Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.11.1960, Blaðsíða 9
V.IHIN.N, fimmtudagiiin 17. nóvember 1960. 75 ára í dag: 9 JÓN ARNASON fyrrverandi bankastjóri g Ný skáldsaga er komin út eftir Graham Greene, og vekur útkoma hennar Furðu, ekki sízt í Bretlandi. Bókin kemur nefnilega ekki út á frummálinu fyrr en í janúar n.k., en hún er þeg- ar komin út í býðingum í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Og gagnrýnendur á Norður'öndum lofa bókina einum ••ómi, — telja hana jafnvel bezta verk Greenes til þessa. Það er því engin furða þótt bókamenn í Bretlandi reki upp stór augu og spyrjí hvað valdi þessum útgáfuhætti. Lundúnablaðið Daily Mail segir frá útkomu bókarinnar á Norðurlöndum s. 1. laugardag og gefur í skyn að með þessu móti sé Greene að seilast til Nóbelsverðlauna að ári, en eins og kunnugt er hefur hann margsinnis verið tilnefndur sem líklegur Nóbelshöfundur. Hitt mun þó sönnu nær að út- gefendur hans, Heinemann í London, hafi vonazt eftii' að hann fengi verðlaunin nú í haust. og ætlað að sýna þakk- lætisvott með því að senda hina nýju bók fyrst út á Norður- landamálunum. Eins og kunn- ugt er féllu Nóbelsverðlaun þó ekki í skaut Greenes að þessu sinni, en engu að síður kemur bókin út með þessum hætti. Hver veit nema Graham Greene fái verðlaunin að ári? II Umrætt sögusvið É Hin nýja bók Greenes nefnist 1 A Burned-Out Case — gæti Jón Árnason, fyrrverandi banka- stjóri er sjötíu og fimm ára í dag. Hann lét af embætti fyrir aldurs sakir fyr'ir þremur árum. Þegar Samband íslenzkra sam- vinnufélaga flutti aðalskrifstofu sína til Reykjavíkur 1917, varð Jón Árnason fyrsti aðstoðarmað- ur Hallgríms Kristinssonar á þeirri skrifstofu. Hann var fram- kvæmdastjóri útflutningsdeildar Sambandsins frá 1920 til 1946. í bankaráði Landsbankans frá 1927, og formaður þess frá 1929, þar til hann varð Landsbankastjóri í árs- byrjun 1946. í bankastjórn Al- þjóðabankans frá 1954 til 1957. í stjórn Sölusambands ísl. fiskfram- leiðenda frá stofnun þess 1935 til ársloka l945 og í stjórn Eimskipa- félags íslands frá 1923 og er það enn. Hann hefur átt sæti í mörg- um opinberum nefndum og samn inganefndum um milliríkjavið- skipti. Um langt árabil átti hann sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins. í fjóra áratugi hefur Jón verið í hópi mestu áhrifamanna um at- vinnumál þjóðarinnar. Hann var aðalhvatamaður að byggingu fyrsta kæliskipsins, Brúarfoss eldra, fyrstu frystihúsa kaupfélag- anna, og að afurðasölulögunum frá 1934. Öll þessi mál leiddi hann fram til sigurs ásamt fleiri góðum mönnum. Störf Jóns fyrir samvinnufélög- in og þjóðina alla hafa verið mikil og gifturík. Jón og kona hans, Sigríður Björnsdóttir frá Kornsá, eru nú stödd í Kaupmannahöfn. Á sjötugsafmæli Jóns Árnason- ar 1955 rituðu þeir Snorri Sig- fússon og Hallgrímur Sigtryggs- son ýtarlega greinar þar sem rak in voru hin merku og margþættu störf Jóns. Skal það ekki endur- tekið nú, en Tíminn sendir Jóni Árnasyni beztu afmælisóskir og þakkir fyrir störf og stuðning fyrr og síðar. verið „kalt verk og kar'lmannlegt" og ekki heiglum hent. Líklega mun enginn íslenzkur fjármaður, hvorki fyrr né síðar, hafa færzt eins mik- ið i fang og Vigfús, er hann ein- samall tók sér gæzlu hinnar stóru Hvanneyrarhjarðar á Borgarfjarð- arheiðum með þeim ágætum, sem raun bar vitni. Á þetta afrek hans það skilið að geymast í landbúnað arsögu íslands. Á þessum árum var Vigfús og grenjaskytta. Er Vigfús var 23 ára gamall fer hann úr heimahéraði sínu og norð ur í Þingeyjarsýslu og var kaupa- maður sumarið 1913 hjá Þórði bónda Gunnarssyni í Höfða í Höfða hverfi, er hann rómar mjög sem skemmtilegan og góðan húsbónda. Er kaflinn um för hans norður og veruna í Þingeyjarsýslu bæði fróð legur og skemmtilegur. Um haust- ið fór hann með síldarskipi til Noregs og réðist vetrarmaður hjá ISeilzt til Nóbelsverðlauna? í ' s -Xv'V'-S-'■"'■' s- v s > s y. ' s bónda suður á Jaðr’i, líkaði vel við fólkið, vann 14—15 klst. á dag og lærði norsku, en aðalkennari hans í henni var dóttir bóndans 8 ára gömul. Undir vorið sigldi hann yfir Atlantshafið, dansaði mikið á hafinu, fór á land í Halifax, átti þá 4 döílara. Hélt sem leið liggur alla leið vestur í Montana á lands- svæði, sem þá var að mestu ley.ti óbyggt og gerðist