Tíminn - 28.10.1960, Blaðsíða 13
13
T f MIN N, föstudaginn 28. október 1960.
MER
(Framhaid af 6 síðu).
svo fullkomið hneyksli var að.
Formaður félagsins flutti skýrslu
stjórnarinnar og las upp reikninga
félagsins, sem voru samþykktir
athugascmdalaust. Þó gat Þorvald-
ur Þórarinsson ekki á sér setið að
finna að því að hann hefði ekki
verið látinn vita af því að félagið
ætti nokkrar krónur í sjóði, enn-
fremur þurfti -hann að hreyta ónot
um í einstaka menn, sem ekki eru
að hans skapi, t. d. hélt hann því
fram við einn fundarmann, sem
talaði þarna eitthvað á annan veg
en Þorvaldi líkaði, að fundarmann
inum væri nær að greiða árgjald
sitt í MÍR en vera hér að finna
að við aðra. Það er hægt að upp-
lýsa það, að hinn áminnsti fundar-
maður skuldaði ekki neilt í félag
inu og hefur ekki gert, en það er
skjalfest mál, að skil Þorvaldar
Þórarinssonar við félagið voru þau,
að þann 23. júní 1959 greiðir hann
loksins fyrir árin 1956—57 og 58,
en árgjaldið fyrir 1959 greiðii ,
hann fyrst nokkrum dögum fyrir
aðalfund.
Mjölið maðkað í pokanum
í áttundu grein félagslaga MÍR
segir: ,,Vanræki félagsmaður tvö
ár eða lengur að greiða árgjald
sitt til félagsins, telst hann ekki
íengur meðlimur þess“.
Þegar svo kom að því á þessum
aðalfundi að kjósa stjórn og aðra
trúnaðarmenn fyrir félagið, þá reis
upp Ingi R. Helgason og las yfir
fundarmönnum hver’ja hann vildi
að yrðu kosnir og lagði fram lang-
an lista í því skyni, vel flest af
því fólki, sem var á lista Inga hef-
ur aldrei látið sig málefni félags-
ins neinu skipta, og svo var frá
þessum lista gengið, að Ingi hafði
ekki gætt þess hvort þessir fylgi-
fiskar sínir væru félagar í MÍR
eða ekki, enda kom í ljós við at-
hugun, að fjórir af þeim, sem Ingi
ætlaði að láta kjósa í trúnaðarstöð-
ur fyrir félagið, voru ekki í félag-
inu og hafa aldrei verið. Vinnu-
brögðin geta stundum verið svona,
þegar mjölið er maðkað í pokanum.
Hvað allur þessi fyrirgangur átti
að merkja, var mönnum ekki fylli
lega ljóst. Sennilegast valdagræðgi
og löngun til yfirráða yfir fjárreið
um félagsins.
Sá góði siður hafði tíðkazt mörg
undanfarin ár, að í september- eða
októbermánuði komu hingað á
vegum MÍR sovézk't listafólk, sem
ætíð var kærkomið og list þess vel
þegin og góður viðburður hér í
okkar fátæka listalífi, en nú þegar
Ingi R. Helgason og Co. hafa hrifs
að til sín völdin í MÍR, þá kemur
ekkert slíkt listafólk og íslenzkir
listunnendur verða því af sinni
áður kærkomnu haustlistahátíð.
En eitt hafa þessir menn gert,
sem ver’t er að minnast á. Þeir
hafa í sumar útvegað sjálfum sér
ferð og dvöl á hvíldarheimilum
suður á Krímskaga, þar sem lofts-
lag og fögur náttúra gerir hverj-
um manni lífið dásamiegt.
Hver greiðir' kostnaðinn af för
þeirra og dvöl vill kannske einhver
spyrja. Því er 'hér ósvarað, en und
arlegt má það vera ef rússneskir
bændur og verkamenn telja af-
rakstri iðju sinnar vel varið í það
að greiða slíkan kostnað fyrir van-
metakindur yfirstéttarinnar á ís-
landi, ef til vill vita þeir ekki hverj
ir' mennirnir eru.
Eins og skrumauglýsing
um tannkrem
Það hefur verið venja að MÍR
hafi minnzt afmælis rússnesku
byltingarinnar 7. nóvember. Það
var t. d. gert á síðastliðnu hausti,
að haldin var fámenn samkoma í
veitingahúsinu „Lídó“. Á þeirri
samkomu flutti Kristinn E. And-
résson ræðu um lífið i Sovétríkj-
unum. Ræðan var birt í Þjóðvilj-
anum 13. nóvember í fyrra og get
ur hver sem er lesið og séð að aug
lýsingastíllinn er svo alger, að
ræðan er sambærileg við skrum-
auglýsingu um tannkrem eða nylon
sokka.
