Tíminn - 13.11.1960, Page 1

Tíminn - 13.11.1960, Page 1
Áskriftarsírninn er 12323 2ð7. tbl.'— 44. árgangur. Skrifað og skrafað bls. 7 Sunnudagur 13. nóvembcr 1960. Stjórnarflokkarnir hafa alltaf verið óheilir í landhelgismálinu Dyttar að flotanum ->r Mbl. liefur enn ekki sagt eitt orS um þær upplýsingar, sem hafa komið fram í umræðum um landhelgismálið í efri deild, að forkólfar Sjálfstæðisflokks- ins hafi ekki aðeins neitað að standa að útfærslu fiskveiði- landhelginnar 1958, heldur jafnframt reynt að spilla fyrir framkvæmd hennar á flestan liátt. í stað þess reynir blaðið þeim mun meira að þyrla upp blekkingum um ýms önnur at riði. jr Þessi þögn Mbl. er ekki neitt undarleg, þegar þess er gætt, að Bjarni Benediktsson og aðrir ráðamcnn flokksins í efri deild, treystu sér ekki til að mót- mæla þessu, enda liggja fyrir skriflegar heimildir um, að flokkurinn vildi ekki standa að útfærslunni 1958, heldur vildi láta liefja samningamakk, sem ekki hefði leitt til neinnar nið urstöðu. Tólf mílna fiskveiði- landhelgin myndi áreiðanlega enn ekki komin til fram- kvæmda, ef sú leið hefði verið farin. jr Eins og áður segir, létu for- kólfar Sjálfsiæðisflokksins sér ekki nægja að neita að standa að útfærslu fiskveiðilandhelg- innar 1358, heldur reyndu að hindra það með flestum hætti, að hún kæmi til íramkvæmda. M. a. heimtuðu þeir seint í ágúst 1958 að haldinn yrði ráð- herrafundur í Nalo um málið, en það hefði þýtt að útfærslan hefði ekki komið til fram- Á aft hafa gert þaí 1958 sem hann þá var ásakatfur fyrir aí gera ekki Sjálfstæðismenn ásaka nú Hermann Jcnasson um að hafa gert það 1958, sem þeir bá (19581 fordæmdu hann fyrir að GERA EKKI!! Hermann Jónasson hafn- aði algerlega 1958 að taka upp samningaviðræður inn- an Nato um stærð fiskveiðilögsögunnar og Sjálfstæðis- menn gagnrýndu hann þá harðlega fyrir afstöðu hans. í leiðara Mbl. 13. ág. 1958 segir- „Sérstaða Sjálfstæðismanna var fyrst og fremst fólgin í því, að þeir voru andvígir þeirri ákvörðun for- sætisráðherra að hafna algerlega frekari viðræðum við Nato-ríkin.“ Nú telja Sjálfstæðismenn það hins vegar aðalfor- senduna fyrir svikunum í landhelgismálinu, að Her- mann Jónasson hefði staðið í samningaviðræðum 1958. kvæmda 1. sept. eins og ákveð- ið hafði verið. Allan ágústmán- uð hélt Mbl. uppi óbcinum á- róðri gegn útfærslunui. jr Alþýðuflokkurinn fylgdi Sjálf- stæðisflokknum yfirleitt fast að málum a þessum tíma, þótt hann drattaðist við að styðja útfærsluna vegna pátttöku sinn ar í ríkisstjórninm. jr Tvímælalaust var það þessi hálf velgja og undanhald þessara flokka 1 landhelgismálinu, er átti mcstan þátt í því að Bretar gripu til ofbeldis á fslandsmið- um. Bretar álitu íslendinga klofna í málinu, afstaða Sjálf- stæðisfl. og Alþýðufl. bæri merki um það og því þyrftu þeir ckki anuað að gera cn ganga á lagið. Viðbrögð þjóða'rinnar við of- beldi Breta urðu hins vegar önnur cn þeir hötðu búizt við. Forkólfar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokkstns gátu því ekki gcngið strax til móts við Breta, eins og beir höfðu bú- izt við. Það er fyrst nú, sem þeir telja sig hafa fengið mögu leika til þess að þóknast Bret- um, eins og þá hefur dreymt um alla tíð síðan vorið 1958, (Framhald á 3. síðu) SjávarútvegsmálaráíJherra lýsir áhrifum viðreisnarinnar: Útvegurinn þarf 200-300 milljónir Veita á kreppulán til að standa undir okur- vöxtunum og öÖrum búsifjum viíreisnarinnar Kaupskipafloti íslendinga er nú orðinn æði myndarlegur, og ekki mun hann minnka með árunum. Það fer því að verða ærin vinna að halda skipununv við, og hér birtum Við mynd af pilti einum, sem eru að fegra skut eins skipsins. (Ljósm. Tíminn KM) HH ★★★ Verzlun Haraldar Árnasonar mun nú vera að leggja niður starfsemi sína, og Teppi h.f. og Herratízkan hafa keypt húsnæðið í Austurstræti. Mikil ólga rikir á aðalfundi L.Í.Ú. og þykir fuíltrúum sem „viðreisn" ríkisstjórnarinnar hafi orðið þeim að litlu liði. Enda er pað mála sannast, sem Sverrír Júiíusson, formað- ur sambandsins, segir í setn- íngarræðu sinni, að efnahags- pólitík ríkisstjórnarinnar hafi verkað sem „algjör lömun á þjóðarlíkamann" ■ muiM I fyrradag flutti sjávarútvegs- n'.álaráðherra ræðu á fundinum. í ræðu hans kom það fram, að út- gerðina vantaði 200—300 millj. til þess að vera gangfær. Þannig er þá komið eftir að „viðreisnin", sem fyrst og fremst var þo sögð vlð það miðuð, að koma útgerð- inni á fjárhagslega traustan grund- völl, hefur staðið í hartnær eitt ár Ráðherrann gaf í skyn að ríkis stjórnin myndi styðja útgerðina með því að útvega nenni löng lán með lægri vöxtum en almennt giitu. Þá eru og horfur á, að ríkið tski að sér að greiða vátrygg- ingargjöld bátaflotans. Upp í rekstrarhallann Þannig er þá komið eftir tæpt ár. Fíngraför „viðreianarinnar" dyljast engum. Allir skilja, að þessar 200—300 millj. fara ein- göngu til þess að borga rekstrar- h.allann á útgerðinni svo einhverj- ir geti farið á flot á komandi ver- tið. Þetta eru hrein „viðreisnar“- kreppulán. En hvaðan á svo þetta fé að koma? Vill ríkisstjómin ekki upp- lýsa bað? Styrkjakerfið endurvakið Ef ríkisstjórnin fer inn á þá braut gagnvart útgerðinni, sem sjávarútvegsmálaráðherra gaf i skyn að gcrt yrði þá hefur þar með verið brotið skarð í þá víg- linu, sem stjórnin hét að hopa ekki frá. Grundvöliur „viðreisn- arininar" hefur þá launverulega verið þurrkaður út en aftur horfið að styrkja- og uppbótakerfinu, sem stjórmn hefur fordæmt. Frímerkjamál Lundgaards bls. 3 wpy■nsr ?: íw;

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.