Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 6
I T f MI N N, fimmtudaginn 17. nóvember 1960. VETTVAW^IUR ÆSKUNMAl RITSTJÓRI: JÓN ÓSKARSSON ÚTGEFANDi: SAMBAND UNGRA FRAMSOKNARMANNA Fréttamaður frá Vettvangn- um hitti að máli hina ný- kjörnu stjórn Félags ungra Framsóknarmanna í Reykja- vík, nú í vikunni. En eins og skýrt var frá í síðasta Vett- vangi fór aðalfundur félagsins fram fyrir skömmu í Fram- sóknarhúsinu. Mun óhætt að segja, að glæsilegri aðalfund- ur hafi ekki verið haldinn í sögu félagsins enda komu um j 350 félagar á fundinn og inn voru teknir 175 nýir félagar. Fréttamanni Vettvangsins lék mikill hugur á að hitta hina nýkjörnu stjórn í F.U.F. í Reykjavík og tókst loks nú í vikunni, eins og áður er sagt, með því að ryðjast inn á stjórnarfund. Fréttamaðurinn virtist ekki aufúsugestur í hópi hinna áhugasömu og starfandi stjórnarmanna, en er fundarstörfum var lokið og léttari umræður hófust ósk- aði hann eftir, að mega gefa lesendum Vettvangsins kost á að vita, hvað stjórnin hyggð- ist fyrir á þessum vetri í fé- lagslegu tilliti og hvaða áætl- anir hún hefði gert um starfið. — Við höfum í huga að haga störfum okkar þannig á starfstímanum, að þau verði að sem mestu gagni innri starfsemi og félagslegri upp- byggingu. Við teljum, að með þessu munum við ná hvað beztum árangri, því með vel- Hin nýkjörna stjórn F.U.F. í Reykjavík. Sitjandi frá vinstri: Svavar Helga- son, ritari, HörSur Heigason, formaður; Eysteinn Jóhannsson, gjaldkeri. Standandi, frá vinstri: Björn Pálsson, varaformaður; Matthías Andrésson, spjaldskrárritari. funda um sérmál byggist á hæfum fundarmönnum og einnig eru hin þrjú áðurnefnd atriði grundvallaratriði í stjórnmálabaráttunni og fé- ilagslegur þroski. Hin geysi- mikla þátttaka í fundum og öllu starfi F.U.F., sem aðal- fundurinn nýlega er gleggst dæmi um, er ljós vottur um þann félagsáhuga, sem að i verulegu leyti á rætur að rekja til aukins félagsþroska og aukins starfs. Einnig höfum við í hyggju að koma á helgarfundum eða sunnudagafundum, er stæðu j t. d. yfir síðari hluta sunnu- daga. Mundu tekin fyrir á þessum fundum ýmis þau mál, sem efst eru á baugi á hverj- um tíma, einstök mál eða mála flokkar, flokksmál og valin efni. Fengnir yrðu hinir hæf- Vetrarstarf F.U.F. Biafið SpjallatS vi$ stjórn félagsins menntum og vel þjálfuðum starfsmönnum nýtast kraftar þeirra mun betur í starfi fyrir félagið en ella. Hinu ber ekki að leyna að heldur, að nauð- synlegt er að halda uppi því kynningarstarfi, umræðu- og kappræðufundum, sem átt hefur sér stað undanfarin ár og auka að mun, enda verður eigi horft yfir, að sú starísemi hefur orðið árangursrík, svo Segulband íhaldsins sem aukin félagafjöldi ber með sér. í þessu, sem og ann- arri félagsstarfsemi, er aug- Ijós nauðsyn þess, að félagið hafi á að skipa sem flestum, er samhæft hafa krafta sína og eru sístarfandi. — Hvaða áætlanir hafið þið gert í sambandi við hina fé- lagslegu uppbyggingu? — Við munum reyna að koma á laggirnar stjórnmála- og málfundanámskeiðum, til að efla stjórnmálaáhuga, fundaþjálfun og ræðu- mennsku félagsmanna, því gagnsemi almennra funda eða ustu menn til að reifa málin og skýra ýtarlega en síðan yrðu frjálsar umræður og fyr- irspurnum svarað. Vænta