Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 7
7 TIMIN N, fimmtudaginn 17. nóvember 1960. Framsóknarflokkurinn sigldi landhelgismálinu í örugga höfn 1958 milli skers Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins og báru Alþýðubandalagsins Eysteinn Jónsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær og beindi fyrirspurn um land- helgismálið til forsætisráð- herra. Minnti Eysteinn á fyrir- spurn þá, sem hann hefði gert daginn sem Alþingi var sett um gang land- helgismálsins, og hvað hefði gerzt í viðræð unum við Breta. Ólafur Thors hafði þá svarað því til, að ekkert hefði gerzt í málinu, aðilar aðeins skýrt sjónarmið sín. Jafnframt hefði for- sætisráðherra lofað að haft yrði samráð við Alþingi jafn óðum og eitthvað gerðist í málinu. íslenzkar tillögur. í brezkum blöðum hefur þráfaldlega verið talað um ís lenzkar tilögur í málinu, til- boð, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur gert Bretum. Eysteinn kvaðst af þessu vilja spyrja, hvort ísl. ríkisstjórnin hefði gert nokkrar tillögur, sem hún myndi kalla lausn á deil- unni við Breta? Og enn frem ur: Hefur íslenzka rikisstjórn in móttekiö einhverjar frá Bretum í málinu og hvernig hljóða þær tillögur? Samráð við' Alþingi Sagðist Eysteinn vilja benda forsætisráðherra á það, að það að eiga samráð við Alþingi um málið, er að láta það fylgjast með fram- vindu málsins og bera undir það þau erindi, sem send yrðu Bretum. Það er ekki að eiga samráð við Alþingi að tilkynna þinginu um gang málsins og niðurstöður, þeg- ar úrslitaákvarðanir hafa ver ið teknar. Utanríkismálanefnd Lofað hafi verið að skýra utanríkismálanefnd frá því sem gerðist í viðræðunum. — Enginn fundur hefur v'erið haldinn í utanríkismálanefnd þrátt fyrir að viðræður hafi staðið þetta lengi, og því borið við að ekkert hafi gerzt í mál inu. Eitthvað hlýtur þó að hafa gerzt, einhver sjónarmiö hlióta að hafa verið sett, fram af íslands hálfu. um það get ur mönnum ekki blandast hug ur. Sagðist Eysteinn þess vegna fara þess á leit við forsætis- ráðherra að liann gengist fyrir því að nú fyrir eða strax eftir helgina verði kall- aður saman fundur í utan- ríkismálanefnd og nefndinni skýrt frá gangi málsins, öllu því, sem á milli aðila hefur farið í viðræðunum. Loforðinu afneitað Ólafur Thors forsæisráðh. svaraði því til að engar tillög- ur hafi verið gerðar af hvor- ugum aðila. Sagði hann að við ræðurnar hefðu leitt til þess, að ríkisstjórn- in vissi nú bet- ur um hugar- far Breta, en ekki hefði dreg ið til neinna úrslita ennþá. Eors.r.h. sagð ist vilja leið- rétta misskilning Eysteins á ummælum sínum á þing- setningardag, er hann lofaði að hafa samráð við Alþingi um málið. Sagðist hann að- eins hafa lofað að hafa sam ráð við Alþingi áður en til endanlegra úrslita kæmi Varðandi fund í utanríkis- málanefnd kvaðst hann ekk- ert vald eða umboð hafa til að kveðja saman fund í nefnd- inni, það væri á valdi utan- rikisráðherra eða forseta S Þ. Upplýsti hann þó að utanríkis ráðherra væri andvígur því að utanríkismálanefnd fjallaði um málið, því að nauðsynlegt væri að yfir því hvíldi algjör leynd!!!! Eysteinn Jónsson spurði for sætisráðh. hvort áreiðanlegt væri, að það væri slúður og ósannindi. sem birzt hefðu í brezkum blöðum um að á- j kveðnar tillögur hefðu verið I gerðar í málinu. Brezk blöð i nefðu flutt fregnir af ákveðn | um ísl. tillögum og haft bær ; fréttir eftir opinberum aðil- j um i Bretlandi. Orða’eikur til brigða á ,''<!nrð>mi Mlnnti Eysteinn á þær um 1*æður, sem farið hefðu fram í efri deild undanfarna daga. Við þær umræður hefur það ekki farið leynt. að ríkis- stjórnin sé staðráðlnn í að bieypa brezka togaraflotan >im inu í lanrtbelgina. ef hún fær eittbvað í staðinn. Það dvlst ení'ii'» ;>ð ráðberrarnir befðii ekk« talað svo opin- skátt um bug sinn ?