Tíminn - 13.11.1960, Page 11

Tíminn - 13.11.1960, Page 11
Tf MIN N, sunnudaginn 13. nóvember 1960. 11 FREJUS HEFUR EKKIGLEYMT REYKJAV K Rætt við fró Irmu Weile Jónsson Öllum þjóðum . er það nokkuS mikilvægt að hljóta kynningu meðal annarra þjóða og þá ekki sízt þeim fá- mennari. Okkur Islendingum sem erum minn, en flestar þjóðir að höfðatölu er þetta því mik'lvægara en flestum öðrum. Þeir íandar sem starfa að því að kynna þessa þjóð öðrum þjóðum eiga þakkir okkar þó ekki sé þeim ausið út alla jafnan, en fólk af erlendu bergí brotið, sem innir sömu verk af hendi í okkar þágu, á skilið virðingu okkar og aðdáun. Ein þeirra kvenna sem hefur innt slík störf af hendi í þágu íslendinga, þótt henni renni ekki bein- línis blóSiö til skyldunnar, er frú Irma Weile Jónsson, áður þekkt á meginlandinu sem söngkonan Irma Weile Barkany, gift Ásmundi Jóns syni frá Skúfsstöðum. — Það er raunar óþarft að taka það fram að frú Irma hefur kynnt ísland og íslenzka menningu í Þýzkalandi með flutningi í útvarp frá árinu 1951, en skal hér gert af einhverjnm væri það ókunnugt. Á yfir- standandi ári hefur frúin kynnt okkur með flutningi i franska útvarpið, og að því tilefni sneri blaðið sér til hennar og spurðist fyrir um gerðir hennar þar. — Já, ég átti endurfundi við París í ár, sagði frú Irma. Þar var ég árið 1931, nokkrum árum eftir að ég hóf söngferil minn. Eg fékk að vita það þegar ég kom til Parísar að ambassador Frakka á íslandi hafði kynnt mig fyrir franska utanríkisráöuneytinu, en það var ómetanlegur greiði við mig. En ég gekk ekki heil til skógar þegar ég kom til Parísar. Eg hafði slasast á fæti í Hamborg skömmu áður en ég kom til Parísar, en í Hamborg var é> að halda fyrirlestra um ísland í útvai’pið, og seinustu fyrir segulband í fundarsal hótels ins. Dagskrárliðirnir sem inu. Dagskrárliðirnir sem ég átti að flytja í París voru fyrirfram undirbúnir og sömuleiðis var mér veitt fyrirgreiðsla til að njóta alls þess er var að gerast í opinberu menningar- og listalífi borgarinnar. En í tæpan mánuð varð ég að halda kyrru fyrir vegna hótelherbergi mínu vegna þessa óhapps sem kom fyrir í Hamborg. Eg þurfti þó ekki að kvarta, þáð var ekki ein asta að mér væri veitt hin bezta fyrirgreiðsla á öllum opinberum stöðum, heldur var mér fengin læknishjálp — utanríkisráðuneytið sá um það. Svo leið tíminn, en eftir miðjan júní var ég beð in að mæta við útvarpsstöð og flytja tvö erindi, eða tala þau inn á segulband. Það var einn kunnasti út- varpsþulur Frakka sem hringdi til mín og bað mig að koma daginn eftir. Eg mætti á tilsettum tíma og hitti fyrir hið elskulegasta fólk. Þulurinn spurði um hvað ég ætlaði að tala, og því næst hvort ég vildi ekki ræða um íslenzkar konur. Á þetta féllst ég og notaði Þór unni frá Grund sem tema. Þetta var erfitt, en Frakk- arnir höfðu sagt að þeir vildu heyra eitthvað um þetta efni. Eg gerði þessu eins góð skil og mér var nokkur kostur, og ég býst við að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenzkar konur, fyrr og síðar, hafa verið kynntar í franska útvarpinu. Síðan var ég beðin að tala um náttúru íslands og einnig að flytja íslenzkt kvæði í útvarpið. Það kom nokkuð á mig, í fyrsta lagi hafði ég aldrei flutt íslenzkt kvæði í útvarp, og það sem verra var, ég hafði ekkert slíkt handbært. Þá kemur mér í hug, að daginn áður hafði ég fengið bréf sem ég var ekki farin að lesa, en þar var blaðaúrklippa með ís- lenzku kvæði. Eg