Sem táknrænt dæmi um vinnu-
brögð Kristins og Co. má nefna,
að þeim hefur ekki tekizt að gera
grein fyrir fjárreiðum MÍR-sam-
bandsins undanfar’in fimm eða sex
ár. Mun það atriði nokkurt rann-
sóknarefni fyrir þá, sem hafa
áhuga á að leiða sannleikann í Ijós
hvað það snertir. Kann þá að vera
að skýrist myndin af þeim mönn-
um, sem haldið hafa um stjórnar-
tauma MÍR-sambandsins frá.fyrstu
tíð.
Eitt atriði í ræðu Kristins E.
Andréssinar var mjög athyglisvert,
hvað sem það á að boða. Hann
segir, „að endurskipuleggja þurfi
MÍR í þá átt að þar eigi forustu-
menn úr æðstu stofnunum og list-
greinum og af öllum pólitískum
flokkum“.
Svo mörg eru þau orð. Hvað
skyldu nú rússneskir bændur og
verkamenn álíta? Ætli þeim finn-
ist ekki fátt um, ef svo reynist, að
íslenzkum stéttarbræðrum þeirra
sé meinað að vera fullgildir með-
limir í féla-gi, sem er ætlað að
vinna að menningartengslum milli
þjóða þeirra?
Fjarlægi alla sem tilheyra
verkalýðsstéttinni
Hvað er svo það, sem Kristinn
E. Andrésson meinar með orðun-
um „pólitískum flokkum“?, er
hann að ráðgera að fá t. d. Pétur
Benediktsson bankastjpra til að
taka sæti í stjórn MÍR? Og svo
væri gaman að vita í hvaða æðstu
stofnun eða listgrein Þorvaldur
Þórarinsson væri. Boðskapur Kr.
E. Andr'éssonar um að fjarlægja
bæri úr trúnaðarstöðum MÍR alla
þá, sem tilheyra verkalýðsstéttinni
náði þegar hljómgrunn hjá þeim
lýð, sem vill nota alþýðuna til að
lyfta sér upp í valdastöður þjóðfé-
lagsins.
Þó að sá atburður, sem ég hef
hér lýst, sé liðinn fyr’ir um það bil
átta mánuðum, þá er hann samt í
fersku minni margra þeirra, er
sátu þennan fund, og hafi menn
þá búizt við að einhver viðreisn
stæði fyrir dyrum í MÍR-samband-
inu, þá hafa þeir’ vissulega orðið
fyrir vonbrigðum, og sjá að sú við
reisn hefur orðið öfug við það, sem
þeim var tjáð að hún ætti að verða.
En fyrirmyndin um öfuga við-
reisn er til hjá æðri stofnun.
Gjört í október 1960.
Adolf Petersen.
vanur fjárgæzlu, vill taka
að sér hirðingu á 3—500
fjár í vetur, einhvers staðar
á landinu. Tiiboð ásamt
upplýsmgum um staðhætti,
sendist blaðinu. fyrir 15.
nóv. merkt „Fjármaður“.
Frímerkjasafnarar
Fyrir 50 stk. af notuðum,
ógölluðum íslenzkum frí-
merkium sendum við ykk-
ur 100 teg. af erlendum
merkjam Merkin þurfa
helzt að vera á umslaga-
pappírnum
J Agnars
Frimerkjaverzlun s/f,
Boí 356 tieykjavík.
De Gaulie er óþreytandi í áróðri sínum og iætur fátt aftra sér. Hér er hann að halda ræSu í ausandi rigningu
og þrumar yfir „regnhlífunum".
Kvenpallur
(Framhaid al 8 síöu) |
hve brýn nauðsyn var á lærðu
hjúkrunarfólki, fyrr en yfir
dundn hinir óttalegu atburð j
ir, jarðskjálftinn í Agadir og,
eitraða matarolían í Meknes,1
sem lamaði 10 þúsund manns.
Þá varð Marokko að viður-
kenna, að það þurfti á utan-
aðkomandi aðstoð a halda og j
tók henni með þökkum, en
samtímis var hraðaö öllum
undirbúningi af hálfu stjórn
arvaldanna til þess að landið j
gæti sjálft séð um þessi mál.
Hafinn var áróður til að laða
stúlkur að hjúkrunarnámi,
dætur soldánsins létu þegar
innrita sig þar og myndir af
þeim í snotrum einkennisbún
ingnm voru sendar út um allt.
Til þess að komast í tveggja i
ára hjúkrunarskóla þurftu
umsækjendur að hafa verið
níu ár í skóla alls. Stúdenta-
próf veitti rétt til fullkomn-
ari menntunar, þær sem að-
eins höfðu verið sjö ár í skóla
gátu komizt á átta mánaða
námskeið og orðið aðstoðar-
stúlkur.