má mikils gagns af þessum fund- um, ef vel tekst, sem ekki þarf að efa, þegar beztu menn leggja málin fyrir og þau síð- an rædd og krufin undir þeirra handleiðslu. Þá má geta þess, að við höf- um mikinn áhuga fyrir að koma á fót leshringa-starf- semi. Tekin yrðu fyrir ýmis atriði varðandi störf og stefnu Framsóknarflokksins og sam- vinnuhreyfingarinnar og lesið um þau og þau skýrð undir leiðsögn fróðustu manna. I Komið gæti til mála, að heild- ar málaflokkar yrðu þannig teknir fyrir, á þessu sviði og ræddir ýtarlega. Á þessu stigi málsins iljum við ekki segja frekara frá þessu enda sumir framkvæmdaþættir ekki full- ráðnir ennþá. Ýmislegt fleira mætti nefna, er við höfum hug á að reyna í hinu félagslega starfi, auk þess að efla hið fyrra starf, s. s. kynningarstarfsemi, um- ræðu- og kappræðufundi, skemmtikvöld o. fl. — Er nokkuð frekara, sem þið viljið segja um fyrirhugað starf? — Hér hefur verið rakið stuttlega það helzta í fyrir- huguðu starfi. Þó hefur ekki verið getið sumra atriða, er rædd hafa veriö á stjórnar- fundum og væri ekki síður ástæða til að minnast. Yrði það of langt mál, ef rekja ætti þá sögu glögglega, enda mun þeirra getið hverju sinni og þau verða reynd í félagsstarf inu. Fréttamaður Vettvangsins þakkar stjórnarmönnum F.U.F. ánægjulegt viðtal og óskar þeim giftu í komandi starfi. Ekki er að efa, að með vaxandi fjölda ungs fólks í samtökum ungra Framsókn- armanna eykst gildi þeirra enn fyrir Framsóknarflokk- inn í heild og baráttu hans. Innan þeirra samtaka hafa oft verið rædd mál I fyrsta sinni, er haft hafa bein eða óbein áhrif á viðhorf flokks- ins og síðar orðið flokknum heilladrjúg í baráttu hans. Er að vænta, að svc- verði einnig í framtíðinni. Undanfarið hafa verið haldin námskeið á vegum ungra Sjálfstæð ismanna á nokkrum stöðum á landinu. Á þessu mrfámskeiðum hafa verið flutt erindi af segul- bandi um ýmis málefni. Eiu er- indi þessi samin af ungum íhalds- mönnum hér í höfðustaðnum, í- búum dreifbýlisins til upplýsing ar. Fyrir rúmri viku var flutt eitt slíkt seguibandserindi á Akureyri, þar sem einn af ritstjórum Morgun blaðsins ræðir viðskiptamál dreif- býlisins eins og hann kallar það. Erindið mun þó að miklu leyti hafa verið rógur um samvinnuhreyf inguna. f blaðinu íslendingi, mál- gagni Sjálfstæðismanna á Akur eyri eru s. 1. föstudag birtar glefs- ur úr speki Morgunblaðsritstjór I ans. Er hér aðallega um að ræða sama, gamla rausið um Samvinnu- hreyfinguna og íhaldið hefur verið að tönnla-st á um áratugi, pólitísk misnotkun hreyfingarinnar, einok- unaraðstaða og annað í sama dúr. Við lestur þessa pistils í. fslend- ingi er augljóst, hvers vegna slíku efni er dreyft um landið á segul- bandi. Höfundinn hefur kannske óað við að standa augliti til aug- lits við þá, sem gjörþekkja sam vinnureksturinn eins og t. d. Akur eyringar, og bera á borð fyrir þá slíkan þvætting. Segulbandið segir meðal annars, að Sjálfstæðismenn telji samvinnu rekstur eðlilegan, ef hann geti stað ið á jafnréttisgrundvelli við önnur rekstrarform. Þetta er nú gott og blessað. En hvernig kemur þetta „jafnrétti“ íhaldsins fram í verki? Sannleikurinn er sá, að íhaldsöflin hafa alla tíðverið að reyna að koma Samvinnuhreyfingunni á kné og þrengt að