt John. John, sem lagði sig í lífshættu til að bjarga mér úr klóm of beldismanna af því maðurinn minn hafði öðru að sinna. Hún hljóp frá honum og heim að húsinu. María og John voru komin að bílnum og biðu þeirra. 21. kafli. Um leið og þau gengu inn í forsalinn á hinu glæsta stór hýsi Sir Alfreds Melendeux, kom rödd í hátalarann. Elísa bet lagði gaumgæfilega við hlustimar: „Eins og flestum er kunn- ugt, er ókleift að sýna hér hið fræga málverk „Sofandi kona.“ Við höfum hins vegar náð í eftirprentun, sem stillt verður upp í herbergi númer j fimm á annarri hæð. Eg þyk! ist viss um að sýningargestir beri allir þá ósk í brjósti, að takast muni að hafa upp á frummyndinni og henni kom ið aftur í hendur eigandans, frú Abdul Raoul.“ — O, skyldi hú.n ekki hafa efni á að sjá af því, sagði Dav íð stuttarlega og tók ekki eft ir fyrirlitningunni á andliti Elisabetar, þegar húri heyrði þessi orð hans. — Er það satt, að málverkið sé svona feikilega dýrmætt, sagði María sakleysislega. Davið kinkaði kolli. — Það er virt á aðra millj- það sé fundið uppá þjófnaðar sögunni til að halda fingra- löngum náungum frá henni. — Já, er nokkuð geðveikis fegt við það? spurði María gremjulega. — Það hefur ver ið gripið til slíkra bragða áð ur — og það eru aðeins sér- fræðingar, sem sjá mun. — Eg er alveg sammála, sagði Davið og hló. — Kannski hefurðu á réttu að standa. — Ó, nei, henni skjátlast, skaut Elísabet inn í þurrlega. — Það sem við sáum var ör- ugglega eftirprentun. — Og hvemig veit frú Carr Aigeirsborg Eftir George A£exander *"V- • ón, sagði hann. — Það verður nóg til þess að reisa nýja álmu við sjúkra húsið, hreytti Elísabet út úr sér. — Ó, já, ég gleymdi því. Jæja .. Davíð tók undir arm legg Elísabetar. — Við skulum koma upp og líta á myndina áður en fólk fer að þyrpast þangað. — Góð hugmynd, sagði John og ruddi sér leið að stiganum. Fáeinum augnablikum síð ar starði Elísabet á nákvæma eftirmynd málverksins, sem hún hafði séð heima í skáp Davíðs. Það hékk á vegg í litlu her bergi og þegar hún horfði á það, þyrmdi yfir hana enn á ný af kvíða og efasemdum. Þau fóru út úr herberginu og Elísabet kom auga á litla Frakkann þar sem hann stóð í miðjum stiganum. Elísabet varð vör við, að Davíg nam staðar og leit til Frakkans. — Eg sé að vinur þinn er þama, sagði hún kuldalega. En hann brosti aðeins, sagði eitthvað við John og lagði af stað niður stigann. — Heyrið þið mig, sagði John hlæjandi. — María hef ur fengið geðveikisbakteríu. Hún heldur að myndin sem við sáum sé frummyndin og 24. ington það? sagði John ertn islega. — Frú Carrington er ekki eins heimsk og hún lítur út fyrir að vera, sagði Elísabet hryssingslega. — Ekki rétt, Davíð? ' — Eg veit það sannarlega ekki, ansaði hann í sama tón. — Eg hef ekki verið giftur henni nema í nokkrar vikur. John leit yfir mannfjöld- ann. — Sjáið þið þama, -hróp- aði hann upp yfir sig. Þarna er Harrison gamli. Ef mál- verkinu hefur verið stolið, þá er hann örugglega hingað kominn alla leið frá Englandi til að hafa upp á því aftur. Elísabet leit þangað sem John benti þeim og hún virti fyrir sér hávaxinn virðu legan mann, sem hafði einnig komið auga á þau og ruddi sér ieið til þeirra. Svo sneri hún sér að Davíð. — Hann fæst þá við sama verk og þú, Davíð. — Ha? Já, þetta er Harri- son leynilögreglufulltrúi hjá Scotland Yard. Davíð leit snöggt í kring- um sig. — Vertu héma kyrr hjá Mariu og John, ég þarf að bregða mér frá andartak, hvíslaði hann flaumósa og var horfinn á sömu stundu. 