þar „hjarðmaður í Villta vestrinu" Þar gætir hann einn með tveim hundum hjarðar, sem var 1500 lambær. Var hann með hjörð sína langt frá manna- byggðum. En hann hafði gott fæði og nóg skotfær'i. Komst hann þar í kynni við úlfa, birni, broddgelti, höggorma, fjallaljón, ræningja, morðingja og Indíána. Er hann var búinn að vera tvö ár í „Villta vestr inu“ fór hann að stunda ýmiss kon ar vinnu, svo sem kúasmölun. Að vera kúreki var mikið ævintýri heitað Útbrunninn á íslenzku — og gerist í Kongó. Graham Greene hefur löngum haft lag á því að láta sögur sínar gerast í umhverfi sem er ofarlega á baugi hverju sinni, — síðast á Kúbu og þar áður í Indókína. Sjálfur segir þó höfundur að ætlun sm sé einungis að finna sér sögusvið í hæfilegri fjar- lægð frá argaþrasi heimsmál- anna annars vegar og daglegum hversdagsleik hins vegar, sögu- svið þar sem bæði gróska og hrörnun nái lengra en fólk á að venjast í tempraðra loftslagi. Sagan gerist í holdsveikra- nýlendu og segir frá heims- kunnum arkitekt Querry, sem þangað kemur á flótta undan sjálfum sér og lifi sínu. „Út- brunninn“ holdsvtikisjúklingur er maður sem læknazt hefur af veikinni, — en ekki fyrr en ét- izt hafa af honum tær og fing- ur. nef og eyru, og veikin þess utan komin á sinni hans. þannig að viðhorf hans er holdsveiki- siúklingsins þótt líkamnn sé læknaður Útbrunnin hetja Arkítektinn Querry er vissu- lega ekki holdsveikur en hann er útbrunninn maður. Hann hefur unnið sér heimsfrægð fyrir kirkjubyggingar. en trú hans er kulnuð út hann á sér ekki framar vonir eða þrár, lífsleiðinn er hin eina tilfinn- ing sem enn lifir með honum. í holdsveikranýlendunni finnur hann griðastað til bráðabirgða og virðist á leið til nýs lífs í vináttu og samstarfi við hina kaþólsku klerka sem þarna ráða ríkjum og guðleysingj- ann Colin, lækni nýlendunnar Hann „frelsast" ekki í kristi- legum skilningi, en i nýlend- unni fær hann loks færi á að vera ,hann sjálfur undanbragða- og uppgerðarlaust, að vera ekki neitt. En þetta stendur ekki lengi. F5rrr en varir kemst upp hver hann er, og óprúttinn blaðamaður úthrópar hann sem ..nútíma dýrling sem fórni heimsfrægð sinni fyrir góð- gerðastarf í frumskóginum. einhvers konar nýja útgáfu af Albert Sehweitzer. Það er guð- ræknisóður verksmiðjueigandi i nágrenninu sem kemur þessari sögu af stað þven ofan í vilja Querrys sjálfs, sem reynir að vinna í kyrrþey eftir sem áður og láta uppþotið líða hjá En þá fær sá guðrækni grun um að dýrlingurinn Querry eigi vingott um of við konu hans, — og sagan endar í harmleik. Fær hann NóbeSsverSlaun? Þrátt fyrir þennan söguþráð er sagaa engan veginn drunga- leg lesning: Eins og önnur verk Graham Greenes er hún mjög spennandi aflestrar og rík mannþesking hans, kímni og ádeila njóta sín til fulls Og manni er heldur ekki grun- Iaust um að hinn vonsvikni arkítekt eigi skylt við rithöf- undinn sem margsinnis hefur séð verk sín rangfærð og van- túlkuð á kvikmyr.dum eða af iesendum sjálfum Ádeila hans er hnyUnari en nokkru sinni fyrr í lýsingu á ruðræknisupp- gerð. sorpblaðamennsku og ótal öðrum vankörtum nútima- þjóðfélags og nút.imamannsins. Gagnrýnendur á Norðurlöndum ijúka rpp einurr munni um ágæti .ókarinnar oa margir telja hana bezta verk Greenes til þessa .g færa hann feti nær Nóbelsverðlaunum Hvað sem þvi líður er víst ;,ð siálfur er hann engan ^eginc útbrunninn sem rithöfundur 1 I I I 1 I' 1' X I I I I i n I I 1 X I il fyrir íslenzkan sveitamann. En öll er frásögn Vigfúsar frá „Villta vestrinu fróðleg og sem skemmti- legt ævintýri, þar sem söguhetjan lenti oft í mannraunum og alls konar hættum, en ber jafnan að lokum sigur af hólmi. Sagan „Æskudagar“ endar þar sem búið var að skrá höfund henn ar til herþjónustu Bandaríkjanna. Munu lesendur vænta framhalds ævisögunnar áður en iangt líður. Þorsteinn M. Jónsson. Mótmæla harðlega „I tilefni þess, a3 ríkis- stjórnin hefur ákveðið að taka upp viðræður við Breta um landhelgismálið, skorar bæjarstjórn Ólafsfjarðar mjög ákveðið á ríkisstjórnina að hvika i engu frá óskoruðum rétti íslendinga til 12 mílna fiskveiðilögsögu og semja aldrei um neinar undanþágur á henni.“ Tillagan var borin upp á lokuðum bæjarstjórnarfundi 26. sept. og felld með 5 atkv. gegn tveimur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.