las það við hljóðnemann, og þeir þökkuðu mér fyrir og sögðu: „Það var eins og granít". Þessir dagskrárliðir voru fluttir samdægurs og endur teknir daginn eftir frá ann ar stöð. Og enn voru þessi erindi flutt þann 15. ágúst. Þegar ég kom heim í sept. fann ég bréf frá Frakklandi, þakklæti frá fólki sem hafði hlustað og bað um meira að heyxa. Og utanáskriftin var Irma Weile Jónsson, ísland. Nokkrum dögum eftir að ég flutti þessi fyrstu erindi kom ég aftur í útvarpið til að tala um ísland. Það hitt- ist svo á að næst á undan mér talaði eldri maður, virðulegur, gráhærður. Eg spurði hver hann væri og fékk vitneskju um að hann gengi sem útvarpsmaður undir nafninu „Georg frændi", maður ákaflega vinsæll. Meiningin var að ég talaði um náttúru íslands eöa ísland sem ferðamanna land i þetta skipti, en þegar ég hafði hlýtt á „Georg frænda“, ákvað ég að venda mínu kvæði í kross. Þessi maður hefur vakið athygli fyrir flugáhuga sinn og tal aði einmitt til útvarpshlust enda um flug í þetta skipti. Eg byrjaði svo lesturinn og sagði: — Kæru vinir, þið fáið ekki að heyna um nátt úsuffr íslands í þetta skipti, heldur ætla ég að tala um flug á íslandi. Eg talaði um flugfélögin hér og samgöng ur til íslands yfirleitt, um skipagöngur og Gullfoss, — nýja Gullfoss sem hélt uppi ferðum á milli Bordeux og Casablanca árið 1951. Þetta hreif ákaflega, ég held það hafi fallið í góðan jarðveg að tala um þessi efni á eftir frændanum „Georg“. í Frakklandi hélt ég svo sex fyrirlestra, þann stærsta um íslenzka tónlist. Frú Irma veitti forstöðu söfnun í Reykjavík vegna hinna hörmulgu atburða sem gerðust í Frejus í Frakk landi á síðastliðnu á«. Að- spurð um þá hluti sýndi hún fréttamanni úrklippu úr franska stórblaðinu Figaro, en þar segr meðal annars: „ísland er land náttúruand stæðna og náttúruhamfara. Þár er fjöldi eldfjalla sem veitt hafa þjóðinni þungar búsifjar. Af völdum þeirrar eyðileggingar hafa íslending ar líka orðið að þola sult. Þetta harðræði hefur orkað á þjóðina á tvennan hátt: Það hefur stappað í hana stálinu og það hefur vakið skilning hennar á neyð ann arra. Hjarta þeirrar þjóðar er eins og land hennar, það er „immense" — stórbrotið — og gæskuríkt“. — Frakkar eru fullir að dáunar á íslendingum fyrir þær gjafir sem bárust héð- an til Frejus. Margar er- lendar stórborgir létu minna af hendi rakna en einn tíunda hluta af því sem safnaðist í Reykjavík. Þessu hefur ekki verið gleymt í Frakklandi. Þeir sæmdu mig heiðursmerki Rauða krossins franska að þessu tilefni, og ég vetti honum viðtöku með stolti, ekki vegna sjálfrar mín, heldur vegna íslenzku þjóðarinnar og í hennar nafni, því henn ar er heiðurinn. Svo mælti þessi aðals- kona af erlendu bergi brot- in, sem hefur tekið sér nýtt föðurland, ísland, og borið hróður þess víða um álfuna þótt hér sé fátt talið. Kaupi háu verði 10 og 11 árg. af Dvöl ;íSér staklega 1 hetti 10 árg.) Foirr bókav Kr. Kristjai.ssonar Hverfisgötu 26 Sími 14179 VETRARMAÐUR óskast Unglingur getur komið cii grema Upplýs- ingar > síma 32976 í kvöld og annuð kvöla kl 6—7. töskusaumavelar eru fjölhæfar, léttar í meðhöndlun og sérstaklega útlitsfallegar. Allan saum fyrir heimilið fáið þér áferðarfagran og persónuegan á Dúrkopp zig-zag Automatik saumavél. Nokkrar saumavélar fyrirliggiandi. Garðar Gíslason h.f. Hverfisgötu 6 — Reykjavík VV VX. • V VX* V'V'X'X'X* OÖRKOPP Automatic

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.