1 — Hvað 1 fjáranum þurfti bann nú að fara? spurði John — Mig langaði til að hann heilsaði uppá Harring- . ton. í — Eg hef ekki hugmynd um það, svaraði Elísabet. Hann sagðist bara þurfa að bregða sér frá eitt augna- blik. Hún sá á eftir Davíð, hann var kominn að útgöngu dyrunum og þegar hún leit við, sá hún að lögreglufull- trúinn horfði einnig á eftir eiginmanni hennar. Harrison kom nú til þeirra. Hann var þá ekkert gamall, hugsaði Elisabet. Hann var mjóleitur og andlitsdrættirn ir skarpir. Augun athugul og vökul. — Mig langaði til ag þér hittuð Davíð Carrington, sagði John. — En hann þnrfti að bregða sér frá. Hann starf ar einnig í lögreglunni, skilj ið þér. Hvað álítið þér ann- ars um málverkið „Sofandi kona“? —Hún hefur greinilega sof ið hjá mönnum af ýmsu tagi, sagði Harrison fulltrúi og brosti lítillega. — Eg var að vonast til að unnt yrði að halda heimsókn minni hingað leyndri. En allir virðast vita um komu mína. Sögðuð þér að ég hefði átt að hitta mann, sem héti Carrington. — Já, en hann fór eitthvað. Hann kemur sjálfsagt fljót- lega. Þeir héldu áfram að ræða kumpánlega saman. María talaði í sífellu og fulltrúinn horfði á hana aðdáunaraug- um. Elísabet afsakaði sig og flýtti sér niður stigann, sömu leið og hún hafði séð Davíð fara. Úti í garðinum voru fáir á ferli. Sólin skein glatt og hit inn var fullmikill. Hún skim aði í allar áttir, en kom ekki auga á Davíð. Svo virtist sem jörðin hefði gleypt hann. En þá sá hún hann. Hann gekk hægt fram og aftur með hendur í vösum og sígarettu í munnvikinu. Hann gaut alltaf öðru hverju augum í áttina að húsinu — og Elísa bet gat sér til um að hverju hann gætti — glugganum að herberginu, þar sem „Sofandi kona“ var. Elísabet hrukkaði ennið og skildi hvorki upp né niður. Hvers vegna skyldi hann haf>a áhuga á þvi, fyrst frummyr.d in var heima í húsinu þeirra. Svo minntist hún þess sem María hafði sagt. Gat það ver ið, að sagan um þjófnaðinn hefði verið soðin saman til að villa fyrir væntanlegum cióf um? Var það mögulegt að myndin sem hékk uppi í her bergi númer fimm væri frum myndin og Davíð sæti uppi meg eftirprentunina og biði þess eins að fá tækifæri til að skipta um myndir? Hún mundi einnig eftir sím samtalinu milli h>ans og Du- pont, hins leyndardómsfulla. Þeir höfðu ákveðið að hitt ast hér í garðinum í nótt. — Já, vitaskuld. Þannig lá I málinu. Davíð og félagar hans höfðu af misgáningi stolið eftirprentuninni. Lög- reglan ætlaðist til að þeir héldu sig hafa stolið frum- myndinni og þess vegna höfðu þeir gefið út þessa tilkynn- ingu. Föstudagur 28. október: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfreginir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóðir: Guðmundur M Þorláks- son kynnir eyðimerkurbúa I Arabíu. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 ÞingfréttLr. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Ðaglegt mál (Óskar Halldórs- son cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham- ar og Heimir Hannesson ann- ast þáttinn). 20.35 Píanótónleikar: Wilhelm Back- haus leikur „Waldszenen" (Skógarmyndir) eftir Schu- mann. 21.00 Upplestur: Herdís Þorvalds- dóttir leikkona les ljóð eftir Jón Óskar og Jón úr Vör. 21.10 Harpa Davíðs": Guðmundur Matthíasson söngkennari kynn ir tónlist Gyðinga; I. þáttur. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk as“ eftir Taylor Caldwell; II. (Ragnheiður Hafstein). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi um áfengismál (Gunn ar Dal skáld). 22.30 í léttum tón: Frá sænska út- varpinu. 23.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLl og FÓRN SVÍÞJÓÐS 52 Hermenn Svíþjóðs fá nú örva- hríð yfir sig, en fáar hitta í mark. Skip þeirra lendir nú á óvinaskip- inu með braki og gný, og er bar- izt í návígi, en Svíþjóður veilir því ekki eftirtekt að óvinaflotinn nálgast. Skip Guðlindu er nú í hættu statt. Bóhúslénar eru þar í þann veginn að brjóta Norðmennina á bak aftur, og Sviþjóður verður að draga sig til baka til að koma henni til hjálpar. Tíminn líður meðan þeir eru að losna við óvinaskipið af síðunni, og Svíþjóður verður að horfa upp á það, að Sörli ryður sér braut til Guðlindu, sem verst af öllum mætti. Að síðustu neyðist hún til að stökkva fyrir borð og í hafið og Sörli þrífur boga sinn, rekur upp siguróp, leggur ör á streng og miðar vendilega á hjálparlausa konuna, sem veltist í öldum hafs- ins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.