Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 5
TIM iVí N, fimmtudaginn 17. nóvember 1960. Fréttabréf frá S.Þ.: 5 Útgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. FramKvæmdastióri: Tómas Arnason KiL stjórar Þórarinn Þórarmsson iáb ). Andres Kristiánsson Fréttastjóri Tómas Karlsson Augl<rsingast.i EgiU Biarnason Skriístotur í Edduhúsinu — Símar 18300 18305 Auglýsmgaslmi: 19523 Atgreiðsluslmr 12323 — Prentsmiðian Edda h.t önsku kosningarnar Úrslit þingkosningar>na, sem fóru fram i Danmörku i fyrradag, urðu talsvert önnur en búizt var við. Því hafði verið spáð að stjó’narflokkarntr myndu vel halda hlut sínum en þó þanmg, að jafnaðarmenn ynnu á, radi- kalir stæðu í stað, en Réttarsambandið myndi tapa Lík- legt þótti, að stjórnarandstöðuflokkarnir/ Vinstri flokk- urinn og íhaldsflokkurinn myndu nokkurn veginn haida hlut sínum. Helzt þótti óvissa um einvígið milli Aksel Larsens og kommúnista, en Larsen sem tengi hafði verið forvígismaður kommúnista, var rekinn úr flokkn- urn fyrir nokkru vegna þess, að hann vildi ekki hlýða blint fyrirmælum frá Moskvu. Larsf'n stofnaði þá nvjan flokk, sem bauð nú fram í fyrsta smn. Úrslit kosninganna eru þau, að stjórnarflokkarnir hafa misst meirihluta nnn. Jafnaðaimenn bættu við sig 6 þingsætum, en það nægði ekki til að bæta það upp, að radikalir töpuðu þremur og Réttarsambandið missti öll 9 þingsæti sín. Heiiaartap stjórnarflokkanna er því sex þingsæti. Það hefur farið hér eins og oft áður að stærsti stjórnarflokkurinn hefur unnið á kostnað minni stjórnarflokkanna, þótt það nægði ekki til þess að stjórn- in héldi velli. Andstæðingar stjórnarinnar hafa nokkurn veginn lialdið velli, en þó þannig, að Vinstri flokkurinn hefur tapað sjö þingsætum, en íhaldsflokkurinn hins vegar imnið tvö þingsæti og nýr hægri flokkur helur unnið 6 þmgsæti. Þessi nýi flokkur er að taisverðu leyti klofn- ingur úr vinstri flokknum. Það hefur bersýnilega orðið Vinstri flokknum til falis, að Eriksen formaður hans befur fylgt mjög íhaldssamri stetnu og hrakið frá flokkn um frjálslyndari menn L,oforð stjórnarandstæðmga um skattalækkun, sem var eitt helzta vígorð þeirra 1 kosn- ingunum, hefur bersýnilega ekki fengið hljómgrunn hjá kjósendum. Sá maður, sem er sigurvegarinn í kosningunum. er framar öðrum Axsel Larsen. Hinn nýi flokkur hans fær ellefu þingsæti, en kommúnistar þurrkuðust alveg úr þinginu, en þeir fengu sex menn kjörna í semustu kosn- mgum. Þetta sýnir bezt óvinsældir Moskvukommúmsta cg mætti Alþýðubandalagið margt af þessu læra. Eftir þessi kosningaúrslit ríkir nokkur óvissa um næstu stjórn Danmerkur Ólíklega horfir þó um mynd- un meirihlutastjórnar. Þingflokkarnir eru áfram sex, þótt tveir féllu nú í valinn, veldur þessi flokkafjöldi eðli- lega glundroða. Menn hafa hér fyrir augum afleiðingar hutfallskosninganna. „Ráð” stjómarinnar við aflabrestinum Ríkisstjórnin reynir nú eftir megn? að afsaka skakka- föll þau, sem útgerðin hefur orðið fyrir af völdum ,,við- reisnarinnar“ með því að þetta sé allt að kenna afla- brestinum. En jafnframt hefur hún boðað ,ráð“ sín við afla- brestinum. Það er að mmnka fiskveiðilandhelgina raun- verulega allt að helmingi og senda Islerídinga til fisk- veiða við Vestur-Afríku. Hvað finnst þjóðinni um ríkisstjórn, er býður upp á slík „bjargráö“? Fiskverzlunin í heiminum varð 15% meiri 1959 en árið áður Norðmenn enn mestir fiskútflytjendur. — Matvæíaframleiðslan í heiminum eykst meira e:n fólksfjölgunin. — Offramleiðsla í Vestur-Evrópu? — Alþjóða- bankinn hefur lánað yfir 5000 milliónir dollara. — Ný alhjóðleg efnahags- stofnun. — Vandamál kaffiframleiðenda. Fiskverzlunin óx um 15% órið 1959 segir í nýútkom- inni „Yearbook of Fishery Statistics" sem Matvæla- og Landbúnaðarmálabtofnun S.