ð þessu leyti. ef rík.stj. hefði ekki seitt sa.ma sjónarmið fram í við- ræðunum við Breta. — Hvað er þetta annað en tillaga um samn>nga? — Að neita því er ekkert annað en orðaleik- ur til að geta svikið það lof- orð. sem gefið hefur verið um að haft verði samráð við Al- þingi um málið. Strax eftir að forsætisráðh. gaf yfirlýsingu sína um að haft yrði samráð við Al- þingi, sagðist Eysteinn hafa kvatt sér hljóðs og sagt, að hann skildi þessa yfirlýsingu forsætisráðh. sem afdráttar- laust loforð um að Alþingi fengi að fylgjast með málinu og við það yrði ráðgast um við brögð og stefnu í því. Forsætis ráðh. gerði þá enga athuga- semd við þann skilning minn, sagði Eysteinn. Hvað er að hafa samráð? Það er ekki að hafa samráð við Alþingi að tilkynna því, þegar búið er að ganga frá samningum og ríkisstjórnin er búinn að binda flokksmenn sína. — Það dylst engum að tillögur hafa farið á vixl í við- ræðunum við Breta, en ríkis- stjórnin kýs að halda þeim leyndum til að geta farið á bak við Alþingi. Þá benti Eysteinn forsætis- ráðherra á það, að ekki gæti það talizt þrekvirki af hon- um þótt hann kæmi á fundi i utanríkismálanefnd til að skýra þar gang málsins. Ríkis stjórnin getur tekið ákvörðun um það, ef hún vill, og skiptir ekki máli, hvort það verður utanríkisráðh. eða ’ einhver annar sem að formi til kallar nefndina saman. Ef forsætisráöh. vill ekkert við utanríkisráðh. tala, þá væri athugandi, hvort ekki væri rétt að setja á fót sam- starfsnefnd með aðild allra þingflokka og hafa á þann hátt samráð við Alþingi. , Þessu laumuspili ríkisstjórn arinnar í þessu lífshagsmuna máli þjóðarinnar verður að hætta og Alþingi gefin skýrsla um það. Ekki undanlátssamir!! Ólafur Tliors sagði að brezk blöð færu með slúður um til- lögugerð ísl. ríkisstj. Það eru fleiri blöð en Tíminn, sem fara með slúðursögur. ítrek aði forsætisráðh. að engin til boð hefðu borizt eða hefðu ver ið gerð. Sagði hann, að einn i samninganefndarmanna ís- lenzkur hefði orðað það við sig, hvort ríkisstjórnin myndi ekki vilja fallast á undanþág- ur í 3 ár Bretum til handa inn að 6 mílum Sagði forsætis ráðherra að hans stjórn myndi ekki vera eins undan- látssöm við Breta, eins og vinstri stjórnin hefði verið, því hún hefði boðið Bretum þessa kosti. I j Fáránlegur og ósvífinn ! samanburður ! Eysteinn Jónsson fékk leyfi til að taka til máls að nýju til að bera af sér sakir. Sagð- íist hann vilja bera af sér þá ásökun, sem hefðu falizt í þeim orðum forsætisráðh. er hann sagði að vinstri stjórn in hefði verið undanlátssam- ari við Breta en núverandi ríkisstjórn. Það væri fáránlegt að bera saman aðgerðir vinstri stjórn arinnar í landhelgismálinu og vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar. Það væri viður kennt af öllum að við höfum sigrað í málinu. Bretar séu þegar búnir að tapa. Allar þjóðir hafa viðurkennt út- færsluna í verki nema Bret- ar. Útfærslan er því stað- reynd og hefur heppnast vel. Við þessar aðstæður tekur ríkisstjórnin upp viðræður við Breta og lýsir yfir að hún hafi í huga að verðlauna þá einu þjóð, sem sýnt hefur okk ur ofbeldi. Þetta er ekkert svipað