henni á allar hliðar og alltaf þótzt vera að koma á ein- hverju jafnrétti. Þeim er fullljóst | að einkareksturinn stenzt sam- vinnuhreyfingunni ekki snúning þegar þessi rekstrarform keppa á jafnréttisgrundvelli. Þess vegna hefur íhaldið ávallt verið að ber'j- ast fyrir hömlum á samvinnurekstri til að koma á einokun einkarekst- ursins. Má í þesu sambandi minna á árásir núverandi ríkisstjórnar á Samvinnuhr'eyfinguna, en þessari ríkisstjórn hefur orðið talsvert á- gengt í baráttunni fyrir þe9su „í haldsjafnrétti", sem Samvinnu - hreyfingin á að búa við. Það, sem sárgrætilegast er við Samvinnuhreyfinguna, að dómi í- haldsins, er „pólitízk misnotkun Framsóknarflokksins“ á hreyfing- unni. Slíkar fullyrðingar eru á engan hátt svaraverðar, en þetta mætti helzt skilja á þann veg, að póli- tísk misnotkun á Samvinnuhreyf- ingunni sé á allan hátt eðlileg og sjálfsögð, en það væri af og frá, að Framsóknarm. hefðu eitthvað upp úr þessu. Aðalatriðið er, hver hefur aðstöðuna. Segulbandinu yrði varla svona tíðrætt um þessa misnotkun ef íhaldið hefði einhver tök á Samvinnuhreyfingunni, þá væn ekkert til, sem héti misnotk- un. Íhaldssiðíerðið er samt. við sig og afhjúpar sig illilega hér. Það er eins og íhaldið líti á Somvinnu- hreyfinguna eins og stóran grautar ÖRLYGUR HÁLFDÁNARSON. pott, sem Framsóknarmenn einir eiga, og horfa með öfundaraugum á hvern bita, sem þeir ímynda sér að í þá fari. íhaldið hefur aldrei skilið, hvers vegna Framsóknarmenn hafa látið sér annt um Samvinnuhreyfinguna Það hefur ekki skilið þá stefnu Framsóknarmanna, að hagur' fjöld ans sé tekinn fram yfir hag fá- mennrar auðstéttar. Það er á móti þeirri stefnu Framsóknarmanna að gera sem flesta einstaklinga bjarg- álna. íhaldið er á móti samvinnu- hugsjóninni, vegna þess að hún er eitt sterkasta vopnið í baráttunni fyrir bættum lífskjörum alls al- mennings í landinu. Málfundanámskeið á Flúðum Næstkomandi laugardag, hinn 19. þessa mánaðar, hefst mál- fundarnámskeið Félags ungra Framsóknarmanna í Árnessýslu. Verður námskeiðið haldið á Flúð um í Hrunamannahreppi. Stjórn andi námskeiðsins verður Sig- urfinnur Sigurðsson bóndi í Birtingaholti, formaður Félags ungra Framsóknarm. í Árnes- sýslu. Form. Sambands ungra Framsóknarmanna, Örlygur Hálf dánarson, mun verða leiðbein andi á námskeiðinu. Að þessu sinni mun námskeiðinu aðeins ætlað að standa yfir í tvo daga og verður aðaláherzla lögð á leið beiningar um ræðumennsku, auk fræðslu um fundarreglur og fundarstjórn. Síðar mun ætlun in að hafa framhald af þessu námskeiði og verða þá ýms fleiri málefni tekin til meðferðar. Eru allir ungir menn í Árnessýýslu og nærsveitum eindregið hvattir til að fjölmenna á málfundar- námskeiðið. í tilefni af þessu er rétt að geta þess að stjó^rn Sambands ungra Framsóknarmanna hefur í hyggju að koma á fót slíkum stjórnmála- og málfundarnám skeiðum víðs vegar um landið í samráði við félög ungra Fram sóknarmanna á staðnum. Þeim F.U.F.-félögum, sem þegar hafa áformað að efna til slíkra nám skeiða, er vinsamlegst bent á að hafa samband við stjórn S.U.F., sem mun aðstoða félögin við skipulagningu námskeiðanna og útvega leiðbeinendur og fyrir- lesara. SIGURFINNUR SIGURÐSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.