Þ. (FAO) hefur látið frá sér fara. Skýrslur þessar ná til inn- og út flutnings fisks í 95 löndum, þ. e. a. s. 85% af heildarfiskaflanum í heiminum. Fiskverzlun þessara 95 landa nam 7.4 milljónum tonna ár- ið 1959, en árið áður var hún 6.4 milljónir tonna. í þessari bók, sem gefin er út árlega, er yfirlit yfir fiskverzlun- ina frá 1954 til 1959. Eina stóra fiskútflutningslandið, sem ekki er þar meðtalið, er meginland Kína. Ástæðan er sú, að eki lágu fyrir fullnægjandi skýrslur þaðan. „Yearbokk of Fishery Statistics“ staðhæfir, að Noregur sé enn fremstur í flokki fiskútflytjenda. Árið 1959 fluittu Norðmenn út 558.000 tonn af fiski og var verð- mæti hans 151.569,00 dollarar. Hins vegar fengu Japanir 35 af hudraði meira fyrir sinn útflutn- ing, enda þótt magnið væri 25 af hundraði minna en hjá Norðmönn- um. Árið 1959 fluttu Japanir út 436.100 tonn af fiski að verðmæti 205.385,000 dollarar. Fiskútfltítnin'gilr Norðmanna várð samt sem áður minni en áður. Sam kvæmt árbókinni er ástæðan ein- faldlega minni framleiðsla. Árið 1957 fluttu Norðmenn t. d. út 644.100 tonn sjávarafurða. Bandaiíkin eru mestu fiskinn- flytjendurnir. Innflutningur þeirra hefur vaxið úr hálfri milljón tonna árið 1957 í 647.000 tonn árið 1959. Ekkert land flytur t. d. jafn mikið af rækjum og humar og Bandarík- in. Árið 1959 keyptu Bandaríkja- menn nær alla rækju og humar, sem veiddist í Kanada, Mexico, Panama og Suður-Afríku. Þá hefur sala niðursoðinna sjáv arafurða aukizt jafnt og þétt. Árið 1957 var hún 434.800 tonn, 1958 483.600 tonn og 509.200 á síðasta ári. ast fregnir um betri uppskeru en áður. Framleiðsluaukningin, sem orðið hefur í vanþróuðum löndum, á rætur sína að rekja til þess, að ný landssvæði hafa verið tekin til ræktunar. Hin fjarlægari Austur- lönd eru enn sá hluti heims, sem á við hvað mesta erfiðleika að stríða á þessu sviði. Fólksfjölgun- in þar er a. m. k. 11 milljónir á ári (meginland Kína er enn undan skilið). Munurinn á lífsafkomu manna í þeim löndum, sem búa við góðan efnahag — og aftur hinum, sem illa eru stödd á því sviði, fer vax- andi. Kornbirgðir helztu útflutn- ingslandanna eru meiri en nokkru sinni: 120 milljónir tonna, eða fjór- um sinnum meira en 1952. Framleiðsluárinu er talið ljúka 30. júní — og þá var útlitið: Auk- in framleiðsla á flestum sviðum 1960—’61. Framleiðslan fer sennilega fram úr neyzlunn; Allt bendir til þess, að fram- leiðsla neyzluvarnings í Vestur- Evrópu verði umfram þarfir. Of-1 framleiðslan mun væntanlega hafa i í för með sér samdrátt í innflutn-l ingi og verðlækkun á landbúnaðarj afur’ðum. Kemur þetta fram í i skýrslu, . em Matvæla- og Landbún 'áðarstofnunTn (FAO) hefur gert og tekin var til umræðu á „Evrópu fundi“ stofnunarinnar, en hann hófst í Rómaborg 10. október og sátu hann fulltrúar 21 lands. FAO leggur til, að með tilliti til framtíðarhorfa á þessu sviði, beri að vinna að því, að Evrópu- þjóðir sendi matvæli til hinna fá tæku landa Afriku og Asíu frekar en að draga úr framleiðslunni. Sicco Mansholt, varaformaður Efnahagssamvinnustofnunar Ev- Tópu (OEEC) studdi þetta álit og i lagði jafnframt áherzlu á það, að vægast sagt væri óheppilegt að ! styðja þróun, sem leitt gæti til 1 offramleiðslu, ef engin ráð væru til að nýta hina framleiddu vöru. Alþjóðabankinn hefur lánað yfir 5000 milljómr dollara Alþjóðabankinn hefur nú birt 15. ársreikninga sína og kemur þar m. a. fram, að bankinn hefur lánað samtals 5000 milljónir doll- ara. Þá er varasjóðurinn kominn yfir 500 milljónir dollara. Reikningamir bera það með sér, að árið 1969 markar tímamót í al- þjóðlegu efnahagssamstarfi. Fyrst og fremst vegna aukins skilnings á fjárþörf vanþróuðu landanna, er mörg eiga við alvarleg vandamál að stríða. Einkum