því sem gerðist 1958 og ósvífni að bera slíkt saman. Þá var reynt að fá fyrirfram, og áð- ur en útfærslan var gerð, formlega viðurkenningu allra ■ Nató-þjóðanna fyrir rétti okkar til einhliða á- kvörðunar um 12 mílna fisk veiðilögsögu. Gegn slíkri ský- j Iausri yfirlýsingu Nato-þjóða j : vorum við fáanlegir til að i | sýna tilhliðrunarsemi við, l framkvæmd útfærslunnar, j þannig að hún tæki 3 ár á ! seinni sex milunum. Þá var ; verið að færa út landhelgina. ! Þá var landhelvislínan færð i út um 8 mí?ur. Nú á að færa j landhelgislínuna inn. — j Minnka landhelgina. Samn- j ingamakk ríkisstjórnarinnar nú á ekkert skylt við það, sem ríkisstjórn Hermanns Jónas sonar gerði 1958, áður en út færslan kom til framkvæmda að reyna að afla viðurkenn ingar ailra Nato-þjóða fyrir rétti okkar til einhliða út- færslu. Ólafur Thors sagði að það sem Eysteinn hefði sagt, styngi í stúf við skoðanir Her manns, sem eftir honum hefðu verið bókaðar í utanríkismála nefnd í sumar, er hann taldi rétt að leita eftir vernd Bandaríkjahers skv. varnar- samningnum, vegna þess að Bretar væru að færa sig upp á skaftið. Hann hefði þá ekki verið að tala um sigur og að málið væri unnið. Undansláttur býður meira ofbeldi heim Hermann Jónasson kvaddi sér hljóðs og svaraði forsætis ráðherra því að hann hefði aldrei efast um og myndi aldrei efast um að sérhver undansláttur í málinu myndi bjóða meira ofbeldi heim og gera ástandið verra. Þetta hefði gerzt eft ir að Bjarni Ben. dómsmála ráðh. hefði gef ið landhelgis- brjótunum upp sakir í vor. Þá færðu Bretar sig upp á of- beldisskaftið og þá lét hann þessa skoðun uppi í utanríkis málanefnd. Hins vegar mætti telja að forsætisráðherra mæti ann- an vitnisburð en sinn meira, þ.e. vitnisburð Bjarna Ben., en hann hefur í þeim umræð um, sem staðið hafa undan- farna daga, þráfaldlega tekið það fram að við séum búnir að sigra í landhelgismálinu. Hann hefur fullyrt um sigur okkar æ ofan í æ, enda þótt hann hafi all undarlegar skoð anir á því, hvernig með sigur inn skuli fara. Uppljóstranir? Forsætisráðherra hafði sagt að ljóstrað hefði verið upp á Alþingi nú fyrir skömmu um skeytið, sem sent var 18. maí 1958 þar sem látið .var í ljós að hugsanlegt væri að íslend ingar væru fáanlegir til til- hliðrunarsemi um fram- kvæmd útfærslunnar, ef fyrir lægi áður viðurkenning allra Nato-þjóða á einhliða rétti okkar. Hér var ekki um neina uppljóstrun að ræða. Þetta skeyti hefur birzt í blöðum og kosningapésum og verið marg rætt á kosningafundum. Framsóknarfl. sigldi milli skers og báru með’ landhelgis málið 1958 og kom því í höfn, sem nú má teljast að fullu örugg. Báran var Alþýðu- bandalagið, sem ekki vildi einu sinni fallast á viðtöl við bandamenn okkar í Nato. — Skerið var Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisfl., sem vildu áframhaldandi viðræðuþóf innan Nato, sem til einskis annars hefði leitt en undan- sláttar og frestun útfærsl- unnar. Framsóknarfl. tókst að koma málinu farsællega gegn um þessi boðaföll og brim. Það sem gerðist 1958 er al- gjörlega ósambærilegt því, að taka upp samninga um fríð- indi og undanslátt við þá einu þjóð, sem barið hefur á okk- ur. Bretum var ekki boðið eitt eða neitt 1958. Þá var aðeins leitað eftir viðurkenningu ríkjasamtaka Nato, sem við eigum aðild að, á rétti okkar til einhliða útfærslu. Gegn slíkri viðurkenningu gat kom ið til mála að við sýndum (Framhald á 2. síðuj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.