Fimmtíu ungar stúlkur réð
ust í skólann í Avicenne,
sviptu af sér andlitsblæjunni
og hnýttu hana í skýlu í stað
inn. Þær eru glaðir og frjáls
mannlegir fulitrúar arabískra
nútímakvenna. Þeir sem
þekkja til í Marokko skilja
vel hvaö þessi bjarti, nýtízku
legi skóli veröur stúlkunum,
sem margar hverjar fluttu
þangað beint úr frumstæðum
hýbýlum. Forstöðukona skól
ans og matráðskonan, sern
báðar eru franskar, segja að
fyrst verði að kenna stúlk-
unum að klæðast á vestur-
landavísu, klæða þær úr hin
um belgvíða hjúp og taka af
þeim slæðuna, kenna þeim
að klæðast fatnaði sem þær
4iafa aldrei áður séö, svo sem
sokkum og undirfötum. Næst
er að kenna þeim að baða sig,
jafnvel sofa í rúmi, flestar
hafa sofið á bastmottu á gólf
inu, svo sem venja hefur ver
ið í aldir. Þá er að læra að
handfjalla hníf og gaffal og
setjast að dúkuðu borði. Þann
ig verður á nokkrum vikum
að kenna stúlkunum lífsvenj
ur, sem eru í öllu frábrugðn-
ar því, sem Marokkobúar hafa
tamið sér frá ómuna tíð. Næst
læra þær leikfimi og dans, að
sauma og teikna. Þá eru þær
strax orðnar mjög útgengi-
legar í augum ungra manna,
sem vilja búa viö nýja siði.
Ríkið greiðir námskostnað
flestra stúlknanna, fram að
þessu hefur það verið talin
sóun að eyða peningum í að
mennta stúlkur. í staðinn
fyrir ríkisstyrkinn verða stúlk
urnar að skuldbinda sig til
að vinna á ríkissjúkrahús-
um. Þar er líka þörfin mest
og efalaust eru stúlkurnar
fegnar að hefja störf sín inn
an þess ramma, sem sjúkra-
húsiö skapar. Stúlkur í Mar
okko hafa ekki starfað sjálf
stætt fyrr og vestræn föt
breyta ekki hugsunarhætti
þeirra í einu vettvangi. Stúlk
urnar 50 í Avicenne þora
sjaldan að fara út af skóla-
lóðinni, og geri þær það, fara
þær margar í hóp og hafa
kennslukonu í fararbroddi,
nema þegar einhver ættingi
sækir þær til að heimsækja
fjöiskylduna. Ag maður ekki
nefni að þær fari út að ganga
með pilti! 'Eða dansa við
hann! í Marokko er það frá-
leitt að hugsa sér pilt og
stúlku dansa saman, en stúlk
urnar dansa saman hring-
dansa og hvers konar þjóð-
dansa. En þeim er vel ljóst,
að annars staðar búa stúlkur
i við ólík kjör og þær hafa
| brennandi áhuga fyr-ir að
I kynnast þeim.
Námsskrá fyrir nemendur á
fræðsluskyldualdri
Menntamálaráðuneytið hef-
ur gefið út námsskrá fyrir
nemendur á fræðsluskyldu-
aldri, og er hún sett samkv.
heimild í 36. gr. laga nr. 34,
1946, um fræðslu barna. og
30. gr. laga nr. 48/1946, um
gagnfræðanám. Gert er ráð
fyrir, að námsskráin korm að
fullu til framkvæmda í byrjun
skólaárs 1961.
Er þetta í fyxsta skipti, sem
gefin er út heildarskrá um
námsefni það, sem ætlazt er
til að lögð sé stund á í hverj
um aldursflokki alls skyldu-
námsins.
Undanfarin ár hefur veriö
stuðst við „Drög að náms-
skrám fyrir barnaskóla og
unglingaskóla", sem fræðslu
málastjórn gaf út haustið
1948.
Námsskráin er samin af
Helga Eliassyni, fræðslumála
stjóra, Aðalsteini Eiríkssyni,
námsstjóra, Pálma Jósefssyni,
skólastjóra og Magnúsi Gísla-
syni, námsstjóra.
Við starf sitt höfðu höfund
ar hliðsjón af tillögu nefndar
sem starfað hafði árin 1953—
‘54 að athugunum á náms-
efni skólanna.
Þórleifur Bjamason, náms
stjóri, var fastur samstarfs-
maður þeirna sem náms-
skrána sömdu, en auk þess
var Óskar Halldórsson, kenn
ari, þeim til aðstoðar síðasta
árið.
Meðan unnið var að samn-
ingu námsskrárinnar, var
leitað álits skólastjóra, kenn
ara og annarra skólamanna,
og var tekið tillit til ýmissa
tillagna þeirra til breytinga
í ýmsum atriðum.
Hin nýja námsskrá er hugs
uð sem meðalvegur, en gert
er ráð fyrir nokkrum frávik
um i námsefni miðað við mis
munandi þroskastig nemenda.
í námsskránni er m. a. vik
ið að ýmsum kennslufræöileg
um leiðbeiningum til ábend-
ingar og glöggvunar fyrir
kennara-
(Frá Menntam.ráðuneytinu)