vegna hins lága ver’ðlags á útflutningsvamingi þeirra. Mörg þesara landa hafa svo að segja gjörnýtt alla láns- möguleika nú þegar. Það er hins vegar staðhæft í árs- yfirliti Alþjóðabankans, að í iðn aðarlöndunum vaxi nú óðum skiln- ingur manna á nauðsyn þess að veita meiri lán með rýmri kjörum. Bankinn lánaði samtals 659 millj ónir dollara á síðasta reiknings- ári: Asíuríki fengu 273 millj., Af- ríka 183 millj., Suður-Ameríka 134 millj. og Evrópuríki 69 millj. doll- ara. Því er bætt við, að samkvæmt þessu virðist útlit fyrir, að Evrópa verði brátt sjálfri sér nóg um nauðsynlegt lánsfé. Stærsti hluti lánsfjársms var notaður til endurbóta eða nýbygg- inga samgöngu og flutningaleiða. Þar var um 245 millj. dollara að ræða. Af einstökum framkvæmd- um, sem unnið var að fyrir þetta fé, má nefna olíuleiðslurnar frá nýju olíusvæðunum í Sahara-yði mörkinni, endurbætur á Suez- skurðinum, byggihgu fyrsta ný- tízku akvegarins (highway) í Jap- an, endurbætur á samgöngukerfi Indlands, Pakistan og fyrrum Belg isku Kongó. Alþjóðabamkinn veitti á sama tíma lán að upphæð 208 millj. dollara til raforkuframkvæmda, sem munu auka rafmagnsfram- (Framhald á 12. síðu). Qskari Jónssyni og fru haldiö kveðjusamsæti í Vík í Mýrdal Ástandið í matvæla- framleiSslunni Matvæla- og Lándbúnaðarstofn un S. Þ. (FAO) hefur nú látið frá sér fara árlegt yfirlit yfir fram- leiðslu, neyzlu og þarfir heims- byggðarinnar fyrir matvæli. Samkvæmt þeim upplýsingum, hefur matvælaframleiðsla í heimin um (meginland Kína er ekki talið með) aukizt á framleiðsluárihu 1959—’60, en þó ekki jafn mikið og árið áður. Framleiðsluaukning- in er jafnframt minni en meðaltal aukningarinnar nokkur síðustu ár- in. Samt er hún hlutfallslega meiri en fólksfjölgunin, eða 2% miðað við 1.6% fólksfjölgun. Mest hefur aukning matvæla- framleiðslunnar orðið í Vestur-Ev rópu (um 4%) og í hinum fjarlæg ari Austurlöndum (meginland Kína ekki meðtalið) var aukningin liðlega 3%. í Afriku hefur dregið úr framleiðslunni (um 1%) en í hinum nálægari Austurlöndum og Kyrrahafssvafeðinu hefur framleiðsl an staðið í stað. Þróun vísinda á sviði landbún- aðar hefur aukið framleiðsluna, einkum í Norður-Ameríku, Evrópu og á Kyrrahafssvæðinu. Þaðan ber- Fyrir forgöngu sóknar- nefndar og kirkjukórs Víkur- sóknar í Mýrdal og kvenfélags- ins þar var þeim hjónum frú Katrínu Ingibergsdóttur og Óskari Jónssyni, fyrrv. al- þingismanni. haldið veglegt kveðjusamsæti í Vík s I. sunnudag að afstaðinni messu f Víkurkirkju. Þau hjónin eru nýflutt að Sel- fossi, þar sem Óskar hefur tekið við starfi sem félagsmálafulltrúi Kaupfélags Árnesinga, en hafa búið lengi í Vík, þar sem Óskar var m. a. organleikari Víkurkirkju og formaður kirkjukórasambands V-Skaftafellsprófastsdæmis. Auk þess gegndi hann sem kunnugt er miklum opinberum störfum í sýsl unni, var sýslunefndarmaður, for- maður skólanefndar Víkurskóla og í skólanefnd Skógaskóla, í yfir- skattanefnd o. fl. Hann var kjör inn alþingismaður V-Skaftfellinga 1949 og er nú annar varaþingmað ur Framsóknarflokksins í Suður- landskjördæmi. Hann var lengi starfsmaður Kaupfélags V-Skaft fellinga og mikill áhugamaður um samvinnumál. I kveðjuhófinu mælti séra Jónas Gíslason fyrir minni heiðursgest- anna og*stjórnaði hófinu. Auk hans fluttu ræður frú Kr’istín Loftsdótt ir, Einar Erlendsson, fulltrúi, Björn Jónsson, skólastjóri, Hákon Einarsson, afgreiðslumaður, Guð- mundur Jóhannesson, tímavörður, Jón Thor Haraldss., sagnfræðingur. Óskar þakkaði fyrir hönd þeirra hjóna allan sóma þeim sýndan, svo og vináttu alla og samstarf. Mikið var sungið milli ræðna og loks dansað til miðnættis. Heiðursgestunum var færður að gjöf vandaður skrifstofustóll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.